Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 70
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLADIÐ JL í dag er miðvikudagur 13. desem- ber, 348. dagur ársins 2000. Lúsíu- messa. Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jóh. 15,13.) Skipin Reykjavíkurhðfn: Sel- foss keraur og fer í dag. Svanur kemur í dag. Ólafur Bjarnason, Ólaf- ur Magnússon, Detti- foss og Skapti fara í dag. Fréttir Bókatíðindi 2000. Númer miðvikudagsins 13. desember er 40. Styrkur, samtök krabbameinssj úklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í s. Rrabba- meinsráðgjafarinnar, 800 4040, kl. 15-17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Flóamark- aður og fataúthlutun. Opið frá kl. 14-17. Áheit. Kaldrananes- kirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Aflagrandi 40. Föstu- daginn 15. des. Jóla- súkkulaði hefst með há- tíðarbingói kl. 14. . Söngur, upplestur og hljóðfæraleikur. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 13 hárgreiðsla, kl. 8- 12.30 böðun, kl. 9-12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerðir, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefn- aður. Dansað í kringum jólatréð við undirleik Ragnars Leví föstudag- inn 15. des. kl. 14. Félagsþjónustukórinn syngur jólalög og jóla- sveinninn kemur í heim- sókn. Súkkulaði og kök- ur. Ommu- og afabörnin velkomin. Skráning á skrifstofu og í síma 568 5052 fyrir kl. 16 á fimmtudaginn. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opn- ar, ki. 13 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15- 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30-18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. 'rélagsstarf aldraðra í Garðabæ. Lögreglan í Hafnarfirði býður öldr- uðum í Garðabæ í skoð- unarferð 14. des. Farið frá Kirkjulundi kl. 13. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Línudans kl. 11. Rútur frá Hraunseli, Höfn og Hjallabraut 33 kl. 13 í Nesstofu. Pílukast kl. 13:30. Á morgun verður opið hús, jólafundur kl. 14. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar hjá Helgu Þórarinsdóttur, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 Tón- hornið, veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb og tréskurð- ur. Aðventukaffi verður í Gjábakka fimmtudag- inn 14. des. kl. 14. Dag- skrá: Jólahugleiðing á aðventu, söngur og upp- lestur. Heitt súkkulaði m/rjóma og kökuhlað- borð. Allir velkomnir. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Mat- arþjónusta á þriðjudög- um og föstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaað- gerðastofan er opin virka daga. Leikfimi kl. 9 og kl. 10, vefnaður kl. 9, keramikmálun kl. 13, enska kl. 13.30. Að- ventukaffi verður mið- vikudaginn 13. des. kl. 15. Sr. Iris Kristjáns- dóttir flytur hugvekju. Söngur og upplestur. Heit súkkulaði með rjóma og kökuhlaðborð. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, kl. 9-12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hæðargarður 31. Kl. 9 opin vinnustofa, og fóta- aðgerðastofa, kl. 13 böðun. Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teikning og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9-16 fótaaðgerðastofan opin, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 9-16.45 handavinnu- stofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13-13.30 bankinn, kl. 14 félags- vist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- hnsmálun, kl. 13-16 myndlistarkennsla, glerskurður og postu- línsmálun, kl. 13-14 spurt og spjallað. Tré- skurðarnámskeið hefst í janúar, leiðbeinandi Sigurður Karlsson. Uppl. og skráning í síma 562 7077. Hátíð- armessa verður í Dóm- kirkjunni 17. des. kl. 11. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Söng- fuglar, kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík, flytja hátíðarsöngva Bjarna Þorsteinssonar, stjórnandi Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir, und- irleikari Marteinn H. Friðriksson dóm- organisti. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Hallgrímskirkja - eldri bogarar, opið hús í dag kl. 14—16, gestur Vil- borg Dagbjartsdóttir kennari. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Upplýs- ingar veitir Dagbjört í síma 510 1034. