Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 68
- £o8 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir PU HtrUR MEIKAfi ÞAð PESAR PÚ FÆR6 PITT EI6IÐ BÍLASTÆÖI Ljóska Ferdinand BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sólmyrkvi, útvarp, Kristín og Margrét Frá Gunnlaugi Bragasyni: AÐUR en útvarpsstöðvamar X-ið og Radíó runnu vandræðalega saman í eitt fyrr á þessu ári heyrði ég lag á þeirri síðamefndu sem kallast Sól- myrkvi. Þetta lag greip mig svo sem engum heljartökum strax írá degi eitt en vann þó markvisst á þar til ég lét undan að lokum og grennslaðist fyinr um hvaða tónlist þetta væri nákvæm- lega. Sólmyrkvi heitir lagið líkt og áð- ur var minnst á, Útópía heitir hljóm- sveitin og tiltölulega nýútgefinn geisladiskur þeirra nefnist Efnasam- bönd. Það gerist ekkert sérlega oft að ég fari ótilneyddur í til þess gerðar verslanir og kaupi mér íslenska tón- list. BMX þeirra í Ensími var það núna síðast og líkast til Ágætis byrjun Sigur Rósar þar á undan en ég þyrfti helst að ráðfæra mig gaumgæfilega við geisladiskasafnið ef ég ætti að vera algjörlega viss. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að það gerist ekki nema á svona tveggja ára fresti að það komi frá íslenskum rokkhljóm- sveitum virkilega þéttir og góðir diskar. Þessu hef ég brennt mig á margsinnis - útvarpið býður upp á ijómann likt og vaninn er en réttur- inn í heild sinni er yfirleitt óbragð. Hljómsveitin Útópía skyldi ekki fá að gera mér sama grikkinn og það kom mér þess vegna skemmtilega á óvart að geta sáttur (að lokinni rækilegri hlustun í tónlistarverslun) greitt fyrir Efnasambönd þeirra. Sólmyrkvi sannaði sig fyrir mér sem afspyrnu- gott lag en er að mínu mati ekki nærri því besta lag disksins. Þau eru mörg betri, en það er fyrst og fremst ánægjulegt að Efnasambönd sýnir hvergi slakan punkt. Fyrir hönd Morgunblaðsins kom það í hlut Kristínar Bjarkar Krist- jánsdóttur að gagnrýna fyrmefndan geisladisk og...kannski þarf maður ekki að segja mikið meira. Inni í sínu tilraunaeldhúsi þvingaðrar og yfir- lætislegrar últra-listar barði hún Efnasambönd nánast til ólífis með kjöthamri og kökukefli. Eg man óljóst eftir því þegar Kristín Björk fór fegurri orðum um einhveija náunga sem spiluðu hin og þessi þekkt lög á keðjusagir og hvemig á maður að treysta gagnrýni frá einhveijum sem þannig er þenkjandi þegar „venjuleg" tónlist er til umræðu? Kristín gat ein- hverra hluta vegna dáðst að tónlist- arfæmi þeirra sem léku á sagirnar en ég hins vegar hló mig fjólubláan enda um risastóran brandai’a að ræða en ekki tónlist. Það kom manni þess vegna ekki sérlega á óvart að einhver skyldi ryðjast inn í eldhús Kristínar, hrifsa af henni bæði hamar og kefli og hefja (til allrar hamingju, vel heppn- aða) endurlífgun á Efnasamböndum. í raun hef ég litlu við það að bæta sem Margrét Heiður Jóhannsdóttir segir (Mbl. 24/11/00) um þessa tilteknu gagnrýni Kristínar. Eg er að vísu engan veginn sammála þeirri neyslu- túlkun sem Margrét bendir á í sinni umfjöllun og í raun mætti segja að hún falli þar ofan í svipaða gryfju og Kristín gerir margsinnis í sinni gagn- rýni. Textarnir eru ekki svo einfaldir. Auk þess minnist Margrét ekkert á gítarleik hljómsveitarinnar en hann er að mínu mati eitt hennar helsta að- alsmerki. Karl Henry Hákonarson og Krist- ján Már Ólafsson eiga í raun dálítinn stórleik á disknum þar sem gítarút- setningamar eru með þeim skemmti- legustu sem ég hef kynnst í seinni tíð enda gerir sá síðarnefndi sér betur grein en margir fyrir þeim möguleik- um sem felast í „tveggja-gítara“ hljómsveit. Lögin em góð - því kem- ur hljómsveitin (þ.á m. gítarleikur Karls) vel til skila og gefur þannig Kristjáni það svigrúm sem hann þarf fyrir sínar sniðugu tilraunir (vel að merkja: tilraunir sem hafa til allrar hamingju ekkert með eldhús að gera). Fyrmefndur sammni útvarps- stöðva hafði í för með sér þann óleik að Sólmyrkvi datt út af spilunarlista og það hlýtur maður að telja ein- kennilegt. Þrátt fyrir að framsæknin sé ekkert brjálæðisleg hjá Radíó X þá er sú útvarpsstöð örugglega samt sú framsæknasta sem íslendingar geta hlustað á. Hvers vegna í ósköpunum að taka fyrmefnt lag út af lista þegar menn ættu frekar að velja fleiri af disknum til að setja inn? Það er ekki beinlínis líkt og svöl íslensk tónlist hryryi af himnum ofan. GUNNLAUGUR BRAGASON, Kmmmahólar 6, Reykjavík. N esiavallarafmaff n selt með tapi Frá Sigurði Jóhannessyni ALFREÐ Þorsteinsson stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur skýrði frá því á blaðamannafundi 5. desember að ekki kostaði nema eina krónu og fimmtíu aura að framleiða kílówattstundina af rafmagni á Nesjavöllum (Mbl. 6. desemb- er bls. 2). Orku- veitan hefur tvö undanfarin ár selt Landsvirkjun þetta rafmagn, en viðskiptin vom forsenda þess að Norðurál reisti verksmiðju sína í Hvalfirði. í árs- skýrslu Landsvirkjunar 1999 kemur Nesjavallarafmagnið fram í liðnum „aðkeypt rafmagn". Kaupverð er 74 aurar á kílówattstundina. Með öðr- um orðum hefur Orkuveitan selt Nesjavallarafmagnið fyrir um það bil helming þess sem kostar að búa það til. Landsvirkjun borgaði rúmar 300 milljónir króna fyrir rafmagnið árið 1999. Samkvæmt orðum Alfreðs hefur Orkuveitan tapað öðra eins á sölunni á því ári, eða um 300 millj- ónum. Hér er líklega fylgt vinnu- reglu sem þótt hefur gefast vel í raf- magnssölu hér á landi, að það sé í lagi að selja með tapi - bara ef gert er nógu mikið af því. SIGURÐUR JÓHANNESSON, hagfræðingur. Sigurður Jdhannesson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.