Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 62

Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 62
*32 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Kæri kjósandi Nýlega er komin út bókin Kæri kjósandi. Gamansögur af íslenskum alþingismönnum. Ritstjórar eru Guðjón Ingi Eiriksson og Jón Hjaltason og seg;ia af kátlegum, og stundum pínlegum, æviatvikum í lífí þingmanna okkar. Morgunblaðið/Porkell Alþingi að störfum. UM HIN kátlegu og pínlegu atvik vitna kaflaheiti eins og; Hvað er í höfði Egg- erts Haukdals?, Salome sefur hjá, Sighvatur Björgvinsson heimsækir Húsavík, Enn af átökum Össurar og Áma Johnsen, Ellert vandar um við ráðherrann og Hjálm- ari Ámasyni hent út. Skal nú gripið niður í Kæra kjós- anda og byrjað á Davíð Oddssyni *sem fær þar rækilega umfjöllun: Þegar Davíð var borgarstjóri sagði hann einhverju sinni frá því, að hann hefði setið fund með uppeídisfræð- ingi, sem taldi það mjög varhugavert út frá sjónarmiði kennslufræðinnar að böm kæmu læs í skóla við sex ára aldur. Davíð vildi ekki gleypa þetta og benti á, að hann hefði sjálfur lært að lesa fjöguma ára gamall og því kom- ið fluglæs í skóla. „Þama sjáiði," svaraði uppeldis- ^fræðingurinn og þar með var þetta útrætt. * Þeir sátu um tíma saman í borg- arstjóm fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Albert Guðmundsson og Davíð Oddsson, og deildu þá stundum harkalega. Eitt sinn sagði Albert og leit með fyrirlitningu á Davíð um leið: „Ég hlusta nú ekki á svona tal í stutt- Bókatíðindi 2000 komin út Félag íslenskra bókaútgefenda buxnadeildinni," og átti þar við ung- liðana í flokknum. Davíð svaraði að bragði: „Mér finnst það koma úr hörðustu átt, þegar þú talar af lítilsvirðingu um stuttbuxur, eftir að hafa hlaupið í þeim í atvinnuskyni í áratugi.“ * Davíð hélt einhverju sinni ræðu á kvöldvöku hjá Skógræktarfélagi ís- lands. Hann sótti vitaskuld líkingar til skógarins og sagði meðal annars: ,Áður en ég fór upp skalf ég eins og hrísla og eftir þetta ber ég ekki mitt barr.“* Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins vorið 1999 störfuðu margs- lags nefndir er létu sér ekkert óvið- komandi. í landbúnaðamefndinni var meðal annars rætt um innflutn- ing á fósturvísum úr norskum kúm og vom nefndarmenn niðursokknir í að ræða kosti og galla slíkra kynbóta þegar Haraldur Blöndal lögfræðing- ur rak inn hausinn og kvaðst vilja mótmæla slíkum innflutningi harð- lega og spurði: „Má þá ekki allt eins flytja inn erlend hestakyn - og asna fyrir framsóknarmenn?“* Þegar Tómas Ingi Olrich var að hefja þing- mennsku haustið 91 reið mikil tísku- bylgja yfir þingið og kepptust þing- menn við að vera sem skrautlegastir. Bar þá svo við að þeir Sigbjöm Gunnarsson og Kristinn Gunnarsson sátu hlið við hlið og vora báðir íklæd- ir sterkrauðum jökkum. Laut þá sessunautur Tómasar Inga, sem var Matthías Bjamason, að honum og spurði: „í hvaða lúðrasveit era þeir bræður?" * Veturinn 1990 varð snarpur jarðskjálfti á Reykjavíkur- svæðinu. Ólafur Ragnar Grímsson var þá í beinni útsendingu í útvarp- inu og þagnaði - augnablik - en hélt síðan áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þessi óvænta þögn Ólafs barst í tal nokkurra samþingmanna hans og höfðu sumir á orði, að líklega þyrfti jarðskjálfta upp á 10 Richter-stig til þess að gera Olaf kjaftklumsa, fyrst skjálfti upp á 5,3 stig hefði aðeins stöðvað hann í örfá sekúndubrot. * Einhveiju sinni varð Ólafur Thors síðbúinn til fundar í Keflavík, en þegar hann birtist kallaði fram- bjóðandi _ Alþýðuflokksins, Guð- mundur í. Guðmundsson, hátt yfir salinn: „Ratarðu ekki í kjördæminu, Ólafur?