Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 74
74 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Forvitnilegar bækur Leyndar- mál og lygar The Last Life eftir Claire Messud. Gefin út af Picador árið 2000. 376 siðna kilja og fæst í Máli og menningu. FULLKOMIN fjölskylda er vand- fundin. Flestar fjölskyldur, ef ekki allar, eiga sér einhver leyndarmál og um leið og leyndarmálið verður til hefst lygin og feluleikurinn. Þetta setur mark sitt á fjölskyldurnar. Claire Messud skrifar hér um fjöl- skyldu, sem á sér nokkur leyndar- mál. Sagan segir frá Sagesse, sem _ lítur yfir farinn veg. Hún er fædd í ’suðurhluta Frakklands. Móðir henn- ar, sem er amerísk, féll fyrir pabba hennar, þegar hún var þar á frönskunámskeiði. Faðir Sagesse er franskur, en fjölskylda hans, sem hafði búið í Alsír, var neydd til að flýja land, þegar Alsírbúar hófu að berjast fyrir sjálfstæði landsins og gerðu tilkall til alls þess, er herra- þjóðin Frakkar hafði tekið frá þeim. Föðurafi Sagesse hefur hótelrekstur við suðurströnd Frakklands og hjá honum vinnur faðir hennar. Sá gamli stjómar öllu með harðri hendi og réttlætir harðneskju sína með því, að hann beri hag fjölskyldunnar fyr- ir brjósti. Sagesse er táningur, þeg- ar afi hennar missir stjórn á sér og í kjölfarið lyftist hulan af öllum lyg- unum og leyndarmálunum. En vandamálin eru víðar en hjá af- anum, þau eru líka á hennar eigin heimili. Samskiptin eru yfirborðsleg og bróðir hennar, sem er fatlaður og býr heima, virðist vera það eina, sem sameinar þau. Claire Messud hefur skrifað hér fjölskyldusögu, sem í raun nær aftur á síðustu öld, þótt aðallega sé fjallað umlíf fjölskyldunnar á síðari hluta þessarar aldar. Henni tekst afar vel að setja sig í spor unglingsins, sem skyndilega er þröngvað til að horfast í augu við hinn harða heim. Hún lýsir af miklu næmi, hvemig Sagesse tekur afstöðu með öðru foreldra sinna og ffe hvaða áhrif það hefur á framtíð henn- ar. Þetta er vel sögð saga og kem- ur eflaust mörgum til að hugsa um sín eigin fjölskylduleynd- armál. Ingveldur Róberts- dóttir Marion Suge Knight bíður örlaga sinna. BOFINNI BÓFARAPPINU y, ? • ■■'. .... . ...... ........................... Blómaskeið bófarappsins svonefnda var um miðjan áratuginn og lauk með tveimur morðum. Helsti útgefandi bófarappsins var ofbeldisseggurinn Suge Knight sem ekki var vandur að meðulum eins og rakið er í nýlegri bók TEXTAR bófarappsins svonefnda fjölluðu á groddalega opinskáan hátt um byssur og dóp, barsmíðar og „niggara“, „glaum“ og „hórur“, en svo vom konur jafnan nefndar í text- unum. Siðvandir víða hrylltu sig yfir ósköpunum, en hitt vissu fæstir að á bak við helstu rappsveitir þessa tíma var útgáfufyrirtæki sem minnti einna helst á glæpaklíku, þar sem keppi- nautum var misþyrmt og þeim hótað lífláti, stjömumar lifðu á sult- arlaunum og ef menn ekki mökkuðu rétt vom þeir barðir í klessu eða ein- faldlega drepnir. Svo er sagan að minnsta kosti rakin í bókinni Have Gun Vill Travel eftir Ronin Ro sem segir frá Death Row útgáfunni og þrjótnum Suge Knight sem stýrði henni. Vestur í Kalifomíu þar sem glæpa- klíkumar Crips og Bloods berjast um yfirráð yfir götum í svert- ingjahverfum Los Angeles ólst Mar- ion Hugh Knight yngri upp, í þeim hluta Los Angeles sem kallast South Central. Marion þótti indæll drengur og faðir hans kallaði hann jafnan Suge Bear, „sykurbjörn“, sem síðar varð að Suge. Honum gekk bærilega í skóla, ekki síst þar sem hann þótti liðtækur íþróttamaður, stór og sterk- ur og erfitt að stöðva hann í mðningi, en fékk það orð á sig að sjást ekki