Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 5f UMRÆÐAN Hvert eru ráða- menn að horfa? ÞEGAR þetta er rit- að hefur verkfall fram- haldsskólakennarar staðið í fjórar vikur. Enn einu sinni þurfa kennarar á þessu skóla- stigi að leggja niður vinnu til þess að fá rík- isvaldið til að leggja meira fé til reksturs framhaldsskólanna í landinu. Það er á allra vitorði að ísland leggur minna fé til skólamála en önnur sambærileg lönd. Þannig er það reyndar búið að vera um langan tíma. Ein af- leiðing þessa er að færri og færri vilja taka það starf að sér að kenna. Menn eru einfaldlega orðnir þreyttir á því að þurfa á nokkurra ára fresti að fóma launum sínum í fjórar til sex vikur til þess að fá ríkisvaldið til þess að átta sig á því að framhaldsskólinn býr við fjársvelti. Þessai’ aðgerðir kennaranna til að bjarga framhalds- menntuninni eru þeim að sjálfsögðu dýrar en þetta fólk hefur mikinn metnað fyrir hönd þessara stofnana og þeirra sem þangað sækja nám. Það er mjög undarlegt að ein stétt manna skuli knúin út í slíkar aðgerðir, ekki síst á þeim tímum sem nú eru þar sem tilvera þjóða, þá ekki síst smáþjóða, byggist á því að þessir þættir í starf- semi þjóðanna séu í sem bestu lagi. Afleiðingar af þessari stefnu ríkis- valdsins (eða kannski er það stefnu- leysi í mótun framtíðarsamfélags) eru þegar orðnar hrikalegar. Menn gefast upp á því að sinna kennarastarfinu, þreytast á því að þurfa íjórða eða fimmta hvert ár að leggja af eigin fé, þ.e. fóma launum í nokkrar vikur til þess að reyna að bjarga framhalds- menntuninni. Endumýjun verður sáralítil í stéttinni og þeir sem hefja þessi störf stansa stutt við. Slá haus við stein En þeir sem ráða stjómarfari á Is- landi í dag slá haus við stein. Þeir hafa hvorki hug né þor til að leggja í þá fjárfestingu sem skila mun betri arði en nokk- uð það annað sem ríkið leggur fjármuni í, en það er menntun. Það breytir engu þótt nokkrir þingmenn ann- ars stjórnarflokksins hafi verið með greinum í blöðum að lýsa þenk- ingum sínum um gildi menntunar því þeir era máttlausir í þessu máli. Hefðu þeir einhvem hug og vildu fylgja fram því sem þeir segja sína sannfæringu þá eiga mál af þessu tagi að vera forgangsmál og þess vegna get- að kostað stjómarslit.Það era nefn- inlega þingmenn beggja stjórnar- flokkanna sem standa að baki ráðherram fjármála og menntamála. Afstaða þessara ráðherra er reyndar mjög undarleg. Fjármálaráðherra vill ekki fjárfesta í því sem veitir bestan arð fyrir samfélagið og menntamála- ráðherra vill ekki leggja fram fé til þess að hægt sé að framkvæma þær aðgerðir í menntamálum sem hann telur að séu aðkallandi. Báðir viija þeir að kennaramir leggi fram þetta fé. Snemma á þessu ári gerði Félag framhaldsskólakennara ríkinu grein fyrir því að til þess að framhaldsskól- inn ætti viðunandi líf fyrir höndum þyrfti hann meira fé til ráðstöfunar. Fyrsta skrefið væri að jafna þann launamun sem væri orðinn milli kenn- aranna og annarra með svipaða menntun. Þetta væri fyrsta skrefið til þess að geta haldið fagmenntuðu fólki innan skólanna. Síðan þyrfti að sjálf- sögðu að auka almennt fjármagn til skólahalds tU þess að skóhnn væri í stakk búinn til að takast á við þann tíma sem við lifum á, þótt ekki sé nú minnst á þá framtíð sem menn sjá fyr- ir sér. I sumar