Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ehud Barak ræðir við skólastúlku í bænum Petah Tikva í gær.
Barak hefur kosn-
ingabaráttuna
Jerúsalem, Petah Tikva. AFP, AP, Reuters.
EHUD Barak, sem sagði af sér
forsætisráðherraembætti í ísrael á
sunnudag, hóf kosningabaráttu
sína formlega í gær. A kosninga-
fundum lagði hann áherslu á nauð-
syn þess að ná friðarsamningum
við Palestínumenn, og stjórnmála-
skýrendur sögðu líklegt að hann
hefði þar slegið tóninn fyrir kosn-
ingabaráttuna.
I ræðu, sem Barak flutti í heim-
sókn í menntaskóla í bænum Petah
Tikva, sagði hann atkvæði greitt
sér vera atkvæði í þágu friðar.
„Kosningamar munu í raun verða
atkvæðagreiðsla um leiðina til frið-
ar og öryggis, um að binda enda á
stríð,“ sagði Barak í ávarpi sínu.
„Á sama hátt og við drógum herlið
okkar frá Líbanon og hleyptum
vexti í efnahagslífið, munum við
gera allt sem í okkar valdi stendur
til að tryggja frið og öryggi.“
Barak átti einnig fund með rúss-
neskum innflytjendum, sem eru
um fimmtungur ísraelsku þjóðar-
innar og því mikilvægur kjósenda-
hópur. Þar sagði hann að ef Israel-
ar semdu ekki frið við Pal-
estínumenn gætu þeir lent í stríði
við gervallan múslima- og araba-
heiminn.
Barak boðaði til kosninganna er
hann tilkynnti um afsögn sína á
laugardag, en búist er við að þær
verði haldnar 6. febrúar næstkom-
andi.
Ræddi við Clinton
Stjórnmálaskýrendur telja að
það sé mjög mikilvægt fyrir Barak
að samningar náist við Palestínu-
menn um að binda enda á átökin,
sem nú hafa staðið í ellefu vikur, ef
hann á að eiga möguleika á sigri í
kosningunum.
Dagblöð í Israel fullyrtu í gær
að háttsettir ísraelskir og palest-
ínskir embættismenn hefðu átt
með sér leynilega fundi og reynt
að ná samkomulagi um að hefja
friðarviðræður á ný og leggja
grunninn að friðarsamningi, áður
en Bill Clinton Bandaríkjaforseti
léti af embætti í lok janúar á
næsta ári. Palestínumenn neita því
hins vegar að slíkir fundir hafi ver-
ið haldnir.
Barak ræddi afsögn sína við
Clinton í síma á mánudag. Að sögn
talsmanns Hvíta hússins ræddu
þeir einnig um átökin við Palest-
ínumenn og friðarhorfur.
Meðlimur Fatah
skotinn til bana
Átök milli palestínskra mótmæl-
enda og ísraelskra hermanna héldu
áfram á sjálfstjórnarsvæðunum í
gær. Hermenn skutu meðlim
Fatah-hreyfingar Palestínumanna
til bana í bænum Khader á Vest-
urbakkanum. Leiðtogar Fatah hót-
uðu að hefna morðsins með frekari
árásum á ísraelska hermenn.
Réttarhöldin yfír forseta Filippseyja
Banki lætur
af hendi sönn-
unargögn
Manila. AFP, AP.
EINN stærsti banki Filippseyja lét í
gær af hendi skjöl vegna málshöfð-
unarinnar til embættismissis á hend-
ur Joseph Estrada, forseta Filipps-
eyja. Saksóknarar halda því fram að
skjölin nægi til sakfellingar forset-
ans.
Meðal gagnanna sem bankinn lét
af hendi var ávísun upp á 142 millj-
ónir peseta, eða um 250 milljónir
króna, og örfilma af henni, rithand-
arsýnishorn og myndir af manni að
opna reikning, sem talið er að hafi
innihaldið fé sem fengið var með
ólöglegum hætti.
Ávísunin er gefin út undir falska
nafninu Jose Valhalla og saksóknar-
ar halda því fram að Estrada hafi
sjálfur gefið hana út. Hafa þeir ráðið
breskan rithandarsérfræðing til að
staðfesta það. Saksóknararnir full-
yrða að viðtakandi ávísunarinnar
hafi verið vinur forsetans, sem not-
aði féð til að kaupa glæsihús handa
einni af hjákonum Estrada. Forset-
inn hefur viðurkennt að vera faðir
þriggja bama konunnar.
Equitable PCI-bankinn er þriðji
stærsti bankinn á Filippseyjum, en
stjórnendur hans höfðu í fyrstu
tregðast við að afhenda saksóknur-
um gögnin.
Vitnisburði Singsons frestað
Héraðsstjórinn Luis Singson, sem
hefur sakað Estrada um að taka við
jafnvirði hundraða milljóna króna af
hagnaði af ólöglegum fjárhættuspil-
um, átti að bera vitni í málinu í gær,
en réttarhöldunum var frestað
snemma dags til að saksóknurunum,
sem allir eru úr hópi þingmanna í
fulltrúadeildinni, gæfist kostur á að
greiða atkvæði um fjárlagafrumvarp
íyrir næsta ár. Öldungadeild þings-
ins kveður upp úrskurð í máli forset-
ans.
