Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR Grýla og Leppalúði gefa blóð BLÓÐBANKINN er alltaf þakk- látur þeim blóðgjöfum sem þangað koma og er fólk gjarnan hvatt til að gefa blóð hafí það tækifæri til. I gær heimsóttu Blóðbankann tveir nokkuð óvenjulegir gestir, þau Grýla og Leppalúði, og lögðust þau bæði á bekkinn og létu draga úr sér blóð. Ekki fylgir sögunni hvort þau hjónin hafi gert þetta af áður óþekktri góðmennsku sinni og hjartahlýju, eða hvort þau hafi hreinlega farið húsavillt. Dómsmálaráðherra með lagafrumvarp er breytir hjúskaparlögum Sýslumenn kanni skilyrði fyr- ir hjónavígslu í stað presta DÓMSMÁLARAÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær frumvarp til laga um breytingu á hjúskap- arlögum frá 1993. Til þessa hefur vígslumaður, oftast prestur, séð um alla þætti kirkjulegi-ar hjónavígslu og þar með talda könnun á hjóna- vígsluskilyrðum. Með lagabreyting- unni verða skilyrðin ævinlega könn- uð hjá sýslumönnum eða löglærðum Færst í vöxt að erlendir ríkisborg- arar komi hingað til að giftast fulltrúum þeirra og þurfa væntan- leg brúðhjón að leggja fram vottorð um að slík könnun hafi verið gerð af sýslumanni eða löglærðum fulltrúa hans. Slíkt vottorð má þó ekki vera meira en 30 daga gamalt. Verði Morgunblaðið/Ásdís frumvarpið samþykkt á Alþingi tek- ur það gildi 1. apríl á næsta ári. Frumvarpið var samið í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu að höfðu samráði við biskupinn yfir Islandi og Sýslumannafélag Islands. Litið er á könnun hjónavígsluskil- yrða sem lögfræðilegt úrlausnar- efni. Kanna þarf hvort gögn sem eru sett fram sanni nægjanlega vel að hjónaefnin séu þau sem haldið er fram og ekki sé hjúskapur í gildi fyrir hjá viðkomandi. Önnur breyting á hjúskaparlög- unum er sú að ef svonefndur könn- unarmaður, áður vígslumaður, hafn- ar því að gefa út vottorð getúr hvort hjónaefni um sig skotið niðurstöð- unni til dómsmálaráðuneytisins. Ef ráðuneytið felst á sjónarmið aðila fellir það synjun könnunarmanns úr gildi og er hjónavígsla þá heimiluð. í athugasemdum með frumvarp- inu kemur m.a. fram að á síðustu árum hafi það færst í vöxt að er- lendir ríkisborgarar komi hingað til lands til að ganga í hjónaband og einnig að erlendir ríkisborgarar stofni til hjúskapar við íslenska rík- isborgara. Um flóknari mál er að ræða og breyting frá því sem var fyrr á tímum þegar prestar þekktu vel til beggja hjónaefna. Mál af þessum toga kom upp ný- lega þegar maður, sem sagði sig vera frá Tsjetsjníu, gekk að eiga ís- lenska konu. Manninum hafði verið neitað um pólitískt hæli hér á landi og eftir vígsluna einnig neitað af stjórnvöldum um dvalarleyfi, þar sem hann gat ekki fært sönnur á hver hann væri. Samkvæmt upplýs- ingum úr dómsmálaráðuneytinu var vinna við breytingu á hjúskaparlög- unum hafin áður en mál hins ætlaða Tsjetsjena kom upp. Breyting á norrænum samningi Dómsmálaráðherra kynnti einnig á rikisstjórnarfundi í gær breyting- ar á samningi milli Islands, Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands um alþjóðleg einkamála- réttarákvæði um hjúskap, ættleið- ingar og lögráð, frá árinu 1931. Akvæðin eru samræmd við þau lög sem gilda innan Evrópusambands- ins (ESB), en sum ríkin eru innan ESB og taka breytingum þaðan, þ.e. Finnland og Svíþjóð, en Dan- mörk, sem einnig er í ESB, er und- anskilin einkamálaréttarákvæðum sambandsins. Með breyttum samningi nú er meðal annars tekið á því fyrir hvaða dómstólum má taka mál fyrir og hvaða skilyrði eru t.d. fyrir því að lögskilnaður er tekinn fyrir af ís- lenskum dómstóli. Samningurinn tekur einnig á forsjámálum og hvar þau eru tekin fyrir. Með breyt- ingunni nú er m.a. styrkt sú regla að miða við það ríki þar sem barnið á lögheimili. • Hægt verður að höfða mál í ólík- um ríkjum og þá gildir sá dómstóll sem málið er fyrr sent