sem leið hefði því strax átt að gera þá leiðréttingu sem farið hefur verið fram á, fyrst og fremst tíl að fá fagmenntað fólk inn í kennslu. Þetta er framkvæmd burtséð frá öll- Kennarar Leggið meira fé til framhaldsskólanna, seg- ir Kári Arnórsson, og tryggið að hægt sé að halda þeim gangandi með sóma. um venjulegum kjarasamningum, leiðrétting svipuð þeirri sem Kjara- dómur ákvað handa þingmönnum og mig minnir að hafi verið 29,6%. Sú leiðrétting vai- ekki látin virka á aðra kjarasamninga. Kjarasamningar í framhaldi af þessari leiðréttingu hefðu svo gengið fyrir sig svipað og kjarasamningar annarra háskóla- menntaðra stétta, þ.e. á svipuðum prósentugrandveUi. Yfírvinna hamlar þróun Eg vU svo að endingu aðeins minn- ast á „heUdarlaunaumræðuna" sem ég kalla svo. Þar er klifað á þeirri upp- hæð sem menn fá sem vinna mikla yf- irvinnu. Yfirvinna hefur lengi þekkst í okkar samfélagi og yfirleitt verið aUri framþróun tU bölvunar. Þetta fyrir- bæri þekkist ekki í neitt svipuðum mæU með öðrum vestrænum þjóðum. í kennslu er þetta mjög af hinu verra og hefur að mínu mati staðið meira en annað öllu þróunarstarfi fyrir þrifum. MUdl yfirvinna leiðir fyrr eða síðar tU þess að störf falla í rútínufarveg sem er hermll á aUar framfarir. Þetta fyr- irbæri í íslensku samfélagi sem m.a. kemur fram í lítilli framleiðni er svo veigamUdð verkefni að fjalla um að tíl þess þarf nokkrar blaðagreinar og verður að bíða betri tíma. Mín lokaorð era þessi og snúa að ríksstjómarflokkunum: Leggið meira fé tál framhaldsskólanna og tryggið að hægt sé að halda þeim gangandi með sóma. Höfundur er fv. skólastjóri. Kári Amórsson Sitjum við uppi með ráðþrota ráðherra menntamála? , ÞJÓÐFÉLAGIÐ ísland er sameigin- legt hlutafélag okkar sem hér búum. Við höfum valið okkur stjórn og falið henni yfirumsjón með félag- inu. Forstöðumenn hinna ýmsu sviða nefnum við ráðherra. Auk hinna virðulegu nafnbóta þykjumst við gera nokkuð vel við þessa stjórnendur fyrirtækisins okkar, a.m.k. hefur sjaldnast skort umsækjendur um ráðherrastörfin. En við gerum jafn- framt miklar ki’öfur til þessara einstaklinga og ef þeir reynast Kennarar Hér hefur ríkt neyðar- ástand meðal a.m.k. 1.300 framhalds- skólakennara, segír Jakob Frfmann Magnússon, og nítján þúsund framhaldsskóla- nemenda um margra vikna skeið. ekki vanda sínum vaxnir neyðumst við til að skipta þeim út fyrir aðra hæfari stjórnendur. Þannig er það a.m.k. í flestum alvöru félögum. Þannig ætlumst við til að mynda til þess að utanríkisráðherrann standi vörð um hagsmuni íslands á alþjóðavettvangi, við ætlumst til þess að umhverfisráð- herrann standi vörð um hreina og óspillta náttúru íslands og ssá. menntamálaráðherr- ann tryggi börnunum okkar fyrsta flokks skóla og menntun, á hverju sem gengur. Hér hefur ríkt neyðarástand meðal a.m.k. 1300 hundruð framhaldsskólakenn- ara og nítján þúsund framhaldsskólanem- enda um margra vikna skeið. Mennta- málaráðherrann svar- ar með skætingi sé reynt að draga hann til ábyrgðar. Stjórnarandstaðan hefur stungið upp á því að forsætisráðherrann komi að lausn deilunnar. „ÞeixiT hlýtur að vera grín,“ svarar for- sætisráðherra svo langsóttri hug- mynd, líkt og að honum komi mál- ið ekki við. Flokkur hans hefur þó farið með menntamálin allan síð- astliðinn áratug og hefði