Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 41
40 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLADIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 4U pIinrgujiWíiMli STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DJARFUR LEIKUR BARAKS Baráttan fyrir friði í Miðaustur- löndum er flókin og margbrot- in. Sennilega má líta svo á, að þeir Barak og Arafat séu samherjar og bandamenn í þeim skilningi, að báðir vilji koma á friði og búa þannig um hnútana að Gyðingar og Palest- ínumenn getið búið saman í sæmi- legri sátt í þessum heimshluta. Þeir eiga við að etja annað banda- lag, sem er bandalag þeirra gyðinga og Palestínumanna, sem vilja ekki frið og þrífast á þeim átökum, sem staðið hafa yfir í hálfa öld, svo ein- ungis sé vísað til þeirra átaka, sem hófust í kjölfar stofnunar Israelsrík- is. Bandalag Baraks og Arafats nýtur stuðnings Bandaríkjamanna enda mundi það hafa heilsusamleg áhrif á bandarísk stjórnmál, ef tækist að koma á friði í Mið-Austurlöndum. í þessu ljósi verður að telja, að Barak hafi leikið mjög djarfan leik á taflborði stjórnmálanna í Mið-Aust- urlöndum, þar sem ekkert er eins og það sýnist vera, með því að efna til nýrra kosninga um forsætisráðherra landsins. Með þeim kosningum knýr hann ísraelsmenn til þess að kjósa á milli stríðs og friðar. Sigri Barak fær hann endurnýjað og óumdeilt umboð til þess að semja frið við Arafat. Tapi Barak munu átökin harðna og vonir um frið í náinni framtíð verða að engu. Það þarf sterkan foringja til þess að taka ákvörðun sem þessa og það þarf líka sterkan foringja til þess að semja frið við Palestínumenn. Ákvörðun Baraks nú ýtir undir þá skoðun að hann hafi slíka forystu- hæfileika. REYKJANESBRAUTIN DAUÐAGILDRA Hundruð manna töfðust í fyrradag á Reykjanesbrautinni vegna mótmælaaðgerða sem um eitt hundr- að manns efndu til til þess að mót- mæla því, sem þessir aðilar telja vera aðgerðarleysi samgönguyfirvalda á að gera ráðstafanir til að akbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur verði boðleg nútímafólki miðað við þann umferðarþunga sem á veginum er. Þessar aðgerðir, sem stóðu í hálfa fjórðu klukkustund, voru að sjálf- sögðu ólöglegar og segir lögreglan að hún muni bregðast harðar við endur- taki sagan sig. Fólki ofbýður og það er greinilega hrætt við að ferðazt um veginn, enda er sá tollur, sem færður er á honum slíkur að engu tali tekur. Þar hefur orðið hvert banaslysið á fætur öðru á þessu ári og ef jafnmargir hefðu farizt í sjóslysum eða flugslysum á árinu, væri áreiðanlega búið að grípa í taum- ana. Á þessu ári hafa 6 látizt þar í 4 umferðarslysum og 7 eru alvarlega slasaðir. Ástæður þessara miklu umferðar- slysa eru auðvitað að Keflavíkurveg- urinn er löngu orðinn úreltur miðað við þá umferð sem honum er ætlað að sinna. Umferðarþunginn er þannig að þar ekur bíll við bíl og umferðarhrað- inn er allt of mikill miðað við afkasta- getu vegarins. Það er í raun enginn óhultur sem um þennan veg ekur, hvorki þeir, sem aka hægt og fara var- lega, né hinir, sem aka allt of hratt. Vegurinn er einfaldlega allt of mjór og það er a.m.k. áratugur frá því er nauðsyn var á tvöföldun brautarinnar. Á þessu ári eru 