Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 69 BRÉF TIL BLAÐSINS Hingað - o g ekki lengra Ljósmynd/Margrét Sigfúsdóttir Séð yfir MjdaQörð. Frá Halldóri Vilhjálmssyni: ÞEGAR komið er yfir heiðina háu til Seyðisfjarðar getur að líta þétta byggð sem kúrir innst við fjarðar- botninn undir firnabröttum, stölluðum fjöll- um, bæjarstæðið sjálft er furðu þröngt, fjörður; inn gullfallegur. I Seyðisfirði er eig- inlega aðeins um tvær höfuðáttir að ræða: inneftir og úteftir, það nægir fullkomlega. Það tekur ekki svo ýkja langan tíma að skoða þenn- an aldna og notalega bæ; og hvert skal svo haldið á nýja jeppanum? Kannski út að Þórarinsstöðum til að skoða þar þúsund ára fornleifar, merkilegan kirkjugrunn og grafreit. Nú, þaðan væri vitanlega gaman að halda áfram spölkorn út með strönd- inni og yfir til Mjóafjarðar. Það er örstutt. Frá Þórarinsstöðum í Seyð- isfirði yfir í Minnidal í Mjóafirði eru aðeins um það bil tólf kílómetrar um Dalaskarð - segi og skrifa - 12 kíló- metrar! En, æ, þarna er þá enginn vegm- í nútímaskilningi, bara mór, melar, urð og lyngi vaxnar brekkur. Hingað kemst maður klakklaust akandi en ekki lengra. Hundrað ára einsemd Þarna utan við Þórarinsstaði er þó einhver troðningur, eftirstöðvar af þokkalegum kerruvegi sem lagður var út með ströndinni út að Skála- nesi rétt eftir aldamótin 1900 og ber enn þann dag í dag vitni um framtak og framfarahug sem einkenndi bæj- arfélagið á Seyðisfirði fyrir hundrað árum, þegar afstaða manna til lands- ins var í anda Hannesar Hafsteins - „þú skalt samt fram, þú álfu vorrar yngsta land ... þú skalt samt fram“. En hundrað árum síðar er ennþá ekkert vegasamband komið á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar - þar vantar heila 12 kílómetra upp á! Arið 2000 er brátt á enda og þvílíkur stór- hugur í framkvæmdum á íslandi. Þúsundir ferðamanna fara árlega um Seyðisfjörð - að sumarlagi heils- ar ísland hér í viku hvem um 5-600 útlendingum sem koma sjóleiðis til landsins með fjallbílana sína, reið- hjól og vélhjól. En hvorki íslenskir fjallajeppamenn né útlendir komast enn þann dag í dag frá Seyðisfirði yf- ir í nágrannafjörðinn af því að það vantar ennþá, árið 2000, 12 kíló- metra vegarspotta milli Seyðisfjarð- ar og Mjóafjarðar. Svona háþróað er ísland í dag. Staðurinn stendur slyppur uppi Sú var tíðin - og alls ekki svo langt síðan - að á Seyðisfirði voru þessari þjóð skapaðir tugir milljarða króna í útflutningstekjur; því fé var tekið tveimur höndum annars staðar og snarlega fest annars staðar - ekkert af þeim auði eða nær ekkert var fjár- fest á Seyðisfirði, hvorki til að efla atvinnulíf staðarins né til að bæta vegasamgöngur milli fjarða. Ekkert varð eftir. Dalaskarð er í 680 m hæð yfir sjó og telst ein erfiðasta hindrunin í vegalagningu á þessum stað; um 12- 14 m breitt þverhnípt hamrabelti lokar skarðinu þvert þar efst uppi og það er mesti vegartálminn á þessari leið milli fjarðanna. Augljóst er að sprengja þyrfti allvíða gróp fyrir vegarstæðið þvert yfir hamrabeltið. En kæmist vegasamband á milli þessara fjarða yi’ði það ekki einungis mikið öryggisatriði fyrir Mjófirð- inga, heldur yi-ði sá vegur örugglega ein vinsælasta leiðin fyrir fjölmarga ferðamenn því útsýnið frá Dala- skarði er sérstætt og sannarlega ægifagurt. Þörfin á þessu vegasam- bandi er ótvíræð vegna vaxandi ferðamannastraums eystra - og þjónusta við ferðamenn táknar at- vinnu handa heimamönnum. HALLDÓR VILHJÁLMSSON framhaldsskólakennari. Er Guðbergur talsmaður afturhaldssj onarmiða? Frá