fyrir löngu mátt vera búinn að koma kjaramálum kennara og öðru er varðar skólastarf í landinu í ásætt- anlegt horf. Skilaboð okkar hluthafanna til þess manns sem treyst hefur verið fyrir skóla- og uppeldismálum barnanna okkar eru skýr og ein- föld: Ábyrgðin er þín. Ef þú treystir þér til að leysa málið skaltu hafa forgöngu um að gera það tafarlaust. Ef ekki, skaltu firra okkur frekari skaða, segja af þér og eftirláta nýjum forstöðu- manni skólasviðs þá vandasömu vegsemd að kalla sig menntamála- ráðherra íslands. Höfundur er tónlistarmaður. Jakob Frfmann Magnússon Er þrælahald úr sögunni og bannað? VIÐGENGST þrælahald í nýja hnatt- ræna hagkerfinu, enn óbilgjarnara en fyrr á dögum? Þegar þræla- eign var löghelg og þrælar hlutfallslega dýrir giltu þó lág- marksmannasiðir, sem hafa verið aflagðir, að- hlynning veikra og þessháttar. Kevin Bal- es, höfundi nýútkom- innar bókar, Dispos- able People, New Slav- ery in The Global Economy kom ástand- ið gersamlega í opna skjöldu snemma á níunda áratugn- um. Hann hefur um langt árabil kappkostað að kynna sér þrælahald, einnig á vettvangi glæpsins. Þrælakistur víða um lönd halda niðri verðlagi á mörgum eftirsóttum vöraflokkum. Þrælahald heldur niðri vinnulaunum í samkeppnisgreinum og ógnar atvinnuöryggi í löndum þar sem rétturinn til launa er, hvað sem það kostar, sóttur, varinn. Eins og nýleg dæmi sanna setja ríkisstjórnir allt sitt í gang, til að hindra flutning á efnamenguðum matvælum milli landa. En engin þeirra æmtir þó stál frá Brasilíu, múrsteinar frá Pakistan, járn frá Máritaníu, vefnaður og matvæli frá Indlandi, sykur frá Haítí, Dóminíkanska lýðveldinu o.s.frv. o.s.frv. sé unnið á mark- að af þrælum. Og hvað um stúlkubömin frá Laos og Burma? Þræl- ar era varlega áætlað u.þ.b. 30 milljónir á vinnumarkaði heims- ins, framboðið gríðar- legt og eykst stöðugt. Eignaleysingjar flosna upp af jörðum um allan heim og fylla flokk mestu þjóðflutninga allra tíma, reika um- komulausir og ólæsir inn í borgimar. Mannfjölgunarvandinn er yfir- þyrmandi stórvandamál og mestur hjá þeim allra snauðustu, hvað sem líður ebóla, svefnsýki og eyðni. Mannfjölgunin á ári fljótlega upp úr árþúsundamótunum verður álíka og heildarmannfjöldinn í heiminum fyr- ir u.þ.b. 200 áram. Eyðnin slapp laus úr mælikeri vís- indamanna og svefnsjúkir dotta áfram. Kapp skal lagt á að verða á undan pólitíkusum, sem vinna skulu bug á fátæktinni og mannfjölgun- inni. Ætlunin er hvorki meira né minna en að uppræta alla sjúkdóma. Fjárfestar hafa bragðist vel við og líka ríkisstjóm íslands. Verðlag á Ánauð Þrælahald heldur niðri vinnulaunimi í sam- keppnisgreinum, segir Jón Bergsteinsson, og ógnar atvinnuöryggi. þrælum og allur kostnaður við þá er í lágmarki. í nútímaþrælavilpum kosta þrælar hlutfallslega jafnmikið og tölvur og eru einnota líkt og þær. Hvað segir nýfrjálshyggjan vestur í Bráðræði eða austur í Ráðaleysu? Fagna ber komu ungra kvenna frá Austur-Evrópu vesturyfir. Gangi þeim vel. Mútur viðgangast og gegnumsýra stjórnsýslu margra ríkja. Mansal á stúlkubörnum í vændishús rentar sig svo dæmi er um 800% og er ein- hver öruggasti ábatavegur á hluta- bréfamarkaði nú á tímum hnattrænu og netvæðingar. Vinnukraftur er auðendumýjanlegur, því nóg fram- boð er á glimrandi fátæklingum í hungraðum