6 manns látnir í fjór- um umferðarslysum á Reykjanes- braut og 7 manns eru mikið slasaðir, alls 13 manns. Á árinu 1999 létust 2 en árin 1998 og 1997 urðu engin banaslys á brautinni. Einn dó á árinu 1996. Frá upphafi eru mannslífin, sem glatazt hafa á Reykjanesbrautinni orðin 52. Ástandið á þessum fjölfarnasta vegi landsins er með þeim hætti að ekki er lengur við unandi. Stjórnvöld verða að bregðast við strax. Urbætur verður að gera nú þegar til bráðabirgða, breyta veginum, þar sem verstu slysin hafa átt sér stað, svo sem eins og í Kúagerði og víðar. Síðan þarf að hanna nýja tvöfalda akbraut og und- irbúningur hennar þarf að hefjast strax. Fólkið, sem mest notar þessa akbraut, er að gefast upp og það kall- ar á aðgerðir þegar í stað. Þótt lögregluyfirvöld boði „harð- ari“ aðgerðir gagnvart frekari mót- mælum er ljóst að þær duga ekki til þess að halda umferðarslysum í skefj- um. NOREGUR OG ESB Thorbjörn Jagland, utanríkisráð- herra Noregs, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hann fjallaði um afstöðu Norðmanna til ESB. I grein þessari virðist Jagland vera að færa rök að því, að þróun ESB og ný viðfangsefni kalli á ný viðbrögð af hálfu Norðmanna og að EES-samn- ingurinn dugi ekki lengur til þess að tryggja hagsmuni Norðmanna gagn- vart ESB. Grein sinni lýkur Jagland með þessum orðum: „Það er í ljósi þessa, sem við bjóðum norsku þjóðinni að taka þátt í víðtækri og opinni umræðu um afstöðu Noregs til Evrópu og norska Evrópustefnu á komandi ár- um.“ Það er óneitanlega athyglisvert að málflutningur Jaglands er nánast sá sami og Halldórs Ásgrímssonar en utanríkisráðherra okkar hefur efnt til umræðna um Evrópumál, neitað því að hann sé með því að hvetja til inngöngu í Evrópusambandið, heldur sé hann aðeins að efna til þess sem Jagland kallar „víðtæka og opna um- ræðu“. Vel má vera að það sé hrein tilviljun að utanríkisráðherrar Islands og Noregs flytji þjóðum sínum sama boðskap en það er óneitanlega athygl- isverð tilviljun. Starfsfólk ísfélag;sins hefur þegar hafíð hreinsunarstörf Brunamálastofnun gerir stórbrunaskýrslu Brunahólfun Lögreglan í Vestmannaeyjum fer með rannsókn á upptökum eldsins í húsi ísfélagsins og nýtur til þess að- stoðar sérfræðinga við embætti ríkislögreglustjórans. Lögreglumenn voru að störfum í rústunum í gær. Kristinn Sigurðsson (lengst til hægri), 11 ára sonur Sigurðar heitins Einarssonar, vann ásamt. fleirum við hreinsun vinnslusalarins í gær. V onast til að vinnsla geti hafist í janúar ÞÓTT stærsti hluti húsnæðis ís- félagsins í Vestmannaeyjum sé rjúk- andi rúst slapp hluti þess við meiri- háttar tjón og þar er þegar byijað að undirbúa tæki og tól fyrir síldar- og loðnuvinnslu. Daði Pálsson, vinnslu- stjóri hjá ísfélaginu, sagðist vonast til þess að í janúar gæti haíist vinnsla á því svæði sem slapp best. Þar voru í gær rúmlega 50 manns að vinna við uppbyggingu og hreinsun véla, voga, lofts, gólfs og veggja, en allt var þetta sótsvart þótt eldur og hiti hafi ekki náð að eyðileggja mikið. „Við erum með þrjú heil svæði sem við ætlum að nota í uppsjávar- vinnslu," sagði Daði. „Nú erum við að einbeita okkur að því að loka þessi svæði frá þeim svæðum sem eru ónýt