fyrir í sóknaraðgerðum og eins víst að einhver væri á sjúkralista eftir hvern leik. Sem íþróttamaður naut Suge virð- ingar meðal ungmenna í hverfinu sínu og því létu bófagengin hann af- skiptalausan. Þó hann hafi verið hall- ur undir Bloods eða Priu gengið, átti hann kunningja meðal Crips og gat því óhultur farið um þau hverfi sem þeir réðu. Hann notaði sér sam- böndin til að komast inn í fíkniefna- viðskipti, enda fáar leiðir þægilegri fyrir unga blökkumenn að afla sér fjár á þessum tíma. Reyndar lagði hann fíkniefnasöluna á hilluna um tíma þegar honum bauðst atvinnu- mannssamningur í ruðningi, en verk- fall leikmann setti það allt úr skorð- um og svo fór að Suge sneri sér að lífvörslu og almennri glæpastarf- semi. Tveir metrar að hæð og vel á annað hundrað kílóa Suge þótti liðtækur lífvörður og dyravörður, enda er hann um tveir metrar að hæð og vel á annað hundr- að kílóa. Hann var gjarn á að láta hendur skipta, en orðspor hans dugði yfirleitt til að menn héldu sig til hlés væri hann nærstaddur. Hann kunni þó starfinu ekki ýkja vel, fannst sem meiri pen- ingaværiað hafa annars staðar og sér- staklega leist honum á tón- listariðnaðinn. Hann tók því að reyna að kom- ast í mjúkinn hjá tónlistarmönnum, helst Andre Young, sem kallaði sig Dr. Dre, en Dre var liðsmaður Niggaz With Attitute, NWA, sem hrintu bóf- Biggie Smalls eða Notorius B.I.G. arappinu af stað með sinni fyrstu plötu. Suge var þá þegar farinn að beita nýstárlegum aðferðum til að liðka fyrir samningum og greiða úr laga- flækjum; hann barði þá sem ekki vildu semja eða ógnaði þeim þar til þeir voru til í að skrifa undir hvað sem er. Fræg er sagan af því hvemig hann fór með hvíta rapparann Van- illa Ice, en þegar Ice deildi um höf- undarrétt við Chocolate, sem samdi flest laga hans, fór Suge í heimsókn seint að kvöldi og hélt Ice út af svöl- um á fimmtándu hæð. Eftir á var Vanilla, sem segist hefði betur verið með bleiu, til í að skrifa undir hvað sem er. Suge þótti það ekki mikið mál að beita álíka aðferðum til að losa Dre undan samningi hjá Ruthless Re- cords, sem gaf út NWA; hann fór ein- faldlega í heimsókn til Eazy E, forð- um félaga Dre, og „taldi hann á“ að skrifa undir skjal um að Dre væri laus allra mála. í kjölfarið gat hann síðan lagt á ráðin með að stofna út- gáfu með peningum sem hann fékk að hjá fíkniefnasala. Þegar sú útgáfa, sem fékk síðar heitið Death Row, var komin á koppinn hófst Suge handa um að fá til sín listamenn, með góðu ogillu. Búr með piranafiskum Listamennimir sem Death Row var með á snærum sínum voru alltaf að taka upp, en þeir voru ekki allir gefnir út eins og þeir höfðu ætlað sér, því Suge fór með upptökumar sem hann ætti þær að öllu leyti og átti það til að nota til að mynda undirleik í lagi fyrir annan rappara en þann sem samdi sýndist honum svo. Þannig urðu sumar upptökumar að hráefni fyrir lög annarra en höfundanna, en hinir síðarnefndu þorðu ekkert að segja í það minnsta. Það vekur kannsld ekki furðu að fáir hafi orðið til að steyta göm við Suge Knight, sem var stór og mikill eins og getið er, en hann var líka ævinlega vopn- aður og sveifst einskis. Fræg saga var af því er hann rak höfuð manns ofan í búr með piranafiskum til að leggja áherslu á mál sitt. Jafnan vora svo á skrifstofu Death Row bófar úr Bloods genginu og lögðu hendur á gesti og gangandi sýndistþeim sem svo. I sama húsi vom skrifstofur Interscope- Snoop Dogg. útgáfunnar, sem dreifði útgáfum Death Row, og stjórar Interscope létu slíkt og þvflíkt afskiptalaust. Þeir skýra það reyndar svo að þeir hafi ekki vitað hvað átti sér