Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
MORGUNB L AÐIÐ
UMRÆÐAN
.Byggðaröskun
og húsnæðismál
AÐ undaníornu hef-
ur orðið nokkur um-
ræða um skort á leigu-
húsnæði á höíúðborg-
arsvæðinu. Þessi hús-
næðisskortur er til-
kominn m.a. vegna
■'hinna miklu búferla-
ílutninga af lands-
byggðinni til höfuð-
borgarsvæðisins.
Þessir þjóðflutning-
ar hafa einnig orðið til
þess að hækka íbúða-
verð í Reykjavík og ná-
grenni. Svo langt hefur
gengið að í fyrra hefði
þurft að taka í notkun
tvær nýjar íbúðir á
Reykjavíkursvæðinu á hveijum ein-
asta degi vegna aðflutnings fólks af
landsbyggðinni.
Biðlistar eftir leiguhúsnæði hafa
lengst þrátt fyrir miklar fram-
kvæmdir, en Ibúðalánasjóður hefur
•veitt lánsloforð fyrir tæplega 1.000
leiguíbúðum sl. tvö ár.
Þess ber að geta að þeir sem
sækja um leiguhúsnæði í Hafnar-
firði verða allir að fara í greiðslumat
og standist þeir það eru þeim útveg-
uð viðbótarlán þannig að þeir kom-
ast í eigið húsnæði.
í Reykjavík er hinsvegar reglan
sú að einstaklingur með lægri tekjur
á ári en 1.600 þúsund getur sótt um
leiguíbúð hjá Félags-
bústöðum hf., sömu-
leiðis hjón með minna
en tvær milljónir og
hækkar þakið um 270
þúsund við hvert barn
sem þau hafa á fram-
færi.
Hagstæð
leignkjör
Þá eru leigukjör hjá
Félagsbústöðum hf. í
Reykjavík verulega
hagstæðari en venja er
á almennum markaði.
Leiga á tveggja her-
bergja íbúð hjá Fé-
lagsbústöðum hf. er
20-25 þúsund, á þriggja herbergja
25-30 þúsund og á fjögurra her-
bergja íbúð 35-40 þúsund.
Þannig má telja líklegt að tekju-
lágum þyki freistandi að komast í
leiguíbúð hjá Félagsbústöðum hf.
Nú munu vera þar á biðlista 560
manns en einungis 18 á biðlista í
Hafnarfirði.
Félagsbústaðir hf. hafa fengið
lánsloforð fyrir 100 íbúðum á þessu
ári og er það sama tala og þeir
keyptu á árinu 1999. íbúðalánasjóð-
ur mun geta svarað jákvætt öllum
umsóknum um kaup eða byggingu
leiguíbúða á árinu 2001.
Umsóknir eru nú 633. Þar af eru
Félagsíbúðir
Síðan íbúðalánasjóður
tók til starfa í ársbyrjun
1999 hafa verið meiri
framkvæmdir í hús-
næðismálum með
félagslegri aðstoð,
segir Páll Pétursson,
en nokkru sinni fyrr
á jafnskömmum tíma.
100 frá Félagsbústöðum. Önnur
sveitarfélög hafa sótt um lán til 74
leiguíbúða.
Þá hafa félagasamtök sótt um lán
til 459 íbúða og ber þar hæst náms-
mannaíbúðir, Öryrkjabandalagið,
Búmenn, Búseta og Sjómannadags-
ráð.
Vextir hafa hækkað mjög í land-
inu að undanförnu og eru banka-
vextir miklu hærri en húsbréf sem
bera nú 5,1% vexti. Ef afföll eru 10%
og reiknuð inn sem vextir eru þeir
5,6% á lánstímanum. Vextir af nýj-
um lánum til leiguíbúða verða á
næsta ári innan við 5%. Vaxtabreyt-
Páll
Pétursson
ingar á eldri lánum í hinu félagslega
kerfi eru ekki fyrirhugaðar.
Húsaleigubætur hækka
Húsaleigubætur eru nú greiddar
á allt leiguhúsnæði og um land allt.
Bæturnar voru rýmkaðar um sl.