og þrífa allt en ég býst við því að allt hérna inni sé heilt. Við þurfum náttúrlega að koma heita vatninu í lag og rafmagninu og þegar það er búið eigum við að geta keyrt vélam- ar og séð hvort þær fara í gang. Þá eigum við kannski möguleika á að fara í síldarvinnslu upp úr miðjum janúar - ef allt gengur að óskurn." Óþarfi að vera alltof svartsýnn Daði sagði að ef þetta gengi eftir ættu um 50 manns að geta starfað við pökkunina og síðan einhveijir við síldarflökunarvélamar. „Það er því óþarfi að vera alltof svartsýnn. Þetta er í raun að gerast miklu hraðar en ég þorði nokkum tíma að vona.“ Daði sagði að í bmn- anum hefðu allar vatns- og raf- magnsleiðslur farið í sundur. „Við höfum verið að leggja nýjar rafmagnslínur og þá er verið að laga háþrýstivatnskerfið þannig að þetta er allt að koma. Þegar þetta verður allt komið í lag getum við fengið fleira fólk hingað tíl að vinna við hreinsunarstörf, en héma var allt kolbikasvart af sóti.“ Að sögn Daða vom um tuttugu konur sem hafa unnið við fiskvinnslustörf hjá Is- félaginu við hreinsunarstörf þar í gær. Þá nefndi hann það sérstaklega að synir Sigurðar heitins Einarsson- ar, fyrrverandi forstjóra og aðaleig- anda fyrirtækisins, hefðu einnig ver- ið duglegir við að hjálpa. Anney Óskarsdóttir, starfsmaður hjá ísfélaginu, var ein af konunum sem unnu við hreinsunarstörf og sagðist hún vera mjög fegin því að fá að vinna. „Það er bara frábært að geta farið að vinna og miklu betra en að sitja heima.“ Armey sagði að það hefði Morgunblaðið/Sigurgeir Ármey Óskarsdóttir sagðist vera fegin því að fá vinnu við hreinsunarstörfín. verið mjög óhreint inni í salnum þeg- ar þrifin hófust og enn væri mikið starf óunnið. „Það á eftir að taka veggina, loftið og gólfið og ég veit ekki hvað við verðum lengi að þessu. Það þarf þó örugglega að fai'a nokkmm sinnum yfir þetta allt því að hér er verið að vinna með matvæli.“ S Samhugur hjá íbúum Vestmannaeyja vegna brunans hjá Isfélafflnu Starfsfólkið fór göngu og söng jólalög í UM 50 starfsmenn ísfélagsins í Vest> mannaeyjum fóm í tæplega klukku- tíma langa hressingargöngu í gær- morgun eftir að hafa fengið sér kaffi inni í Alþýðuhúsinu, sem hefur verið helsti samverustaður fólksins frá því bruninn varð á laugardagskvöldið. Guðný Óskarsdóttir, fráfarandi for- maður Verkakvennafélagsins Snótar, sagði að það mætíngin hefði verið framar vonum og að fólk hefði al- mennt verið mjög hresst og kátt. „Það er rosalega gott stundum að fara út og ganga ef það liggur eitt- hvað illa á manni,“ sagði Guðný. „Það er ákveðinn hópur í Isfélaginu sem hefur stundað göngu og því ákváðum við að bjóða fólki upp á þetta - þetta skapar góðan anda.“ Hópurinn gekk m.a. að höfuð- stöðvum Tryggingamiðstöðvarinnar í bænum og söng nokkur jólalög fyrir starfsfólkið þar. „Það er búið að vera mikið álag á starfsfólkinu þar svo við ákváðum að syngja eitt jólalag fyrir þá. Síðan fór- um við að skrifstofú Isfélagsins og sungum eitt jólalag þar fyrir utan.“ Guðný sagði að Alþýðuhúsið hefði reynst fólki vel þessa dagana. „Starfið hefur gengið mjög vel, það var setíð í hveijum einasta stól hérna í gær (fyrradag) og síðan verð- ur nóg að gera hjá okkur á morgun (í dag). Við ætlum aftur í göngu og síð- an ætlar Skeljungur að bjóða öllu starfsfólldnu í kaffi og með því. Þá ætla nemendur í kór framhaldsskól- ans að koma og syngja fyrir okkur.