Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 33 Skap, næmi og innsýn TONLIST Salurinn PÍANÓTÓNLEIKAR Verk eftir Bach, Ginastera, Þorkel Sigurbjörnsson, Berg- og Brahms. Arni Heimir Ingólfsson, píanó. Mánudaginn 11. desember kl. 20. FORSAGA og þróun íslenzka tví- söngsins mun það verkefni sem Ami Heimir Ingólfsson hefur valið sér til doktorsrannsókna við Harvardhá- skóla, eins og undirritaður kynntist á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í júlí s.l. Þar á milli lá óneitanlega þyldjúp gjá að fjölbreyttri efnisskrá Árna í Saln- um á mánudagskvöldið var, þar sem hinn upprennandi fræðimaðui' brá sér í hlutverk einleikarans. Sem slík- an hefur undirritaður ekki reynt hann áður, og kom satt að segja á óvart að uppgötva við sama tækifæri að píanistinn hefði stundað slaghörpunám frá sjö ára aldri. Þó að ekkert komi í sjálfu sér í stað meðfædds músíkalítets og persónu- legrar spilareynslu, er ekki að efa, að teóretísk greining tónverka hljóti að opna flytjanda viðbótarvídd í túlkun sem varla fæst með öðru móti, og væri það verðugt rannsóknarefni út af fyrir sig. Enda er ég ekki frá því að heyra mætti á flutningi Áma oftar en einu sinni, að nálgun hans bæri vott um víðari sjóndeildarhring en oft verður vart hjá ungum hljómlistar- mönnum á hans reki, þó svo að æskan kæmi annað veifið upp um sig líka. Þannig var fyrsta atriðið, Orgelsálm- forleikur Bachs BWV 609 Nun kommt der Heiden Heiland í píanó- umritun Busonis, borið uppi af greinilegu innsæi í aðferðum beggja höfunda og skilaði sér í viðeigandi yf- irvegaðri og hátíðlegri túlkun, líkt og í fyrra aukalagi, Orgelforleiknum Það aldin út er sprangið e. Brahms, einnig í umritun Busonis. í „enskri" svítu Bachs nr. 2 í a-moll BWV 807 kom þessi næma innsýn hvað bezt fram í hægari þáttum, ekki sízt í hinni bráðfallegu Saraböndu, auk þess sem notkun frjálsra skreyt- inga í endurtekningum var meðvit- aðri og smekkvísari en algengt er. Á hinn bóginn var hraðavalið, einkum í Bourrée I/II og Gigue, í það geyst- asta, og valtaði að mínum smekk nán- ast yfir innlæga danssveiflu þátt- anna. Einnig var ráðizt til atlögu við Prelúdíuna af fullmikilli dirfsku, enda tókst þrátt fyrir undragott hraðaút- hald ekki alveg að halda áferðinni jafnri út í gegn. Allemandan hefði sömuleiðis haft gott af meiri yfirlegu, og Courantan var á köflum beinlínis óróleg. Þá var vinstri höndin í heild stundum of veik og átti til að gösla þegar mest á gekk. Ósjálfrátt vakn- aði spurningin: Hví ekki taka hröðu þættina 5% hægar og ná öllu með - og betur? Fjögur píanólög Jóhannesar Brahms Op. 119 vora glæsilega vel spiluð, sérstaklega þó „svarta perlan" (1.), og túlkuð af undraverðum þroska, þrátt fyrir stundum fullsnögg styrkris almennt, frekar slagharða fortissimó-áferð í 2. og vott af loftnót- um í niðurlagi 3. lags. Ákveðin æsku- tengd óþreyja var að vísu yfir sumu, líkt og í Bach, en stormandi niðurlag Rhapsodíunnar (4.) verkaði engu að síður sannfærandi sem ástríðuþrang- ið afturhvarf hins aldna meistara til Kreisler-gervis æskuáranna. Hin skemmtilegu tilbrigði Þorkels Sigurbjömssonar um íslenzkt þjóð- lag fyrir skánska píanistann Hans Pálsson, „Hans variationer" (1979) vora flutt af leiftrandi fjöri. Meðvit- und píanistans um aðferðir tón- skáldsins leyndi sér ekki, hvorki í pólýfónísku, rytmísku, skapgerðar- legu né stílbragðalegu tilliti, og var t.a.m. kostulegt að heyra góðlátlegu skopstælingar Þorkels á „grand“ píanóstfl síðrómantíkera á við Rakh- maninoff innan um framsæknari tilþiif í snarpri og velupplagðri meðferð Áma Heimis. I þeim samanburði gat 1. Sónata Albans Berg frá 1908 verkað eins og atónöl sýraupplausn á Chopin, sem píanistinn lék af skapmiklum krafti, en þrátt fyrir ýmsa fallega fleti vora heildaráhrif þessa æskuverks að mín- um smekk heldur einsleit og jafnvel ívið langdregin. E.t.v. hefði meiri yf- irvegun og stærri rúbató getað bætt þarúr. Argentínsku dansar Albertos Gin- astera (1916-83) vora einnig æsku- verk, samið 1937. Líkt og þjóðlegu pí- anóverk Brahms og Dvoráks urðu dansamir til að koma höfundi á kort- ið, enda h'tfl furða að þeir skyldu snemma höfða til píanóvirtúósa um víðan heim. Mikið gengur á í útþátt- unum tveimur, og fór þar Ami Heim- ir á tæknikostum í þéttriðnum „moto perpetuo“ rithætti og sýndi mikla fingrafimi. Þó var hinn angurvært líðandi miðþáttur kannski eftirminni- legastur þar sem hljóma- og tónferli gátu minnt á þjóðdansinn tangó, eða kannski enn frekar á milonga, þó að hrynjandin væri önnur. Kom hér fram sem víðar, að Árni Heimir Ing- ólfsson er píanisti með skap, næmi og innsýn, og gefst trauðla betra vega- nesti ungum hljómlistarmanni á upp- leið. