Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Loftmyndir af veiði- stöðum á geisladiskum GEFNIR hafa verið út fímm geisla- diskar með loftmyndum af veiðistöð- um í ám og vötnum, eftir Einar Guð- mann á Akureyri. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ljósmyndari gefur út ljósmyndir í þessum mæli á geisladiskum og einnig í fyrsta skipti sem ár og vötn eru mynduð sérstak- lega í þessum tilgangi, segir í frétta- tilkynningu. Um er að ræða fimm diska með samtals 2.700 myndum. Myndimar er hægt að skoða eins og heimasíðu, nema hvað ekki þarf að bíða eftir þeim þar sem þær eru til staðar á geisladisknum eða í tölvunni. Fyrir veiðimenn eru myndirnar ómetanlegt hjálpartæki til þess að læra um veiðistaði og ár enda bygg- ist veiðimennska að verulegu leyti á því að þekkja ána sem veitt er í og fjöldi veiðistaða eru merktir á disk- unum. Hægt er að fá frekari upplýsingar á www.fluguveidi.is Morgunblaðið/Kristján Gauti, Kristín og Linda voru á meðal gesta á opnu húsi Mennta- smiðjunnar um helgina. Handverk skoðað í Mennta- smiðjunni NEMENDUR í Menntasmiðju kvenna buðu gestum í opið hús um helgina, en alls voru 16 konur við nám f smiðjunni nú í haust, á aldr- inum 18 til 66 ára. Námið er þrí- þætt, sjálfsstyrking, hagnýtt nám og listsköpun, en sérstök áhersla var lögð á gamalt íslenskt hand- verk og það unnið í bland við nýrra handverk. Nemarnir brugðu á leik með spuna og söng og þá var efnt til sýningar á handverki og mynd- list. Næsta önn Menntasmiðjunnar hefst 10. janúar næstkomandi og verður þá sérstaklega reynt að ná til ungra kvenna í atvinnuleit, ungra mæðra og barnshafandi kvenna, en námið er þó opið öllum konum að venju. Dagþjónusta fyrir fólk með geðraskanir opnuð Hlýlegt andrúmsloft í Laut NÝ DAGÞJÓNUSTA fyrir fólk með geðraskanir hefur verið opnuð við Þingvallastræti 32 á Akureyri, en Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra opnaði dagþjón- ustuna formlega og hefur hún hlotið nafnið Laut. Um er að ræða samstarfsverk- efni Akureyrardeildar Rauða kross íslands og Geðverndarfélags Akureyrar, en auk þess taka Ak- ureyrarbær, heilbrigðisráðuneytið, Rauði kross íslands og Hússjóður Öryrkjabandalagsins þátt í verk- efninu. Rekja má aðdraganda þess að dagþjónustan var opnuð á Akur- eyri til ársins 1998, en hugmyndir komu þá fram í bréfi frá forstöðu- sálfræðingi Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri við Dagdeildina Skójastíg 7 til Akureyrardeildar RKÍ. Fljótlega barst svipað erindi frá Geðverndarfélagi Akureyrar og þá hófust formlega umræður um þetta mál. Hugmyndin er nú, með aðstoð frá ýmsum félögum, fyrirtækjum og stofnunum, orðin að veruleika og hefur dagþjónust- an verið opin um nokkurra daga skeið. Á þeim stutta tíma sem þjónustan hefur verið starfrækt hafa í kringum 10 manns komið í heimsókn daglega. Eitt af forgangs- verkefnunum Rauði kross Islands hefur síð- ustu daga gert kannanir þar sem reynt er að fínna út hvaða hópar standa höllustum fæti í íslensku samfélagi og hafa þær leitt í Ijós að fólk með geðraskanir er einn þeirra hópa sem erfiðast eiga í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Einkenni geðraskana eru oft og Kennarar við MA og VMA á Akureyri Lýsa vanþóknun á tilboði ríkisins UM það bil 50 kennarar komu saman í verkfallsmiðstöð sinni í Hamri á fóstudag og ræddu þau tilboð sem komið hafa írá samninganefnd ríkis- ins og frá samninganefnd félags fram- haldsskólakennara. í tilefni af því var borin upp tillaga að ályktun og sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um. Ályktunin hljóðar svo: „Kennarar við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri lýsa yfir vanþóknun sinni á tilboði SNR dags. 6. des. í vinnudeilu ríkisins og framhaldsskólakennara. Tilboðið lýsir ótrúlegri lítilsvirðingu á þörf skólanna fyrir hæfa starfsmenn og tekur á engan hátt á þeim grund- vallaratiiðum í skólastefnu sem