Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 13.12.2000, Qupperneq 54
4>4 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvorki er pláss fyrir norskan eldislax né norskar kýr á Islandi FYRIR dyrum stendur að hefja sjókvíaeldi á laxi í stórum stíl við Is- landsstrendur og eru ■“vfíraunir og undirbún- ingsrannsóknir í full- um gangi. Tilraunir og rannsóknir eru alltaf af hinu góða, einkum ef þær leiða til skynsamlegrar nið- urstöðu sem farið verður eftir. Sjókvía- eldi er ekki nýtt fyr- irbæri á íslandi held- ur dregur það á eftir sér 10 ára sorgarsögu með tilheyrandi mannlegum mistökum og gjald- þrotum. Enn skal lagt af stað með hörmungarreynsluna í farteskinu og forðast að gera hin sömu mis- JZbk og síðast. Þótt enn hafi að sögn engin ákvörðun verið tekin, læðist að manni sá grunur að feng- inni reynslu af stjórnmálamönn- um, að hún liggi þegar fyrir; ein- ungis sé verið að leita leiða til að afsaka hana. Sjókvíaeldi er fólgið í því að gríðarstórum, fljótandi netpokum er lagt við stjóra sem á að hindra að hreyfing komist á pokann í haf- straumum og öldugangi. Inni í pokanum eru svo eldisfiskamir og er mokað í þá ótæpilegu magni af 'Tóðri sem gerir það að verkum að fiskurinn vex hraðar en við nátt- úrulegar aðstæður. Auk þess hafa með kynbótum verið ræktaðir fiskistofnar sem eru sérstaklega hraðvaxta. Okkar íslenski lax, eig- um við að kalla hann „landnáms- laxinn", vex ekki nógu hratt til að uppfylla gróðasjónarmið, svo not- ast á við norskt afbrigði sem vex með verðbólguhraða. Norðmenn munu enda vera fremstir meðal jafningja í þessu sjókvíaeldi og hafa goldið fyrir með hruni á eigin náttúrulegum laxastofnum. Hversu vel sem að málum er stað- ið mun vera ómögulegt að koma í veg fyrir að eitthvað sleppi af fiski kvíunum. Vegna gífurlegs fjölda þar þarf aðeins lítið magn, pró- sentvís (það eru þær tölur sem við heyrum, prósentutölur), að sleppa til að verulegt magn af þessum eld- isfiski leiki lausum hala í sjónum. Eðli laxins trúr, þrátt fyrir verulega umfram- þyngd, leitar hann að fersku vatni til að full- nægja eðli sínu, að tímgast. Þar mun hann finna fyrir nátt- úrulega fiskistofna og blandast þeim með þeim áfleiðingum að sá stofn úrkynjast og missir hæfileikann til þess að lifa af við þær aðstæður sem þar ríkja. Sérhæfing laxa- stofna er slík að hver á hefur sinn eigin stofn sem hefur lagað sig að staðbundnum aðstæðum sem gerir honum kleift að lifa af þótt að hon- um sverfi. Þessi hæfileiki glatast við erfðablöndun. í nóvemberlok var haldin ráð- stefna með þátttöku Landssam- bands stangveiðifélaga, Landssam- bands veiðifélaga og Veiðimála- stofnunar. Landbúnaðarráðherra sat hluta fundarins sem gestur. Fengnir voru sérfræðingar erlend- is frá sem þekkja málið af eigin raun til að skilgreina þann vanda sem fylgir kvíaeldi. Hefur vafa- laust hver dregið sinn lærdóm af þeirra speki. En ekki er nokkrum vafa undirorpið að áðurnefnd erfðamengun er óumflýjanleg, ein- ungis spurning um umfang skað- ans. Og eins og það sé ekki nóg veldur hinn gegndarlausi fóður- austur umtalsverðri breytingu á lífríkinu í námunda við kvíarnar, eins og heyra mátti í frásögn fyrr- verandi eldismanns, og hana ekki til bóta. Umframfóður lekur niður í gegnum netpokann og sest á sjávarbotninn og sækja þar í mið- ur kræsilegir ónytjungar svo sem krossfiskar í tugtonnavís, þannig að