Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 35 LISTIR Með tónlistmm má öðlast frið í sál og sanna hamingju TQ]\LIST Geislaplötur ÉG LEITAÐI BLÁRRA BLÓMA Sönglög eftir Gylfa Þ. Gislason í út- setningum Jón Þórarinssonar: Eg leitaði blárra blóma, Hanna litla, Þjóðvísa, Fyrir átta árum, Ég kom og kastaði rósum, Við Vatnsmýr- _ ina, Nótt, Tryggð, Um sundin blá, í vesturbænum, Minning, Til skýsins, Búðarvísur, Fyrstu vordægur, Sokkabandsvísur, Sommerens sidste blomster, Amma kvað, Tunglið, tunglið taktu mig, Barna- gæla, Lestin brunar, Litla skáld, Is- landsvísur, Litla kvæðið um litlu hjónin (úts. Karl O. Runólfsson). Flytjendur: Garðar Cortes (tenór), Sigríður Ella Magnúsdóttir (alt), Kristinn Sigmundsson (bassi), Ólöf Kolbrún Harðardóttir (sópran), Er- Iingur Vigfússon (tenór), Kristinn Hallsson (bassi), Anna Júlíana Sveinsdóttur (mezzósópran), Berg- þór Pálsson (baryton), Hljómeyki (stjórnandi: Bernharður Wilk- inson), Ólafur Vignir Albertsson (píanó). Hljóðritanir frá árunum 1981-2000. Heildartími: 60’29. Út- gáfa: Ski'fan FCD007. Verð: kr. 2.199. ÚTGÁFA safndisks með lögum Gylfa Þ. Gíslasonai- í útsetningu Jóns Þórarinssonar er góð hugmynd og tímabær. Haft er eftir Gylfa í með- fylgjandi bæklingi að hann hafi „hvorki menntun né þekkingu til að vinna það verk sjálfur. Hvort um er að kenna lítillæti tónsmiðsins eða staðreynd málsins verður ekki sagt, en víst er að Gylfi er hinn ágætasti lagasmiður enda sum lögin orðin vin- sæl. Þegar menn hafa að tómstundaiðju að setja saman lög, og þá væntanlega fyrst og fremst til eigin hugsvölunar, þá ber að taka viijann fyrir verkið og fagna því sérstaklega þegar vel tekst til. Ráðherrann, alþingismaðurinn og prófessorinn Gylfi Þ. Gíslason hefur leitað athvarfs í heimi tónlistarinnar eftir amstur dagsins og kuldalegan heim hagfræðivísindanna. Gefum húmanistanum Gylfa orðið: „Hlut- verk hagfræði er að leita þekkingar og sannleika. En þótt maðurinn öðl- aðist alla þekkingu og fyndi allan sannleika, er þá víst að hann yrði hamingjusamur? Nei! Hlutverk stjómmála er að bæta hag manna og stuðla að réttlæti. En þótt kjör okkar bötnuðu í sífellu og réttlæti ykist stöðugt, er þá víst að við yrðum ánægð? Nei! Það er hér sem listimar, sérstaklega tónlistin, koma að liði. Með hjálp þeirra getur maðurinn fengið frið í sál sína og öðlast sanna hamingju." Óskandi væri að valdhafar okkar í dag væra húmanistar og skildu gildi listanna. Þá væri kannski betra að búa í íslensku þjóðfélagi. Gylfa tekst sérstaklega vel upp í lögunum sem era fyrst á diskmum enda era þau þeirra þekktust. Hvort hér er um tilviljun eða ásetning að ræða veit ég ekki en að mínu mati hefði verið heppilegra að dreifa þess- um lögum víðar á plötuna. Það hefur aldrei þótt góð latína að byrja á des- ertinum Hér er átt við lögin Eg leit- aði blárra blóma, Hanna litla, Þjóð- vísa og Fyrir átta áram sem ásamt laginu í vesturbænum era óneitan- lega ákaflega vel heppnaðar laga- smíðar og að verðleikum Unsælar. Við Vatnsmýrina, Nótt, Tryggð, Sommerens sidste sang, Amma kvað og Tunglið, tunglið taktu mig mættu gjaman heyrast oftar en það er ekki síst vegna ágætra útsetninga Jóns Þórarinssonar. Um flutninginn má segja að hann er mjög jafn að gæðum. Söngvaramir hafa greinilega unnið verk sitt af alúð og erfitt að gera upp á milli þeirra þótt karlmannleg tenórrödd Garðars Cortes sé nú alltaf í sérflokki. Og ber að þakka honum sérstaklega fyrir að sneiða svo listilega framhjá tilfinn- ingaseminni sem væminn texti Tóm- asar Guðmundssonar gefur svo ríku- legt tilefni til í laginu Ég leitaði blárra blóma. Tvísöngur þeirra Garðars og