Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ •^72 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Ö<h ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ simi 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ANTÍGÓNA eftir Sófókles Frumsýning annan í jólum 26/12 uppseit, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus. HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne Fös. 29/12. Smlðaverkstæðið Id. 16.00: MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones Þýðandi: Guðni Kolbeinsson Lýsing: Ásmundur Karlsson Útfærsla leikmyndar og búninga: Elín Edda Árnadóttir Aðstoðarleikstjóri: Björn Gunnlaugsson Leikstjóri: lan McElhinney Leikendur: Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson. Frumsýning lau. 30/12, örfá sæti laus. GJAFAKORT í ÞJÓÐLEIKHÚSIÖ - GJÖFIN SEM LIFNAR Wö/ www.leikhusid.is midasala@teikhus,id.i,s Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan eropin mán,—þri. kl. 13—18, mið.—sun. ki. 13—20. Leikfélag íslands Gjafakort í Leikhúsið — skemmtileg jólagjöf sem lifir lte"liL. 552 3 0 00 Á SAMA TÍMA SÍÐAR Frumsýn. fim 28/12 ki. 20 örlá sæti 2. sýn. fös 29/12 kl. 20, A kort gilda 3. sýn. lau 30/12 kl. 20, B kort gilda fös 5/1 kl. 20 C&D kort gilda SJEIKSPÍR EING 0G HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 20 Kvikleikhúsið sýnir: BANGSIM0N sun 17/12 kl. 15.30 530 303O I JOLAMÁLSVERÐUR 0G SÝND VEIÐI | fös 15/12 kl. 19 lau 16/12 kl. 19 SÝND VEIÐI fös 29/12 kl. 20 LEiKHÓPURINN PERLAN Perlujól i Iðnó sun 17/12 kl. 17 TRÚÐLEIKUR fös 5/1 kl. 20 sun 7/1 kl. 20 fim 11/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhós og/eða veitingahús er í sima 530 3042. opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn I salínn eftir að sýning hefst. midasala@feik.is — www.leik.is HAFNARFJARÐARLEIKHUSIÐ ’í® n BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur Næstu sýningar Anddyri SUNGIÐ, LESIÐ OG LEIKIÐ Mið 13. des kl. 20 Fiórir listamenn Borgarieikhússins, þau Guðrún Asmundsdóttir, Hera Björk Þór- hallsdóttir, Jón Hjartarson ogSigrún Edda Bjömsdóttir kynna nýútkomin verk sfn. BORGARLEIKHÚSIÐ OPNAR HJARTA SITT! JÓLABOÐ - aðgangur ókeypis, léttar veitingar og allir velkomnir! Lau 1 éTdes kl.14 -17 Atriði sýnd úr Móglí á stóra sviði, Abigail heldur partí á litla sviðl og Skáldanótt ( anddyri. Boðið verður upp á skoðunarferðir um húsið, leiklestra úr verkum I æfingu, jólasöng, óvæntar uppákomur og jólasveinar sprella með bömunum. MÓGLf e. Rudyard Kipling Þri 26. des kl. 14 FRUMSYNING Lau 30. des kl. 14 FALLEG GJAFAKORT Á MÓGLÍ, ÁSAMT VÖNDUÐUM STUTTERMABOL, ERU TILVALIN IJÓLAPAKKA YNGSTU FJÖLSKYLDUMEÐLIMANNA! Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 HEILL HEIMUR (EINU UMSLAGI! NÝ OG FALLEG GJAFAKORT Á LEIK- SÝNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS ERU effir laf Hatik Símonarsoii Svninqar hefiast kl. 20 Aukasýn. fim 28. des., laus sæti Jólasýn. fös. 29. des., örfá sæti .Tólaandakt Litla stúlkan með eldspvturnar eftir H.C Andresen Sun. 17. des. kl. 14, laus sæti. Mán. 18. des., örfá sæti laus. Miðasala i sima 555 2222 , ——^ og á www.visir.is tmtfpargturg JÓLAGJAFIRNAR UM HÆL! HÁTÍÐAR- TILBOÐ Á GIAFAKORTUM FYRIR jÓLIN! Leikhúsmiói a aðeins kr. 1.490! Opin 10 miöa kort á kr. 14.900. Þú sérö sýn- ingarnar sem þú vilt sjá þegar þú vilt sjá þær! Miðasala: 568 8000 leropinkl. 