krossfiskaeldi er hliðarbúgrein laxeldis. Er kannski hægt að éta hann? Auk þess eru eldiskvíar þessar gróðrarstíur hvers konar Erfðamengun Ekki er nokkrum vafa undirorpið, segir Sigurður E. Rósarsson, að áðurnefnd erfða- mengun er óumflýj- anleg, einungis spurn- ing um umfang skaðans. sjúkdóma sem magnast upp í fiskagerinu og eru mjög vandmeð- höndlaðir. Öll rök hníga að því að sjókvía- eldi og þá einkum með aðfluttum eldislaxi sé stórhættulegt lífríki ís- landsvatna, söltu sem ósöltu. Það er ekki eins og hér sé um að ræða atvinnugrein sem muni stuðla að jafnvægi í byggðum landsins, því sjókvíaeldi krefst fárra starfs- krafta. Markaðsöflun mun verða erfið, til þess er forskot Norð- manna of mikið og eru þeir ekki þekktir fyrir að leggja lykkju á leið sína okkur til þægðar. Þeir sem þá sækja um eldið eru svo- kallaðir „fjársterkir aðilar" sem hafa einungis áhuga á að ávaxta sitt pund enn frekar eða kaupa sér tap, ekki að dreifa því meðal al- múgans. Það er kominn tími til að sést verði fyrir í umgengni okkar við náttúruna, öll okkar iðja til þessa og afleiðingar hennar bera þess merki. Við verðum að gæta að þeim gamla sannleika að við eigum ekki landið og miðin, heldur höfum við þau að láni hjá afkom- endum okkar. Peningavæðingu hugarfarsins verður að hnekkja, það er ekki hægt að réttlæta allt með ágóða. Það er ekki pláss fyrir norskar kýr í íslenskum básum. Það er heldur ekki pláss fyrir norskan eldislax í íslenskum vötn- um. Höfundur er tannlæknir. Sigurður E. Rósarsson LIFSBARATTA AMBATTAR « Sagan um ambáttina kom út í fyrra, en seldist upp á örskömmum tíma. Hún hefur nú verið endurútgefin og upplagið senn á þrotum. Heillandi saga frá Singapore um fátæka stúlku sem kornung er seld í ánauð til ríkrar fjölskyldu. Þar skyldi hún sýna undirgefni og auðmýkt og vera hvers manns leik- fang. En ambáttin Han er greind og viljasterk og rís upp gegn örlögum sínum, neitar að láta kúga sig og lætur hjartað ráða för. Hrífandi frásögn um óbilandi kjark og heitar tilfinningar. Njörvasundi 15 A, 104 Rvk. Sími 568 8433, Fax 5688142 Vefverslun: www.fjolvi.is FJOLVI Samsæris- kenningar BJARNI Kjartans- son verkefnisstjóri fer mikinn á ritvellinum í grein um málefni Reykj avíkurflugvallar í Mbl. hinn 8. des. As- inn ber hann jafnvel of- urliði og fram kemur kenning um svæsið samsæri flugvallar- sinna til að sýna fram á notagildi flugvallarins sem varaflugvallar fyr- ir Keflavík. Þar vísar hann til þess að flugvél Flugleiða í millilanda- flugi lenti nýlega í Reykjavík sökum veð- urs í Keflavík. Bjami ber raunar brigður á þetta með veðr- ið. Mér er málið nokkuð skylt þar sem ég var flugstjóri í flugi FI521 frá Frankfurt hinn 16. nóvember sl. Margir sem annaðhvort flugu til eða frá Keflavík þennan dag munu minn- ast tafa á flugi vegna sérkennilegs veðurlags þegar mikla snjókomu gerði á Suðumesjum og allt að Strandarheiði, en einungis gerði eitt stutt él á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið. Þegar við nálguð- umst Keflavík þennan eftirmiðdag var veðurlag með þeim hætti að strax var ljóst að óvíst yrði um lend- ingu þar. Hins vegar blasti höfuð- borgarsvæðið við og raunar inná landið svo langt sem augað eygði í bh'ðviðrinu utan Reykjanesskagans. Þegar flugvél sem var á undan okkur til lendingar hafði tvisvar orð- ið að hætta við aðflug og beið betra færis var svo komið