“ „Nei, blessaður vertu,“ svaraði Ólafur um hæl. „Hjá þessu dugmikla fólki era svo stórstígar framfarir að maður kannast ekki við sig frá degi til dags.“ * Það stendur yfir þingfundur. Olafur Thors á eitt- hvað sökótt við framsóknarmanninn Halldór Ásgrímsson (afa samnefnds utanríkisráðhema sem nú er), geng- ur í pontu og byrjar ræðu sína þann- ig: „Hema forseti, háttvirtur 2. þing- maður Austfirðinga hafði eftii- mér ummæli hér áðan. Þau vora rangt höfð eftir.“ Þá greip Halldór fram í: „Ég hef skrifað þau hér niður hjá mér.“ Ólafur svaraði samstundis: „Það er ekki að sökum að spyrja. Maður sem hugsar vitlaust, hann skrifar vitlaust." * Eitt sinn, sem oft- ar, var skipt um gervifót á Stefáni Jónssyni. Var það gert á Landspít- alanum og þurfti að svæfa þennan kunna grínista áður, enda var að- gerðin ekki með öllu sársaukalaus. Þegar Stefán raknaði við úr svæf- ingunni spurði hann samstundis lækninn, hvernig til hefði tekist. ,jUveg Ijómandi vel,“ var svarað. „Nú getur þú bæði rennt þér á skautum og dansað." „Það era svei mér góðar fréttir,“ sagði Stefán að bragði, „því hvorugt hef ég kunnað til þessa.“ * Theresa Guðmundsdótt- ir, sem var veðurstofustjóri hér í eina tíð, gekk eitt sinn á fund fjár- veitinganefndar Alþingis til þess að krefjast viðbótarfjármagns fyrir stofnun sína. Nefndarmenn tóku henni vel og spurðu strax um veð- urútlitið. Theresa svaraði þeim að bragði: „Það er bara merkilega gott eins og þið látið mig hafa litla pen- inga.“ Pétur Blöndal hinn hæfíleikalausi - eða hvað? Fjölmörg spakmæli þingmanna era tilgreind í Kæra kjósanda. Hér skulu gefin fáein dæmi þar um: „Ég tel að núverandi launakjör alþingis- manna séu þannig að hæfileikarík- asta fólkið í atvinnulífinu og stjóm- sýslunni hafi hreinlega ekki efni á því að fara á þing.“ Hinn „hæfileika- lausi“ Pétur Blöndal, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. * „Reiðin sem sýður á fólki um allt land út af ranglæti og óöryggi kvóta- kerfisins er slík að ekki dugar að setja pottlok yfir. Stjórnmálahreyfing, sem ætlar sér að boða áfram „besta kvótakerfi í heimi“ ætti að velja sér aðra þjóð.“ Kristinn H. Gunnarsson, þá alþing- ismaður fyrir Alþýðubandalagið, skömmu áður en hann gekk í Fram- sóknarflokkinn og tók sæti á Alþingi undir hans merki, en sá flokkur kom einmitt þessu kvótakerfi á laggirnar. Ekki er vitað til þess að Kristinn hafi valið sér aðra þjóð í kjölfarið. * „Við verðum að vernda silfur hafsins ... þorskinn." Eyjapeyinn Lúðvík Bergvinsson, handhafi 30 tonna skipstjómarréttinda og þá al- þingismaður fyrir Alþýðuflokkinn, í ræðustúf á Alþingi. * „Mér er borið á brýn að ég sé of ungur. En ég get huggað menn með því, að æskan eldist af mér.“ Ásgeir Ásgeirsson, 29 ára og í framboði fyr- ir Framsóknarflokkinn í Vestur-ísa- fjarðarsýslu árið 1923, en þá komst hann fyrst inn á Alþingi. Hann varð síðar liðsmaður Al- þýðuflokksins og forseti Islands. * „Rétti staður konunnar er bak við eldavélina." Guðni Ágústsson, al- þingismaður fyrir Framsóknarflokk- inn, á fundi um stöðu konunnar í nú- tímasamfélaginu. * „Það er gott glerið héma. Birtan fer í gegnum það.