Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 11
FRÉTTIR
Hönnun Vegagerðarinnar á tvöfaldri Reykjanesbraut
Miðað við 110 km leyfi-
legan hámarkshraða
VIÐ HÖNNUN tvöfaldrar Reykja-
nesbrautar miðar Vegagerðin við þá
umferðarstaðla að leyfilegur há-
markshraði ökutækja geti orðið 110
kílómetrar á klukkustund, en leyfi-
legur hámarkshraði á þjóðvegum er
sem kunnugt er 90 km/klst. Hönnun
sem þessi hefur ekki áður farið fram
þar sem akbrautir, sem til þessa hafa
verið tvöfaldaðar, hafa verið innan
þéttbýlis. Hámarkshraði er þá
minni, allt niður í 50 km/klst. en víð-
ast 70 km/klst.
Að sögn Jónasar Snæbjömssonar,
umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á
Reykjanesi, er dómsmálaráðherra
heimilt í núgildandi lögum að leyfa
meiri hraða en 90 km en hann lagði
áherslu á að engar ákvarðanir hefðu
verið teknar um að auka hámarks-
hraðann. Vegagerðin þyrfti við
hönnunina eingöngu að gera ráð fyr-
ir þeim möguleika.
Jónas sagði að væntanlega myndi
ökuhraðinn aukast á tvöfaldri braut,
LÖGREGLAN í Keflavík kveðst
ekki vita hvort fyrirhuguð eru frek-
ari mótmæli á Reykjanesbrautinni
og segir Þórir Maronsson yfirlög-
regluþjónn að ekki verði liðið að
brautinni verði lokað af mótmælend-
um. Þórir segir lögregluna tilbúna til
að styðja við friðsamlegar aðgerðir
en ekki megi trufla umferð og baka
vegfarendum vandræði.
„Við verðum að halda uppi reglu
sem væri skiljanlegt þar sem veg-
urinn yrði öruggari en hann er í dag.
Um þriðjungur slysa á Reykjanes-
brautinni hefur verið útafkeyrslur
og er talið að slík óhöpp haldi áfram
þrátt fyrir tvöföldunina, að ökumenn
sofni undir stýri eða missi stjórn á
bílunum í hálku. Eins og gefur að
skilja verða þeir í meiri hættu verði
ökuhraðinn meiri en hann er á braut-
inni í dag. Jónas taldi hverfandi líkur
á að bílar muni rekast hver á annan
með tvöföldun. Enda er það reynsla
erlendis frá að tvöföldun akbrauta
hefur dregið verulega úr slysatíðni.
Haraldur Sigþórsson, umferðar-
verkfræðingur hjá Línuhönnun, hef-
ur kynnt sér ökuhraða á vegum, ör-
yggisráðstafanir til að koma í veg
fyrir hraðakstur og afleiðingar um-
ferðarslysa. Hann sagði við Morgun-
blaðið að sér fyndist það sérkenni-
legt ef hámarkshraðinn yrði aukinn
með tvöföldun Reykjanesbrautar.
Slíkt mætti ekki gera nema að mjög
en það er ekki síst í þágu okkar ef
brautin verður breikkuð því slysin á
Reykjanesbrautinni hafa ekki þitnað
á nokkrum hópi eins harkalega og á
okkur,“ sagði Þórir og segist hafa
vel athuguðu máli. Hins vegar sagð-
ist hann vera sammála því að við
hönnun brautarinnar yrði miðað við
meiri hraða en 90 km. Það myndi
bæta alla hönnunina, vegaxlir yrðu
góðar, beygjur aflíðandi og þægi-
legri lega á hæðum. Hann sagði enn-
fremur að tvöföldun brautarinnar
myndi auka umferðaröryggi meira
heldur en að það myndi minnka með
hækkun á hámarkshraða. Hins veg-
ar væri ekki æskilegt að draga úr ör-
ygginu með því að auka hámarks-
hraðann.
„Helsti öryggisgróðinn við tvö-
földun er að akstursstefnur eru að-
greindar. Þá ættu þeir árekstrar að
detta út þar sem ökutæki skella sam-
an. Það er allt annað að lenda utan í
vegriði, og kastast til baka, heldur en
að lenda framan á bíl,“ sagði Har-
aldur.
Hann sagði umhverfi Reykjanes-
brautarinnar ekki fullnægjandi með
tilliti til öryggis þegar ökutæki lenda
verið á mörgum fundum um breikk-
un brautinnar.
Yfirlögregluþjónninn segir lög-
regluna eiga þann draum að geta
sinnt meira eftirliti á brautinni.
