Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 37
LISTIR
V íkingar með
skjalatöskur
BÆKUR
Efnahagsmál
LANDNÁM - ÚTRÁS
ÍSLENSKRA FYRIR-
TÆKJA
Eftir Þór Sigfússon. 142 bls.
Fjölsýn forlag, Reykjavík 2000.
ÍSLENSK íyrirtæki hafa í gegn-
um tíðina gert minna af því að reka
útibú eða eiga dótturfyrirtæki í út-
löndum en tíðkast hjá fyrirtækjum
í öðrum auðugum löndum. Smám
saman hafa þó sífellt fleiri íslensk
fyrirtæki spreytt sig á slíkri útrás.
Þór Sigfússon, hagfræðingur hjá
Norræna fjárfestingarbankanum í
Finnlandi, hefur athugað hvernig
til hefur tekist undanfarin ár og
safnað niðurstöðunum saman í bók
sem hann nefnir Landnám - Utrás
íslenskra fyrirtækja.
Þór hefur farið víða í heimilda-
leit og m.a. rætt við fjölda manna
sem starfað hafa á vegum íslenskra
fyrirtækja erlendis eða stjórnað út-
rás fyrirtækjanna frá íslandi. Auk
þess að skoða íslensk fyrirtæki lít-
ur Þór á nokkur dæmi um hvernig
til hefur tekist þegar fyrirtæki á
hinum Norðurlöndunum hafa
spreytt sig utan landsteinanna.
Niðurstöðurnar eru sláandi. Sá
ljómi sem oft fylgir tilkynningum
forráðamanna fyrirtækja um fyr-
irhugaða landvinninga endurspegl-
ar ekki kaldan raunveruleikann.
Furðuoft gengur allt á afturfót-
unum, kostnaður fer úr böndunum,
framleiðsla misheppnast, markaðir
finnast ekki fyrir afurðir og svo
mætti lengi telja. Margir hafa hafið
útrás að lítt athuguðu máli. Þau
fyrirtæki sem ná góðum tökum á
starfsemi érlendis virðast nánast
undantekning. Þór nefnir nokkrar
lífseigar goðsagnir sem virðast oft
hafa att mönnum út í vonlitla út-
rás. Sú fyrsta er að fjarlægðir
skipti ekki máli í síminnkandi
heimi. í Landnámi kemur fram að
nútíma samskiptatækni kemur ekki
í stað persónulegra samskipta og
sérstaklega getur orðið erfitt að
stýra frá Islandi starfsemi í
vanþróuðum löndum sem búa við
menningu sem er mjög ólík okkar.
Önnur goðsögn eða misskilningur
er að ódýrt vinnuafl skipti sköpum.
Reynslan sýnir að mati Þórs að
það er engan veginn hægt að
treysta á að framleiðslukostnaður
verði lágur þótt laun séu lág.
Þriðja goðsögnin er að vanþróuð
lönd séu lönd tækifæranna. íslensk
fyrirtæki hafa hvað eftir annað
rekið sig á að mjög erfitt er að
starfa í vanþróuðum löndum og
ekki tekist að yfirstíga erfiðleika
sem því fylgja. Fjórða goðsögnin
sem Þór bendir á er að það sem
gengur vel á íslandi geti gengið vel
annars staðar. Margir hafa rekist á
að óskir og þarfir neytenda eru
aðrar erlendis en í heimalandinu,
þar eru önnur fyrirtæki á heima-
velli sem hafa betri sambönd og
skilning á markaðinum.
Þór greinir einnig nokkra þætti
sem helst virðast einkenna þau fyr-
irtæki sem vel hefur gengið í útrás.
Þau hafa sterka stöðu á heimavelli,
mikla markaðshlutdeild og jafnvel
ráðandi, forystumenn þeirra eru
áhugasamir um útrásina, fyrirtæk-
in hafa mikla reynslu af útflutningi
og hafa aflað sér góðra sambanda
vegna hans, hafa byggt upp öflugt
net viðskiptatengsla sem þau geta
nýtt í útrásinni, njóta trausts á
fjármálamörkuðum og aðlagast vel
menningu nýs starfslands.
Þetta er áhugaverð lesning fyrir
alla sem hafa áhuga á íslensku við-
skiptalífi. Ritið er vel skrifað,
dæmin eru skýr og lifandi og
greining Þórs með ágætum. Land-
nám ætti að verða skyldulesning
fyrir alla stjórnendur fyrirtækja
sem vilja hasla sér völl erlendis.
Það getur líklega sparað ófáa mfilj-
arða ef aðrir Islendingar læra af
þeirri dýrkeyptu reynslu frum-
kvöðlanna sem Þór hefur safnað
saman.