13-1Ó sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 1Ó virka daea. Fax 568 0383 midasala@borgarlelkhus.is www.borgarleikhus.is Rauð jól, jóiavaka Hugleiks fim. 14.des. kl. 21.00 sun. 17.des. kl. 21.00 Missa Solemnis eftir Kristiinu Hurmerinta Innlegg Kaffileikhússins til jólanna, helgi- og kyrrðarstund fyrir alla fjölskylduna í önn jó- laundirbúningsins. Helgileikur sem vekur frið og eindrægni, leikinn I ró við kertaljós og helgistemningu. Einleikari: Jórunn Sigurðardóttir Leikstjóri: Kristiina Hurmerinta Búningar og leikmynd: Rannveig Gylfadóttir Sýningarstjóri: Karólína Magnúsdóttir Frumsýning sunnudaginn 17.12. kl. 17.30 Sýningar daglega kl. 17.30 til jóla Sýning á Þorláksmessu kl. 24.00 Sýning á aðiangadagskvöld kl. 24.00 Míðcpantanlr í Iðnó í sima: 5 30 30 30 MIÐASALA í SÍMA 551 9055 Nick Cave með nýja plötu á næsta ári DPAUMASMIÐ3AN GÓMRHÆGMR eftfr Auö1 Haratds Aukasýning fös 29/12 kl. 20 Sýnt í Tjamartoíói Sýningn er á leiklistartiátíðinni Á mörkunum KaífiLeihhúsið Vesturgötu 3 Nick Cave kallar DIMMEYGÐI snillingurinn Nick Cave snýr loksins aftur til tónlistar- heima á vori komanda en síðasta plata hans, hið lágstemmda og ang- urværa meistaraverk, The Boat- man’s Call, kom út árið 1997. iV Cave og hljómsveit hans, The Bad Seeds, hyggjast gefa út nýja tólf laga breiðskífu í apríl á næsta ári sem mun bera nafnið No More Shall We Part. Cave tók upp plötuna, sem er ellefta hljóðversskífa hans og Bad Seeds, í hinu sögufræga Abbey Road-hljóðveri í Lundúnum í haust og var Bad Seeds í þetta sinnið skip- JSð þeim Mick Harvey, Blixa Bar- geld, Thomas Wydler, Martyn Ca- Frank Bauer Nick Cave: Loksins, loksins... sey, Conway Savage, Jim Sclavunos ogWarren Ellis. Cave er einn þeirra listamanna sem njóta hópdýrkunar í miklum mæli því að þrátt fyrir að hann selji ekki í gámavís á hann sér harðan aðdáendahóp sem stendur með sín- um í gegnum súrt og sætt. Nú sér loks fyrir endann á langri og strangri bið hjá þessum kjama. Nið- urtalningin, svo og eftirvæntingin, er hafin. FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR oooooo Jón Gunnar Geirdal fjallar um Sound Loaded, nýju plötuna með Ricky Martin. ★★★☆☆ Salsataktur í skammdeginu HANN ER MTV- og útvarpsstöðva- uppáhald og án efa einn vinsælasti popptónlistarmaðurinn í heiminum um þessar mundir. Ricky Martin lætin byrjuðu fyrir einhverjum árum síðan þegar hann sló í gegn með lag- inu „Maria" og síðan þá hefur leiðin legið upp á við og þarf víst ekki að minna ykkur á „Livin la vida loca“- brjálæðið sem braust út um heim all- an á síðasta ári. Rétt eins og suðræni salsa-kollegi hans, Enrique Iglesias, þá er hann í miklu uppáhaldi hjá kvenþjóðinni en þokkafullar mjaðmahreyfingar í myndböndum fá m.a.s. karlmenn til að svitna. Sögu- sagnir af meintri samkynhneigð karlsins hafa gengið (kven)manna á milli og valdið mikilli geðshræringu hjá ungum jafnt sem eldri konum á meðan samfélag samkynhneigðra hefur fagnað. Það snertir mig þó ekki mikið hjá hvoru kyninu hann vill kúra því strákurinn býr til pott- þétta salsa/popp tónlist sem selst og spilast og það snýst leikurinn um. Súkkulaðisæti salsa strákurinn er búinn að sigra heiminn á undanförnu ári og er nú kominn með nýjan disk sem ber heitið Sound Loaded. Fyrsta lagið á plötunni og jafn- framt fyrsta smáskífa, „She Bangs“, minnir um margt á stemmninguna í laginu sem maður var alveg kominn með nóg af í fyrrasumar, „Livin la vida loca“, enda mikill kraftur í því. Þetta er pottþéttur sumarsmellur þó það heyrist nú í byrjun vetrar og salsakrafturinn í laginu fær mátt- vanasta fólk til að taka kippi. Það er búið