Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 58
*£8 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
H %
-
'W&gr
GB
1 *w
T/ígB' 0§
krfrdrtöfl“r
furir sKola
ol fifrirpxto
EG Skrifstofubúnaður ehf.
Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901
FJM
Tvöfalt sterkara
APÓTEKIN
H/uIIsffarígripir
DEMANAHUSIÐ
Kringlan 4-12, slml 588 9944
Buxur
r2!L’%,.
BRAX
FINEST QUALITY
u(ll
Neðst á Skólavöröustíg
UMRÆÐAN
Að láta skynsemina
AÐ undanförnu hefur nokkuð ver-
ið fjallað um skólamál í V-Hún. og
byggingu íþróttahúss á Hvamms-
tanga í fjölmiðlum s.s.
útvarpi Norðurlands
og í dagblöðum. Mis-
munandi skoðanir hafa
komið fram og þá eink-
um um fyrirhugaða
byggingu íþróttahúss á
Hvammstanga en mik-
01 áróður er rekinn á
móti þeirri fram-
kvæmd. Sá sem þetta
ritar getur ekki annað
en farið fram á ritvöll-
inn og reifað þessi mál í
nokkrum orðum.
Byggðaþróun á Is-
landi undanfarna ára-
tugi hefur öll verið á
einn veg. Fólk flytur í
miklum mæli til suð-
vesturhomsins og búseta á víða und-
ir högg að sækja í hinum dreifðu
byggðum landsins. Fjölbreytni í at-
vinnuháttum hefur aukist, menntun-
arframboð einnig og alls kyns af-
þreying að sama skapi. Þessi
fjölbreytni hefur einkum átt sér stað
á höfuðborgai’svæðinu og nágrenni
og því verið hluti af því að draga fólk
til þess svæðis. A sama tíma og upp-
byggingin á sér stað fyrir „sunnan"
dregur að sama skapi úr flestum
þáttum sem bæta búsetu á lands-
byggðinni. Þessa þróun þekkja allir
og þarf ekki að rekja frekar hér.
Til þess að spyrna á móti þessari
þróun er alveg ljóst að öflugir
byggðakjarnar skipta sköpum og má
sjá þess merki víða um land. þessir
byggðakjarnar þurfa að bjóða upp á
sem fjölbreyttasta
þjónustu og marghátt-
aða atvinnustarfsemi.
Til þess að ungt fólk fá-
ist til að setjast að á
slíkum stöðum þarf að
bjóða upp á betri þjón-
ustu á mörgum sviðum
en á Reykjavíkursvæð-
inu. Fólk metur það
mikils að geta haft
vinnustað, verslun,
heilsugæslu, skóla,
íþróttamannvirki og
hreina náttúru innan
seilingar og gjarnan í
göngufæri. Þannig get-
Vilhjálmur ur fólk blandað saman
Pétursson ýmsum kostum borgar-
innar og sveitarinnar
og notið þess á sama stað. Þetta eni
grundvallaratriði og sjást vel í þeirri
uppbyggingu sem á sér stað í
ákveðnum radíus út frá Reykjavík
(Selfoss, Hveragerði, Reykjanes,
Akranes, Borgarnes). Hvammstangi
er aðeins utan við þennan radíus en
þó ekki lengra en sem nemur
klukkustundar akstri. Því má segja
að staðan sé ekki afleit og margt
hægt að gera til að bæta hana.
En þá kem eg loksins að byggingu
íþróttahúss. í Morgunblaðinu þann
22. nóv. síðastliðinn er haft eftir Jó-
hanni Albertssyni skólastjóra
Grunnskóla Húnaþings vestra að öll
almenn notkun á íþróttahúsi á Laug-
■þróttahús
Koma á Laugarbakka-
skóla sem fyrst til ann-
arra nota en grunn-
skólakennslu, að mati
Vilhjálms Péturssonar,
og færa allt skólahald í
héraðinu til Hvamms-
tanga.
arbakka myndi flytjast til Hvamms-
tanga ef þar yrði byggt nýtt hús.
þarna hittir hann naglann á höfuðið
vegna þess að almennir íþróttahúss-
notendur eru langflestir frá
Hvammstanga og hafa verið allar
götur síðan íþróttahús var byggt á
Laugarbakka. Með því að byggja
íþróttahús á Hvammstanga er því
verið að færa þjónustuna til íbúanna
og er liður í því að styrkja búsetu í
þéttbýliskjarnanum og um leið í hér-
aðinu öllu. Þetta skilur meirihluti
sveitarstjórnar og vafalaust lang-
flestir íbúar sveitarfélagsins ef þeir
skoða málin út frá skynsemi en ekki
tilfinningum. Núna er staða mála sú
að það er þensla í þjóðfélaginu og
hana eiga menn að nota til að búa í
haginn fyrir framtíðina. Þess vegna
er engin spurning um að reyna að
koma Laugarbakkaskóla sem fyrst
Af hverju dugar EES-
samningurinn ekki
lengur fyrir Island?
