Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nítján
plötur frá
Smekkleysu
Smekkleysa gefur út nítján plötur
á þessu ári, en plata Sigur Rósar,
Agætis byrjun, sem kom út í fyrra hefur
nú selst í yfír 12.000 eintökum hér á
landi, kom út í Bretlandi í ágúst sl. og
vonir standa til að hún fari á Bandaríkja-
markað í byrjun næsta árs.
Magnús
Blöndal
Jóhannsson
UTGAFUR
Smekkleysu á
árinu eru:
Björn Jörund-
ur hefur sett
saman geisla-
plötuna Have a
Nice Trip ásamt
félögum sínum í
Luxus en reynd-
ar samið öll lög
og texta sjálfur.
Um er að ræða
poppplötu
skrýdda fjörug-
um lagasmíðum.
Hilmar Örn
Hilmarsson &
Sigur Rós:
Englar alheims-
ins er tónlist
Hilmars við
kvikmjmdina
Englar alheims-
ins, sem hlaut
Edduverðlaunin í ár sem
besta tónlist í kvikmynd.
Tvö lög á plötunni eru í
flutningi hljómsveitarinn-
ar Sigur Rósar, en það eru
Dánarfregnir og jarðar-
farir og Bíum bíum bamb-
aló.
Mínus: Jesus Christ
Bobby er önnur breiðskífa
rokksveitarinnar Mínuss.
Öm Thoroddsen, var upp-
tökustjóri plötunnar og
læddi hann straumum úr óhljóða-
listinni inn í lögin og á milli þeirra.
Egill Sæbjörnsson: Tonk of the
Lawner önnur breiðskífa mynd-
listarmannsins Egils Sæbjörns-
sonar.
Óvæntir bólfélagar. Motoriab
#1 inniheldur upptökur úr serí-
unni Óvæntir bólfélagar sem Til-
raunaeldhúsið stóð fyrir mánaðar-
lega árið 2000 í samvinnu við
Menningarborgina. Plottið að
baki hverjum viðburði var að leiða
saman listamenn úr ólíkum horn-
um svo úr yrði ný og ögrandi sam-
suða.
Björk: Selmasong inniheldur
tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur
úr kvikmynd danska leikstjórans
Lars von Trier, Dancer in the
Dark. Öll lög og textar eru eftir
Björk sjálfa nema þau sem urðu til
í samvinnu hennar við Sjón, Mark
Bell, Lars von Trier eða Siobhan
Fallon.
Margrét Örnólfsdóttir. Mar er
geisladiskur með tónlist Margrét-
ar Örnólfsdóttur, fyrrum Sykur-
mola, úr kvikmyndum, sjónvarpi
og leikhúsi ásamt tónlist sem hún
samdi fyrir þátttöku íslands á
Expo 2000 í Hannover og Expo
1998 í Lissabon.
Óskabörn þjóðarinnar er safn-
diskur með tónlistinni úr sam-
nefndri kvikmynd Jóhanns Sig-
marssonar. Nokkrar helstu rokk-
hljómsveitir landsins spiia lögin.
Elsa Sigfús-. Ykkar einlæg er
plata með „Flauelsröddinni þýðu“.
Upptökurnar á diskinum spanna
allan söngferil Elsu, frá árunum
1937 til 1962. Nokkrar af helstu
Björk
Guðmunds-
dóttir
dægurlagasveit-
um Dana á þess-
um tíma leika
undir söng Elsu
og hljómsveit
Bjarna Böðvars-
sonar.
Helga Ing-
ólfsdóttir.
Bach-Goldberg-
varíasjónir.
Platanvarhljóð-
rituð á sumar-
tónleikum í
Skálholtskirkju
í ágúst 1999.
Helga Ing-
ólfsdóttir og
Jaap Schröder.
Sónötur fyrir
fiðlu og sembal.
Tveir brautryðj-
endur í flutningi
barokktónlistar
heima-
Sveinbjörn
Svein-
björnsson
i sinum
löndum sameinast á þess-
ari plötu.
Jórunn Viðar. Slátta
geymir fjögur verk Jór-
unnar þar sem hljóðfæri
hennar, píanóið, kemur
alls staðar við sögu.