Emma Lim, aðstoðarmaður
Singsons, sagði í vitnisburði sínum á
mánudag að hún hefði flutt „svartan
poka“ með fimm milljónum peseta,
eða nær níu milljónum króna, á
skrifstofu forsetans. Kvað hún féð
vera ágóða af ólöglegum fjárhættu-
spilum.
Estrada vísaði þessu á bug í gær
og fullyrti að Lim hefði aldrei stigið
fæti inn á skrifstofu hans.
AP
Estrada svarar fréttamönnum við forsetahöllina í Manila í gær.
AP
Úkraínuforseti
borinn þungum
sökum
MYKOLA Melnitsjenkó, sem starf-
aði sem lífvörður fyrir Leonid
Kútsjma, forseta Ukraínu, sést hér
flytja vitnisburð sinn á myndbandi
sem sýnt var á Ukraínuþingi í
Kænugarði í gær.
Melnitsjenkó ber, að forsetinn
hafi gefið út „glæpsamleg fyrir-
mæli“ tengd hvarfí stjórnarand-
stöðusinnaða blaðamannsins
Heorhiy Gongadze. Ekkert hefur til
hans spurzt síðan 16. september sl.
Greindi Melnitsjenkó frá því hvern-
ig hann hefði hlerað samtöl sem
Kútsjma átti á skrifstofu sinni með
því að fela stafrænt upptökutæki
undir sófa þar. Melnitsjenkó fer nú
huldu höfði erlendis.
Slobodan Milosevic í fyrsta fiölmiðlaviðtalinu eftir afsögnina
Segir samvisku sína vera
„algjörlega hreina“
Belgrad. Reuters.
SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi
forseti Júgóslavíu, kvaðst hafa
hreina samvisku í viðtali sem serb-
nesk sjónvarpsstöð sýndi í gær-
kvöldi. Er þetta fyrsta viðtal Milos-
evic frá því að hann neyddist til að
segja af sér í október.
Milosevic varði þátt sinn í blóðs-
úthellingunum á Balkanskaga á síð-
astliðnum áratug og kvaðst ekki ótt-
ast að hann yrði sóttur til saka í
Serbíu. „Ég get sofið rólegur og
samviska mín er algjörlega hrein.“
Lýsir Arkan sem
„fóðurlandsvini“
Hann gagnrýndi stríðsglæpa-
dómstól Sameinuðu þjóðanna í
Haag sem hefur ákært hann íyrir
stríðsglæpi í Kosovo. „Þetta er póli-
tísk stofnun og eitt þeirra tækja sem
nota á til kerfisbundinnar útrýming-
ar serbnesku þjóðarinnar - þjóðar
sem vogaði sér að veija
land sitt og hagsmuni
sína,“ sagði hann.
Milosevic lauk lofs-
orði á serbneska stríðs-
herrann Arkan, sem
stríðsglæpadómstóll-
inn ákærði einnig og
var myrtur í Belgrad í
janúar. Hann sagði að
morðið á Arkan hefði
verið liður í samsæri
gegn Serbíu án þess að
útskýra það frekar.
„Arkan var ráðinn af
dögum í tengslum við
þær aðgerðir sem
hafnar voru, vegna
þess að þeir vissu að hann var fóð-
urlandsvinur."
Milosevic varði einnig son sinn,
sem hefur verið sakaður um að vera
viðriðinn sldpulagða glæpastarf-
semi, og sagði að hann
hefði ekkert gert af
sér.
Hann lýsti störfiim
sínum sem forseta
Serbíu og síðar Júgó-
slavíu sem „baráttu
fyrir fiiði“ þótt hann
hefði verið sakaður um
að eiga mesta sök á
átökunum á Balkan-
skaga sem kostuðu
hundruð þúsunda
manna lífíð. Hann
gagnrýndi serbneska
stjómmálamenn í
Bosníu og Króatíu,
Borís Jeltsín, fyrrver-
andi Rússlandsforseta, og Þjóðveija.
Milosevic hélt sig til hlés fyrstu
vikumar eftir uppreisnina í Belgrad
5. október, sem varð til þess að hann
neyddist til að segja af sér. Hann
hefur þó snúið sér aftur að stjóm-
málunum og var endurkjörinn leið-
togi Sósíalistaflokks Serbíu í síðasta
mánuði. Skoðanakannanir benda til
þess að litlar líkur séu á að flokk-
urinn haldi völdunum í Serbíu í þing-
kosningunum 23. desember. Banda-
lagi andstæðinga hans er spáð
miklum sigri. Milosevic virðist hins
vegar telja að Serbar snúist aftur á
sveif með flokki sínum þegar efna-
hagsástandið versni. „Spurningin
er: er hér einhver sem sér ekki hvað
ástandið hefur versnað frá því í sept-
ember?“ spurði hann.
Milosevic kvaðst enn hafa efa-
semdir um að Vojislav Kostunica
hefði farið með sigur af hólmi í for-
setakosningunum en fallist á úr-
skurð stjómlagadómstóls Júgóslav-
íu í þá vem vegna þess að hann hefði
alltaf verið „bókstafstrúarmaður í
lögum“.
Slobodan Miiosevic