Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 28

Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 28
ií IÍJ ítdi 28 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Allri rödd fegra Móðurmálið er gjöf guðs til mannanna. Sú var meining Georgs Sauerwein, þýskfædds málamanns, sem undir lok nítjándu aldar háði trúarinnar góðu baráttu til verndar tungu og menningu minnihlutahópa í þýska ríkinu. Sauerwein kunni ógrynni tungu- mála, var sérstæður um margt og lifði óvenjulegu lífí. Oskar Vistdal, sem um ára- bil var sendikennari í norsku við Háskóla Islands, hefur skrifað bók um Sauerwein, ævi hans og störf. Trausti Ólafsson hefur kynnt sér bókina. Reuters Bændur Malevitsj í KJÖLFAR sameiningar Þýska- lands í eitt ríki árið 1871 hófst menn- ingarleg aðför að þeim þjóðarbrotum í ríkinu sem ekki höfðu þýsku að móð- urmáli. Tungu þeirra var úthýst úr skólum og hún bönnuð í kirkjum. AU- ir þegnar þýska ríkisins skyldu tala og tjá sig á hinu germanska máli meirihlutans og guð skyldi ekki ávarpaður á öðrum tungum en þeirri þýsku. í þessari menningarlegu orra- hríð urðu hvað harðast úti Litháar í Austur-Prússlandi og hinir slavnesk- mæltu Sorbar í Lausitz. Georg Sauerwein, sem var mæltur á tungumál beggja þjóðanna, leit á þessar aðgerðir stjómvalda sem glæp, ekki aðeins gegn þeim bömum sem var gert að beita erlendu tungu- máli áður en móðurmáiið hafði skotið föstum rótum í huga þeirra, heldur einnig gegn því sem hann kallaði „anda hvítasunnunnar“. Hann áleit semsé að nauðungarkennsla af því tagi sem fram fór í skólum og kirkjum þessara landsvæða fjarlægði þjóðim- ar frá kristinni trú. Sé þessi kenning Sauerweins um tengsl trúar og tungu höfð í huga öðl- ast vers Hallgríms Péturssonar, Gefðu að móðurmálið mitt, nýja og dýpri merkingu. Skáldið biður drott- in sinn ekki þess eins að móðurmálið breiði út orð hans um landið allt, held- ur einnig þess að hann varðveiti móð- urmálið svo lengi sem landið byggist. Sauerwein fæddist í Hannover árið 1831. Þegar á ungaaldri mun hann hafa sýnt óvenjulega hæfni til að nema tungumál. Hann valdi sér aust- urlenskar tungur að námsgrein þeg- ar hann hóf háskólanám í Göttingen, en hvarf frá námi án þess að ljúka prófum. Frá Göttingen hélt Sauer- wein til Bretlands þar sem hann var búsettur næstu þrjú árin, meðal ann- ars sem heimiliskennari í Wales. I því landi kynntist hann af eigin raun þeim áhrifum sem lifandi tunga og menning þjóðar sem býr við erlent opinbert stjómsýslumál hefur á lífs- viðhorf og sjálfsmynd fólks. Wales- búar urðu Sauerwein lifandi dæmi um verðmæti móðurmálsins, hinnar dýrmætu gjafar guðs til manna. Meðan á dvöl Sauerweins í Bret- landi stóð tókst samstarf með honum og Breska biblíufélaginu og hafði Sauerwein umsjón með útgáfu félags- ins á heilagri ritningu á að minnsta kosti tólf tungumálum. Sjálfur þýddi hann Jóhannesarguðspjall á kabýl- ísku. Þessi störf Sauerweins í þágu biblíuútgáfunnar bresku bera vitni um yfírgripsmikla þekkingu á tungu- málum en segja þó ekki alla söguna. Það er sagt að þessi sérstæði maður hafi haft nokkurt vald á sjötíu og fimm tungumálum og að á þriðjungi þeirra hafi hann verið vel ritfær og ágætlega talandi. Oskar Vistdal gerir fremur að draga úr frásögnum af ótrúlegri tungumálakunnáttu Georgs Sauer- wein en að bæta við þær. Hann hefur eftir Sauerwein sjálfrim að hann hafi þekkt vel til 60 tungumála en ekki tal- ið sig hafa