Peirra á meðal er píanó-
konsertinn Slátta sem
fyrst heyrðist árið 1977 í
flutningi tónskáldsins
sjálfs og Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands en á disk-
inum er verkið í flutningi Stein-
unnar Bimu.
Kammerkór Suðurlands: Eg
byrja reisu mín er „íslensk kirkju-
tónlist í þúsund ár“ verk allt frá
kristnitöku til dagsins í dag.
Stjómandi kórsins er Hilmar Öm
Agnarsson, organisti í Skálholti.
Sverrir Guðjónsson, kontratenór,
hafði listræna umsjón með útgáf-
unni og upptökunum.
Magnús Blöndal Jóbannsson:
Elektrónísk stúdía er fyrsta
geislapalatan sem tileinkuð er
verkum Magnúsar og geymir upp-
tökur á verkum hans frá sjöunda
áratugnum.
Pétur Jónasson og CAPUT:
Dansar dýrðarinnar. Á þessari
plötu birtist gítarinn í nýstárleg-
um hljóðheimi fjögurra hljóðfæra-
leikara úr CAPUT-hópnum. Á
plötunni em verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, Porkel Sigurbjömsson
og Hafliða Hallgrímsson.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson: ís-
lenska einsöngslagið er áttunda
platan í samnefndri útgáfuröð
Smekkleysu og er tónlistin á henni
öll eftir Sveinbjörn Sveinbjöms-
son. Flytjendur em söngvaramir
Bergþór Pálsson og Signý Sæ-
mundsdóttir og Jónas Ingimund-
arson píanóleikari.
Ljóð og jazz.. Á þessari plötu
koma fram skáldin Jón Óskar,
Matthías Johannessen, Jóhann
Hjálmarsson, Nína Björk Ama-
dóttir, Þorri Jóhannsson og Ari
Gísli Bragason og tónlistarmenn-
imir Carl Möller, Guðmundur
Steingrímsson og Birgir Braga-
son.
Með sól í hjarta
og trega í bland
TÖNLIST
Geislaplötur
KVÖLDSTUND
MEÐ MOZART
Wolfgang Amadeus Mozart: Flautu-
kvartett í C-dúr K. Anh. 171, Óbó-
kvartett í F-dúr K. 370, Horn-
kvintett í Es-dúr K. 407, Píanó-
kvartett í g-moll K. 478. Flytjendur:
Kammersveit Reykjavíkur: Martial
Nardeau (flauta), Matej Sarc (óbó),
Joseph Ognibene (hora), Selma
Guðmundsdóttir (píanó), Rut Ing-
ólfsdóttir (fiðla), Svava Beraharðs-
dóttir (víóla), Sarah Buckley (víóla),
Þórann Ósk Mannósdóttir (víóla),
Inga Rós Ingólfsdóttir (selló).
Heildarlengd: 74’30. Útgáfa: ÁC-
Classics / Japis JAP 0076-2. Verð:
kr. 2.199.
KVÖLDSTUND með Mozart
heitir hún nýja geislaplatan frá
Kammersveit Reykjavíkur en ef til
vill væri „dagstund" nær andrúms;
loftinu á þessari sólríku plötu. í
þremur verkanna er Mozart í sínu
léttasta skapi, sjaldnast dregur
fyrir sólu. Því skiptir það öllu máli
að flytjendur hafi sól í hjarta þeg-
ar þeir fást við þessa tónlist, sem
þrátt fyrir slétt og fellt yfirborð,
er samt svo erfið í flutningi vegna
þess hve einföld og gegnsæ hún er.
Hér hafa menn greinilega lagt sig
í líma við að koma birtunni og létt-
leikanum til skila og árangurinn er
eftir því. Þetta er sannarlega fal-
legur diskur sem ætti að falla í
smekk allra sem yndi hafa af góðri
tónlist. Og Kammersveitin er
rausnarleg, sjötíu og fjórar mín-
útur er nálægt hámarkinu sem
einn diskur rúmar.