EIN helsta röksemd-
in fyrir inngöngu Is-
lendinga í ESB sást í
hnotskum í síðustu
viku. Þegar ráðherra-
ráð ESB fjallaði um
hvort banna ætti notk-
un fiskimjöls í dýrafóð-
ur hafði Island engin
áhrif og enga aðkomu
að ákvarðanatökunni.
Þarna var um að ræða
milljarða hagsmuni fyr-
ir íslenskt þjóðarbú og
enginn var til að gæta
þeirra. Hefðu þetta ver-
ið hagsmunir sem ein-
göngu snertu íslend-
inga er ekki nokkur vafi
^ Ágúst
Ágústsson
brjóta í bága við grund-
vallarhagsmuni aðildar-
rflds. Ef ísland hefði
verið innan ESB hefði
því aldrei komið til
greina að banna notkun
á fiskimjöli í dýrafóður.
Nú flæða reglur og
tilskipanir frá ESB
vegna EES-samnings-
ins yfir íslenskt sam-
félag án þess að Islend-
ingar hafi neitt um það
að segja. ísland þarf að
taka í raun við meiri-
hluta af þeim lögum
sem ESB setur, eða um
á því að við hefðum tapað. En það
vildi svo til að Danir áttu sömu hags-
muna að gæta og gátu þeir nýtt áhrif
sín í ESB sem aðildarþjóð og fengið
ESB til að bakka með ákvörðunina.
Það voru því ekki íslenskir diplómat-
ar sem höfðu sigur í þessu máli held-
ur danskir sem voru að gæta danskra
hagsmuna.
Það er algjör meginregla innan
ESB að taka ekki ákvarðanir sem
ísland og önnur
EFTA-ríki hafa engin áhrif á frum-
rétt ESB. Þau hafa ekki atkvæðisrétt
þegar fjallað er um afleidda löggjöf
eða breytingar á samstarfinu. Þegar
verður af stækkun ESB til austurs
munu nýju ríkin, sem í munu búa allt
að 100 milljónir, verða hluti af EES-
samningnum án þess að við hefðum
neitt um það að segja.
í raun má segja að fullveldi íslands
sé í meiri hættu með núverandi fyr-
20% af
innkmnu
rennur til
Hjálparstarfs
kirkjunnar
Jólasveinaþjónusta
kyrgams
Þarft þú sérfræðing í að koma jólapökkum til skila eða alvöru jólasveina
á jólaballið? Hafðu þá samband í síma 694 7474 og 587 1097 eða með
því að senda póst á netfangið: skyrgamur@skyrgamur.net
Fiskimjölsmálið sýndi
einfaldlega, segir Agúst
Ágústsson, að við getum
ekki verið lengur fyrir
utan ESB án þess að
það skaði okkur.
irkomulagi en ef við værum þátttak-
endur í ESB. Innganga í Evrópusam-
bandið er því liður í
sjálfstæðisbaráttu en ekki liður í af-
sali fullveldis eins og sumir halda
fram.
EES er undirstaða stöðugleika
EES-samningurinn er lífæð Is-
lands í alþjóðaviðskiptum og veitti
hann Islandi aðgang að innri markaði
Evrópusambandsins með fjórfrelsinu
svokallaða sem er frjálst flæði á
vörum, þjónustu, fjármagni og frjáls-
um atvinnu- og búseturétti. Núna fer
rúmlega 60% af út- og innflutningi Is-
lendinga til og frá löndum ESB.
EES-samningurinn hefur reynst
íslendingum drjúgur og er hann und-
irstaðan að þeim stöðugleika sem hef-
ur einkennt íslenskt efnahagslíf und-
anfarin ár. Flestar af þeim
breytingum sem fslendingar hafa
kynnst undanfarin ár á sviði frelsis og
niðurfellingar hafta er EES-samn-
ingnum að þakka. Til að mynda eru
nánast allar breytingar á viðskipta-,
fjármagns-, samkeppnis-, neytenda-,
útboðs-, fjarskipta-, persónuvernd-
ar-, atvinnumála- og umhverfislög-
gjöf vegna EES-samningsins.