kunnað nema þrjú þeirra. Jafnframt rekur Oskar lýsingu Sauerweins á því hve misvel tiltæk öll þessi tungumál hafi verið honum, þótt flest þeirra hafi hann getað vakið til lífs einhvers staðar úr sofandi vitund- inni hafi hann þurft þeirra við. Oskar telur Sauerwein hafa va- nætlað eigin kunnáttu og álítur að hann hafi ráðið allvel við 20 til 25 þjóðtungur. Oskar hefur meðal ann- ars að viðmiði dagbók Sauei-weins þar sem hann segir fi-á þeim tungum sem hann hvem helgan dag biðst fyr- fr á og eru þær tuttugu talsins. Önnur tungumál sem Sauerwein hafði inn- grip í telur Oskar hann hafa ráðið miður við. í þeim flokki eru finnska og íslenska, en ljóð Sauerweins á þessum málum eru, að sögn Oskars, svo yfirskyggð málvillum að boðskap- ur þeirra fer forgörðum. Ást á ungri prinsessu Það orðspor sem fer af tungu- málakunnáttu Georgs Sauerwein er með ólíkindum og minnir á sögur af undrabömum og ofurmennum á af- mörkuðum sérsviðum. Svo sem títt er um slíkt fólk mun Sauerwein um margt hafa verið óvenjulegur maður. Hann rakst illa í hópi, tolldi ekki í embættum og var mjög á faralds fæti. Að vonum varð hjónaband ekki hans hlutskipti. í allri hans harla óvenjulegu sögu er það eigi að síður ástarsaga Sauer- weins sem ekki hvað minnst snertir við hjarta lesandans. Að lokinni Eng- landsdvöl réðst hann heimiliskennari Elísabetar prinsessu af Wied í Rín- arhéruðum. Þetta var árið 1857 og stúlkan var þá aðeins fjórtán ára að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur prins- essunnar kviknaði ást milli hennar og kennarans. Þijú ár vom þau samvist- um en þar kom að þau fengu ekki leynt samdrætti sínum. Sauerwein var rekinn úr vistinni og næstu árin lifði hann í einstæðingsskap og dep- urð. Það lá fyrir Elísabetu af Wied að verða drottning í Rúmeníu. Konung- legt hjónaband og tign stóð þó ekki í vegi fyrir því að hún héldi stöðugu bréfasambandi við æskuunnusta sinn. Og alla ævi Sauerweins var El- ísabet hans músa, þótt hann væri ekki ónæmur fyrir aðdáunarafli annarra kvenna. I minninguna um prins- essuna frá Rín og andlegt samband sem var viðhaldið með bréfaskiptum SÝNINGARGESTUR í rússneska safninu í Sankti Pétursborg í Rússlandi virðir hér fyrir sér verkið Bændur eftir rússneska listamanninn Kazimír Malevitsj. við hana sótti hann innblástur og styrk. í Guðbrandsdal Opinber andstaða Georgs Sauer- wein við málhreinsunarstefnu þýskra stjómvalda olli honum erfiðleikum og hann átti bágt með að þola þá ritskoð- un sem stunduð var í landinu. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að hann leitaði skjóls í Guðbrandsdal í Noregi þar sem hann bjó samanlagt í sjö ár á árunum 1881-1904. Að sjálf- sögðu lagði Sauerwein sig eftir því að nema mállýsku Guðbrandsdæla og tókst það svo vel að nánast var litið á hann sem einn af þeim. Nú hefur annar Dalamaður, Oskar Vistdal, sett saman bók um þennan óvenjulega mann. Bók sína nefnir Oskar: Georg Sauerwein - europear og dol, Georg Sauerwein - Evrópu- og Dalamaður, og kom hún út hjá Norsk Bokreidningslag í Bergen í sumar sem leið í tengslum við þriðju alþjóðaráðstefnuna um Sauerwein sem haldin var á Dovre í Guðbrands- dal. Ást á þjóðum og tungum Saga Georgs Sauerwein í meðför- Öll verk Malevitsj, sem enn er að finna í Rússlandi, eru nú í fyrsta skipti sýnd saman og eru þau 101 talsins. um Oskars Vistdal er áhrifamikið verk. Ekki er bókin einasta mikil að vöxtum og ágæt vísindaleg