Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 56

Morgunblaðið - 13.12.2000, Side 56
-j»6 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hálendið - þjóðlendur „ÁSGEIR hét maður Úlfsson. Honum gaf Ketilbjöm Þorgerði dóttur sína, og lét henni heiman fylgja Hlíðarlönd öll fyrir of- an Hagagarð. (Er hér átt við landið neðan frá Hagagarði til hlíðar- brúnar, sem til fjalla veit og óbyggða?) Hann bjó í Hlíð inni Eylífr auðgi sonr Ön- undar bflds, fékk Þor- kötlu Ketilbjamardótt- ur og fylgdu henni heiman Höfðalönd, þar bjuggu þau.“ Þannig lýsir hin merka bók Land- náma, hvemig urðu til tvær af fyrstu jörðunum í þeirri fögra sveit Bisk- upstungum ytri. Skv. Fasteigna- matsbókinni árið 1957 munar 1,07% á landverði Höfða og Úthlíðar. Enn stendur bærinn Höfði á sínum glæsi- lega stað við Hvítá og landamerki jarðarinnar skýr og enn renna þær Brúará og Stakksá sína leið. í þess- ari fasteignamatsbók era á nokkrum ^g^töðum víðsvegar um landið, afréttir metnir sem fasteign í Ámessýslu á einum stað, Tunguheiði. Þegar höfð vom makaskipti, árið 1896 á hluta af- réttar á Skjaldbreiðarsvæðinu og jörðinni Kaldárhöfða, var ekki verið Hafsteinn Hjaltason að „selja eignarland", Skjaldbreiður og Skjaldbreiðarhraun, hafa aldrei verið eign- arland Þingvallajarðar eða kirkju. Þar var að- eins um að ræða af- hendingu afnotaréttar á afréttinum. En það kemur undarlega fyrir sjónir að bændur í Grímsneshreppi, kaupa þann afnotarétt sem þeir áttu og hafa átt um aldir. Þegar hluti af- réttarins lenti innan marka Laugardals- hrepps við stofnun hans árið 1906 var ekki verið að afhenda hreppnum það land til eignar, heldur til afréttar afnota og umsjónar (fjallskila). Eins er um það landsvæði sem Flóahreppum var úthlutað til afréttamota á milli Hranam. og Gnúpverja afrétta, þar era engin eignarlönd þeirra Flóa- hreppa. Um ritstjóm og útgáfu Fasteigna- matsbókarinnar 1957 sá landsnefnd fasteignamats, þá nefnd skipuðu landskunnir heiðursmenn, menn sem gjörþekktu íslenskan landbúnað og vildu veg hans sem mestan. Eitt þeirra atriða sem landsnefnd- in lagði sérstaka áherslu á, var að skattanefndir sæju um að rækilega Landsvæði Fullyrðingar manna um að ákveðin landsvæði séu þeirra einka eign- arlönd, hvort sem er á láglendi eða hálendi Is- lands, segir Hafsteinn Hjaltason, duga ekki einar og sér sem eign- arheimildir. væri gengið frá því að athuga allar skiptingar á löndum og lóðum, en nefndarmenn þekktu vel öll atriði fasteigna og jarðamats og hvað varð- ar eignarlönd, vitað manna best, að eigi er það hið sama að eigna sér og að eiga. Fullyrðingar manna um að ákveðin landsvæði séu þeirra einka eignarlönd, hvort sem er á láglendi eða hálendi íslands duga ekki einar og sér sem eignarheimildir, þær full- yrðingar þarf að sanna. Skv. Jarðabók Ama Magnússonar og Páls Vídalín, er afréttur Þing- vallasveitar og Grímsneshrepps (og Laugardalshr.) Skjaldbreiður, Skjaldbreiðarhraun, (Bláskógaheiði) Hrafnabjörg, Lambahraun og vestur og norður um fjöllin (Armannsfell, Skriða, Högnhöfði, Kálfst. Hlöðufell, Fagradagsfj. o.fl.) þ.e. á móts við Biskupst. afrétt. Þar kemur og fram að jörðin Efsti-Dalur, þá eign bisk- upsstólsins í Skálholti á mikið land til fjallsins (Efstadalsfjall). Fleiri heim- ildir mætti nefna, heimildir sem ásamt jarðabók AM. og PV. vísa til þeirrar