Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 31
LISTIR
Um jólin, eða...
Morgunblaðið/Halldór B. Runðlfsson
Laufblað á handlegg, frá þessu ári, er hluti af sérstæðri skipan Heklu
Daggar í galleri@hlemmi.is.
MYNDLIST
galleri@lilemmiir.is
BLÖNDUÐ TÆKNI -
HEKLA DÖGG
JÓNSDÓTTIR
Til 7. janúar. Opið fimmtudaga
til sunnudaga frá kl. 14-18.
MYNDIN af Heklu Dögg er
farin að skýrast eftir þátttöku
hennar í þremur sýningum á ör-
skömmum tíma. Hún var meðal
þeirra sem sýndu í Strætóskýlinu
á Hlemmi í sumar og nú tekur
hún þátt í sýningunni Fullveldi í
Listasafni Kópavogs auk einka-
sýningarinnar í galleri@hlemmi.
Að vísu hafa verk hennar ekki
verið stór né frek á samsýning-
unum, og reyndar fær áhorfand-
inn á tilfinninguna að listakonan
sé hlédræg og lítt gefin fyrir það
að koma sér á framfæri.
Verk Heklu fjalla gjarnan um
efniviðinn og það hvernig hann er
viðkomu. Skyldi þetta vera mjúkt
eða hart, drekkur það í sig eða
kastar frá sér? Ef til vill hafa
svona spurningar alltaf elt Heklu
Dögg. Skemmst er að minnast
gjörningsins þegar hún klæddi
sig í hvert nælonsokkaplaggið af
öðru fyllt af þeyttum rjóma sem
spýttist út um allt. Þannig virðist
snertigildið vera henni ákaflega
mikils virði.
I galleri@hlemmi kemur hún
fyrir verkum úr mismunandi efni-
viði. Óvenju næmlega tekin ljós-
mynd hangir á veggnum af hluta
handleggs sem við loðir lauflað,
að hálfu á kafi í ljósum hárum
sem liggja eins og englahár ofan
á hörundinu og grænu blaðinu. Á
gólfinu er heljarstór kúla úr flétt-
uðum pappír og niður úr loftinu
hangir önnur lítil, krómuð og
spegilfægð.
Það er erfitt að verjast þeirri
tilhugsun að hér sé lagt upp með
jólaskraut, einfaldasta efnivið til
fegrunar umhverfisins, í stækk-
aðri mynd. Ef svo er væri það
nærtækt ef haft er í huga að sýn-
ingin fellur saman við aðventuna
þegar allir eru í óðaönn að
skreyta hýbýli sín og nánasta
umhverfi. Jólaskrautið tekur allt
pláss í lífi okkar á aðventunni líkt
og pappakúla Heklu Daggar sem
fyllir nær því upp í innri sal gall-
erísins.
Með sama hætti verður króm-
aða jólakúlan að spéspegli sem
afmyndar þann sem nálgast hana.
Sem slík vísar hún jafnframt til
allra þeirra sjónrænu effekta sem
meistararnir brugðu upp í verk-
um sínum til að kalla fram óræða
mynd af heiminum og spá í þann
skammgóða vermi sem skynjun
okkar er þegar við ætlum hana
óbrigðula.
Sem heild - stór kúla, lítil kúla
eða jólalegur spéspegill og ljós-
mynd af handlegg með laufblaði -
býr sýning Heklu Daggar yfir
þeirri súrrealísku ljóðrænu sem
einna helst verður líkt við list
Hreins Friðfinnssonar. Það er
ekki leiðum að líkjast. Bæði búa
yfír ofurnæmi gagnvart augna-
bliksáhrifum efniviðarins en
lengra nær samanburðurinn ekki.
Hreinn er öðru fremur meistari
pensífra lágmynda á meðan
styrkur Heklu Daggar virðist
liggja í rúmfrekri skipan þar sem
hvatleg hending ræður meir en
hugmyndræn íhugun.
Halldór Björn Runólfsson
Nýjar bækur
• ÚT ER komin bókin Frá skóla
til atvinnulífs eftir Gerði G.