Gylfi Magnússon
Vínlandsgátan
á ensku
BÆKUR
Sagnfræði
THE WINELAND
MILLENNIUM.
SAGA AND EVIDENCE
Eftir Pál Bergþórsson.
Mál og menning, Reykjavík 2000.
304 bls., myndir, kort.
ÁRIÐ 1997 sendi Páll Bergþórs-
son, fyrrverandi veðurstofustjóri,
frá sér bókina Vínlandsgátan og
vakti hún
töluverða
athygli
meðal
fræði-
manna,
ekki síður
en al-
mennra
lesenda. í
bókinni
lýsti Páll
rannsókn-
um sínum á
þeim rit-
um fom-
um, sem
greina frá landafundum og land-
könnun íslendinga í Vesturheimi um
árið 1000, Eiríks sögu rauða og
Grænlendinga sögu, auk þess sem
hann greindi frá ferðum sínum um
söguslóðir vestan hafs og rannsókn-
um á sögustöðum. Þar reyndi hann
hann m.a. að staðsetja nokkra helstu
sögustaðina, þ.á m. Leifsbúðir,
Kjalames, Straumsfjörð og Hóp, að
ógleymdu sjálfu Vínlandi Leifs. Nið-
urstaða hans var sú, að sterkar líkur
bentu til þess að Leifsbúðir væm
þar sem nú heitir L’Anse aux Mead-
ows, Kjalarnes væri á Cape North á
Cape Breton Island, Straumsfjörður
í Fundy Bay, Hóp þar sem nú er
New York, en Vínland drjúgan spöl
upp með Lárensfljóti (St. Lawrence
River), þar sem nú stendur hin
fagra borg Quebec. Niðurstöður sín-
ar studdi Páll nákvæmri athugun á
siglinga- og ferðalýsingum forn-
sagnanna, en þá ekki síður öðram
heimildum og rannsóknum á nátt-
úrafari og staðháttum, auk þess sem
hann beitti þekkingu sinni í veður-
fræði af list. Árangurinn varð
skemmtileg, fróðleg og læsileg bók,
þar sem víða kvað við nýjan tón og
hugmyndir eldri fræðimanna, sem
margar höfðu legið í láginni um hríð,
vora aftur teknar til umræðu.
Vínlandsgátan var ritdæmd hér í
blaðinu á sínum tíma og skal ekkert
af því sem þá var sagt endurtekið
hér, enda engin ástæða til. Bókin
sem hér er til umfjöllunar er ensk
þýðing Vínlandsgátunnar, þó lítil-
lega endurskoðuð. Niðurstöður höf-
undar úr íslensku útgáfunni virðast
mér standa óhaggaðar í öllum meg-
inatriðum, enda hefur þeim ekki
verið hnekkt, en sums staðar er
orðalagi vikið til. Er það augsýni-
lega gert vegna þýðingarinnar, í
þeim tilgangi að gera textann að-
gengilegri fyrir enskumælandi les-
endur.
Vart leikur á tvennu, að þessi út-
gáfa er, að nokkra leyti a.m.k., til
komin vegna þess að nú era um það
bil eitt þúsund ár liðin frá Vínlands-
ferðum. Um það er ekki nema gott
eitt að segja, og til hinna sögulegu
tengsla má vafalaust rekja ávarps-
orð forseta íslands í upphafi bókar.
Utgefandi á hins vegar mikið hrós
skilið fyrir framtakið. Það er alltof
sjaldgæft að rit íslenskra fræði-
manna séu gefin út í þýðingum á er-
lend mál og mætti gjaman gera
meira af því. Margir íslenskir vís-
inda- og fræðimenn hafa margt að
segja umheiminum, og ekki aðeins
um íslensk fornrit og efni þeim
tengt. Er vonandi að þetta framtak
Máls og menningar marki upphaf að
auknu starfi á þessu sviði.
Allur frágangur ensku útgáfunnar
er smekklegur og þýðing Ónnu Ya-
tes hefur tekist vel. í bókarlok era
svo birtir textar Eiríks sögu rauða
og Grænlendinga sögu í þýðingu Ke-
nevu Kunz. Ætti erlendum lesend-
um að vera fengur í því.
Jón Þ. Þór
Nýjar bækur
• Veröld stríð og
vikumám undir
Jökli er eftir
Kristin Krist-
jánsson.
í bókinni era
þættir úr sögu
Breiðuvík-
urhrepps á ár-
unum 1935 til
1970.
Kristinn Kaflar bók-
Krístjánsson arinnar heita:
Námugröftur undir jökli, Landið og
bjargráðin, Félagslíf og fyrirmenn,
Minnisstæðir atburðir og menn,
Dularmögn og Skáld og hagyrð-
ingar.
