Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnarformaður Smyril Line segir unnið að því að stækka félagið Engar forsendur til að taka skipið upp í skuld JÓNAS Hallgrímsson, stjórnarfor- maður Smyril Line, sem gerir út ferjuna Norrænu, segir að fyrirtæk- ið vilji fyrir sitt leyti standa við samning um smíði á nýrri ferju. Hann telur að skipasmíðastöðin í Flensborg í Þýskalandi sé ekki í stöðu til þess að taka eldri ferjuna upp í skuld, eins og forsvarsmenn hennar hafa látið í veðri vaka að þeir muni gera. Unnið sé að því að fá nýja fjárfesta inn í félagið. Jónas kveðst heldur ekki kannast við að forsvarsmenn skipasmíða- stöðvarinnar hafi yfirleitt hótað þessu. „Ég hef setið á mörgum fundum með þessum mönnum og þeir hafa aldrei hótað þessu í mín eyru,“ segir Jónas. Fyrirtækið gat ekki greitt aíborg- un af smíði nýja skipsins síðla síð- asta sumar og um þá greiðslu snýst málið. Hann segir að í samningnum um nýsmíðina sé Norræna að veði upp að 7 milljónum evra. Jónas vildi ekki upplýsa hve mikil skuld Smyril Line væri við skipasmíðastöðina. Jónas segir að leitað verði ráða til þess að halda málinu til streitu. Ljóst sé að Smyi'il Line vilji ekki hætta við smíðina. „Við erum til- búnir til þess að fjalla um breyt- ingar á skipasmíðasamningnum sem eru viðunandi fyrir okkur og þá væntanlega líka. En við stjórnum ekki skipasmíðastöðinni í Flensborg og þeir verða að taka sínar ákvarð- anir. Ég held hins vegar að það yrði afar óskynsamlegt af þeim að reyna að taka skipið af okkur því við telj- um ekki nægjanlegar forsendur fyr- ir því,“ segir Jónas. Smyril Line hefur leitað eftir ábyrgð á láni til landstjórnarinnar í Færeyjum en hún hefur hafnað er- indinu. Jónas segir að nú sé unnið að því að stækka félagið en hann vildi ekki upplýsa hvort leitað hefði verið til innlendra fjárfesta. Hann segir að málið muni skýrast á næstu dögum. Víkinga- skipið Qrn- inn á Ar- bæjarsafni HÉR má sjá víkingaskipið Orninn sem geymt er á lóð Arbæjarsafns, en skipið er annað tveggja skipa sem Norðmenn gáfu íslendingum í þjóðargjöf árið 1974. Hitt skipið heitir Hrafninn og er í vörslu byggðasafnsins á Húsavík. Skipin eru nýsmíði eftir gam- alli skipagerð og eru búin að vera í geymslu og á söfnum frá því að komið var með þau hingað til lands. Hrafninn var strax flutt- ur á Húsavík, en Örninn var í geymslu bæði í Nauthólsvík og á Korpúlfsstöðum áður en hann var fluttur á Árbæjarsafn. Hundrað lög- reglumenn nú án prófs frá Lögreglu- skólanum HUNDRAÐ lögreglumenn sem nú eru að störfum hafa ekki lokið prófi úr Lögregluskólanum. Ef allir þeir nemendur sem verða brautskráðir frá Lögregluskólanum nk. föstudag ráða sig til starfa hjá lögreglunni lækkar sú tala í 70 manns. Alls eru 666 heimilaðar stöður lögreglu- manna á landinu og því má búast við að um 10% lögreglumanna verði án prófs frá skólanum enn um sinn. Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskólans, segir að á næsta ári verði aukinn sá fjöldi nemenda sem getur stundað nám við skól- ann. Að ári útskrifi Lögregluskól- inn því væntanlega um 40 manns. Þá megi búast við að hlutfall lög- reglumanna sem lokið hafa prófi hækki. Auglýst eftir lögreglu- mönnum víða um land Lögreglustjórar víða um land auglýsa nú eftir lögreglumönnum. í flestum tilfellum eru stöðurnar auglýstar vegna þess að lögreglu- stjórum ber skylda til að ráða til starfa lögreglumenn með próf frá Lögregluskólanum sé þess nokkur kostur. Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra, segir það ekkert laun- ungarmál að skortur hafi verið ámenntuðum lögreglumönnum. Hann vonast eftir því að með fjölg- un á nemendum í Lögregluskól- anum takist að bæta ástandið þannig að innan tveggja til þriggja ára verði allflestir starfandi lög- reglumenn með próf frá Lögreglu- skólanum. Rannsdknir íslensks verkfræðings sýndu ekki fram á neikvæð áhrif sandfoks Sandur hefur engin áhrif á vélar loftpúðaskipa GISLI JúKusson verkfræðingur stóð fyrir því árið 1967 að fá loftpúðaskip lánað til íslands í rann- sóknaskyni til að athuga hvort siglingar á slíku farartæki reyndust fysilegar við íslenskar aðstæð- ur. „Þetta var í nafni Vélsmiðju Njarðvíkur og samstarf milK hennar og bresku flugvélaverk- smiðjunnar Westland-Hoovercraft sem lánaði skipið, 38 farþega svifnökkva,“ segir Gísli. „Verk- smiðjan hafði gert sérstakar tilraunir með báta af þessu tagi í Sahara-eyðimörkinni og báturinn sem kom til okkar var sérútbúin líkt og þeir sem not- aðir voru í Sahara svo sandurinn var ekkert vandamál." Gísli segir sand reyndar hafa komist í síur skipsins en þær hafi bara verið hreinsaðar og vélamar sjálfar hafi ekkert skemmst. Gísli segir þessar rannsóknir sínar þannig stangast á við mál Arna Erlendssonar, hreppstjóra Austur-Land- eyja, sem sagði í Morgunblaðinu í gær að sandfok á Bakkafjöru gæti reynst erfitt viðureignar við ferjusiglingar á milli lands og Vestmannaeyja yrði sú leið farin að nota loftpúðaskip þar sem fyrri til- raunir á slíkum siglingum hefðu sýnt að sandurinn eyðilegði vélar loftpúðaskipa. Siglingartími milli lands og Eyja 10 til 15 mínútur Westland-verksmiðjan sendi tvo flugmenn sem höfðu umsjón með farartækinu og prófuðu m.a. brimlendingu á Krosssandi, þar sem yfir fjögurra metra háar öldur börðu ströndina og gekk sú lend- ing að sögn Gísla mjög vel. Báturinn var einnig reyndur í 11 vindstigum á Norðursjó í miklum öldugangi og reyndist einnig ágætlega við þær að- stæður. „Skipinu var siglt frá Vestmannaeyjum yfir á Krosssand, frá Eyjum til Reykjavíkur og var svo í ferðum á milli Akraness og Reykjavíkur í hálfan mánuð þar á eftir án nokkurra vandkvæða. Bátn- um var svo skilað til verksmiðjunnar að tilrauna- tímanum loknum í fullkomnu lagi.“ Siglingin milK Krosssands og Vestmannaeyja tók að sögn Gísla um 10 til 15 mínútur og hefði því loftpúðaskipsferja að öllum líkindum reynst mikil samgöngubót fyrir Eyjamenn. Spurður hvers vegna ekkert framhald hefði orðið á tilraununum sagði Gísli að frumvarp um kaup á loftpúðaskipi hefði verið borið upp á Alþingi haustið eftir en þar hefði málið dagað uppi og hreinlega „gufað upp, enda efnahagur landsins allt annar en hann er í dag“. Aðspurður hvort hann teldi að ferjuferðir með loftpúðaskipi væru vænlegur kostur í dag svaraði Gísli játandi og sagðist hafa mika trú á því að slíkt gæti gengið mjög vel upp. Morgunblaðið/Kristinn Dregið úr réttum svörum í um- ferðargetraun DREGIÐ var úr réttum svörum í jólagetraun um umferðarmál fyr- ir 1 .-5. bekk grunnskúla í Reykjavi"k, Mosfellsbæ, Seltjam- arnesi og Kjds í gær. Getraunin heitir „Dagur í des- ember" og er samstarfsverkefni Umferðarráðs, lögreglu og sveit- arfélaga. Markmið hennar var að fá nemendur til að rifja upp mik- ilvæg atriði úr umferðinni. Mælst var til þess að börnin ynnu get- raunina heima hjá sér í samvinnu við foreldra eða forráðamenn. Skil á svörum voru að sögn að- standenda getraunarinnar gdð. Alls hlutu 300 börn verðlaun og verða áritaðar bækur bornar út til þeirra fyrir jdlin. Eftir 15. des- ember verður hægt að finna réttu svörin á heimasfðu Umferðar- ráðs, umferd.is. Þar verður einn- ig hægt að taka þátt í leik tengd- um jdlagetrauninni. JökuII Freyr Svavarsson sá um teikningu og hönnuri getraunar en Sigríður Ólafsdóttir er höf- undur texta. Morgunblaðið/Ásdís Kristín Brandsdóttir lögreglumaður, Ragnar Þorsteinsson, skólastjdri Breiðholtsskdla, Steinunn Ármanns- ddttir, skdlastjdri Álftamýrarskdla, Geirlaug Karlsddttir og María Finnsddttir, starfsmenn Umferðarráðs, auk Eiríks Péturssonar lögreglumanns drógu úr réttum lausnum á lögreglustöðinni við Hverfísgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.