verða að ráða ferðinni þegar samið verður um starfshætti og kjör starfsmanna í framhaldsskólum á Islandi. Kennarar við MA og VMA lýsa fyllsta stuðningi sínum við samninga- nefnd framhaldsskólakennara og hvetja til þess að þeirri stefnu sem þar hefur verið mótuð verði fram- fylgt. “ Morgunblaðið/Kristján Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra heilsar Brynjólfi Ingvars- syni, geðlækni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, í húsnæði hinnar nýju dagþjónustu, Lautar við Þingvallastræti. tíðum ekki sýnileg og því mætir þetta fólk gjarnan ýmiss konar fordómum. Meginmarkmið Rauða krossins er að liðsinna þeim sem helst þurfa á að halda og er aðstoð við fólk með geðraskanir eitt af forgangsverkefnum félagsins. Hefur félagið nokkra reynslu af þjónustu við fólk með geðraskanir, en hafinn var rekstur slíks at- hvarfs í Reykjavík, Vin, og þá var Dvöl opnuð í Kópavogi, en hinu síðarnefnda svipar mjög til Lautar hvað þjónustu varðar. Laut er ekki meðferðarstofnun, heldur heimili þar sem reynt er að skapa hlýlegt andrúmsloft fyrir gesti, starfsfólk og sjálfboðaliða. Fólki býðst að koma í heimsókn, njóta félagsskaparins, lesa, spila eða fást við tómstundir af ýmsu tagi. Opið er frá kl. 9 til 17 og er hægt að kaupa máltíð gegn vægu verði í hádeginu. Morgunblaðið/Kristján [999 Akureyrarbær auglýsir mml Deiliskipulag við Klettaborg Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi við Klettaborg á Akureyri. Uppdráttur er sýnir tillöguna, ásamt skýringarmynd og greinargerð, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsing- ar, þ.e. til miðvikudagsins 24. janúar 2001, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akurevri.is/. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 24. janúar 2001. Athugasemdum skal skila til um- hverfisdeildar Akureyrarbæjar. Þeim, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna samþykktar eða framkvæmdar deiliskipulagsins, er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests, ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrar Akureyrarbær og Glæsibæjarhreppur auglýsa Deiliskipulag svifbrautar í Hlíðarfjalli Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsa Akureyrarbær og Glæsibæjarhreppur tillögu að deiliskipulagi svifbrautar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Uppdráttur, er sýnir tillöguna ásamt skýringarmynd og greinargerð, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsing- ar, þ.e. til miðvikudagsins 24. janúar 2001, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akurevri.is/. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 24. janúar 2001. Athugasemdum skal skila til um- hverfisdeildar Akureyrarbæjar. Þeim, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna samþykktar eða framkvæmdar deiliskipulagsins, er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrar. Oddviti Glæsibæjarhrepps. Margir not- ið góðs af tíðarfarinu VEÐRIÐ hefur leikið við Ak- ureyringa á þessu hausti, þótt vissulega hafi tíðin verið óvenju vætusöm. Færð á vegum á Norð- urlandi hefur víðast hvar verið góð og lítill snjór í byggð. Hins vegar hafa skíðasvæðin í Eyja- firði verið opin enda töluverður snjór í fjöllum. Vetur konungur hefur nú aðeins minnt á sig en á sunnudag fór að kólna með snjó- komu og áfram er spáð norð- lægum áttum. Knattspyrnumenn hafa eins og aðrir notið góðs af tíðarfarinu og á laugardaginn var 2. flokkur Þórs að æfa á mal- arvelli félagsins við Hamar við hinar ákjósanlegustu aðstæður. ------------- Bókakaffí NEMENDUR unglingadeilda Glerárskóla koma saman í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. desember kl. 20 og lesa saman úr nýjum barna- og unglingabókum. Léttar veitingar verða á boðstólum og ætti að gefast gott næði til að skoða nýjar bækur, hlusta á ung- lingana og ræða við þá um bók- menntir. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.