“ Stimpilklukkan bráðnuð Guðný sagði að mikill samhugur væri meðal allra bæjarbúa. ,Arnór bakari gaf okkur kökur í gær (fyrradag), Magga í Klöpp bakaði fyrir okkur jólakökur. Vöi-uval kom áðan með piparkökur handa okkur og síðan höfum við einnig fengið pen- ingagjafir frá tveimur fyrirtækjum. Bergur-Huginn og Bónus video gáfu okkur sitthvom 100 þúsund kallinn." Að sögn Guðnýjar er ekki búið að ákveða hvað verður gert við pen- ingana, hún sagði að líklegast yrðu þeir notaðir til að hjálpa þeim sem minnst mættu sín yfir hátíðamar. „Það em margir sem eiga erfitt og þá getur sér komið vel að fá smá pen- ing fyrir jólin. Það em líka nokkur fyr- irtæki sem hafa hringt til okkar og boð- ið okkur afslátt af vörum, þannig að það er greinilega mikill samhugur í fólki og okkur hlýnar um hjartarætur við þetta. Vestmannaeyingar era alltaf tílbúnir að hjálpa hver öðrum þegar eitthvað bjátar á.“ Guðný sagði að það hefði verið betra hljóð í starfsfólkinu í gær en á mánudag og sunnudag og það væri farið að líta fram á veginn og kom- ið yfir mesta áfallið. „Eg fór og skoðaði húsið á sunnu- daginn og þegar ég sá það var það eins og það væri búið að rífa hjartað úr mér. Maður sá skápana alla brennda, stimpilklukkan var bráðn- uð og allir gluggai- brotnir og það hafði mikil áhrif á mig. Þama vora starfsfélagar mínir líka og margir þeirra hágrétu." Farið að skrá fólk á atvinnuleysisskrá „Við tökum bara einn dag fyrir í einu en það era helst þeir sem búa verst fjárhagslega sem líður verst. Prestamir í bænum og fulltrúi Rauða krossins hafa samt verið dug- leg að bjóða aðstoð sína og þau fóru t.d. með okkur í gönguna. Eg hef bent fólki á að tala strax við bankann sinn og vita hvort hann geti ekki að- stoðað og ég veit um nokkra sem gert þetta og fengið jákvæð við- brögð. Fólki líður miklu betur eftir að hafa komið þessum málum í lag.“ Að sögn Guðnýjar var í gær farið að skrá fólk á atvinnuleysiskrá og komu tveir fulltrúar frá skrifstofu Vinnu- málastofnunar til þess að sjá um það. Hún sagði að starfsfólkið væri hæfilega bjartsýnt á framhaldið, það væri enn flaggað hjá Isfélaginu, en flaggið er dregið að húni þegar fólk á aðmætaívinnu. Um 50 starfsmenn ísfélagsins komu saman í Alþýðuhúsinu í gærmorg- un. Sumir kíktu í Morgunblaðið að lokinni hressingargöngu um bæinn. var ábótavant hjá Isfélaginu ATHUGUN starfsmanna Bruna- málastofnunar á brunarústunum hjá ísfélagi Vestmannaeyja hefur leitt í ljós að brunahólfun var verulega ábótavant. Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri sagði við Morgunblaðið að stofnunin muni væntanlega gera svonefnda stórbrunaskýrslu, líkt og gert var vegna eldsvoða í húsnæði Gúmmívinnustofunnar við Réttarháls í Reykjavík í ársbyrjun 1989 og Ki'ossanesverksmiðjunnar í Eyjafirði í lok sama árs. Síðan þá hafa ekki álíka brunar og í Eyjum um síðustu helgi átt sér stað hér á landi. Að sögn Bergsteins gerði Brunamálastofnun athugasemdir við brunavarnir ísfélagsins fyrir fjórum árum en í sérstakri skýrslu kom þá