“ Guðni Ágústsson, mjög þungt hugsi, er hann virti fyrir sér voldugan loftglugga á þjónustu- byggingu aldraðra á Kirkjubæjar- klaustri. Hvaða öskur eru þetta? í niðurlagi bókarinnar Kæri kjós- andi er langur kafli þar sem fjallað er í ítarlegu máli um þinghaldið 1999 til 2000. Endum þessa samantekt á litlu broti þar úr. Hinn 15. nóvember urðu fjöragar utandagskrárumræður um einka- væðingu. Sverrir Hermannsson - hinn frjálslyndi - sagði þá meðal annars um framsóknarmanninn Finn Ing- ólfsson, þáverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem hafði forðað sér úr þingsalnum skömmu áður en Sverrir fékk orðið: „Því miður er við- skiptaráðherra horfinn af vettvangi en það var svo sem auðvitað að hann gæti ekki haldið svo langa ræðu sem í 10 mínútur án þess að fara með bein, rakin ósannindi." * Umræðan um Fljótsdalsvirkjun hækkaði blóð- þrýsting margra alþingismanna og var margt um hana sagt. Þegar leið að jólum í fyrra heimtuðu Vinstri grænir að fulltrúar Norsk Hydro yrðu kallaðir fyrir iðnaðarnefnd en Hjálmar Árnason úr Framsóknar- flokki, formaður nefndarinnar, neit- aði því ákveðið. Um þetta var deilt í ræðustóli á Alþingi og meirihlutinn sakaður um ofbeldi - væntanlega þó eingöngu andlegt. Gengu menn svo ótt og títt til ræðustóls og fluttu það- an heitar ræður, með og á móti. Steingrímur J. Sigfússon fór í far- arbroddi sinna manna og talaði af sannfæringu út yffr þingheim en þó ekki alltaf í anda þingskapa. Áð minnsta kosti sá Halldór Blöndal, þingforseti, ástæðu til að áminna þingmanninn með tilheyrandi bjöllu- hljómi. Steingrímur brást ókvæða við af- skiptum Halldórs og mælti af þunga: „Mér leiðist þessi bjöllugangur hér fyrir aftan mig þegar ég er í ræðu- stól.“ Þingforseti svaraði: „Ég áminni þingmanninn um að gæta hófsemi í orðum.“ „Segjum tveir,“ gall við í Steingrími sem hélt áfram þykkjuþungri ræðu sinni eins og ekkert hefði í skorist. * Nokkram dögum fyrir áður- nefnda lotu höfðu þeir sent hvor öðr- um hvöss skeyti, Geir Haarde, fjár- málaráðherra, og flokksbróðir Steingríms J. Sigfússonar, Ögmund- ur Jónasson. Deildu þeir um skýrslu OECD, eina af fjölmörgum sem eng- inn man lengur hvað geymdi - hvað þá að nokkur áttaði sig á innihaldi hennar. Eitthvað fleira var torrætt í þessum deilum því að Geir svaraði Ógmundi eitt sinn og sagði: „Ég skil ekki hvað þessi öskur eiga að þýða.“ -W-. ékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Byrjaðu á því að skera hana í tvennt, svo getur þú búið til eitthvert mynstur í sárið. Hókus pókus ... nú áttu tvo sniðuga stimpla! Þínirvinir 1 íslenskir kartöflubændur Súi'efnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Nú er lokið þremur kvöldum af fjóram í Sól-Víking hraðsveita- keppni félagsins og stefnir allt í að sveit Tryggva Gunnarsonar megi hafa sig alla við til að halda fyrsta sætinu. Staða efstu sveita er þessi: 1. TryggviGunnarsson 801 2. Gylfl Pálsson 797 3. Sparisjóður Norðlendinga 781 4. Sveinn Stefánsson 768 Urslit í sunnudagsbrids hinn 10. desember urðu: Bjöm Þorláksson- Reynir Helgason 143 UnaSveinsdóttir-PéturGuðjónsson 129 Frímann Stefánss. - Örlygur Órlygss. 120 Miðlungurvar 108 www.mbl.is Spilakvöld Bridsfélags Akureyrar era á sunnudögum þar sem spilaðir era eins kvölds tvímenningar og á þriðjudögum þar sem era lengri mót. Spilað er í félagsheimili Þórs og hefst spilamennska kl. 19:30 og eru allir velkomnir. Aðstoðað er við myndun para. Jólabrids í Gullsmára Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 11 borðum mánudaginn 11. desember sl. Miðl- ungur 220. Efst vóru: NS KristinnGuðm.-GuðmundurPálsson 273 IngibjörgKristjánsd.-ÞorsteinnErl. 244 KristjánGuðm.-SigurðurJóhannss. 230 AV Kjartan Elíasson - Guðni Ólafsson 262 Karl Gunnarsson - Emst Backman 261 JóhannaJónsd.-MagnúsGíslason 246 Síðasti spiladagur fyrir jól fimmtudaginn 14. desember. Stuttur tvímenningur - Jólakaffi. Mæting kl. 12.45. Fyrsti spiladagur eftir áramót: mánudagur 8. janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.