heimi. Kostnaður við þrælatötrin er óveralegur, óbilgimin algjör. Þræll er jafnframt buguð mann- eskja, sem verður að þola ólýsanlegt Jdn Bergsteinsson harðræði, andlega og líkamlega. Efndir um ekrurnar fjörutíu og múl- asnann era hrópandi krafa um að- hlynningu, styrk, úthald, kærleika, kjark. Ekki hrátt kjöt af feitum kap- ítalistum. Skuldaánauð heilu fjölskyldnanna hefúr tíðkast á Indlandi frá upphafi siðmenningar fyrir 5000 árum og því um að ræða forna arfleifð í fjötrum. Sama gildir um ýmis lönd islam líkt og Máritaníu. I jöðram Amason- skógar í Brasilíu hneppa ginningar- tilboð allsleysingja í þrælakistur stáliðnaðarins þar í landi. Til þess að vinna stál þarf jám og viðarkol. Og þræla, sem sveitast undir byssu- kjöftum glæpahunda, undirverk- taka, oftar en ekki helstu stórfyrir- tækja heims. Þar gildir allsherjarregla líkt og hjá þeim ríkj- um, sem undirvikust bann við þræla- haldi að hnýsast ekki að óþörfu um ástæður lágra verktilboða eða að- stæður múgafólks í fátæktarvilpum jarðar. Hvert er bandarískur stáliðn- aður annars fluttur? Til Kóreu? Kraftaverk markaðarins þurfa sinn tíma og markaðurinn leysir allt. Rússneska mafían tók að hreiðra um sig utan Sovét eftir Helsinkifundinn upp úr 1970 þegar sovétstjórnin greip tækifærið og los- aði sig við alfúlasta glæpahyskið úr fangelsum sínum í samfloti með hópi innflytjenda til Israels. Eftir fall Sovétríkjanna hefur þessi rússneska mafía tekið höndum saman við gamla kommisaradótið heimafyrir. Og er bæði framúrskarandi nútímaleg og stendur ef eitthvað er öðram framar á alþjóðavísu. Græðir á öllu, sem hægt er að græða vel á, vopnasölu, mansali, vændi, dópi, eðalsteinum, hlutabréfum, bankarekstri o.s.frv., smyr mekkanóið. Frjáls samkeppni, framboð og eft- irspum, hagræðing í rekstri ^yr hnattvæðing era ekki einvörðungú* lykilorð að framleiðslu og dreifingu á vöra. Þau Ijúka upp völundarhúsi þar sem rökþrot og óbilgimi, sem svo mjög setja mark sitt á okkar tíma, ráða algerlega ríkjum. Ódýra vöru ofar öllu og á neyslu- markað iðnríkjanna. Þeir sem kom- ast upp með að nýta sér tækifærin nýti sér þau. Við íslendingar bjóðum fala ódýra, umhverfisvæna raforku til framleiðslu á málmi, sem tengist mjög koltvíildisspúandi úðakútum á borð við risaþotur. Snertir þó ekki síður iðnvæðingu og framþróun fá- tækari ríkja heims. En við sækjum um undanþágu. Og fómin? Ríkið rakkar. íslenskir borga. Fáist ekki aðrir tU að skjalla okkur og níðar bæði fáa og smáa, hvað þá? Þræls- lund aldrei þrýtur mann/þar er að taka af nógu. Væri ekki ráð, að utanríkisráð- hema vor legði niður betlistafinn, af- létti smáninni, tæki um bagalinn og axlaði á sitt breiða bak eitthvað af byrðum heimsins í góðum félags- skap. Þvældist í neðra yfir Gjall- arbrú, norður og niður líkt og Her- móður hjá Snorra, og aftur til baka, breyttur maður. Allt yrði betra og bættara. ísland líka. Þökk mun gráta/ þurram táram... Af óhófs úe. læti og heimskuprakt er hann enn að bíta úr nálinni garmurinn (Síðasta setning er fengin, örlítið breytt, úr íslensk-latneskri orðabók, að stofni tU frá því um 1820-1830, með mikl- um viðaukum innan máls og fjölda smásnepla með hendi Hallgríms Schevings. Sjá: Mergur málsins, Jón Friðjónsson, 1993). Höfundur er verkamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.