fram að þær hefðu verið óviðunandi. Guðmundur Gunnarsson, yfir- verkfræðingur hjá Brunamála- stofnun, kannaði rústfrnar í Eyjum sl. mánudag, ásamt tveimur starfs- mönnum stofnunarinnar. Hann sagði við Morgunblaðið að sökum þess hve bygging ísfélagsins hefði tekið miklum breytingum á und- anförnum árum væri skýrsla Brunamálastofnunar frá 1996 að hluta tíl úrelt. Hins vegar hefðu forráðamenn félagsins tekið tillit til athugasemdanna síðan þá og lagfært ýmislegt varðandi bruna- varnir. Skýrt dæmi um hús sem brennur eins og það er byggt Guðmundur sagði að ísfélagið hefði að undanfömu unnið að breytingum á húsnæðinu en ekki náð að klára þá vinnu. Eldurinn kom upp í tengibyggingu, sem var ókláruð, og brunaveggur þar hélt ekki þar sem bráðabirgðahurðir á honum úr áli bráðnuðu í hitanum. Til stóð að setja þar upp eldvarn- arhurðir. Að sögn Guðmundar voru þær hurðir komnar á teikn- ingar, sem Brunamálastofnun hafði fengið í hendur, en stofnunin hafði einnig gert kröfu um bruna- hönnun á húsinu, sem var verið að vinna í. „Eins og þekkt er eru hús við- kvæmari fyrir brana þegar þau eru í byggingu. Þetta hús er byggt í mörgum pörtum. Þegar frysti- húsin voru tengd saman með þess- ari tengibyggingu varð stærðin Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Starfsmenn Brunamálastofnunar hefja athugun á rústum ísfélagsins í Eyjum, frá vinstri: Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur, Pétur Valdimarsson, sem sér um úttekt bygginga, og Guðmundur Bergsson, sem hefur umsjún með eftirliti ogþjálfun slökkviliða í landinu. það mikil að hólfun þarf að eiga sér stað. Til að ná þeirri hólfun hefði þurft að ganga frá klæðn- ingum upp undir þökin. Þar virtist að hluta til vera opið á milli. Það er eðlilegur frágangur á húsi sem ekki þarf að hólfa en aðrar kröfur giltu í þessu tilviki. Þetta er eitt af skýrustu dæmunum sem maður hefur séð um að hús brennur eins og það er byggt,“ sagði Guðmund- ur. Auk eldvarnarhurða í bruna- veggjum skiptir uppbygging veggjanna miklu máli og sagði Guðmundur að þau mál hefðu í stóram dráttum verið í lagi. Hins vegar hefði mikill reykur komist í gegnum göt á veggjum sem ekki hefðu verið þéttuð eftir raf- og pípulagnir í þeim. Guðmundur sagði þetta atriði ekki hafa skipt miklu máli varðandi útbreiðslu eldsins heldur hefðu mörg smærri atriði, sem hefðu verið í ólagi, valdið þetta stóram brana hjá Is- félaginu. Bergsteinn Gizurarson sagði ennfremur að hús Isfélagsins hefði ekki farið svona illa í brananum, hefði branahólfunin verið í lagi. „Svona byggingar eiga að þola ' að það kvikni í þeim án þess að allt brenni. Eldurinn á að haldast inni í branahólfunum, með aðstoð slökkviliðs. Þetta er meginreglan í öllum branavörnum. Ef allt hefði verið eðlilegt í Vestmannaeyjum hefði allt eyðilagst í tengibygging- unni en eldurinn hvorki náð í aðr- ar byggingar né eyðilagt frysti- geymslurnar," sagði Bergsteinn. Hann benti á að Branamála- stofnun hefði undanfarin ár aug- lýst í fiskvinnslublöðum þar sem eftirfarandi boðskap hefði ítrekað verið komið á framfæri við frysti- húsaeigendur og fiskverkendur: Gætið að því að hafa branahólfun húsanna ykkar í lagi. Eldsupptök óljós Tryggvi