út af. Hraun væri víðast við brautina
og flái brautarinnar of brattur, hann
þyrfti að mati Haraldar að vera
meira aflíðandi.
„2+l“-vegur kostar einn þriðja
af tvöföldun brautarinnar
Haraldur vinnur einnig að skýrslu
fyrir Vegagerðina þar sem bera á
saman ýmsa valkosti við tvöföldun
Reykjanesbrautarinnar. Meðal þess
sem bera á saman eru annars vegar
tvær akgreinar í hvora átt og hins
vegar svonefndur „2+l“-vegur, sem
er sænsk hönnun. Akreinar eru þá
þrjár alla leiðina en til skiptis tvær í
aðra áttina og ein í hina. Að sögn
Haraldar er kostnaður við „2+1“
þriðjungur á við það sem fjölgun ak-
brauta úr tveimur í fjórar myndi
kosta. Hann telur þessa leið bera
umferðarmagn um Reykjanesbraut-
ina langt fram í tímann, en öryggið
sé um leið ekki eins mikið og með
tvöfölduninni.
Hann segir lögregluna hafa fengið
margar ábendingar í haust um að
aksturinn sé miklu skaplegri eftir
aðgerðir lögreglunnar til að vekja at-
hygli á hættunum í umferðinni þar.
Þórir minnti á að Reykjanesbrautin
væri besti vegur landsins og að með
breiðum vegöxlum væri orðið mikið
um að stórir bílar hleyptu þeim
minni framúr án þess að þeir þyrftu
að fara yfir miðlínu.
Unnt að
leyfa meiri
hraða á tvö-
faldri braut
ÞEGAR Reykjanesbraut hefur verið
tvöfölduð er unnt að leyfa hærri há-
markshraða en 90 km eins og nú er á
brautinni, að mati Óla H. Þórðarson-
ar, framkvæmdastjóra Umferðar-
ráðs. Hann segir það þó bundið því að
eftirlit með ökuhraða verði öflugt,
m.a. með myndavélum.
Óli segir að þegar vegurinn verði
tvær sjálfstæðar akreinar í báðar átt-
ir með vegriði sé komin hraðbraut líkt
og þekkist erlendis. Þá séu skilyrði til
að leyfa rneiri hármarkshraða en nú
er, 100 eða 110 km hraða. í 37. grein
umferðarlaganna segir að ákveða
megi hæm hraðamörk á tilteknum
vegum þó eigi hærri en 100 km á klst.
Segir framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs þetta þýða að dómsmálaráð-
herra gæti ákveðið 100 km hámarks-
hraða á Reykjanesbraut en ekki
hærri. Þá þurfi lagabreytingu.
Meiri hraði í lagi
á tvöfaldri braut
„Mér finnst þessi hækkuðu hraða-
mörk í lagi við þessar tilteknu aðstæð-
ur og að því tilskildu að hraðanum
yrði haldið innan þeirra marka. En
minnugur fyrri reynslu veit ég að ef
við förum upp í 110 eru menn famir
að aka á 130, sem ég myndi ekki sam-
þykkja. Það yrði því að vera tryggt að
við næðum að halda hraðanum á 110.
Á tvöfaldri Reykjanesbraut ætti það
að vera eðlilegur hraði miðað við
bestu aðstæður."
Óli benti einnig á að þar til tvöfóld-
un yrði lokið myndi myndavélatækni
til hraðamælinga hafa þróast enn
frekar og búast mætti við að mynda-
vélai- yrðu þétt á brautinni.
„Eg dreg enga dul á að það er of h't-
il löggæsla á þjóðvegunum og það á
ekki bara við um Reykjanesbraut.
Lögreglan hefur tekið ágætar skorp-
ur í eftirliti á Reykjanesbrautinni en
þama þarf að vera mjög öflug lög-
gæsla og það þarf að gera lögreglunni
það kleift með öllum ráðum.“
Framkvæmdastjóri Umferðarráðs
kvaðst ekki sammála aðferðum þeirra
sem stóðu að aðgerðum á mánudag en
kvaðst skilja reiði fólks á Suðumesj-
um. Frá því Reykjanesbraut var tek-
in í notkun árið 1967 og til síðustu
mánaðamóta hafa 52 látist í slysum
þar. Sé aðeins litið á árin 1992 og út
síðasta ár vora 183 slys með meiðslum
á Reykjanesbraut. Alls slösuðust311 í
þeim og þar af 59 alvarlega.
Hönnun á breikkun brautarinnar
er hafin og segir Jónas Snæbjöms-
son, umdæmisstjóri Reykjanessum-
dæmis Vegagerðarinnar, að henni
ætti að ljúka árið 2002 þegar mati á
umhverfisáhrifum yrði einnig lokið.