niðurstöðu, að landsvæðið of- an byggða, þ.e. eignarlanda jarða í Þingvallasv., Grímsneshr, Laugar- dalshr. og Biskupsthr., að Langjökli, Hvítárvatni og Hvítá verði þjóðlenda og fyrir norðan vötn þjóðlendan Kjölur og á einskis manns færi að hnekkja því. Það ætti ekki að vefjast fyrir fagmönnum á sviði jarðamats, hvar mætast eignarlönd jarða og þjóðlendur. Komið hefur fram í fjölmiðlum að landakröfumenn geri nú mikla leit að gömlum skjölum í kjölluram og á háaloftum skjalasafna, hverra inni- hald á að sanna að fyrrnefnd land- svæði séu einkaeign ákveðinna lög- aðila, sú leit mun verða árangurslaus, engin slík skjöl, lög- lega til komin, er hægt að „fínna“, því þau eru hvergi til og hafa aldrei verið. Sögusagnir um einka eignar- lönd nokkurra svokallaðra víðlendra jarða á hálendi Islands, um fjöll, dali, hraun og sanda að jöklum, jafnvel inn á þá miðja eiga sér enga lagastoð. Þær þjóðsögur (lygasögur) eiga sumar hverjar rætur sínar í hinum myrku miðöldum, þegar lög og rétt- ur vora fótum troðin og valdsmenn svifust einskis til þess að ná undir sig auði og völdum, t.d. þegar barist var um brennisteinsnám og útflutning. Um aldir varð íslensk alþýða að þola svipuhögg kúgunar, yfirgangs og valdníðslu. Það yrði mikil hneisa og vanvirða við gengnar kynslóðir ef fer sem horfír að nokkrir afkomendur sömu alþýðu, ætli að beijast fyrir ein- hverskonar löghelgun valdniðslu geminga fyrri tíma, fyrir íslenskum dómstólum á morgni 21. aldar. Yrði sá málarekstur þeim sjálfum, nokkuð annað en minnisvarði, minn- isvarði sem lengi mun bera glöggt vitni heimsku þeirra og ágirndar? í þessum landakröfumálum mun ekki duga þeim kröfumönnum nein spunasagnfræði sveipuð lagavef af sama efni og nýju fótin keisarans, þau fræði öll verða aldrei að stað- reyndum, jafnvel þótt þau ættu upp- rana sinn í Flóanum og mun allt það hnauk til einskis. Ágætu landakröfu- menn: Látið af ykkar þráhyggju- kröfum, takið ykkur til fyrirmyndar þann sem sagður var vitrastur mað- ur í Skagafirði, landnámsbóndann og göfugmennið Eirík Hróaldsson í Goðdölum, sem virðist hafa lifað kristilegar en ýmsir þeir sem nú telj- ast kristnir og m.a. gaf af sínu land- námi til friðar í héraði. Sé þetta gert af hjartans einlægni og lítillæti, munu þeir sem það gera öðlast hugarró og sálarfrið og eftir það teyga af andlegum hamingjubik- ar alla sína ævidaga, uns fákar verða teknir til kostanna í hinstu skraut- reið sem hefur að áfangastað hinar eilífu veiðilendur. í þjóðlendumálum eiga íslending- ar góðan vegvísi, ljóðlínu úr hinu fræga kvæði Jónasar Hallgrímsson- ar, „Fjallið Skjaldbreiður" þar sem lýst er ægikröftum náttúraafla og fegurð íslenskra öræfa, „alþjóð minni helgað bjarg“ látum þau orð listaskáldsins góða hljóma um allt hálendi íslands og verða þar að full- um áhrínsorðum. Kveðum niður alla ásælni og yf- irgang í þjóðlendum. Einn hugstæðasti þáttur íslenskr- ar þjóðarsálar, þáttur sem ekkert fær spillt. Er elska og virðing fyrir náttúranni og þeirri náttúrahelgi sem forfeður okkar landnámsmenn- imir og þeirra dætui- og synir sæmdu landið og birst hefur þjóðinni í verkum íslenskra fræði- og lista- manna, allt frá dögum Ara fróða Þorgilssonar og Snorra Sturlusonar í Ijóðum, sögum, tónum og myndum. Verk sem vora herhvöt og leiðar- ljós í baráttunni fyrir fullveldi og sjálfstæði íslands. Sönn