Ólafsson, lögreglulltrúi í Vestmannaeyjum, sagði í gær að ekki væri enn ljóst hver væru upp- tök eldsins. Hann sagði að rann- sókn málsins miðaði hægt áfram, það hefði þurft að losa sperrur í húsinu áður en rannsóknin hefði getað hafist og því hefði hún í raun ekki hafist af alvöra fyrr en í gær- morgun. Fór úr jólahlaðborði á laugardagskvöldið til að loka með eldvarnarhurðum Bjargaði tugmillj- óna vélbúnaði ÞEGAR cldurinn kom upp í hús- næði Isfélagsins í Vestmannaeyjum á laugardagskvöldið, var Björn Þorgrímsson, verkstjóri á frysti- tækjum fyrirtækisins, staddur í jólahlaðborði ásamt konu sinni og vinum. Um leið og hann heyrði af eldinum brunaði hann niður að húsinu og fór inn í það og lokaði með þremur eldvarnarhurðum og bjargaði þar með vélbúnaði fyrir tugi milljóna króna. „Þegar ég kom á staðinn var kominn eldur upp úr skemmunni þar sem eldsupptökin voru,“ sagði Bjöm. „Upp úr því, áttaði ég mig á því að það em eldvarnarhurðir fyr- ir dymm hér í húsinu sem eiga að öllu jöfnu að vera lokaðar en eru það ekki alltaf. Ég skellti mér því inn í hús og þá kom í ljós að það voru þrennar dyr opnar.“ Bjöm sagði að hurðirnar hefðu m.a. verið fyrir dyrum að svæðinu þar sem uppsjávarvinnslan væri og þar hefði verið mikið af tækjum sem hefðu eyðilagst ef dyrunum hefði ekki verið lokað. Reykurinn kófaði í einum dyrunuin „Þegar ég kem inn um aðal- innganginn þá er reykfrítt þar en ég fann samt megna reykjarlykt. Ég fór inn í gegnum húsið og inn að tækjunum og það var enginn reyk- ur þar en innst inni í salnum kófaði reykurinn í einum dyrunum og þar var heljarinnar súrefnisdráttur. Ég gekk síðan að öllum dyranum og lokaði þeim. Ég hef kannski verið þama inni í 5 til 10 mínútur, en þetta var allt gert á hlaupum. Þeg- ar ég kom til baka var allt komið á kaf í reyk, ég sá aðeins til en það var orðið mjög diinmt." Bjöm sagðist ekki telja að hann hefði verið í mikilli hættu en þó væri (jóst að hann hefði ekki mátt vera mikið lengur inni í húsinu. „Ef ég hefði verið þama einni eða tveimur mínútum lengur þá veit maður náttúrlega ekki hvað hefði getað gerst.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Daði Pálsson vinnslustjóri (t.h.) og Björn Þorgrímsson verkstjóri við dyr sem Björn lokaði skömmu eftir eldurinn kom upp. Eitt skipanna á veiðum AÐEINS eitt af sex skipum ís- félagsins í Vestmannaeyjum er á veiðum. Það er Heimaey, sem mun landa afla sínum á fiskmarkað, að sögn Jóhanns Péturs Andersen, framkvæmdastjóra Isfélagsins. Jóhann Pétur sagði að auk loðnu- skipanna væri eitt síldveiðiskip og eitt bolfiskveiðiskip í landi vegna branans á laugardaginn og að þau yrðu kyrrsett fram að áramótum. Þrátt fyrir áfallið um helgina, sagð- ist hann vera mun bjartsýnni í dag en hann hefði verið þegar hann horfði á branann og vonast eftir því* að ekki væri um jafmikið tjón að ræða og haldið hefði verið í upphafi. Jóhann Pétur sagði að stefnt væri að því að hefja loðnufrystingu í febrúar, eins og venja væri, og að yfirgnæfandi líkur væru á því að gamla ísfélagshúsið yrði notað á komandi vertíð, en þar era tæki og búnaður til að frysta um 90 til 100' tonn á sólarhring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.