Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 62
*32 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Kæri kjósandi Nýlega er komin út bókin Kæri kjósandi. Gamansögur af íslenskum alþingismönnum. Ritstjórar eru Guðjón Ingi Eiriksson og Jón Hjaltason og seg;ia af kátlegum, og stundum pínlegum, æviatvikum í lífí þingmanna okkar. Morgunblaðið/Porkell Alþingi að störfum. UM HIN kátlegu og pínlegu atvik vitna kaflaheiti eins og; Hvað er í höfði Egg- erts Haukdals?, Salome sefur hjá, Sighvatur Björgvinsson heimsækir Húsavík, Enn af átökum Össurar og Áma Johnsen, Ellert vandar um við ráðherrann og Hjálm- ari Ámasyni hent út. Skal nú gripið niður í Kæra kjós- anda og byrjað á Davíð Oddssyni *sem fær þar rækilega umfjöllun: Þegar Davíð var borgarstjóri sagði hann einhverju sinni frá því, að hann hefði setið fund með uppeídisfræð- ingi, sem taldi það mjög varhugavert út frá sjónarmiði kennslufræðinnar að böm kæmu læs í skóla við sex ára aldur. Davíð vildi ekki gleypa þetta og benti á, að hann hefði sjálfur lært að lesa fjöguma ára gamall og því kom- ið fluglæs í skóla. „Þama sjáiði," svaraði uppeldis- ^fræðingurinn og þar með var þetta útrætt. * Þeir sátu um tíma saman í borg- arstjóm fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Albert Guðmundsson og Davíð Oddsson, og deildu þá stundum harkalega. Eitt sinn sagði Albert og leit með fyrirlitningu á Davíð um leið: „Ég hlusta nú ekki á svona tal í stutt- Bókatíðindi 2000 komin út Félag íslenskra bókaútgefenda buxnadeildinni," og átti þar við ung- liðana í flokknum. Davíð svaraði að bragði: „Mér finnst það koma úr hörðustu átt, þegar þú talar af lítilsvirðingu um stuttbuxur, eftir að hafa hlaupið í þeim í atvinnuskyni í áratugi.“ * Davíð hélt einhverju sinni ræðu á kvöldvöku hjá Skógræktarfélagi ís- lands. Hann sótti vitaskuld líkingar til skógarins og sagði meðal annars: ,Áður en ég fór upp skalf ég eins og hrísla og eftir þetta ber ég ekki mitt barr.“* Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins vorið 1999 störfuðu margs- lags nefndir er létu sér ekkert óvið- komandi. í landbúnaðamefndinni var meðal annars rætt um innflutn- ing á fósturvísum úr norskum kúm og vom nefndarmenn niðursokknir í að ræða kosti og galla slíkra kynbóta þegar Haraldur Blöndal lögfræðing- ur rak inn hausinn og kvaðst vilja mótmæla slíkum innflutningi harð- lega og spurði: „Má þá ekki allt eins flytja inn erlend hestakyn - og asna fyrir framsóknarmenn?“* Þegar Tómas Ingi Olrich var að hefja þing- mennsku haustið 91 reið mikil tísku- bylgja yfir þingið og kepptust þing- menn við að vera sem skrautlegastir. Bar þá svo við að þeir Sigbjöm Gunnarsson og Kristinn Gunnarsson sátu hlið við hlið og vora báðir íklæd- ir sterkrauðum jökkum. Laut þá sessunautur Tómasar Inga, sem var Matthías Bjamason, að honum og spurði: „í hvaða lúðrasveit era þeir bræður?" * Veturinn 1990 varð snarpur jarðskjálfti á Reykjavíkur- svæðinu. Ólafur Ragnar Grímsson var þá í beinni útsendingu í útvarp- inu og þagnaði - augnablik - en hélt síðan áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þessi óvænta þögn Ólafs barst í tal nokkurra samþingmanna hans og höfðu sumir á orði, að líklega þyrfti jarðskjálfta upp á 10 Richter-stig til þess að gera Olaf kjaftklumsa, fyrst skjálfti upp á 5,3 stig hefði aðeins stöðvað hann í örfá sekúndubrot. * Einhveiju sinni varð Ólafur Thors síðbúinn til fundar í Keflavík, en þegar hann birtist kallaði fram- bjóðandi _ Alþýðuflokksins, Guð- mundur í. Guðmundsson, hátt yfir salinn: „Ratarðu ekki í kjördæminu, Ólafur?