Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Borgar sig að deyja? Að geta með löglegum hætti bundið enda á eigið lífmeð aðstoð læknis er af hinu góða vegna þess að í slíkri athöfn kristallast frelsi einstaklingsins ogsjálfs- forráð hans. Skáldið sagði að lífið væri dýrt og dauðinn þess borgun. Eins og oft er um orð skálda blasir ekki alveg við hvað það var að meina, og líkleg- ast að orðin geti öðlast nýja merkingu með nýjum tímum. Og er slíkt ekki einmitt einkennið sem skilur góðan skáldskap frá vondum? í byrjun desember samþykkti hollenska þingið að þarlendum skuli heimilt samkvæmt lögum að farga sjálfum sér með aðstoð læknis. Það á víst eftir að fá efri deild þingsins til að samþykkja þetta, en það mun vera lítið nema formsatriði. Holland verð- ur þá fyrsta landið í heiminum þar sem líkn- VIÐHORF Eftir Krlstján G. Arngrímsson armorð verð- ur löglegt. Það fyrsta sem manni dettur í hug er að þetta sé mikið framfaraspor og vonandi verði það stigið í fleiri löndum - jafn- vel Islandi. En svo koma bak- þankar og þá fara manni að koma í hug orð skáldsins, sem tilgreind eru hér að ofan. Sú spurning vaknar hvort líkarmorð geti farið að snúast um hvað borgar sig, fremur en að snúast um einstaklingsábyrgð og lausn frá sársauka. Að geta með löglegum hætti bundið enda á eigið líf með að- stoð læknis er af hinu góða vegna þess að í slíkri athöfn kristallast frelsi einstaklingsins og sjálfs- forráð hans, og slík athöfn er líka til marks um fullkomna ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér - og bókstaflega á lífi sínu. Hver nema maður sjálfur get- ur raunverulega metið það hvort líf manns er þess virði að því sé haldið áfram? Hver nema maður sjálfur getur vitað hvenær kval- irnar sem maður má þola verða einfaldlega óbærilegar? Jafnvel þótt þessar spurningar séu harla einfaldar blasir auðvit- að við að svörin við þeim verða aldrei jafn einföld. Það þarf að skera úr um hvar nákvæmlega maður sjálfur byrjar og endar (það er, ef nánar er að gáð, ekki hægt að miða við líkamlegt um- fang manns, því að maður er ekki bara líkaminn - það má segja að maður sé líka tengsl manns við annað fólk, til dæmis þá sem maður elskar), og svo þarf ekki annað en að benda á að maður veit ekki alltaf sjálfur hvað er manni fyrir bestu (stundum veit læknirinn manns það betur - nú eða verðbréfamiðlarinn manns). En engu að síður. Þótt þessi vandkvæði séu afskaplega raun- veruleg breytir það því ekki, að ef maður metur frelsi og ábyrgð manns á sjálfum sér meira en annað, þá hlýtur það að vera hið æskilega markmið að maður geti sjálfur tekið ákvörðun um - og ábyrgð á þeirri ákvörðun - að hætta að vera til. Svo lengi sem maður getur af einhverjum ástæðum ekki tekið þá ákvörðun er frelsi manns í raun skert og ábyrgð manns á manni sjálfum ekki alger. Að geta með löglegum hætti bundið enda á eigið líf með að- stoð læknis er af hinu góða þá og því aðeins að ástæður þeirrar at- hafnar séu þær, að maður líti í raun og veru svo á, að líf manns sé ekki þess vert að því sé haldið áfram, og/eða að maður finni svo mikið til að bókstaflega allt sé til vinnandi að losna við kvalirnar. Ef eitthvað annað fer að hafa áhrif á ákvörðun manns vakna spurningar um réttmæti hennar. Og það er einkum tvennt sem fyllir mann efasemdum um að maður geti í raun tekið sjálf- stæða ákvörðun um að binda enda á eigið líf - og þar með vakna efasemdir um að sam- þykkt hollenska þingsins hafi verið svo spakleg. í fyrsta lagi má efast um að það sé yfirleitt raunhæft markmið að nokkur maður geti algerlega sjálfur tek- ið svona stóra ákvörðun, og í öðru lagi er