Óskarsdóttur, doktor í mennt-
unarfræði.
I bókinni eru
tengsl mennt-
unar og starfs
skoðuð með
hliðsjón af arð-
semi mennt-
unar fyrir ein-
staklinga og
fyrirtæki.
Leitað er
svara við
spurningum
um tengsl
menntunar við ýmsa þætti þegar
út í atvinnulífið er komið, svo sem
laun, kröfur um færni og for-
gangsröðun umsækjenda við ráðn-
ingar.
Auk þess er fjallað um vænt-
ingar nemenda við lok skyldunáms
til náms og starfa, kynjamun og
þjálfun í almennum starfsfærni-
þáttum í skóla.
Gerður G. Óskarsdóttir lauk
doktorsprófi í menntunarfræði frá
Kaliforníuháskóla í Berkeley í
Kaliforníu árið 1994.
Hún var kennari og skólastjóri
um árabil á grunnskóla- og fram-
haldsskólastigi, síðar kennslustjóri
í kennslufræði við Háskóla íslands
en gegnir nú embætti fræðslu-
stjóra Reykjavíkur.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Verð: 1.980 krónur.
„Jötn-
ar“ af-
hjúpaðir
LISTAVERKIÐ „Jötn-
ar“ var afhjúpað við
verslunina Fjarðarkaup
í Hafnarfírði sl. sunnu-
dag og var hulunni
svipt af verkinu með
aðstoð þyrlu eftir að
bæjarstjóri, Magnús
Gunnarsson, flutti
ávarp.
Höfundur verksins
er Grímur Marinó
Steindórsson. Jötn-
arnir eru þrír, sá
hæsti um 6 metra hár,
gerður úr stáli. Hug-
myndin að verkinu er
sótt í hina mikil-
fenglegu náttúru
Hafnarfjarðar.
#
Morgunblaðið/Sverrir
Listaverkið afhjúpað með aðstoð þyrlu.
Lj ósmyndasýning
LJÓSMYNDIR Finnboga Mar-
inóssonar eru nú til sýnis í verslun
Reynisson & Blöndal, Skipholti 25.
Myndirnar eru allar teknar á
þessu ári, bæði á Islandi og er-
lendis. Stærstur hluti þeirra er í
„panorama“-stíl og brúnum tón.
Einnig eru nokkrar þeirra í lit.
Hér er um að ræða myndir bæði af
fólki og landslagi. Auk þess eru
níu portrett myndir af þekktu tón-
listarfólki, s.s. Garðari Cortes,
Michael Pollock, Gunnari Þórðar-
syni o.fl.
Finnbogi lærði ljósmyndun í
Ann Arbor Michigan 1989-92.
Hann hefur tekið þátt í samsýn-
ingum, þ.á m. samsýningum með
Ljósmyndarafélaginu 1999 og
2000. Hann vann til verðlauna á
sýningunni 1999, átti bestu mynd-
ina í flokknum „Landslag - um-
hverfi.“ Undanfarin misseri hefur
hann rekið ljósmyndastofu í
Reykjavík.
Sýningin mun standa fram til
loka janúar og er opin á sama tíma
og verslunin.
Framtíðin hefst ....
29"-33" eða 37"
100HZ
DIGITAL SCAN
TOSHIBA
heimabíó
Nýjasta og fullkomnasta
tækni á einstöku verði!
J stgr.*
Super-5 Digital Blackline myndlampi
• 180-300W magnari
• 3 Scarttengi að aftan
• 2 RCA Super VHS/DVD
tengi að aftan
Super VHS, myndavéla- og
heyrnartækjatengi að framan
• Barnalæsing á stöðvar
• Glæsilegur skápur m/glerhurð
og 3 hillum
• 6 framhátalarar
• 2 bassahátalarar
• 2 x 2 bakhátalarar
verð m/öllu þessu
frá aðeins
•134.909,-.
Önnur TOSHIBA tæki fást í
stærðunum frá 14"-61"
TOSHIBA DVD • SD 100
er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri
myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða!
TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd-
bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. *staðgreiösiuafstátturer 5%
Einar Farestveit &Cahf.
Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is