“ „Nei, blessaður vertu,“ svaraði Ólafur um hæl. „Hjá þessu dugmikla fólki era svo stórstígar framfarir að maður kannast ekki við sig frá degi til dags.“ * Það stendur yfir þingfundur. Olafur Thors á eitt- hvað sökótt við framsóknarmanninn Halldór Ásgrímsson (afa samnefnds utanríkisráðhema sem nú er), geng- ur í pontu og byrjar ræðu sína þann- ig: „Hema forseti, háttvirtur 2. þing- maður Austfirðinga hafði eftii- mér ummæli hér áðan. Þau vora rangt höfð eftir.“ Þá greip Halldór fram í: „Ég hef skrifað þau hér niður hjá mér.“ Ólafur svaraði samstundis: „Það er ekki að sökum að spyrja. Maður sem hugsar vitlaust, hann skrifar vitlaust." * Eitt sinn, sem oft- ar, var skipt um gervifót á Stefáni Jónssyni. Var það gert á Landspít- alanum og þurfti að svæfa þennan kunna grínista áður, enda var að- gerðin ekki með öllu sársaukalaus. Þegar Stefán raknaði við úr svæf- ingunni spurði hann samstundis lækninn, hvernig til hefði tekist. ,jUveg Ijómandi vel,“ var svarað. „Nú getur þú bæði rennt þér á skautum og dansað." „Það era svei mér góðar fréttir,“ sagði Stefán að bragði, „því hvorugt hef ég kunnað til þessa.“ * Theresa Guðmundsdótt- ir, sem var veðurstofustjóri hér í eina tíð, gekk eitt sinn á fund fjár- veitinganefndar Alþingis til þess að krefjast viðbótarfjármagns fyrir stofnun sína. Nefndarmenn tóku henni vel og spurðu strax um veð- urútlitið. Theresa svaraði þeim að bragði: „Það er bara merkilega gott eins og þið látið mig hafa litla pen- inga.“ Pétur Blöndal hinn hæfíleikalausi - eða hvað? Fjölmörg spakmæli þingmanna era tilgreind í Kæra kjósanda. Hér skulu gefin fáein dæmi þar um: „Ég tel að núverandi launakjör alþingis- manna séu þannig að hæfileikarík- asta fólkið í atvinnulífinu og stjóm- sýslunni hafi hreinlega ekki efni á því að fara á þing.“ Hinn „hæfileika- lausi“ Pétur Blöndal, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. * „Reiðin sem sýður á fólki um allt land út af ranglæti og óöryggi kvóta- kerfisins er slík að ekki dugar að setja pottlok yfir. Stjórnmálahreyfing, sem ætlar sér að boða áfram „besta kvótakerfi í heimi“ ætti að velja sér aðra þjóð.“ Kristinn H. Gunnarsson, þá alþing- ismaður fyrir Alþýðubandalagið, skömmu áður en hann gekk í Fram- sóknarflokkinn og tók sæti á Alþingi undir hans merki, en sá flokkur kom einmitt þessu kvótakerfi á laggirnar. Ekki er vitað til þess að Kristinn hafi valið sér aðra þjóð í kjölfarið. * „Við verðum að vernda silfur hafsins ... þorskinn." Eyjapeyinn Lúðvík Bergvinsson, handhafi 30 tonna skipstjómarréttinda og þá al- þingismaður fyrir Alþýðuflokkinn, í ræðustúf á Alþingi. * „Mér er borið á brýn að ég sé of ungur. En ég get huggað menn með því, að æskan eldist af mér.“ Ásgeir Ásgeirsson, 29 ára og í framboði fyr- ir Framsóknarflokkinn í Vestur-ísa- fjarðarsýslu árið 1923, en þá komst hann fyrst inn á Alþingi. Hann varð síðar liðsmaður Al- þýðuflokksins og forseti Islands. * „Rétti staður konunnar er bak við eldavélina." Guðni Ágústsson, al- þingismaður fyrir Framsóknarflokk- inn, á fundi um stöðu konunnar í nú- tímasamfélaginu. * „Það er gott glerið héma. Birtan fer í gegnum það.