Nafnaskrá fylgir svo ogskrá um
heimildir og heimildarmenn.
Bókin er277 blaðsíður. Útgefandi
erPöpull, Hellnum.
• Ut er komin bókin Leyndarmál
Janúu eftir Önnu Kristínu Brynj-
úlfsdóttur.
Þetta er spennusaga fyrir alla
stálpaða krakka og unglinga þar
sem segir frá fimmtán ára stelpu
af kínverskum og íslenskum ætt-
um sem finnur sérkennilega brúðu
í gömlum skáp sem keyptur er á
fornsölu. Hvert er leyndarmál
hans? Hvaðan koma þessir und-
arlegu draumar? Hver er hin dul-
arfulla Lea? Spennandi saga um
leit stúlkunnar Dúfu og vina henn-
ar að uppruna brúðunnar Janúu.
Þetta er áttunda bók höfundar.
Útgefandi er bókaútgáfan Her-
gill, kápumynd gerði Ulfur Harri
Elíasson, prentun Steindórsprent-
Gutenberg. 102 bls.
W
0)
2»
Nettotin*
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
FATASKÁPAR
á fínu veröi
ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR
WFrífönii
1HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
Vinir í
BÆKUR
Ljóð
LJÓÐ FRÁ LIÐINNI ÖLD,
1965-2000
eftir Jón H. Karlsson. Útgefandi:
Mulningsvélin, Vera-Mappa.
Reykjavík 2000.
SÉRSTÆTT við þessa útgáfu er
að vinir og félagar Jóns koma Ijóðum
hans út meðan hann er enn sprækur
og vel
skyggn á
umhverfi
og mann-
líf - til-
efnið eru
ljóðin
sjálf.
Þeir
hafa lesið
og hlust-
að á
skáld-
skap
hans,
gefið sér
tíma tU
að ræða
um hann
og meta þær rætur sem hann er
sprottinn frá. Þetta kallast mann-
dyggð í samskiptum. Mulningsvélin
- er það viðeigandi nafn á umrædd-
um félagsskap?
Ljóð Jóns fjalla um líf hans allt frá
ungum aldri til þessa dags. Honum
varpa
liggur margt á hjarta. Ekki era ljóð-
in öll „dýrt kveðin", kannski hefðu
sum þeirra mátt bíða:
Éghiminhöndum tekið.
Hamingjan brosandi er.
Aukið er nú jwrið og þrekið
og þrótturmn, innan í mér.
Skáldið hefur víða um veröld farið
og ætíð er jjóðið á vöram þess. Jafn-
vel í flugvél milli landa era hugsanir
þess tengdar ljóðinu og geta það af
sér. Þá, eins og oftar, er ferskeytlan
nærtæk.
Skáldskapur Jóns er ekki átaka-
ríkur, hann er á vissan hátt dálítil
ævisaga góðmennis. Samt hristir
hann duglega uppi í vitund sinni í
ljóðinu Meðbiðli á kné komið. Það er
nánast hryllingsljóð og sker sig
sannarlega úr.
Ástarljóð eru nokkur í bókinni og
auðsýnt að skáldið á kvenkost að lífs-
fötunaut - þar er ástin síung. I ljóð-
inu Skin og skúrir má ef til vill greini-
legast sjá „lífshlaup" skáldsins:
Ofteruerfiðirdagar,
semefalaustámérsést.
Erill að innan mig nagar
ogáhyggjaerumflest.
En oft leikur allt í lyndi
lund mín er glöð á ný,
dagur hver dásemd og yndi
og draumanóttin svo hlý.
Það skiptast á skin og skúrir,
sólskin og rigningarbað.
Menn eru sætir og súrir
skaparinnsérumþað.
Bls.63.
Síðustu ljóðin í bókinni era „tæki-
færisljóð". Bókin er glæsilega gefin
út. Aðfaraorð, nokkur orð frá Jóni
sjálfum (ásamt mynd) og formálsorð
í upphafi bókar skýra tilurð hennar.
Geislaplata með upplestri skáldsins á
ljóðum sínum íylgir bókinni.
Jenna Jensdóttir
Bókhaldskerfi
KERFISÞRÓUN HF.
FÁKAFENI 11, s. 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/
Fréttir á Netinu
mbl.is
_ALLTAf= e!TTH\/A£} NÝTT
afsláttur
af öllum
fatnaði
miðvikudag til
sunnudags
20%
mraarion
Opið laugardag
frá kl. 10.00—18.00
og sunnudag
frákl. 13.00—17.00.
Strand9ötu 11,
sími 5651147