líklegt að spurningar um hvað borgar sig - fjárhags- lega - fari að hafa áhrif á það hvort líknardráp með aðstoð læknis skuli lögleitt. Kanadíski lögfræðingurinn Ian Hunter nefnir þessi atriði í grein nýlega í blaðinu The Globe a nd Mail og hefur hann meðal annars eftir lækni, að fárveikir sjúklingar fari í raun og veru fyrst og fremst eftir tilmælum læknisins síns, og taki ekki sjálf- ir ákvörðun um eigin líf. „Mér hefur orðið ljóst, að flest fólk getur ekki veitt upplýst samþykki. Leynt eða ljóst segir fólkið: þú ræður, læknir," hefur Hunter eftir doktor Eric Chevl- en. Upplýst samþykki, segir Chevlen, er í raun pótemkíntjöld sem læknar nota til að fela þá staðreynd að það eru þeir sjálfir sem taka ákvarðanir um líf eða dauða fyrir sjúklingana sína. Þetta er auðvitað ekki algilt, en það á að vekja efasemdir hjá manni, um ágæti lögleiðingar líknardráps með aðstoð læknis, að svona kunni þetta að vera í raun og veru í einhverjum til- fellum. Og það er ekki fráleitt að beina þeirri spurningu til lækna, hvernig þeir viti fyrir víst að það séu í rauninni sjúklingarnir, en ekki læknarnir sjálfir, sem ákveða hvað gera skuli. Ennfremur segist Hunter telja að á endanum muni rekstr- arkostnaður heilbrigðisfyr- irtækja fara að vega þyngra en frelsi og ábyrgð. Hann nefnir að Hjúkrunarfræðingafélagið í Kaliforníu hafi lýst stuðningi við lögleiðingu líknardráps með aðstoð læknis, að hluta til vegna þess, að langtímaumönnun sjúk- linga kosti einfaldlega of mikið. Hvað eiga þessar kalifornísku hjúkkur við? Jú, einfaldlega það, að það sé um að gera að leyfa fólki að binda enda á eigin líf, ekki bara vegna þess að slíkt sé spurning um frelsi og sjálfs- ábyrgð, heldur vegna þess að þeir sem fargi sér sjálfviljugir spari fyrirtækjum (og samfélag- inu öllu, líklega) stóra peninga. Kannski má segja að þetta, eins og annað, eigi að sjálfsögðu að vera manni í sjálfsvald sett. En fyr má nú vera kostnaðarvit- undin. LÁRA HALLDÓRSDÓTTIR + Lára Halldórs- dóttir fæddist í Neskaupstað 13. nóvember 1914. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 4. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Ás- mundsson, sjómað- ur og útvegsbóndi í Vindheimi í Nes- kaupstað, f. 1879, d. 1952, og Guðríður Hjálmarsdóttir, húsmóðir, f. 1884, d. 1956. Lára var þriðja elst í níu systkina hópi en tvö þeirra létust mjög ung. Þau sem upp komust voru: Þórunn, f. 1909, d, 1981; Guðný, f. 1911, d. 1982; Rúna Vigdís, f. 1916, d. 1997; Stef- án, f. 1918, d. 1993; Gísli, f. 1921, d. 1989, og Svanbjörg, f. 1923, d. 1991. Lára giftist Bjarna Guðmundssyni, sjó- manni, 5. febrúar 1937. Bjarni var f. 11.9. 1909, d. 18.7. 1984. Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarnason, bóndi á Sveinsstöðum í Hellisfirði, f. 1884, d. 1961, og Sigurbjörg Ólafsdóttir, húsmóð- ir, f. 1889, d. 1972. Bróðir Bjarna var Ólafur, f. 1912, d. 1983. Börn Láru og Bjarna eru: 1) Sigurbjörg, röntgenmyndari, f. 12.8. 1937, maki Hjörtur Árna- son, sjómaður, f. 28.6. 1936, eiga þau þrjú börn. 2) Birna Ósk, læknaritari, f. 20.6. 1943, maki Hjálmar Ólafsson, húsasmiður, f. 1.2. 1941, eiga þau þrjú börn. 3) Guðmundur, bæjarstjóri, f. 17.7. 1949, maki Klara Ivarsdóttir, að- albókari, f. 23.3. 1953, eiga þau tvö börn. Barnabörnin eru 15. Auk húsmóðurstarfa vann Lára alla tíð utan heimilis, lengst við fiskvinnslu í frystihúsi Síldarvinnslunnar hf. Vann hún þar til 75 ára aldurs er hún flutti í Breiðablik, íbúðir aldraðra í Neskaupstað, árið 1990. Utfór Láru fer fram frá Norð- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hún amma í Dvergasteini er farin til hinstu hvíldar eftir erilsamt og farsælt líf. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Amma hafði mikil áhrif á líf mitt. Ég bjó í ömmu- og afahúsi fyrstu tvö ár ævi minnar og sjálfsagt hafa samskipti okkar mótast á þeim árum. Eftir að ég flutti upp á Mela voru tíðar ferðir inn í Dvergastein til ömmu og afa. Sex ára gamall gekk ég í skóla til ömmu. Ég kallaði það að fara í for- skóla. Eftir hádegi arkaði ég með stafrófskverið og síðar Gagn og gaman. Þar beið sjálfmenntuð amma með bros á vör og helling af þolinmæði. Hjá henni lærði ég staf- ina og síðar að lesa. Það var alltaf gott samband milli mín og ömmu. Hún fylgdist náið með lífshlaupi mínu og hringdi oftar en ekki í mig til að fá fréttir þegar ég bjó í öðrum landshlutum eða í Noregi. Hún studdi mig í því sem ég tók mér fyrir hendur. Minnisstæð- astur er áhugi hennar á fótbolta. Hún íylgdist vel með boltanum og hringdi iðulega ef að vel gekk hjá mér og mínu liðL Ég hugsa að fáar konur á efti árum hafi fylgst eins vel með íslenskri knattspyrnu og hún. Amma hreinlega lifði sig inn í leik- ina, hlustaði á lýsingar í útvarpinu og var það heilög stund og ekki mjög vinsælt að fólk væri að trufla hana við þá iðju. Amma var hlý, dugleg og lífsglöð kona. Ég minnist þess að á jólunum þegar tekið var í spil var hún hrókur alls fagnaðar í því karlaveldi sem var við spilaborðið í fjögurra manna vist. Ég man hversu glöð hún var þeg- ar ég kom með Ingu eiginkonu mína austur í fyrsta skipti. Þá var hún al- veg viss um að ég myndi ekki pipra. En það hafði verið áhyggjuefni hennar í mörg ár. Hún var einstak- lega góð við barnaböm og bama- barnaböm sín, sagði sögur eins og ömmur gera yfirleitt og prjónaði handa þeim fallegar peysur. Amma hefur reynst börnum okkar Ingu einstaklega vel og er söknuður þeirra og okkar allra mikill. Ég mun ætíð minnast ömmu minnar í hjarta mínu. Ég vil votta mömmu, Biddu og Gumma mína dýpstu samúð en þau kveðja nú móður sína sem þeim þótti svo vænt um og bára á höndum sér. Megi minning um Lára ömmu lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð og ylja okkur þegar frá líður. Lítill drengur lófa strýkur, létt um vota móðurkinn, augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt, yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma firrnur augasteininn sinn í nótt Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Þinn dóttursonur, Bjarni Jóhannsson. Það er svo skrítið að ég skuli ekki fá að hitta þig aftur. Það var alltaf svo gott að koma til þín, fyrst inn í Dvergastein til ykkar afa, við feng- um alltaf eitthvað gott í gogginn. Ef ekkert var til fengum við pening og hlupum yfir Stebbatún inn í sjoppu. Seinna þegar þú varst flutt í íbúðir aldraðra var alltaf byrjað á því þeg- ar við komum austur að kíkja á ömmu og það brást ekki að pönnu- kökurnar vora á sínum stað. Amma þú varst alltaf svo fín, glöð og kát, það var svo stutt í hláturinn. Þú sást alltaf spaugilegu hliðam- ar og stundum gastu hlegið út af engu. Ég man þegarþú komst suð- ur, þá varstu alltaf hjá Rúnu systur þinni og var þá mikið hlegið. Fræg- ust er sagan af því þegar þið fórað á kaffihús og hlóguð svo mikið að þið gátuð ekki borgað. Elsku amma ég þakka þér allar þær stundir sem við höfum átt sam- an og allt sem þú hefur gefið mér. Þín Lára. Elsku Lára langamma. Við tví- burasystumar höfum sagt hvor ann- arri minningar af þér frá því við vor- um í Neskaupstað. Við völdum bestu og fallegustu minningarnar til að skrifa í minningargreinina. Það var alltaf svo gaman að koma til þín. Við munum að ilmurinn var ofboðslega góður af pönnukökunum. Við munum líka þegar við sváfum hjá þér, Bryndís svaf á bekk sem Dunna kom með og Brynja í sóf- anum. Það var líka eitt sumarið þegar við voram tveggja ára og komum til þín. Við fórum í stuttan göngutúr, leiddum þig og sáum fugla í grasinu: „Fugga, fugga“ öskraðum við og hlupum á eftir þeim og toguðum í þig og þú hlóst og hlóst. Vonandi líður þér vel á himnum með Bjarna afa og öllum vinum og ættingjum sem hafa látist. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig ogverkin mín. Eg leita þín, Guð leiddu mig, oglýstumérumævistig. (Pétur Þórarinsson.) Við söknum þln elsku langamma. Bryndís Bjamadóttir. Elsku Lára langamma. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur. Að við eigum aldrei eftir að hittast og tala saman aftur. En það er svo margt sem þú hefur skilið eftir þig, allar myndirnar og stytt- urnar sem þú málaðir, allt sem þú saumaðir, prjónaðir og heklaðir og síðast en ekki síst minningarnar sem við eigum og geymum inni í okkur. Ég man eftir því þegar ég kom á sumrin og um páska til Norðfjarðar í heimsókn til þín. Þar tókst þú á móti mér, alltaf jafn glaðlega, með pönnukökumai’ þínar góðu. Þá spil- uðum við og spjölluðum saman um allt mögulegt. Þessu á ég aldrei eftir að gleyma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Sigurbjörg. Elsku tengdaamma. Þegar ég kynntist þér fyrst Lára mín þá varst þú ein af þeim aldug- legustu í frystihúsinu, en ég var þá lærlingur hjá tengdasyni þínum við smíðar. Nokkram áram síðar giftist ég inn í þína fjölskyldu. Alltaf mætti manni sama hlýjan og gestrisnin hjá ykkur Bjarna inni í Dvergasteini og síðar hjá þér úti í Breiðabliki og ekki má nú gleyma hversu góð þú varst við börnin mín. Já aldrei fór ég eða mínir út frá þér með tóman maga. Eitt er það sem aldrei gleymist og það var áhugi þinn á því sem aðrir vora að gera og þá helst í íþrótt- unum, Þróttur að spila, Bjami að þjálfa og ég að vinna hjá Éram og alltaf vissir þú öll úrslit. Elsku Lára, nú ert þú farin og ég veit að hann Bjami tekur vel á móti þér. Takk og aftur takk fyrir allar okkar yndislegu samverustundir. Jóhann G. Kristinsson. Frænka mín og vinkona Lára Halldórsdóttir er látin 86 ára að aldri. Mér brá mjög við þá fregn. Að vísu vissi ég að hún var heilsutæp, en ég vonaði alltaf að hennar óvenju mikli viljakraftur og lífsgleði myndi fleyta henni lengur í ólgusjó lífsins en raun varð á. Hún elskaði lífið, það gaf henni svo margt. Sambandið við börnin hennar og fjölskyldur þeirra sem og allt samferðafólkið, fjörðinn okkar, landið okkar. Ást hennar til alls þessa var svo einlæg og auðsæ að maður skynjaði fögnuð hennar yfir því að eiga þetta allt og að vera þátttakandi í tilveranni. Lára hef ég þekkt frá því ég man íyrst eftir mér. Feður okkar vora bræður og bjuggu svo til allt sitt líf hlið við hlið á býlunum inn við botn Norðfjarðar. Halldór og Guðríður bjuggu í Vindheimi en foreldrar mínir Þorleifur og María lengst af í Naustahvammi. Annars bjuggu þarna við fjarðarbotninn fimm fjöl- skyldur og sumar þeirra mjög barn margar, enda mikið fjör hjá krakka- hópnum úti og inni við fjölbreytta leiki. Aðalleikvöllurinn var Sandur- inn eins og strandlengjan frá Vind- heimi suður að Norðfjarðarárósi var kölluð. Þetta var dásamlegur leik- völlur. Alltaf sléttur og hreinn því hvað eina sem þá rak á fjörur var hirt samdægurs, en flest var það til eldiviðar. Leirumegin var einnig breiður og sléttur sandur sem mikið var notaður sem leikvöllur. Þarna var og helsti baðstaður Norðfirðinga og um helgar þegar gott var veður sá maður stundum prúðbúið fólk úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.