áramót og aukið tillit tekið til fjöl-
skyldustærðar. Ég mun bera fram
frumvarp um breytingu á húsaleigu-
bótalögunum fljótlega eftir áramót -
rýmka skilyrði um skyldleikatengsl,
herbergjaskipan með tilliti til sam-
býla og námsmanna og eins varð-
andi þinglýsingarkvöð þegar sveit-
arfélög eru húseigendur og greiða
jafnframt húsaleigubætur. Þá
breytist reglugerð um húsaleigu-
bætur þannig að frítekjumarkið
hækkar úr 1,6 milljónum í tvær
milljónir, þ.e. bætur byrja ekki að
skerðast fyrr en við tveggja millj.
kr. tekjur. Þá hækkar hámark húsa-
leigubóta úr 25 þús. í 35 þús. kr. á
mánuði. Efri mörk leigutillits verða
hækkuð úr 45 í 50 þúsund. Samtals
fara nú í húsaleigubætur um 600
milljónir. í öðru lagi er í ráði að
greiða sveitarfélögum stofnstyrk út
á kaup eða byggingu leiguíbúða.
Heimild er í sjöundu grein fjárlaga
næsta árs til að verja fjármunum í
stofnstyrki að undangengnum
samningum við Samband íslenskra
sveitarfélaga.
Þar að auki eru í fjárlögum 2001
50 milljónir sem unnt væri að verja í
stofnstyrki. Vinna er í gangi við að
koma á samkomulagi við sveitar-
félögin en henni er ekki lokið.
Vaxtabætur vegna
íbúðarkaupa
Þá vil ég geta þess að vaxtabætur
nema á þessu ári tæpum fjórum
milljörðum og hafa hækkað frá
fyrra ári um 300 milljónir.
Þeir sem fá viðbótarlán eiga rétt á
samtímagreiddum vaxtabótum. Ein-
staklingar hafa fyrir milligöngu
sveitarfélaga fengið loforð fyrir við-
bótarlánum út á 2.800 íbúðir síðan
íbúðalánasjóður tók til starfa. Með-
alupphæð viðbótarláns er 1.500 þús-
und á íbúð og meðalverð íbúðar
nokkuð innan við 7 milljónir. Sam-
tals er lánsfjárhæðin 4,2 milljarðar í
viðbótarlán.
Þrátt fyrir þessa miklu fyrir-
greiðslu til tekjulágra hefur þeim
gengið allvel að standa í skilum við
Ibúðalánasjóð, þannig að hin félags-
lega aðstoð virðist koma vel að
gagni.
Skyldur sveitarfélaga
Á Alþingi er til umfjöllunar frum-
varp til laga um félagsþjónustu
sveitarfélaga. Þar er ákvæði um
leiguíbúðir sem hljóðar svo: „Sveit-
arstjórnir skulu á skipulegan hátt
leitast við að tryggja að nægt fram-
boð sé af leiguhúsnæði handa þeim
fjölskyldum og einstaklingum sem
ekki eru á annan hátt færir um að
sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra
tekna, þungrar framfærslubyrðar
eða annarra félagslegra aðstæðna.“
Sem betur fer virðist spennan á hús-
næðismarkaði höfuðborgarsvæðis-
ins fara minnkandi á síðustu mán-
uðum og íbúðaverð fer lækkandi.
I landinu er til meira en nóg af
íbúðarhúsnæði og víða á lands-
byggðinni standa ágætar ibúðir auð-
ar í tugatali. Þar er víða fasteigna-
verð allt að helmingi lægra en á
höfuðborgarsvæðinu.
Síðan Ibúðalánasjóður tók til
starfa í ársbyrjun 1999 hafa verið
meiri framkvæmdir í húsnæðismál-
um með félagslegri aðstoð en
nokkru sinni fyrr á jafnskömmum
tíma.
Höfundur er félagsmálaráðherra.
Ellefu dagar
á vökudeild
MALGAGN ís-
lenskra námsmanna
erlendis heitir Sæ-
mundur. I desember-
útgáfu Sæmundar
kennir margra grasa.
Þar eru meðal annars
efnis viðtöl við ungar
íslenskar mæður sem
eignast hafa börn sín
' erlendis. Viðtölin eru í
senn skemmtileg og
fróðleg og gefa innsýn
í heilbrigðiskerfi ann-
arra þjóða.