stað, en tæpast hægt að taka mark á því í Ijósi þess að neyðar- og skelfingaróp bár- ust frá skrifstofum Death Row og blóðugir og rifnir menn leituðu á stundum skjóls inni á skrifstofum Interscope. Tupac felldur Á endanum hóf bandaríska alrík- islögreglan aðgerðir til að stöðva starfsemi Death Row og leitaði leiða til að koma Suge á bak við lás og slá. Áður en það verk bar árangur hafði Suge fengið Tupac Shakur til liðs við útgáfuna og féflett eins og aðra tón- listarmenn sem hann var með á sín- um snæmm. Segja má að ofbeldið í kringum útgáfuna hafi náð hámarki er Tupac var skotinn til bana í bfl með Suge. Það mál er enn óupplýst en margir gera því skóna að þar hafi Crips-bófar verið að hefna sín á Bloods-bófanum Suge Knight. Segir sitt að Knight, sem var í bflnum og fékk skot í sig, neitar að tjá sig um morðárásina. Eftir mfldl málaferli tókst mönn- um loks að koma lögum yfir Suge Knight, sem dæmdur var í níu ára fangelsi. Hann hefur þó enn sín ítök utan fangelsisins, enda segja margir að morðið á Biggie Smalls, helsta rappara Puff Daddy, keppinautar Suges og óvinar, var skotinn til bana eftur að Suge var kominn í steininn. Margir bíða þess því með kviða þeg- ar Suge losnar út rasphúsinu, enda víst að hann taki til við sömu iðju. Forvitnilegar bækur C’jsn'tj.a Sfewtíifrd Juanjtd TrAytior Sra'stdfí tminamiM AFR0BEAT NEW BLACK BBITISH FICTION # EOITEO •¥ PATST ANTOiKE Mynd af menning- arkima Afrobeat, safn smásagna þeldökkra rithöfunda breskra. Pulp Fiction gefur út 1999.127 síðna kilja. Kostaði um 800 kr. í Borders í Lundúnum. FYRIR nokkmm áram reis bylgja ungra litra rithöfunda í Bretlandi. Rithöfundum af indverskum ætt- um hefur jafnan gengið prýðilega að koma sér á framfæri þar í landi en þeldökkum starfsbræðram þeirra miður. Það þurfti því meira átak fyrir þá til að vekja á sér at- hygli, ekki síst í ljósi þess að þeir áttu verulega erfitt með að komast að hjá ráðsettum útgefendum. Þá var það að ungir höfundar tóku upp á því að gefa út sjálfir, ekki síst eftir að einn þeirra, Q, náði að selja bók, sem hann lét prenta og binda, í þúsundum eintaka. í kjöl- farið varð vakning meðal litra rit- höfunda og á síðustu tíu áram hef- ur þeim vaxið ásmegin. Þótt setja megi spurningar- merki við það að markaðssetja bækur eftir húðlit eða kynferði höfunda er athyglisvert að glugga í bækur eins og Afrobeat, því sög- urnar í hana eru greinilega valdar saman til að gefa mynd af höf- undum menningarkima sem hefur sín sérkenni í efnistökum og um- fjöllunarefni. Ekki er síst áhuga- vert hve margir af höfundunum sem sögur eiga í bókinni eru kon- ur, því af fimmtán höfundum eru þrettán konur. Sögurnar eru misjafnar að gæð- um en nokkrar þeirra fyrirtak. Það er athyglisvert hve margar þeirra era í fyrstu persónu og hve margar snúast um brotakennd samskipti karla og kvenna. Kyn- þáttafordómar koma lítillega fyrir í nokkrum sagnanna, en aðrar eru sem þær gerist í heimi þar sem ekki er að að finna annað fólk en þeldökkt, þótt sögusviðið sé Lund- únir. Rauður þráður í flestum sagnanna er reiði eða örvænting og reyndar athylisvert að eina sag- an sem er það sem kalla má upp- lífgandi og skemmtileg er eftir karlmann, sem segir hugsanlega eitthvað um stöðu þeldökkra kvenna í bresku samfélagi. Bestu sögurnar í bókinni eru hreint afbragð og þótt obbinn sé heldur rislítill gef- ur safnið skemmtilega vís- bendingu um það sem litir höfundar era að fást við á Bretlandi og vel þess virði að leita að frekari verkum helstu höfund- Ice Cube og Dr. Dre. Reuters Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.