úttekt á málakunnáttu sérstæðs manns, rit- störfum hans og skáldskap, ásamt þrotlausri baráttu hans fyrir málstað þeirra sem stöðugt urðu að lúta í lægra haldi í menningarlegri herför valdhafa mtjándu aldar. Hún er einn- ig og ekki síður sagan af einstæðu hugarfari sem er vandlýst og því innsæi, ástúð og virðingu sem er for- senda þess að tileinka sér framandi tungur. Án ástar á þjóðinni sem mæl- ir muntu tæpast nema tungu hennar til neinnar fullnustu. Oskar Vistdal er málvísindamaður, en það er niðurstaða hans að Sauer- wein, þrátt fyrir yfirgripsmikla tungumálakunnáttu, hafi ekki fyllt flokk málvísindamanna. Sauerwein var ekki lagið að rannsaka tungumál með vísindalegum hætti, ástríða hans var að komast í snertingu við sálir þjóða og hann trúði því að greiðasti aðgangurinn þar væri í gegnum móð- urmál þeiira. Bók Oskars Vistdal er saga um mann sem gæddur var sjald- gæfum skilningi á eðli sambandsins milli sálar þjóðar og tungunnar sem hún tjáir sig á. Jafnframt er hún áminning um þá hættu sem þessu fjöreggi jafnan stafar af ofríki vald- hafa sem veigra sér ekki við að svipta þjóðir og þjóðarbrot móðurmálinu. Þýska keisarastjómin og aðför henn- ar að smáþjóðum innan þýska ríkisins er einungis eitt dæmi um slíkar að- gerðir. Islenskan er meðal þeirra tungu- mála veraldar sem vel gætu farið for- görðum í óðagoti upplýsingaaldar. Sagan af lífsstarfi Sauerwein minnir á þessa staðreynd. Sé það trúa okkar að illt yrði verra ef íslenskan týndist er þörf á að staldra við og íhuga hvað verða mætti til bjargar. Trúlega er fátt öflugra en sú ást á móðurmálum þjóðanna sem Georg Sauerwein var umfram aðra menn gæddur. Það er ánægjuefni að meðal þeirra sem stutt hafa Oskar Vistdal í marg- háttuðu rannsóknarstarfi hans við að- föng til bókarinnar um Sauerwein skuli vera Sáttmálasjóður Háskóla Islands. y<JH-2000 v 13. desember HÁSKÓLABÍÓ Hvítir hvallr - kvikmyndir Friðriks Þórs í 25 ár 23:00 On Top/ Skytturnar - 80 mín. 1987 19:00 Kúrekar norðursins - 82 mín. 1984 21:00 On Top/ Skytturnar-80 mín. 1987 23:00Á köldum klaka -87 mín. 1995 ALHLIDA TOLVUKERFi HUGBÚNAÐUR FYRiR WiNDOWS Stólpi fyrir Windows Kynning á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1, 14. desember, kl. 16.00 -18.00 Kynnt verður ný útgáfa af Stólpa fyrir Windows og nær bókhaldskerfið nú til flestra þátta atvinnurekstrar. Meðal nýjunga má nefna nýtt birgðakerfi, tilboðs- og sölukerfi og tengingu við innheimtukerfi banka. Launakerfi með áður óþekktum sveigjanleika er tilbúið. Vefverslun með beintengingu við birgðakerfið er vel á veg komin. Kerfisþróun ehf. byggir á fimmtán ára reynslu við gerð viðskiptahugbúnaðar og þjónar um 1500 viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífsins. Um 70 fyrirtæki hafa nú þegar tekið Stólpa fyrir Windows í notkun og mörg bætast við um áramótin. Hægt er að skoða kerfin á heimasíðu Kerfisþróunar:http://www.kerfisthroun.is Komdu, sjáðu og láttu sannfærast um hvernig upplýsingakerfi á að líta út. Helstu bókhaldskerfin frá Kerfisþróun: Fjárhagsbókhald, Skuldunautabókhald, Lánardrottnabókhald, Sölukerfi, Innheimtukerfi banka, Birgðakerfi, Vefverslun, Framleiðslukerfi, Verkbókhald, Launakerfi, Stimpilklukkukerfi, Tilboðskerfi, Bifreiðakerfi, Pantanakerfi, Tollkerfi, Útflutningskerfi og EDI samskipti. KERFISÞRÓUN EHF. Fákafen 11 • Sími5B8 8055 • Fax 568 9031

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.