I ljósi þess ásetn-
ings nokkurra lækna
að róa að því öllum ár-
Heilbrigðismál
... niðurstaðan hefur
orðið sú að mismunun í
heilbrigðiskerfínu í
Bandaríkjunum er meiri
en víðast hvar annars
staðar, segir Ögmundur
Jónasson. Viljum við
gera þetta okkur að
fyrirmynd?
um að einkavæða íslenska heil-
brigðiskerfið staðnæmdist ég við
lýsingu íslenskrar konu af reynslu
sinni af bandaríska heilbrigðiserf-
inu en þar blómstra markaðslög-
málin sem kunnugt er.
Hún gefur þeirri
hjúkrun og þjónustu
sem hún naut sín
bestu meðmæli og
segir að henni hafi
fundist gott að eignast
barn sitt í Bandaríkj-
unum. En hún bætir
við: „Það er nauðsyn-
legt að vera vel
tryggður.“
„Heilbrigðiskerfið
heima borgar fæðing-
ar barna íslenskra
námsmanna erlendis -
en aðeins upp að
þeirri upphæð sem
það myndi hafa kostað
hér heima svo maður getur endað
með mjög háan bakreikning." Barn
þessarar konu var fyrirburi. „Ell-
efu dagar ... á vökudeildinni kost-
uðu hátt í þrjár milljónir, fæðingin
sjálf ekki innifalin, svo það er aug-
ljóst að heilbrigðiskerfið hér er
alls ekki ódýrt og getur sett ís-
lenskan námsmann fljótt á haus-
inn.“
íslendingar hafa trausta heiL
brigðisþjónustu að bakhjarli. í
Bandaríkjunum er seldur aðgang-
ur að góðum sjúkrarúmum. Menn
geta að sönnu keypt sér trygg-
ingar en niðurstaðan hefur orðið
sú að mismunun í heilbrigðiskerf-
inu í Bandaríkjunum er meiri en
víðast hvar annars staðar. Viljum
við gera þetta okkur að fyrirmynd?
fíöfundur er alþingismaður og
form. BSRB.
Ögmundur
Jdnasson
Enskar jólakökur
Enskur jólabúðingur
Klapparstíg 44, sími 562 3614
Ráðherrahroki eða
ský á innra auga?
MARGIR hafa tekið
sér penna í hönd og
skrifað rökréttar og
góðar greinar kennur-
um þessa lands til
vamar og stuðnings.
Þar get ég í raun engu
við bætt. Hins vegar
get ég ekki, sem gamall
nemandi, setið hjá
lengur. Ástæðan íyrir
því er sú, að enn þann
dag í dag bý ég að þeim
góða grunni sem lagð-
ur var endur fyrir
löngu af frábærum
kennurum. Þeir lögðu
sig fram nemendum
sínum til heilla og
lögðu oft nótt við dagsvo vel mætti til
takast. Hið sama hefi ég upplifað
sem foreldri. Einnig það verður aldr-
ei fullþakkað.
Að heyra og sjá niðrandi háðsglós-
ur og rangar staðhæfingar um þessa
veigamestu stétt allra stétta, fyrir
utan foreldrana sjálfa, finnst mér
fyrir neðan allar hellur. Hvað er að
okkur íslendingum? Erum við svo
upptekin við að byggja verslunar-
miðstöðvar á hverju horni að við
séum hætt að sjá hvað er raunveru-
leg verðmætasköpun? Mér er einnig
spurn, hvernig starfar reiknivél ráð-
herra mennta- og fjármála á Islandi?
Þeir tala sífellt um að kennarar
heimti 70 % launahækkun. Það er
reyndar sagður misskilningur. Þess
má geta að kennarar hafa 108 til
ÍIO.OOO krónur í byrjunarlaun. Litla
vasareiknivélin mín segir mér að
70% launahækkun þýði þá kr.
183.600 eða kr. 187.000. Kannske
kann ég ekki á litlu reiknivélina
mína! Háttvirtir ráðherrar eru einn-
ig sífellt að segja kennurum að koma
niður á jörðina. Hvert fóru kennar-
arnir ef þeir eru ekki á jörðinni?