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Þorkell Leikstjórinn Ian McElhinney ásamt Stefáni Karli Stefánssyni, Bimi Gunnlaugssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni. Með fulla vasa af grjóti NÚ standa yfir æfingar í Þjóð- leikhúsinu á írska leikritinu Með fulla vasa af grjóti (Stones in his pockets) eftir Marie Jon- es. Leikstjóri er IanMcElhinn- ey. Jones er einnig leikkona, fædd og uppalin í Belfast. Af- kastamikil á báðum sviðum, leikandi og skrifandi. Maki hennar er Ian McElh- inney, leikari og leikstjóri með langan feril að baki. Hann setti upp fyrstu sýninguna á Stones in his Pockets á írlandi. Sú sýn- ing var valin besta leiksýning ársins á írlandi 1999 og annar leikarinn valinn besti leikari ársins. Ian hefur sett sýninguna upp víðar, bæði í Englandi (London) og í Svíþjóð. Sýningin í London hlaut nýlega Evening Standard Award sem besta gamanleikritið. Leikendur eru tveir, Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson. Aðstoðarleikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Lýs- ingu hannar Ásmundur Karls- son. Umsjón með leikmynd og búningum hefur Elín Edda Ámadóttir. Frumsýning er fyrirhuguð á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins um áramótin. Frá tdnlcikum Jólabarokk-hópsins. Jólabarokk í Salnum ÁRLEGIR Jólabarokk-tónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Tónleikarnir eru síðustu tónleik- arnir í Tifirá, tónleikaröð Kópa- vogsbæjar, fyrir jól. Að þessu sinni munu tónlistar- menn Jólabarokks flytja ftalska konserta eftir Vivaldi, Galuppi og Albinoni. Blásarar Jólabarokks hafa fengið til liðs við sig strengja- leikara undir forystu Hildigunnar Halldórsdóttur. Leikið verður á 17. og 18. aldar hljóðfæri. Flyljendur eru: Elín Guðmundsdóttir semball, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Lilja Hjaltadóttir fiðla, Ólöf Sess- elja Óskarsdóttir selló, Páll Hann- esson bassi, Sarah Bukley víóla, Camilla Söderberg blokkflauta, Snorri Örn Snorrasoh lúta, Peter Tompkins óbó, Martial Nardeau flauta, Guðrún Birgisdóttir flauta. Miðasalan er opin alla virka daga kl. 13-18 og tónleikakvöld til kl. 20. Um helgar er miðasalan opnuð klukkustund fyrir tónleika og sím- inn er 570 0400. sandra Kvenskór ---------------------------------------------------^ Bækurnar að vestan Vestfirska forlagið á Hrafnseyri einbeitir sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu „Bækurnar að vestan". Lögð er áhersla á að blanda saman blíðu og stríðu, gamni og alvöru í bókum Vestfirska for- lagsins, líkt og gerist í lífinu almennt og ættu allir, sem áhuga hafa á mannlífi á Vestfjörðum fyrr og nú, að finna í þeim eitthvað við sitt hæfi. Bækurnar sem koma að vestan að þessu sinni eru: 1. Frá Bjargtöngum að Djúpi 3. bindi. 2. Strandamaður segirfrá. Æviminningar Torfa Guðbrandssonar frá Heydalsá í Strandasýslu. 3. 101 ný vestfirsk pjóðsaga 3. hefti, í samantekt Gísla Hjartarsonar á ísafirði. 4. Hljóðbók: Vestfirskar þjóðsögur í gömlum og nýjum stíl. Sögumaður: Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal. Mannlífog sagafyrir vestan, 8. hefti, kemur út íjanúar. Bækurnar að vestan fást í bókaverslunum um land allt. Landsmenn góðir! Göngum hægt um gleðinnar dyr og dönsum varlega í kringum gullkálfinn. Munum eftir þeim sem liggja á vegarkantinum og þurfa á hjálp okkar að halda. Guð veri með ykkur. Vestfirska forlagið Pöntunarsími og fax 456 8181. Netfang: jons@snerpa.is _____________________________________________/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.