náttúra- og öræfahelgi, sem enn er í fullu gildi og í heiðri höfð hjá íslensku þjóðinni og verður áfram, henni til gæfu og um ókomna tíð, ásamt kristinni trú, hennar fegursta leiðarljós. Höfundur er vclfræðingur. V erkfallshugleið- ingar nemenda SEM framhalds- skólanemendur (núver- andi og fyrrverandi) getum við ekki lengur orða bundist um yfir- standandi verkfall framhaldsskólakenn- ara. Á meðan nemend- ur bíða úti í kuldanum þá þrjóskast samninga- nefnd kennara við að horfast í augu við vera- leikann og kyngja því að núverandi kröfum þeirra er ekki hægt að mæta. Ef til vill má leiða rök að því, að kennarar séu of lágt launaðir en að þeir boði verkfall með þessar kröfur í fartesk- inu stuttu áður en kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði era endurskoðaðir og þegar endurskoð- un saminga við kennara í grunnskól- unum er að hefjast, finnst okkur ekki líklegt til árangursríkra kjaravið- ræðna. Grannskólakennarar og launa- nefndir sveitafélaga hafa gefið út sameiginlega yfírlýsingu og segjast sannfærðir um að unnt verði að ljúka þeirra kjarasamningum fyrir jól og án þátttöku ríkissáttasemjara. Hvergi kom slík víðáttumikil mark- miðsyfirlýsing frá framhaldsskóla- kennuram þó að í upphafi kennslu- árs lægi íjóst fyrir hvert málin stefndu. Kennarar og ríkið hefðu átt Björn Bragi Björnsson Sveinn Þórarinsson Kennarar Við trúum því ekki að hinn almenni kennari telji það raunhæft, segja Björn Bragi Björnsson og Sveinn Þdrarinsson að gengið verði að kröf- um þeirra í núverandi mynd. að vera búin að leggja grandvöll fyr- ir samningaviðræðum áður en til þeirra kæmi. Núna er það okkar eina von um lausn verkfalls að samninga- viðræður grunnskólakennara og sveitarfélaganna muni skapa for- dæmi sem framhaldsskólakennarar yrðu að fara eftir. Ef gengið yrði að kröfum fram- haldsskólakennara núna mundi það setja alla gerða kjarasamninga í uppnám og hugsanlega særa verð- bóígudrauginn upp frá dauðum. Heppilegra hefði því verið fyrir kennara að fresta verkfallsboðun þar til eftir endurskoðun kjarasamn- inga á almennum vinnumarkaði og er það okkur óskiljanlegt af hverju það var ekki gert. Tímasetningin á verkfallinu er því með versta móti bæði fyrir þá nem- endur sem hefðu átt að útskrifast um jólin og kennara sem þurfa að borga sig í gegnum dýrasta tímabil ársins með framlögum úr verkfallssjóði. Við viljum ekki skella skuldinni á alla kennarastéttina hvað varðar þetta strand sem samningaviðræður hafa siglt í, heldur teljum við að samn- inganefnd kennara sé óhæf og ætti að víkja frá. Við trúum því ekki að hinn almenni kennari telji það raun- hæft að gengið verði að kröfum þeirra í núverandi mynd. Það hlýtur að vera kominn tími til þess að kenn- arar reyni að koma vitinu fyrir samninganefnd sína þannig að fram komi raunhæfari kröfugerð. Samn- inganefnd kennara skellir allri skuldinni hins vegar á ríkið, lítur ekki í eigin barm og túlkar allar at- hugasemdir í þeirra garð sem neð- anbeltis atlögu að kennurum og fyr- irlitningu í garð menntunnar. Við skoram því á kennara og samninga- nefnd þeirra að bijóta odd af oflæti sínu og koma með raunhæfar kröfur svo að nemendur þurfi ekki að fresta framtíð sinni meira en orðið er. Bjöm Bragi er framhaldsskólanemi og Sveinn er viðskiptafræðinemi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.