Hvar eru þeir? Má ég í fáfræði minni
spyrja, í hvaða lausa lofti eru nefndir
ráðherrar? Eru þeir í fyrsta, þriðja
eða sjöunda himni, hvað sem það nú
þýðir. Mér er sagt að
þar vinni allir fyrir alla,
þar sé enginn launa-
mismunur, ekkert
launamisrétti!
Það er ekki mjög
langt síðansumir launa-
hæstu menn íslensku
þjóðarinnar hækkuðu
sjálfir laun sín um eitt
hundrað og jafnvel tvö
hundruð þúsund krón-
ur á mánuði. Af því
launin voru svo há fyr-
irvoru þetta aðeins lít-
ilfjörleg 10 eða 15 prós-
ent, ekkert til að tala
um. Þjóðarbúið fór
ekkert á hausinn, allir
voru niðri á jörðunni og þjóðin ekk-
ert spurð enda kom henni þetta ekk-
ert við því þetta var svo lítilfjörleg
Kennarar
Ef launin yrðu jöfnuð,
segír Hulda Jensdóttir,
hefðu allir góð laun í
þessu góðærislandi.
hækkun. Hækkunin ein og sér var þó
langt yfir það sem hinn almenni
borgari hefur í mánaðarlaun. Og mér
er spurn: Hvaða réttlæti er í því, að
sumir þegnar þessa samfélags hafi
jafnvel um og yfir eina milljón í laun
á mánuði og að auki alls konar auka-
greiðslur fyrir óljós störf á sama
tíma og ekki er hægt að rétta hlut
kennara. Ég þekki kennara í fullu
starfi sem hefur 126.000 krónur í
laun, mínus skattar og gjöld, eftir 26
ára samfellt kennslustarf.
Hið rétta væri, að öll heiðarleg
launastörf væru metin jafnt að verð-
leikum. Við erum öll, hvert og eitt
okkar, hlekkur í keðju sem ekki má
bresta og því ekki réttlætanlegt að
bankastjórar, ráðherrar eða tölvu-
gúrar, séu með hærri laun en við hin,
miðað við sama vinnustundafjölda.
Ef launin yrðu jöfnuð, hefðu allir góð
laun í þessu góðærislandi. Þá væru
það ekki aðeins fullyrðingar í
skýrslum á góðri glanstund fundar-
halda, heldur raunveruleiki og allir
kæmust vel af. Ég sé fyrir mér að þá
mundu margir vilja greiða kennur-
um barna sinna ýfið hærri laun, til að
sýna þeim, hvað störf þeirra væru
mikilvæg og mikils metin.
Og svona í lokin. Bestu ráðherrar
verið svo góðir að koma niður á jörð-
ina ásamt með kennurunum svo
hægt sé að ná til ykkar. Þá er ég nær
viss um, að tímabundið ský sem nú
hamlar sýn mun hverfa fljótt og var-
anlega. Og svo hefi ég verið að hugsa
þessa síðustu daga, hvort sá ágæti
tónlistarmaður og skáld Magnús þór
Jónsson, Megas, myndi taka mig í
læri og kenna mér að yrkja ljóð! Þá
mundi ég hiklaust stefna að því að fá
menningarverðlaun menntamála
ráðuneytisins á Degi íslenskarar
tungu, og það þegar á næsta ári, eftir
engu að bíða(!). Til uppörvunar fyrir
sjálfa mig og landa mína og til upp-
hefðar íslenskri tungu, læt ég fljóta
með sýnishorn af verðlauna skáld-
skap Megasar, þess mæta manns, á
þvi herrans ári 2000. Sérstaklega er
ég þá með í huga unga fólkið, sem
fær enga íslenskukennslu vegna
kennaraskorts!
„Þegar allt er á bömmer og blús
þá blómstrar ekkert í þinni krús og
ódámar berja utan þitt hús...“..guð
veistu gerði á mig hjálm svo ég ætla
að græja einn þennan hér sálm til
gloríu og dýrðar umferðarráði...“
„.. .guð mig sko gerði af leir jú sjáðu
svo gæti ég hógvær og meyr meikað
velgjulítið að mæra ríkislögreglu-
stjóra Það klessti á mig kókaínskeið
hvar nema þar sem ég beið mannsins
sem sá til þess að hóra hver fengi
hangið í að tóra með hjálm sinna
bjóra og óra“.
Höfundur er fv. forstöðukona.
Hulda
Jensdóttir