að ég hafði tvo kosti, að snúa til Glasgow, sem var okkar skráði varaflugvöllur, eða lenda í Reykjavik. Glasgow er tæp- lega tveggja stunda flug í burtu, auk- inheldur hefði sá kostur þýtt næt- urdvöl fyrir áhöfn og farþegana 100 vegna reglugerðar um hvfldartíma flugáhafna. Veður í Reykjavík var mjög gott og það sem helst hefði get- að hindrað lendingu þar, hemlunar- skilyrði á brautum, var einnig gott. Það var því afar hagstætt allra hluta vegna að geta lent í Reykjavík og lágmarkað þannig traflun á ferð far- þega sem ýmist ætluðu til íslands eða áttu bókað framhaldsflug til Bandaríkjanna. Að ekki sé minnst á augljóslega minni kostnað, þótt ekki væri nema vegna minni olíueyðslu og hótelkostnaðar. Sú ákvörðun var mín og að henni kom enginn annar enda ákvað ég ekki endanlega að lenda þar fyrr en nýjar upplýsingar um hemlunarskilyrði lágu fyrir, um 5 mínútum fyrir lendingu. Eg veit að lendingin kom yfirmönnum mínum hjá Flugleiðum mjög á óvart, enda í fýrsta sinn sem Boeing 757 lendir í Reykjavík (e.t.v. þess vegna sem ein- hverjir fjölmiðlar sögðu frá?). Farkosturinn okkar, sem sam- kvæmt kenningasmiðnum Bjama var „ein minnsta millilandavél Flug- leiða og lítt hlaðin“, var TF-FIN „Bryndís" ein 9 Boeing 757-flugvéla í flota Flugleiða og er stærsta farþegaflugvél sem lent hefur í Reykjavík. Vissulega var hleðslan í sjálfu sér ekki mikil, um 100 far- þegar, en hins ber að gæta að B757 getur lent á braut 02/20 í Reykjavík á hámarks- lendingarþyngd. Ég verð svo að hryggja Bjama með því að Boeing 737-flugvélar bæði Flugleiða og ís- landsflugs hafa ítrekað lent í Reykjavík, ýmist vegna veðurskilyrða í Keflavík eða til við- halds. Ég vona að ég hafi hér hrakið sam- særiskenningar verkefnisstjórans, ég sé ekki ástæðu til að sitja þegj- andi undir því að hafa blekkt það ágæta fólk sem ferðaðist með okkur Flugvallamál Það var því afar hag- stætt allra hluta vegna, segir August Hákansson, að geta lent í Reykjavík og lágmark- að þannig truflun á ferð farþega sem ýmist ætl- 7 uðu til Islands eða áttu bókað framhaldsflug til Bandaríkjanna. þennan nóvemberdag og varð fyrir margvíslegum óþægindum af lend- ingu í Reykjavík. Þótt e.t.v. væri stutt heim fyrir marga var bfllinn eða vandamenn kannski í Keflavík. Það fólk sýndi okkur skilning og þol- inmæði þrátt fyrir ófullkomnar að- stæður til að afgreiða flugvél af þess- ari stærð í Reykjavík. Röksemdir Bjama um sameigin- legt veðursvæði flugvallanna eiga við í aðalatriðum þegar stór veðrakerfi fara yfir svæðið. En þegar staðbund- in veðurfyrirbrigði koma til getur fjarlægðin milli vallanna, þótt lítil sé, skipt sköpum. Fyrst Bjarni er farinn að mæla malbiksmagn er kannski ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort veralegur munur sé á malbiksmagni á brautum Reykjavíkurflugvallar og drauma- strætum arkitektsins og stórkaup- mannsins í ófreskjuhverfinu sem þeir hafa birt teikningar af á flug- vallarsvæðinu. Ljóst er að magn steinsteypu á svæðinu mun alltént margfaldast. Era þeir félagar um „betri byggð“ þá „hollvinir stein- steypunnar“? Höfundur er flugstjóri. August Hákansson Gleðileg jól ► Hólagarður +* + (J\cvfry/Y^\\Yvý;l;- Gœðavara Gjdfavara — malar- og kdfíislell. Allir veróflokkdi. Heiinsfrægir liöiiiniðii in.a. Gidimi Versate. VERSLUNIN Lniigtivegi 52, s. 562 4244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.