Sigurði Jónssyni: EG heyrði í útvarpinu fyrir skömmu viðtal við Guðberg Bergsson rithöf- und, sem nú verður heiðraður af þjóð sinni með 100.000 krónum á mánuði, til æviloka. Af þessu tilefni kvaðst skáldið ekkert þurfa á þessum pen- ingum að halda, íslendingar gerðu ráð fyrir langlífi og byggju sig undir það og þeir sem ekki hefðu vit á að komast í álnir svo þeir gætu búið við munað í ellinni væru bara aumingjar. Klassík FM 100,7 Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: ÞEGAR ég fyrir skömmu uppgötv- aði ofangreinda rás í útvarpinu, varð ég svo heillaður af henni, að síðan hef ég undirritaður ekki stillt útvarpið, hvorki heima né í bifreiðinni, á aðra rás, nema ein- ungis til að hlusta á fréttir á öðr- um rásum og áhugaverð erindi í mæltu máli. Eg er fyrir löngu orð- inn hundleiður á öllu „garginu" á öðrum rásum, þessi svokallaða popptónlist á hinum rásunum gerir það að verkum að ég fæ af henni dúndrandi hausverk og ýmsa fylgi- kvilla, bæði andlega og líkamlega. En síðan ég fór að hlusta á um- rædda rás, hef ég orðið eins og nýr maður. Þessi sígilda tónlist hefur einstaklega góð og róandi áhrif á sálina og fyllir mann innri friði. Vonandi er þessi rás komin til að vera og vil ég færa aðstand- endum hennar, hverjir sem þeir eru, mínar innilegustu þakkir fyir að fylla sálu mína af ljósi og friði! SIGURGEIR ÞORVALDSSON, Mávabraut 8c, Keflavík. Þetta viðhorf hefur áður heyrst, td. hjá Pétri Blöndal alþingismanni og vakið reiði allra þeirra sem svíður hve mjög fátækum hefur fjölgað á Is- landi undanfarið og hvað margir sjúkiingar, öryrlgar og ellilífeyris- þegar búa við skammarlega kröpp kjör. Þess var reyndar að vænta að Pétur Blöndal skorti félagslegt innsæi til að setja sig í spor þeirra sem eiga við sjúkleika og fátækt að stríða; hitt kemur á óvart, að gáfu- maðurinn og heimsborgarinn Guð- bergur Bergsson skuli gerast tals- maður afturhaldssjónarmiða af þessu tagi, ég sem hélt að hann væri húmanisti. Frændur okkar og nágrannar Sví- ar, sem hafa hlúð betur en aðrar þjóðir að þeim meðbræðrum sínum sem eiga undir högg að sækja, kalla þá sem tala eins og Guðbergur og Pétur, félagslega ídíóta. SIGURÐUR JÓNSSON Seljahlíð 13a, Akureyri. Landsins mesta úrval af dömu- og herrasloppum • velúr • frotte • satín • flís lympíc KRINGLUNNI 8-12, S ( M I 553 3600 Aðventutónleikar Karlakórinn Þrestir, Kvennakór Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 13. desember kl. 20.00. Nýtt - nýtt Vorum að fá yndislega boli úr ull og silki og ull og bómull frá Vajolet - með eða án blúndu. Mikið úrval. ©ullbrá Nóatúni 17, sími 562 4217 Sendum í póstkröfu J ólastemmning íMíru 20% afsláttur af öllum borðstofusettum og sófaborðum til jóla. 30% afslattur afpostuiíni og glösum Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is ÚTSALA - ÚTSALA 40% afsláttur Gerið góð kaup fyrir jólin Dæmi um verð Áður Nú Jakkapeysa 3.700 2.200 Mohairpeysa 4.700 2.800 Heklaður bolur 3.200 1.900 Sett toppur/tunika 4.500 2.700 Netbolur m/hettu 3.200 1.900 Slinkysett 5.900 3.500 Spencerkjóll 3.800 2.300 Sítt pils 2.900 1.700 Dömubuxur 4.700 2.800 Herrapeysa 3.900 2.300 Herraskyrta 3.300 1.900 Herrabuxur 4.900 2.900 Opið frá kl. 10.00 til 18.00 ffencffex Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavik. ' ys r '/r /) Satín-náttföt með bómullarvend Listaverð 3.980 áÓLATILBOÐ\ .980.____y Takmarkað magn. iT PÓSTVERSLUNW * SVANNI * Opíð virka Laugard. 1 Sendum úl $M:S67Í7\t ^ humsm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.