Ekki verður minni fjarlægð milli
brautanna en 11 metrar.
Meðalfjöldi bíla sem fer um
Reykjanesbraut á dag er 6.880. Um
5.200 bílar fara á dag milli Reykjavík-
ur og Hveragerðis.
Morgunblaðið/Ásdís
Ýmsir urðu fyrir óþægindum þegar umferð um Reykjanesveginn var stöðvuð í gær til að þrýsta á um aðgerðir í kjölfar banaslysa þar.
Ekki liðið að braut
inni verði lokað
Þingmenn Reyknesinga um mótmæli á Reykjanesbraut og tvöföldun
Brýnt að upplýsa
almenning
„EF fólki líður illa og vill fá skýr svör um hvað
sé framundan er til dæmis hægt að efna til
borgarafundar þar sem þingmenn og yfirmenn
samgöngumála era krafðir svara,“ segir Sig-
ríður Jóhannesdóttir, einn þingmanna Reyk-
nesinga, aðspurð hvernig bregðast eigi við
mótmælum fólks vegna hættuástands á
Reykjanesbraut.
Hópur fólks lokaði brautinni í á þriðja tíma á
mánudag.
Sigríður segir mikilvægt að upplýsa um hvað
sé framundan, upplýsingar sem fram hafi kom-
ið séu misvísandi og ekki ljóst hvort hægt sé að
hraða framkvæmd við breikkun eða ekki.
„Fólk er áhyggjufullt vegna slysanna á
Reykjanesbraut og þarna er fólk að deyja sem
stendur fólki í Reykjanesbæ nærri. Þess vegna
er fólk slegið,“ segir Sigríður ennfremur. Hún
segir aðgerðirnar í gær ekki í réttum anda þar
sem, að hennar mati, hafi verið framkallað
hættuástand. Hún kvaðst sjálf hafa setið föst á
mánudag í á annan klukkutíma og sagðist von-
ast til að fólk sæi að sér og efndi ekki til slíkra
aðgerða aftur. Ekki mætti beina reiði að lög-
reglunni eða vegfarendum sem réðu engu um
hvort Reykjanesbrautin yrði tvöfólduð eða
ekki.
Hún sagði aðgerðir til að vekja athygli á mál-
inu eiga fullan rétt á sér en þær mættu ekki
skapa hættuástand eða bitna á vegfarendum.
Hún kvaðst reiðubúin að taka þátt í borgara-
fundi og taldi brýnt að upplýsa um stöðu máls-
ins.
„Þarna tvinnast tvennt saman, sorg fólks
sem þekkti þá sem fórust nú síðast sem breyt-
ist í reiði og hins vegar það að fólki finnst það
ekki upplýst um gang mála varðandi Reykja-
nesbrautina," sagði Hjálmar Ámason, einn
þingmanna Reyknesinga, er hann var spurður
hvort aðgerðir mótmælahóps á Reykjanes-
braut á mánudag væra ekki vísbending um
reiði almennings yfir því að hægt skuli miða við
breikkun vegarins.
Hjálmar bendir á að áfangasigur hafi náðst
sl. vor er tókst að koma verkinu inn á vegáætl-
un en sex sinnum áður hafa verið fluttar til-
lögur til þingsályktunar um breikkunina, sem
allar hafa sofnað í nefnd. Hann segir sam-
gönguráðherra hafa lýst því að til greina komi
að flýta verkinu en nú væri unnið að hönnun og
umhverfismati. Þegar þeim undirbúningi verð-
ur lokið, trúlega seint á næsta ári, segir Hjálm-
ar hugmyndina að kanna hvort flýtifjármagn
fáist. Telur hann það muni ganga enda hafi
tryggingafélög sýnt fram á mjög mikla lækkun
slysatíðni á tvöfaldri braut miðað við einfalda.
Flest alvarlegustu slysin verði vegna bíla sem
mætist.
Hjálmar kveðst ekki vita hvort um frekari
aðgerðir verði að ræða hjá hópnum, menn ráði
ráðum sínum en hann segir þetta málefni ekki
brenna á Suðurnesjamönnum eingöngu heldur
landsmönnum öllum sem fari mikið um
Reykjanesbraut vegna flugsins. Hann sagði
lögregluna hafa tekið skynsamlega á málinu á
mánudag, ekki hefði verið unnt að sýna mót-
mælendum hörku.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði
á Alþingi í gær að tvöföldun yrði væntanlega
boðin út seint á næsta ári. Sagði hann það vilja
sinn að kanna hvort hraða mætti verkinu um-
fram það sem vegáætlun gerði ráð fyrir.