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudag, kl. 10 í Keilu í Mjódd. Spiluð keila, spjallað, kaffi. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Ingi- björg Sigurþórsdóttir í síma 545 4500. Háteigskirkja. Opið hús í dag fyrir 60 ára og eldri í safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 10-16. Ýmislegt á prjónunum. Súpa og brauð í hádeginu, kaffi og meðlæti kl. 15. Ath. takið með ykkur handa- vinnu og inniskó. Von- umst til að sjá sem flesta. Gengið inn Esju- megin. Á morgun kl. 10 foreldramorgunn kl. 16-17.30. Bros og bleiur fyrir foreldra um og undir tvítugu. Bústaðakirkja. Starf aldraðra miðvikudaga kl. 13-16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Barðstrcndingafélagið. Spilað í kvöld í Konna- koti, Hverfisgötu 105,2. hæð, kl. 20.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GI, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561 0545. Gíróþjónusta. Barnaspftali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1,103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 6691100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 669 1166, séfblðð 5691222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 5691115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS,/Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Erfiðiskonur og eftirlaun ELLILAUN, tekjutrygg- ing og heimilisuppbót hrekkur skammt hjá þeim konum sem nálgast lögboð- inn eftirlaunaaldur og hafa unnið svokölluð erfiðis- vinnustörf, til að mynda umönnun aldraðra og sjúkra, og fá þar af leiðandi sáralítið úr lífeyrissjóði. Eitt dæmi: Ellefu barna móðir, 30 barnabörn o.s.frv. sem nú er að verða heilsulaus eftir áralangt ævistarf, innanhúss og ut- an. Launakerfið þarf að gera einhverjar ráðstafanir til að laga kjör þessara mæðra og erfiðisvinnu- kvenna. Vitaskuld dettm- einhverjum í hug, að það sé afkomendanna að þakka fyrir sig, leggja foreldri sínu eitthvað af mörkum mánaðarlega, en ungt barnafólk í dag er bara svo skuldsett vegna húsnæðis- skulda því ekki lækka lánin þegar borgað er af þeim, að almennt er það ekki aflögu- fært. Ef eitt rúm á sjúkradeild kostar 180 þús. kr. á mán- uði eins og komið hefur fram í fréttum og fjöldi ein- staklinga nýtur árum ef ekki áratugum saman, and- lega eða líkamlega búnir ef ekki hvort tveggja, þá ættu þær konur sem vinna við aðhlynningu þessara skjól- stæðinga þjóðarinnar að fá þann bita af þjóðarkökunni sem þær fá ekki í dag, svo þær þræli ekki úr sér heils- unni en margar hverjar eru orðnar heilsulitlar eða heilsulausar um fimmtugt. Ég hef grun um að ungir Islendingar muni ekki gefa kost á sér í þessi störf í framtíðinni nema um skammtímabil, eins og þau eru lítilsvirt af þeim sem aldrei hafa þurft að gegna þeim. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Einkarekin sjúkrahús UNDARLEGASTA viðtal um heilbrigðismál sem ég hefi hlustað á lengi var í sjálfu Ríkisútvarpinu einn morguninn. Þar ræddi ein- hver fréttakonan, Jóna Kristín held ég að hún heiti, við Sigríði Snæbjörnsdótt- ur sem hefur verið að pré- dika um einkaspítala. Eitt mál truflar mig í þessum efnum. Hvaðan koma allir læknarnir sem ætla að vinna á þessum nýja spít- ala, eða ætla þeir bara að stofna nýjan aðgerðaspít- ala í samkeppni við sinn eigin vinnustað sem er Landspítalinn? Er það ekki þar sem þeir læknarnir fá dagvinnulaun- in sín, orlofið sitt, ferða- og ráðstefnufé og 18prósentílíf- eyrisiðgjöld? Ég veit ekki betur. Þetta virðist mér vera argasta dæmið um nið- urgreiddan einkarekstur sem ég hef heyrt um lengi. Þetta hlýtur að stangast á við ákvæði EES-samnings- ins þessi meðgjöf. Ljótt er að heyra. Svava H. Friðgeirsd., Vallarási 4, Rvík. Tapad/fundió Svefnpoki og fatnaður í óskilum SVEFNPOKI og fatnaður fannst íyrir utan Mennta- skólann við Hamrahlíð fyr- ir um það bil þremur vik- um. Upplýsingar í síma 553-8635. Dýrahald Hefur einhver séð Pflu? PÍLA sem er brún Irish Setter-tík, hvarf frá Selja- hverfi í Breiðholti sl. mið- vikudagskvöld. Ef til vill hefur hún orðið fyrir bíl. Ef einhver hefur orðið var við Pílu, sem er blíð og vel upp alin með símanúmer um hálsinn (er orðið máð), vin- saml. látið vita í síma 557- 7133/893-1643. Kári er týndur KÁRI Snæland er tveggja