EES-samningurinn veitir hins
vegar ekki fullan aðgang að innri
markaði ESB né fullan aðgang að
tollabandalagi ESB. EES-samning-
urinn tekur ekki heldur til þeirra
málaflokka sem sífellt verða mikil-
vægari, s.s. stjórnar peningamála,
MORGTJNBLAÐIÐ
ráða
til annarra nota en grunnskóla-
kennslu og færa allt skólahald í hér-
aðinu til Hvammstanga en ekki að
sóa fjármunum í að aka börnunum úr
þéttbýli út í dreifbýli eins og nú er
gert. Byggja þarf við skólann á
Hvammstanga sem fyrst til þess að
koma þar upp fullkominni aðstöðu til
allrar kennslu og félagsaðstöðu fyrir
börn og unglinga og bygging íþrótta-
húss þar er einn liður í þeirri mynd.
Auðvitað er það dapurleg stað-
reynd að Hvammstangabúar skyldu
ekki vera búnir að byggja sér
íþróttahús fyrir löngu og sjálfsagt
finnst sumum í sveitinni að þeir ættu
ekki að taka þátt í slíkri framkvæmd.
En nú er búið að sameina sveitar-
félögin í V-Hún. og ekki verður aftur
snúið. það getur ekki þjónað neinum
vitrænum tilgangi að vera að velta
því fyrir sér hverjir fjármögnuðu
byggingu íþróttahúss á Laugar-
bakka, hverjir byggðu upp gatna-
kerfið á Hvammstanga eða höfnina
þar sem allir íbúar sveitarfélagsins
njóta góðs af. Slíkar hugleiðingar
eru fortíðarvandi sem þarf að kom-
ast yfir sem fyrst. Fólk á að líta til
framtíðar og hrista af sér slenið. Ef
íbúum í V-Hún. Þykir í raun og veru
vænt um sitt hérað og vilja veg þess
sem mestan þurfa þeir að snúa bök-
um saman og vinna eins og nútíma-
fólk með skýr markmið og skynsem-
ina að leiðarljósi.
Höfundur er skólastjóri Litlulauga-
skóla og fyrrum kennari á Hvamms-
tanga.
efnahagssamvinnu, utanríkismála og
samvinnu í dóms-, öryggis- og lög-
reglumálum.
Hlutverk stofnana ESB hefur
einnig gjörbreyst frá því að EES-
samningurinn var gerður. Til dæmis
gerir EES-samningurinn ekki ráð
fyrir beinni samvinnu við Evrópu-
þingið en undanfarin ár hafa völd
þingsins verið stórlega aukin vegna
aukinnar áherslu á lýðræði innan
ESB. Áhugi ESB á EES-samningn-
um hefur minnkað til muna vegna
aukinnar áherslu ESB á stækkun til
austurs.
Síðan EES-samningurinn var und-
irritaður hafa þijú ríki EFTA, sem
áttu þátt í samningnum, gengið til
liðs við ESB, Austurríki, Finnland og
Svíþjóð. Margt bendir til að Noregur
og hugsanlega Sviss gangi í ESB á
næstu árum en með inngöngu Nor-
egs í ESB verður erfitt að halda
rekstri EFTA áfram og samkeppn-
isstaða íslensks sjávarútvegs gagn-
vart norskum sjávarútvegi versnar til
muna.
Annað sem skiptir miklu máli eru
þau áhrif sem dómstóll ESB hefur nú
þegar á íslenskan rétt. Niðurstöður
Evrópudómstólsins hafa óbein rétt-
aráhrif á íslandi, m.a. í gegnum
EFTA-dómstólinn og með túlkun
Evrópudómstólsins á allri Evrópu-
löggjöfinni.
Hvað gerist næst?
Með því að ganga í ESB fengju Is-
lendingar aðgang að pólitískri og
efnahagslegri stefnumótun sam-
bandsins en með EES-samningnum
höfum við það ekki. Einnig fengist
fullur aðgangur að viðskiptasamning-
um ESB við önnur riki en ESB er
stærsta viðskiptaveldi í heimi.
Fiskimjölsmálið sýndi einfaldlega
að við getum ekki verið lengur fyrir
utan ESB án þess að það skaði okkur.
ESB tekur ákvarðanir sem hafa gíf-
urlega mikil áhrif á íslenskt samfélag.
Á næstunni verður málið þó enn al-
varlegra þar sem ESB mun bráðlega
fjalla um díoxínmengun í íslensku
sjávarfangi og hugsanlega banna
notkun íslensks fiskimjöls vegna
þessa. Þá verður tekin ákvörðun sem
snertii’ íslenska hagsmuni svo um
munar. Einnig þá verðum við algjör-
lega áhrifalaus og þá er ekki víst að
við getum treyst því að hagsmunir
einhvers rflds ESB fari saman við
okkar hagsmuni.
Höfundur er laganemi og cr varafor-
maður Ungrajafnaðarmanna.