að banna myndbandið í Bret- landi, sem þykir í djarfara lagi, og einhvem hluta af textanum sem fjallar um þessa líka þokkafullu konu og uppáhaldið mitt er: „... She re- minds me that a woman’s got one thing on her mind... “ Áiii?! „Come to Me“ er lag sem er vert að taka eftir á diskinum. Það er í ró- legri kantinum en mjög sterkt lag því strákurinn getur sungið eins og hann hefur sýnt í fyrri lögum eins og „Private Emotions“ sem hann söng með sænsku blómarósinni „Meju“. Hann getur ekki bara dillað sér heldur er hann með rödd sem nýtur sín vel í þægilegum lögum eins og þessu. Annar brjálaður salsatryllir er „Loaded“ sem fer af stað með því- líkum látum og er suðrænn svo ekki meira sé sagt! Þetta er lag sem á eft- ir að gera allt vitlaust með vorinu og ég veðja á sumarsmell 2001. Málið með þennan disk er að hann venst ótrúlega vel og minnir svolítið á nýja Marc Anthony-diskinn. Salsa- smellimir kröftugu kveikja strax í manni en rólegri lögin þurfa meiri hlustun og þá syngja þau í manni og Hjartaknúsarinn Ricky Martin hefur verið í miklu uppáhaldi undanfarið hjá poppútvarps- stöðvum, MTV-sjónvarpsstöð- inni og kvenfólki um gervalla heimsbyggðina. lag eins og „Nobody Wants to Be Lonely" er þar ofarlega á blaði. Sterkur texti sunginn af sorgmædd- um Ricky Martin er formúla sem bræðir hjörtu. Rétt eins og aðrar suðrænar- salsa-stjörnur þá eru flest sterkustu lögin á diskinum einnig sungin á spænsku og það þykir mér mikill og stór plús. Þetta er móðurmál lista- mannanna og þessi seiðandi og kyn- þokkafulli suðræni taktur hljómar einhvem veginn miklu betur. Rólegu lögin njóta sín þar eins og þau kraft- meiri og „Ven a mí (Come to Me)“ er ótrúlega flott á spænsku. Það þarf víst ekki mörgum blöðum um það að fletta að Ricky Martin er alþjóðleg súperstjarna. Hann er poppstjama nýs árþúsunds þar sem söngurinn er kannski ekkert aðalat- riðið heldur stemmningin í lögunum, útlitið og bara vera nógu sexí! En Ricky Martin getur líka sungið og það nokkuð vel eins og þessi diskur sýnir greinilega. Engu að síður er þetta týpískt vinsældar-salsa-út- varps-djamm-popp sem á eftir að syngja í eyrunum á okkur öllum á komandi mánuðum og skilur kannski ekki mikið eftir. En skiptir það einhverju máli? Maður er ekki að biðja Ricky Martin um sáluhjálp heldur vill maður bara stemmningu og með Sound Loaded er upplagt að koma sér í smásumarskap með salsatakt í skammdeginu. Sungið af kappi TOIVLIST Geislaplata NÝKLIPPTUR Fyrsta plata Gríms Helga Gísla- sonar Nýklipptur. Ásamt honum koma fram Kjartan Valdemarsson (píanó og harmonikka), Pétur Grét- arsson (trommur og slagverk), Þórður Högnason (kontrabassi) og Birkir Freyr Matthfasson (trompet og fliigelhorn). Upptaka Sveinn Kjartansson/Stafræna hljóð- upptökufélagið ehf.Stjórn upptöku Pétur Grétarsson. IJtgefandi: Mag- us. Dreifing Skífan. 12 (13) lög, lengd 48:12 mínútur. GRÍMUR Helgi Gíslason er ungur maður sem hefur getið sér gott orð fyrir þátttöku í nokkrum leikritum og söngleikjum undanfarin ár. Má þar nefna Bróður minn Ljónshjarta og Bugsy Malone. Hann er því ekki al- gjör nýgræðingur á listasviðinu. Um daginn kom út platan Nýklipptur sem inniheldur 12 þekkt lög sungin af Grími Helga. Öll lögin, utan tveggja, eru erlend og með enskum texta sem og annað íslensku laganna. Þar sem Grímur Helgi er ungur að árum, þá býst maður við hálfgerðri bamaplötu en svo er alls ekki. Þetta er meira í ætt við djassplötu og það eina sem er óvenjulegt er að flytjandinn er nokk- uð undir