Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 27 Fujimori fær að vera í Japan RÍKISSTJÓRN Japans til- kynnti formlega í gær að Al- berto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, væri með jap- anskan rfkis- borgararétt. Mánuður er síðan Fuji- mori gerði óvænt hlé á ferð sinni frá leiðtogafundi Kyrrahafs- ríkja og fax- aði afsögn sína til Perú af hóteli í Tókýó. Perúska þingið neitaði að samþykkja afsögn hans og rak hann úr embætti og sagði hann vanhæfan til að gegna því. Fujimori hefur verið bendlaður við spillingarmál í Perú og á yf- ir höfði sér ákæru snúi hann aftur til Perú. Foreldrar Fujimoris voru japanskir og samkvæmt jap- önskum lögum eiga þeir sem eru fæddir fyrir 1985 rétt á tvö- földum ríkisborgararétti. Tengsl tekin upp BRETLAND og Norður-Kór- ea hafa tekið upp stjómmála- samband. Það er að sögn Breta viðurkenning á auknu sam- bandi Norður-Kóreu við Suður- Kóreu og breyttri stefnu í víg- búnaðarmálum. Þetta er í fyrsta skipti sem Bretland tek- ur upp stjómmálasamband við Norður-Kóreu sem hefur á árinu tekið upp stjómmálasam- band við Kanada, Ítalíu og Austurríki. Bretar tilkynntu í október að þeir hygðust fylgja í kjölfarið. Tilkynningin í gær kom í kjölfar fimm daga við- ræðna í London milli fulltrúa ríkisstjóma landanna tveggja. Gúsinskí handtekinn RÚSSNESKI fjölmiðlakóng- urinn Vladimír Gúsinskí, sem hefur verið eftirlýstur um allan heim vegna meintra fjársvika, var handtekinn á Suður-Spáni, að sögn spænsku lögreglunnar. Lögreglan í Cadiz handtók Gúsinskí í bænum Sotogrande, sem er athvarf ríkra manna á Miðjarðarhafsströndinnni. Rússneskir saksóknarar ásaka Gúsinskí um að hafa svikið til sín fé. Hann segist hins vegar vera fómarlamb yf- irvalda, sem vilji ná sér niðri á honum vegna fréttaflutnings fjölmiðla í hans eigu af spillingu og vanhæfi ráðamanna. Japönsk hvalakönnun JAPANIR ætla að senda tvö hvalveiðiskip til að taka þátt í alþjóðlegri rannsókn sem Al- þjóðahvalveiðiráðið stendur fyrir. Engir hvalir verða veidd- ir í rannsóknarleiðangri þess- um. Haldið verður af stað í leið- angurinn á fimmtudag og stendur hann yfir fram í mars. I síðasta mánuði lagði japanskur hvalbátafloti upp í umdeilda för á hvalaslóðir í S-Kyrrahafi, með það að markmiði að veiða 440 hvali í rannsóknarskyni. Færeyingar endur- heimta þjóðminjar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÆREYINGAR munu endur- heimta flestar þjdðminjar sínar á næstu árum en þær hafa verið til varðveislu á dönskum söfnum frá því á 19. öld. í kjölfar samkomulags sem Fær- eyingar og Danir gerðu með sér var skipuð nefnd sem fulltrúar hvorra tveggja eiga sæti í og mun hún ljúka störfum í febrúar nk. Nú þegar hefur verið ákveðið að skila allnokkrum merkum minjum úr sögu Færeyja og munu þær verða fluttar aftur heim í lok næsta árs eftir að hafa verið sýndar síðasta sjnni á danska þjóðminjasafninu. Á meðal þeirra muna sem Fær- eyingar endurheimta eru Kirkju- bæjarstólarnir, sem eru frá 15. öld og voru áður í kirkjunni í Kirkju- bæ. Þá munu þeir fá verslunar- bækur dönsku einokunarversl- unarinnar sem fór með alla Færeyjaverslun, rétt eins og ís- landsverslunina, fram til ársins 1856. Segir Thorbjorn Jacobsen, sem fer með mennta- og menning- armál í færeysku landstjórninni, að bækurnar gefi einstæða mynd af lífi Færeyinga fram á miðja 19. öldina. Enn er óljóst um hversu marga muni verður að ræða en mestur hiuti færeyskra þjóðminja var fluttur á danska þjóðminja- safnið á 19. öld þar sem engir möguleikar voru á að varðveita þá í Færeyjum. Nú eiga Færeyingar hins vegar safnhús þar sem hægt er að varðveita munina og sýna. Model 3620 8 mm. 24000/min. 860 W JÓLATILBOÐSVERÐ 13.000,- ÞÖR HF Rflykjevik; ArmúUi 11 AkuráyH: LörwtMkka $iml B68-1600 8im) 461*1070 vg ALL i> mb l.is TAe eiTTHVAO AIÝT7 BílcilcincJ B&L Tilboðsbílor T www.bilaland.is Hyundai Sonata GLSi Hyundai Elantra GLSi Nýskr. 11.1995, 2000ccvél, 4 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn T2.þ. jM| Nýskr. 6.1996, 1800cc vél, 4 dyra, 5 g(ra, blár, ekinn 87.þ. Nýskr. 2.1995, 1400cc vél, 5 dyra, 5 gíra, Ijósbrúnn, . ekinn 78.þ BMW 520IA Touring Nýskr. 7.1993, 2000cc vél, 5 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 142.þ Hyundai Accent GLSi Nýskr. 5.1996, 1500ccvél, 5 dyra, sjálfskiptur, 4 sifurgrár, ekinn 102.þ. Renault Clio RN Nýskr. 12.1995, 1200cc vél, 3 dyra, 5 gíra, hvftur, ekinn 51.þ. Nýskr. 4.1991, 2000cc vél, 4 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 172.þ. VSK bOI. Hyundai H-100 Nýskr. 4.1995, 2500cc Diesel vél, 4 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 125.þ. VSK-bíll. Grjóthálsi 1 sími 5751230 Tilboósveró 590 þ Tilboósveró 490 þ Tilboósverö 460 þ Tilboðsveró 420 þ Tilboósveró 1.090 þ, Tilboðsveró 450 þ Tilboósveró 170 þ notaóir bílar Tilboósveró 390 þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.