ára fressköttur sem á heima í Stangarholti í Reykjavík. Hann er stór og fagurlimaður, dökkgrá- og brúnbröndóttur. Kári er eyrnamerktur og var með ól og bjöllu þegar hann fór að heiman fyrir nokkrum dögum. Hann er gæfur og gegnir nafni en virðist ekki hafa ratað heim úr síðustu ævintýraferð. Síminn heima hjá Kára er 562-4622 og systur hans og móðir sakna hans sárt. Vinsam- lega látið vita ef þið hafið séð Kára nýlega, lifandi eða dauðan. Síminn er 562-4622 eða 897-0032. Krossgáta LÁRÉTT; 1 sjóðvitlaus, 8 sporið, 9 svali, 10 endir, 11 setja í óreiðu, 13 niðurfelling, 15 viðlags, 18 reiðar, 21 streð, 22 ósönnu, 23 smá- gerði, 24 handavinna. LÓÐRÉTT; 2 ákvað, 3 ávöxtur, 4 tæla, 5 snaginn, 6 ólmar, 7 tölustafur, 12 hrós, 14 illmenni, 15 gleðskap, 16 ráfa, 17 frétt, 18 dugleg- ar, 19 dáni, 20 sleit. LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU; Lárétt: 1 Sævar, 4 borða, 7 féllu, 8 lagin, 9 fes, 11 ræða, 13 saur, 14 kaggi, 15 fána, 17 frek, 20 fró, 22 lifur, 23 lof- ar, 24 sætum, 25 Ránar. Lóðrétt: 1 sófar, 2 volað, 3 rauf, 4 bols, 5 rugga, 6 agnar, 10 elgur, 12 aka, 13 Sif, 15 felds, 16 nefnt, 18 rófan, 19 kærar, 20 fróm, 21 ólar. Víkverji skrifar... ERU jólakort að verða tíma- skekkja? Er það bara hugs- unarlaus kækur að senda vinum og vandamönnum kort, fólki sem við hittum frekar sjaldan, smávegis kveðju þar sem varla er mikið meira sagt en gleðileg jól og farsælt komandi ár? Er ekki hugsanlegt að endurskoða þennan sið eitthvað. Víkverji hefur svo sem engar lausnir á málinu en heyrði þó á dög- unum af einum sem reynir frekar að hringja í fólk um þetta leyti og færa því þannig fréttir af högum sínum. Fannst honum þetta ekki fráleit hugmynd og betri en að senda kort sem segja ekki annað en það litla sem er prentað á þau. Hins vegar er það líka til að menn sendi almennileg kort, nánast bréf, með helstu fréttum, ýmist staðlað bréf sem allur hópurinn fær eða að menn skrifa hverjum og einum þær fréttir og kveðjur sem hæfa hverju húsi. Slíkum jólakortum tekur Vík- verji fagnandi og getur vonandi sent einhver slík líka. Hinum kort- unum, sem eru ekki annað en jóla- og áramótakveðjur, fækkar kannski og ef til vill mannar Víkverji sig upp í þess í stað að hringja í nokkra sem hefðu fengið slík kort og rabba við þá. XXX HUGMYNDIR eni uppi um það hjá yfirvöldum Reykjavíkur- borgar að kjósa um framtíð Reykja- víkurflugvallar og Vatnsmýrina. Það getur verið gott og blessað og ekki ætlar Víkverji að blanda sér efnislega í þá umræðu. Eitt atriði í sambandi við slíkar kosningar hefur þó vakið athygli en það er að beitt verði rafrænum aðferðum. Hefur meira að segja verið auglýst eftir tilboðum í framkvæmd og tilhögun slíkrar rafrænnar kosningar. Það er með öðrum orðum þessi rafræna aðferð sem er spennandi. Kjörskrá yrði á einni tölvu og hægt að kjósa á hvaða kjörstað sem vera skal í stað þess að kjósendur þurfi að fara á ákveðna kjörstaði. Á kjör- stöðunum myndu menn væntanlega líka kjósa gegnum tölvu. Einnig er hugsanlegt að menn kjósi að heim- an með tölvutengingu sinni. Talning hlýtur líka að vera mun hraðvirkari þegar kosið er rafrænt þar sem af- staða kjósenda liggur strax fyrir. Hitt er þó ljóst að ekki geta allir nýtt sér þessa aðferð með tölvu heima og ekki er víst að allir vilji kjósa með svona tæknibúnaði á kjörstað og heimti kjörseðil á papp- ír og engar refjar. Kannski er þá nauðsynlegt að verða við slíkum óskum og gefa kjósendum kost á að aðlagast þessum rafrænu aðferðum. Hugsanlega verður framtíðin sú að flestar kosningar verði rafrænar fyrr en síðar. XXX MIKIÐ er um að menn kýli vömbina á jólahlaðborðum um þessar mundir. Enda eru þau feikn freistandi og í boði girnileg fæða og fjölbreytt. Víkverji tók þátt í einu slíku á dögunum og skammast sín ekki fyrir að segja að hann fór sex ferðir að hlaðborðinu góða (en við- urkennir að slíkt er náttúrlega bara græðgi) og tíndi á disk sinn sfld- arrétti (tvær ferðir í sfldina!), lax, kalda kjötrétti og heita kjötrétti og endaði á ís og ávöxtum. Þessu var sporðrennt í góðum félagsskap og ekki heyrði Víkverji annað en allir færu sáttir og saddir frá borðum. Það má sem sagt alveg hæla hlað- borðinu á Hótel Loftleiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.