Þessi fjögur kammerverk Moz-
arts eru frá þeim tíma sem hann
var hvað frjóastur. Flautukvartett-
inn er líkast til frá 1777 og er því
elstur þeirra, Óbókvartettinn er
frá 1781 og Hornkvintettinn er
saminn 1782. Píanókvartettinn er
frá 1785, sama árið og píanókons-
ertarnir nr. 20, 21 og 22. Enda
heyrist það glöggt, oft finnst
manni maður vera að hlusta á
píanókonsert og ekki kammerverk.
(Skyldi engum hafa dottið í hug að
útsetja píanókvartettinn fyrir
hljómsveit?) Píanókvartettinn, með
sínum óvenju dramatíska upphafs-
kafla og tregafulla miðkafla er
eina alvarlega verkið, ef svo má að
orði komast, sem hér er flutt.
Hann er eitt meginverka Mozarts
og er hér leikinn á mjög sannfær-
andi hátt. Öruggur píanóleikur
Selmu Guðmundsdóttur er þrótt-
mikill eins og hæfir verkinu og
samspil hennar og strengjaleikar-
anna ágætt.
Martial Nardeau stelur senunni
með glitrandi flautuleik sínum í
Flautukvartettinum. Hlustið bara
á síðasta tilbrigðið í seinni kafl-
anum til að sannfærast. Svona
spila bara þeir sem algert vald
hafa á hljóðfæri sínu. Meðleikarar
hans úr Kammersveitinni taka
þátt í gamninu af lífi og sál, leikur
þeirra er lifandi og fullur gáska.
Það er annars furðulegt til þess að
hugsa að Mozart skuli hafa getað
búið til svo ágæt verk fyrir flautu,
hljóðfærið sem hann hreinlega
þoldi ekki. Og samdi m.a.s. heila
óperu þar sem flautan gegnir svo
mikilvægu hlutverki!
Einleikarinn í Óbókvartettinum
er Matej Sarc. Hann er ákaflega
fær hljóðfæraleikari og skilar sínu
með aðdáunarverðum þokka. Sér-
staklega nýtur fágaður leikur hans
sín vel í angurværum millikaflan-
um.
Þeir lesendur sem muna eftir
stressinu á sinfóníutónleikum þeg-
ar hornsóló voru í aðsigi (t.d. hægi
kaflinn í 5. sinfóníu Tchaikovskys
eða samspil hornanna í lokaþætti
Eroicu) vita að tími þess háttar
blásaramistaka er sem betur fer
löngu liðinn. Einn svokallaðra
„tengdasona íslands", hornleikar-
inn Joseph Ognibene sem hér hef-
ur búið í tæpa tvo áratugi, tel ég
að hafi innleitt nýjan „standard"
meðal hornleikara hér á landi. Ör-
yggi hans hefur ávallt verið óvið-
jafnanlegt og það má glöggt heyra
hér í Hornkvintett Mozarts. Við
hliðina á smágerðari og e.t.v.
þokkafyllri hljóðfærum eins og
óbói og flautu gæti hornið auðveld-
lega hljómað svolítið klossað, en
þannig er það ekki í meðförum
hans. Léttleiki og elegans einkenn-
ir leik Ognibenes og félaga hans
svo úr verður hin besta skemmtun.
Hljóðritun Páls Sveins Guð-
mundssonar er prýðileg og jafn-
vægið milli einleikara og meðleik-
ara ágætt.
Þessi mætti vel fara í jólapakka
til besta vinar míns.
Valdemar Pálsson
Jólatónleikar
í Reykjanesbæ
AÐRIR jólatónleikar Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar verða í
Kirkjulundi fimmtudaginn 14. des-
ember kl. 19.30. Þar koma fram
barna- og unglingakór undir stjórn
Hjördísar Einarsdóttur og með
kórnum leikur Geirþrúður F. Boga-
dóttir á píanó, hinn nýstofnaði
bjöllukór, einnig undir stjórn Hjör-
dísar, strengjasveitir, yngri og
eldri, undir stjórn Unnar Pálsdótt-
ur og Úlfars Inga Haraldssonar, og
trompetsamspil, sem David Noote-
boom stjórnar.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Dagana 13.-19. desember verða
jólatónleikar hinna ýmsu deilda
skólans, þar sem einn eða fleiri
kennarar standa saman að jólatón-
leikum. Tónleikarnir fara ýmist
fram á sölum skólans í Austurgötu
13 og á Þórustíg 7, á sal Heið-
arskóla, í Kirkjulundi eða í Ytri-
Njarðvíkurkirkju.