Kristins Sigmundssonar í laginu I vesturbænum er líka sérstaklega vel heppnaður svo og allur þáttur Krist- ins á plötunni. Píanóleikur Ólafs Vignis Albertssonar er með miklum ágætum eins og við er að búast. Hljóðritanirnar era yfirleitt prýði- legar þótt vel megi greina að þær séu misgóðar enda gerðar á ýmsum tím- um og við mismunandi aðstæður. T.d. er mikill munur á hljóðritun laganna Við Vatnsmýrina og Nótt. Upptakan á því síðarnefnda er ansi klemmd í samanburði við hið fyrra. Eins má nefna óheppilegt niðurlagið í Hanna litla (nr. 2, 2Ö7 - 2’14) - glæsilega sungið af Garðari Cortes - en þar breytist hljóðmyndin skyndilega, kannski vegna endurapptöku á nið- urlaginu? Þetta er athygliverður „portrett- diskur" sem gefur góða mynd af frí- stundatónskáldinu Gylfa Þ. Gíslasyni sem, eins og svo margir aðrir, leitar hugsvölunar í tónlistinni en er ólíkur flestum að því leyti að hann getur samið góð lög. Valdemar Pálsson Kammersveit Reykjavíkur. Jólatónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur JÓLATÓNLEIKAR Kamm- ersveitar Reykjavíkur verða í Langholtskirkju nk. sunnudag kl. 16. Einleikari er Martial Nardeau, flauta. Stjórnandi: Reinhard Goebel. Á þessu ári er um allan heim minnst 250. ártíðar helsta meistara barokktónlistarinnar, Johanns Seb- astians Bachs. Kammersveitin flyt- ur af þessu tilefni á jólatónleikum sínum allar hljómsveitarsvítur Bachs og er það fyrsti heildarflutn- ingur þeirra á Islandi. Kamm- ersveitin hefur fengið hinn þekkta fiðluleikara Reinhard Goebel til að stjórna Kammersveitinni á þessum tónleikum. Hann er þekktur sem einn af frumkvöðlum í flutningi barokktónlistar á gömul hljóðfæri og hefur undanfarinn aldarfjórð- ung stjórnað og leikið með hinni frægu hljómsveit Musica Antiqua Köln. Hljómsveitarsvítur Bachs eru vel þekktar, t.d. margir þættir úr svítu nr. 2, þar sem Martial Nardeau leikur einleik. Hið þekkta Air er úr svítu nr. 3, en í þeirri svítu og nr. 4 leika 3 óbó, 3 trompetar og pákur ásamt strengjasveitinni og setja sérstakan hátíðarblæ á tónlistina. Það er Kammersveitinni mikið gleðiefni að geta í lok Bachársins og menningarborgarársins gefið tónleikagestum kost á að hlýða á flutning þessara meistaraverka undir stjórn eins fremsta túlkanda barokktónlistar í heiminum í dag. Þessir tónleikar verða jafnframt út- gáfutónleikar fyrir útgáfu Kamm- ersveitarinnar á Brandenborg- arkonsertum Bachs, sem teknir voru upp með Jaap Schröder fiðlu- leikara 1998 og 1999 í tilefni af 25 ára afmæli Kammersveitarinnar. Goethe-Zentrum í Reykjavík styrkir komu Reinhards Goebels til landsins. Forsala aðgöngumiða er í Máli og menningu, Laugavegi. Jólatónleikar í Fríkirkjunni JÓLATÓNLEIKAR nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir annaðkvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 í Frí- kirkjunni. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 1 I Við æfum þegar leiðir liggja saman ✓ Kvartettinn Ut í vorið og Signý Sæmunds- dóttir hafa gefíð út geisladiskinn Öll til- veran sindrar af sól, „sér til skemmtunar“, og er samstarfið af gárungunum kallað „Dívan og drengirnir“. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bjarni Þór .Iónatansson píanóleikari, Halldór Torfason, Þorvaldur Frið- riksson, Ásgeir Böðvarsson, Einar Clausen og Signý Sæmundsdóttir. ÖLL tilveran sindraði af sól, er heit- ið á geisladiski sem kom út á dög- unum. Bjart nafn og glaðlegt í skamm- deginu og jólaæðinu og lögin á disk- inum í samræmi við það. Sumarnótt og Fagurt er um surnarkvöld við sæ- inn prýða diskinn ásamt ástarsöngv- um og lögum sem löngu era orðin sameign þjóðarinnar, eins og Ég bið að heilsa og Dalakofinn. Það er kvartettinn „Út í vorið“, sem gefur út diskinn og syngur ásamt Signýju Sæmundsdóttur. Kvartettinn „Út í vorið“ var stofn- aður haustið 1992 af fjórum söng- félögum í Kór Langholtskirkju, Ein- ari Clausen, Halldóri Torfasyni, Þorvaldi Friðrikssyni og Ásgeiri Böðvarssyni. Bjarni Þór Jónatans- son kom til liðs við félagana snemma árs 1993 og hefur síðan þá verið undirleikari og aðalþjálfari kvart- ettsins. Félagarnir í kvartettinum hafa notið leiðsagnar í söng hjá Jóni Stef- ánssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur í Kór Langholtskirkju en Signý Sæmundsdóttir hefur radd- þjálfað kvartettinn allt frá stofnun hans. Svo var það sumarið 1999 að samstarf Signýjar og kvartettsins tók nokkrum breytingum þegar hann hélt til Færeyja og hélt þar þrenna tónleika, því í þeirri ferð söng Signý með strákunum. I kjöl- farið héldu þau nokkra tónleika á Is- landi og sungu þá dagskrána sem þau höfðu verið með í Færeyjum. Þegar Signý er spurð hvort hún sé orðin fastur meðlimur í kvartettin- um segir hún að allt stefni í það. Enda sé þetta samstarf kómið með ákveðið heiti, sem sé „Dívan og drengirnir". „Þetta hefur verið ákaf- lega skemmtilegt samstarf," segir Signý. Við þekkjumst öll mjög vel og erum góðir vinir - og það skemmir ekki samvinnuna." Á hverju byggið þið lagavalið? „Uppistaðan er þekkt og óþekkt kvartettalög sem Bjarni hefur útsett fyrir einsöng og kvartett - með mig sem einsöngvara. Auk þess að syngja Mansöng eftir Schubert syng ég þarna tvö færeysk lög. Þau era með íslenskum texta, en í Færeyjum sungum við þau á færeysku. Inn á milli eru líka lög eftir Jón Múla Árnason, sem Bjarni útsetti fyrir okkur, og við fengum að láni tenór, Magnús Ragnarsson, til þess að syngja með okkur í tveimur lögum. Síðan erum við með smáhljómsveit í sumum lögunum, þar sem hljóð- færaleikarar eru Daníel Þorsteins- son, Pétur Grétarsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Annan pí- anóundirleik sér Bjarni að sjálf- sögðu um.“ Hvað tekur svo við hjá ykkur? „Það má kannski segja að enda- punkturinn á okkar samstarfi - í bili - hafi verið útgáfan á þessum diski. Stefnan er að vera með útgáfutón- leika og kynna diskinn nánar en við komum því ekki við fyrr en eftir ára- mót vegna þess að kvartettinn er dreifður um allt land; einn á Húsa- vík, annar á Akureyri og tveir í Reykjavík. Æfingar era því skipu- lagðar eftir því sem leiðir okkar liggja saman. Það er farið í æfmga- búðir norður í land og stundum hér í Reykjavík og í sumar tókum við diskinn upp í Reykholti, undir ham- arshöggum smiða sem vora að und- irbúa opnun Snorrastofu. Við þurft- um að sæta lagi að taka upp þegar smiðirnir fóru í pásu. Það var líka verið að undirbúa heimsókn Noregs- konungs. En þetta tókst allt með góðum vilja allra sem hlut áttu að máli. Þau prestshjónin í Reykholti eru afskaplega samvinnuþýð og þetta gekk allt mjög vel.“ Hvernig kom titill disksins til? „Það má segja að titillinn, Öll til- veran sindrar af sól, sé táknrænn og endurspegli í huga okkar að þetta sé einkum gert ánægjunnar vegna; ánægjunnar af því að vinna saman og yfir því hversu vel það samstarf gengur.“ Barna- og fullorðins kjólar Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum, púðaverum og gjafavöru. Matta rósin 20% afsiáttur I Sigurstjama Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 45451 Heilsukoddarnir frá Bay Jacobsen komnir aftur Ný sending af sokkum frá Gansoni/Delilah REMEDIA verslunln Sjúkravörur ehf. í Bláu húsl v/Fákafen, Fyrir þá sem hugsa um heiisuna síml 553 6511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.