meðalaldri þeirra sem vana- lega flytja þannig tónlist, en Grímur Helgi er aðeins 14 ára. Lagavalið á plötunni er mjög gott og það er ekki laust við að manni finnist maður vera að opna konfektkassa eftir að hafa lesið lagalistann á hulstrinu, allavega ættu flestar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þarna má finna perlur á borð við lag Chaplin, „Smile“, hið klassíska „My Funny Valentine" og ny«lipptur. Cat Stevens lagið „Morning Has Broken“ svo einhver séu nefnd. Plat- an byrjar á ágætri útgáfu af „Ferry Across the Mersey“, lagi sem Gerry and the Pacemakers gerðu frægt fyr- ir tæpum 40 árum. Hljómalagið fal- lega „Ástarsæla“, eina lagið á ís- lensku á plötunni er þarna í djassaðri suð- rænni sveiflu, ansi ólíkri þeirri útgáfu sem flestir kannast við og Bítlamir eiga að sjálfsögðu sitt lag, „In My Life“, eitt af uppáhalds Bítlalög- um undirritaðrar, og er það vel flutt af Grími Helga. Á eft- ir því er „My Funny Valentine" eftir Rodgers og Hart. Þar nær listamaðurinn ungi góðri tilfinningu í söngnum, syngur látlaust og einlægt, sérstak- lega í byrjun lagsins og gamaldags og fallegt trompetsóló gefur því svo enn meiri sjarma, tvímælalaust besta lag- ið á disknum. „Wonderful World“, „To Be Grateful“ og „Ben“ koma þar næst og síðan er það „A Nightingale Sang in Berkeley Square“ sem Grím- ur Helgi fer vel með, þar kemur líka skemmtilega fram aldurinn sem söngvarinn er á, eina stundina er hann með rödd ungs drengs en þá næstu heyrist í unga manninum sem hann er að verða. Diskurinn endar svo á perlu Lou Reed, „Perfect Day“, sem hann syngur af næmi. Þetta er þó ekki alveg lokalagið því ef beðið er nokkrar minútur eftir að síðustu tón- ar „Perfect Day“ deyi út þá syngui- Grímur „Danny Boy“ við undirleik kontrabassa. Grímur Helgi er greini- lega músíkalskur og þekkir og hefur augljóslega gaman af þessari tónlist sem hann er að syngja. Hann er með fína rödd, sérstaklega þegar hann syngur á miðju tónsviðinu. Gallinn á plötunni felst samt í söng Gríms Helga. Það er eins og honum hafi verið gefnai’ nokkuð ftjálsar hendur við flutninginn og syngur hann því allt of mörg laganna eintóna, eins og krökkum er eðlilegt að gera, hátt uppi og af meira kappi en getu og fer það þessari tónlist mjög illa. Það er auðvitað ósanngjamt að gagnrýna þetta hjá svona ungum og ómótuðum flytj- anda og verður þetta því að skrifast á þá sem umsjón höfðu með plötunni. Falleg- ast syngur Grímur Helgi þegar röddin er lágstemmd, ég hefði viljað hafa alla plötuna á þeim nótunum því þá kemur þessi tilftnning í sönginn, eins og í t.d. „My Funny Valentine" og Grímur nær að sýna hvað í honum býr. Undirspilið er í góðum höndum Kjartans Valde- marssonar, Péturs Grétarssonar, Þórðar Högnasonar og Birkis Freys Matthíassonar og eiga þeir stóran þátt í plötunni. Maður er oft viðkvæmur fyrir nýj- um útfærslum á gömlum uppáhalds- lögum en þeir hafa náð að koma þeim vel til skila, þó þau þoli vissulega mis- vel djassútsetninguna. Umslagið og útlitið á plötunni er stílhreint og fullorðinslegt sem leggur enn meiri áherslu á að þetta er ekki krakkaplata. Það er þó vonandi að unga kynslóðin kunni að meta tónlist sem þessa eins og Grímur Helgi ger- ir. Það er ekki spurning að þessi strákur á eftir að láta heyra meira frá sér í framtíðinni, hvort sem það er á sviði eða í tónlistarflutningi, enda hef- ur hann margt til að bera, það er bara að sníða sér stakk eftir vexti. íris Stefánsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.