“ Guðni Ágústsson, mjög þungt hugsi, er hann virti fyrir sér voldugan loftglugga á þjónustu- byggingu aldraðra á Kirkjubæjar- klaustri. Hvaða öskur eru þetta? í niðurlagi bókarinnar Kæri kjós- andi er langur kafli þar sem fjallað er í ítarlegu máli um þinghaldið 1999 til 2000. Endum þessa samantekt á litlu broti þar úr. Hinn 15. nóvember urðu fjöragar utandagskrárumræður um einka- væðingu. Sverrir Hermannsson - hinn frjálslyndi - sagði þá meðal annars um framsóknarmanninn Finn Ing- ólfsson, þáverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem hafði forðað sér úr þingsalnum skömmu áður en Sverrir fékk orðið: „Því miður er við- skiptaráðherra horfinn af vettvangi en það var svo sem auðvitað að hann gæti ekki haldið svo langa ræðu sem í 10 mínútur án þess að fara með bein, rakin ósannindi." * Umræðan um Fljótsdalsvirkjun hækkaði blóð- þrýsting margra alþingismanna og var margt um hana sagt. Þegar leið að jólum í fyrra heimtuðu Vinstri grænir að fulltrúar Norsk Hydro yrðu kallaðir fyrir iðnaðarnefnd en Hjálmar Árnason úr Framsóknar- flokki, formaður nefndarinnar, neit- aði því ákveðið. Um þetta var deilt í ræðustóli á Alþingi og meirihlutinn sakaður um ofbeldi - væntanlega þó eingöngu andlegt. Gengu menn svo ótt og títt til ræðustóls og fluttu það- an heitar ræður, með og á móti. Steingrímur J. Sigfússon fór í far- arbroddi sinna manna og talaði af sannfæringu út yffr þingheim en þó ekki alltaf í anda þingskapa. Áð minnsta kosti sá Halldór Blöndal, þingforseti, ástæðu til að áminna þingmanninn með tilheyrandi bjöllu- hljómi. Steingrímur brást ókvæða við af- skiptum Halldórs og mælti af þunga: „Mér leiðist þessi bjöllugangur hér fyrir aftan mig þegar ég er í ræðu- stól.“ Þingforseti svaraði: „Ég áminni þingmanninn um að gæta hófsemi í orðum.“ „Segjum tveir,“ gall við í Steingrími sem hélt áfram þykkjuþungri ræðu sinni eins og ekkert hefði í skorist. * Nokkram dögum fyrir áður- nefnda lotu höfðu þeir sent hvor öðr- um hvöss skeyti, Geir Haarde, fjár- málaráðherra, og flokksbróðir Steingríms J. Sigfússonar, Ögmund- ur Jónasson. Deildu þeir um skýrslu OECD, eina af fjölmörgum sem eng- inn man lengur hvað geymdi - hvað þá að nokkur áttaði sig á innihaldi hennar. Eitthvað fleira var torrætt í þessum deilum því að Geir svaraði Ógmundi eitt sinn og sagði: „Ég skil ekki hvað þessi öskur eiga að þýða.“ -W-. ékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Byrjaðu á því að skera hana í tvennt, svo getur þú búið til eitthvert mynstur í sárið. Hókus pókus ... nú áttu tvo sniðuga stimpla! Þínirvinir 1 íslenskir kartöflubændur Súi'efnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Nú er lokið þremur kvöldum af fjóram í Sól-Víking hraðsveita- keppni félagsins og stefnir allt í að sveit Tryggva Gunnarsonar megi hafa sig alla við til að halda fyrsta sætinu. Staða efstu sveita er þessi: 1. TryggviGunnarsson 801 2. Gylfl Pálsson 797 3. Sparisjóður Norðlendinga 781 4. Sveinn Stefánsson 768 Urslit í sunnudagsbrids hinn 10. desember urðu: Bjöm Þorláksson- Reynir Helgason 143 UnaSveinsdóttir-PéturGuðjónsson 129 Frímann Stefánss. - Örlygur Órlygss. 120 Miðlungurvar 108 www.mbl.is Spilakvöld Bridsfélags Akureyrar era á sunnudögum þar sem spilaðir era eins kvölds tvímenningar og á þriðjudögum þar sem era lengri mót. Spilað er í félagsheimili Þórs og hefst spilamennska kl. 19:30 og eru allir velkomnir. Aðstoðað er við myndun para. Jólabrids í Gullsmára Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 11 borðum mánudaginn 11. desember sl. Miðl- ungur 220. Efst vóru: NS KristinnGuðm.-GuðmundurPálsson 273 IngibjörgKristjánsd.-ÞorsteinnErl. 244 KristjánGuðm.-SigurðurJóhannss. 230 AV Kjartan Elíasson - Guðni Ólafsson 262 Karl Gunnarsson - Emst Backman 261 JóhannaJónsd.-MagnúsGíslason 246 Síðasti spiladagur fyrir jól fimmtudaginn 14. desember. Stuttur tvímenningur - Jólakaffi. Mæting kl. 12.45. Fyrsti spiladagur eftir áramót: mánudagur 8. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.