til. Samþykkt borgarráðs Kosið um flug- völl 3. febrúar BORGARRAÐ samþykkti í gær að stefnt skuli að því að atkvæða- greiðsla borgarbúa um framtíðar- nýtingu Vatnsmýrar og staðsetn- ingu Reykjavíkurflugvallar fari fram hinn 3. febrúar 2001 án þess að ákveða þó um hvaða kosti borg- arbúum verði gert að velja. Fyrir fundi borgarráðs lágu til- lögur sérfræðihóps til undirbún- ings almennrar atkvæðagreiðslu um framtíðamýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflug- vallar þar sem tillaga var gerð um fyrrgreinda dagsetningu almennr- ar atkvæðagreiðslu um málið. Samþykkt borgarráðs felur í sér að áskilið er að þeir kostir sem greidd verða atkvæði um komi til sérstakrar skoðunar þegar skýrsla hópsins liggur endanlega íyrir sem og niðurstaða úr þeirri vinnu sem unnin hefur verið á vegum sam- vinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Fyrirliggj- andi tillögur meirihluta sérfræði- hópsins gera ráð fyrir að borgarbú- um verði gert að velja milli fjöguiTa kosta og gera tveir ráð fyrir að flugvöllurinn fari en tveir íyrir að hann verði áfram í Vatns- mýri. Tveir fulltrúar í hópnum skil- uðu hvor sínu séráliti og vildu að valið yrði um færri kosti. Með samþykkt borgarráðs írá í gær var þróunarsviði Reykjavíkur- borgar falið að annast frekari út- færslu, undirbúning og skipulagn- ingu atkvæðagreiðslu undir stjóm stýrihóps, sem í sitja Stefán Ólafs- son, formaður sérfræðihópsins, Kristín A. Árnadóttii', aðstoðar- kona borgarstjóra, Helga Jóns- dóttir borgarritari og Jón Bjöms- son, framkvæmdastjóri þróunar- ogfjölskyldusviðs borgarinnar. Borgarráð samþykkti þessa af- greiðslu með fjómm samhljóða at- kvæðum meirihlutans en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Útlán í húsbréfakerfínu 27 milijarðar fyrstu 11 mánuðina Lægri heildarfjárhæð lána á þessu ári TÖLUVERT hefur dregið úr heild- arfjárhæðum samþykktra lána í húsbréfakerfinu á þessu ári miðað við síðasta ár. Samkvæmt yfirliti íbúðalánasjóðs fyrir þá 11 mánuði sem liðnir eru er heildarfjárhæð lánanna um 27 milljarðar króna en var 29,1 milljarður á sama tíma í fyrra sem er 7,2% samdráttur. Áætlað markaðsverð húsbréfa, sem gert er ráð fyrir að gefin verði út í tengslum við þessi lán, er alls 24,7 milljarðar en var 29,4 millj- arðar í fyrra og er það 16% sam- dráttur. Samdrátturinn hefur kom- ið fram alla mánuði ársins nema þá tvo fyrstu. Endurmeta útgáfu húsbréfa 2001 íbúðalánasjóður hefur endur- metið áætlun varðandi lánveitingar og útgáfu húsbréfa á árinu 2001. Gerir áætlun þessi ráð fyrir að út- gáfa húsbréfa verði nokkuð undir því, sem áætlanir gera ráð fyrir að verði á yfirstandandi ári og þó- FARGJÖLD Almenningsvagna bs. hækka að meðaltali um 11% hinn 2. janúar. Engin hækkun verður þó á verði Græna kortsins. í fréttatilkynningu írá fyrirtækinu segir að almennui' rekstrarkostnaður hafi hækkað um 16% frá því síðast voru gerðar breytingar á gjaldskrá hinn 1. febrúar 1999. Fram kemur að aðildarsveitarfélög fyrirtækisins leggi því til stöðugt hærra hlutfall tekna og stefni í að nokkuð undir því sem frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2001 gerði ráð fyrir. hlutfallið verði 65% af heildai'tekjum á næsta ári. „Þessu valda miklar kostnaðarhækkanii- sem orðið hafa á liðnum misserum, sem sveitarfélögin hafa að öllu leyti borið fram að þessu, þar sem fargjöldum hefur ekki verið breytt í tæp tvö ár,“ segir í frétta- tilkynningunni. t>á segir að fyrirtækið vilji koma til móts við fasta viðskipta- vini og hækki afsláttarfargjöld þvi minna en einstök staðgreiðslufargjöld og verð Græna kortsins breytist ekki. 11% hækkun hjá Almenningsvögnum SSÍBUR jlloirtunlilníuíi 4SÍMJR m\wm Morgunblaðinu í dagfylgir blað frá íþrótta- og ólympíusambandi íslands. JHorpimliInbit MKVSiNC LISTIR BÆKLR 4stetm ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.