Þessa sömu daga stendur tónlist-
arskólinn fyrir jólatónleikum í
grunnskólunum, þar sem bekkir
eru annaðhvort kallaðir á sal eða í
tónmennta- og forskólastofur á
skólatíma og haldnir jólatónleikar.
Á þeim tónleikum koma fram þeir
nemendur tónlistarskólans sem eru
í viðkomandi árgangi. Öllum þess-
um grunnskólatónleikum lýkur svo
með því að sungin eru jólalög.
Nemendahópar úr tónlistarskól-
anum flytja jólatónlist á fjölmörg-
um fundum félagasamtaka í
Reykjanesbæ nú í desember, auk
þess að tengjast starfsemi Ytri-
Njarðvíkurkirkju og Keflavíkur-
kirkju. Hópar úr hljómsveitum
skólans leika svo fyrir gesti og
gangandi í verslunum bæjarins
nánast fram að jólum.
Bach í Breið-
holtskirkju
Aðventu-
tónleikar
Lögreglu-
kórsins
ÁRLEGIR aðventutónleikar Lög-
reglukórs Reykjavikur verða í
Selfjarnarneskirkju annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.
Gestakór verður Barna- og
unglingakór Grafarvogskirkju.
Einsöngvari með lögreglukórnum
er Hervald Rúnar Gislason, 10
ára.
Stjórnandi Lögreglukórsins er
Guðlaugur Viktorsson og stjórn-
andi barna- og unglingakórsins
er Oddný Þorsteinsdóttir. Undir-
leik annast Hörður Bragason.
Aðgangseyrir er 500 krónur,
en ókeypis er fyrir börn og eldri
borgara. Kaffiveitingar verða f
safnaðarsal að loknum tónleik-
unum í boði Lögreglukórsins.
-----*-*-4---
Aðventutón-
leikar í Laug-
arneskirkju
AÐVENTUTÓNLEIKAR Tónlist-
arsambands Alþýðu verða í Laugar-
neskirkju annaðkvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20.
Á tónleikunum koma fram fjórir
kórar sem eru í sambandinu, en þeir
eru:
SFR-kórinn, stjórnandi Páll
Helgasonar, Landsímakórinn,
stjórnandi Helgi R. Einarsson,
RARIK-kórinn, stjórnandi Violeta
Smid og Álafosskórinn, stjórnandi
Helgi R. Einarsson.
Að lokum munu allir kórarnir
flytja saman tvö lög.
Aðgangur er ókeypis.
JÖRG E. Sondermann flytur orgel-
verk eftir Johann Sebastian Bach í
Breiðholtskirkju annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.
Tónleikarnir annað kvöld eru þeir
níundu af alls 26 tónleikum sem eru
60-65 mínútna langir hverjir um sig.
Jörg E. Sondermann fæddist í
Þýskalandi og flutti til íslandB
haustið 1997. Hann hefur síðan starf-
að sem organisti í Hveragerðis- og
Kotstrandarsóknum. Hann hefur
einnig kennt kórstjórn og orgelleik
við Tónskóla Þjóðkirkjunnar fré
hausti 1999.
Tilefni þessa tónleikahalds er 250.
ártíð Johanns Sebastians Bach.
Ásamt þekktari verkum Bachs er
hér um að ræða allar þekktar frum-
gerðir og tilbrigði, verk sem vafi er á
að hann hafi samið og verk sem upp-
haflega voru ekki samin fyrir orgel,
•en hæfa orgelinu (t.d. Kunst der
Fuge).
Þetta mun í fyrsta sinn sem öll
orgelverk Bachs eru flutt hér á landi
af einum organista, en fyrir hálfum
öðrum áratug sameinuðust íslenskir
organistar um þetta viðamikla verk-
efni.
Aðgangseyrir er 900 krónur og
rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar.