Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Skógarharpa og silfurblöð í japönsk- um bambusskógi Myndlistarkonunum og mæðgunum Kristjönu og Míreyu Samper var boðið að taka þátt í stórri útilistasýningu í Abiko í _______Japan í október sl. Margrét_____ Sveinbjörnsdóttir hitti þær skömmu eftir heimkomuna og fékk að heyra af vist þeirra í dimmum bambusskógi. SEXTÁN listamenn, þar af fimm erlendir, tóku þátt í sýningunni sem var haldin í bambusskógi í útjaðri borgarinnar Abiko, um 50 km norð- austur af Tókýó. Listamennimir unnu verk sín á staðnum, út frá náttúrunni og andrúmsloftinu í skóginum, en í honum miðjum er stöðuvatn. Markmið sýningarinnar var að sögn Kristjönu að vekja at- hygli á náttúrunni og auðlindum hennar. „I Abiko eru menn sér mjög meðvitandi um mengun og um verðmæti þessarar náttúruperlu sem þeir hafa inni í borginni," segir hún. Listamennimir dvöldu í borg- inni í mánuð í góðu yfirlæti. „Það var dekrað við okkur,“ segir Krist- jana og Míreya tekur undir, segir gestrisnina sem þær mættu þar engu líka. „Þetta er staður þar sem annars koma ekki ferðamenn - það var ekki einu sinni hægt að kaupa póstkort í þessum bæ,“ segir hún. Aðspurð um hvemig það hafi komið til að þær fóra alla leið til Japans segir Míreya að það megi rekja til þátttöku hennar í samsýn- ingu í Indlandi fyrir rúmu ári. Með- al þátttakenda í þeirri sýningu var japanski listamaðurinn Egami Hir- oshi. „Hann er þekktur skúlptúristi í Japan - og einn af forsprökkum sýningarinnar í Abiko. Hann situr í nefnd sem velur erlenda listamenn til þátttöku í sýningunni og reynd- ist hafa mikinn áhuga á því sem ég var að gera. Ég var líka með mynd- ir af verkum eftir mömmu með mér, sem hann skoðaði og leist mjög vel á - og í framhaldi af því var okkur boðið að vera með,“ segir hún. Að draga Ijósið inn í skóginn Listamennimir fengu hver og einn að velja sér svæði fyrir verk sín í skóginum og þurftu þeir víða að „ryðja skóg“ í orðsins fyllstu merkingu. Kristjana segir að flestir listamennirnir hafi unnið með bambus, enda nærtækasti efnivið- urinn í stóram og þéttum bamb- usskógi. „Flestir notuðu stofnana og hjuggu af þeim greinamar, sem eru mjög þéttar og með löngum blöðum," segir Míreya, sem gat ekki hugsað sér að láta allt þetta góða efni fara til spillis. Hún tók það til handargagns og fór með inn á bílaverkstæði þar sem hún úðaði á það silfurlitri málningu. Fór svo með allt saman aftur út í skóg á staðinn sem hún hafði helgað sér, myndaði 270 fermetra hring inni í skóginum og dreifði þar silfurlit- uðum bambusblöðunum og -grein- unum á jörðina. „Ég notaði silfur vegna þess að það er tákn um efn- isleg gildi. í mínum augum vísar það líka til tunglsins og birtunnar - að draga ljósið inn í skóginn sem er mjög þéttur og lokaður,“ segir Mír- eya. Hljóðin í bambusnum áhrifamikil Kristjana notaði hins vegar stofh bambustrés, koparstrengi og stóra steina til að gera skógarhörpu. Hún segist hafa verið innblásin af hljóð- Míreya dró ljós og birtu inn í dimman skóginn með því að dreifa þar silfurlituðum bambusblöðum og -greinum. unum í skóginum. „Ég hef aldrei áður dvalið og unnið í bambus- skógi,“ segir hún og lýsir því þegar hún var búin að velja sér stað fyrir verk sitt og fór að hlusta á hljóðin í skóginum: „Þau eru alveg einstök. Þetta era 10-15 metra há tré og þegar þau vagga fyrir andvaranum slást topparnir saman og kalla fram heillandi og ómfagran slátt sem blandast framandi fuglasöngnum." Eftir að hafa drukkið í sig hljóð skógarins ákvað Kristjana að gera hljóðfæri. „Fyrst hafði ég hugsað mér að gera panflautu, en þá hefði ég þurft að höggva niður svo mikið af bambus að ég tímdi því ekki. Svo ég ákvað að vinna frekar út frá ein- hverju sem ég gat haldið jarðföstu," segir hún. Niðurstaðan varð skóg- arharpa ein mikil, um sex metrar á hæð. Það reyndist ekki vandalaust að velja rétta bambusinn í hörpuna vegna þess að tréð þurfti að þola að vera sveigt, eins og sjá má á mynd- inni. Því fékk Kristjana sér til að- stoðar sérfróða menn til að hlusta á bambusinn og ganga úr skugga um að hann væri hvorki of gamall né of ungur. Fyrstu tvö trén brotnuðu en með það þriðja gekk betur, enda var þá valinn bambus sem var að- eins farinn að svigna. Til að treysta Kristjana notaði stofn bambustrés, koparstrengi og stóra steina til að gera sex metra háa skógarhörpu sem hún sést hér sýna gestum og gangandi. Einn af aðalstyrktaraðilum og stjómendum sýningarinnar, Terayuki Okada, leysti eriendu þátttakenduma í sýningunni út með gjöfum; japönskum trégrímum sem hann gerði sjálfur. hann og styrkja var vafinn vír um hvem lið trésins, sem um leið var festing fyrir strengina. Á jörðina raðaði Kristjana nokkram stórum og fallegum steinum sem hún not- aði fyrir eins konar akkeri og strengdi koparstrengi frá steinun- um upp í sveigðan bambusinn svo úr varð harpa. „Það glitraði svo skemmtilega á strengina þegar sól- argeislamir náðu niður í gegnum skógarþykknið," segir Kristjana. Vefir og leir MYIVPLIST IVorræna húsiö ANDDYRI VEFNAÐUROG LEIRVERK Brita Been/Babro Heraes. Opið alla daga á afgreiðslutíma Norræna hússins. Til 31. desember. Aðgangur ókeypis. HÖNNUN tveggja norskra list- róða á miðjum aldri prýðir anddyri Norræna hússins út desember- mánuð og nefna þær stöllur fram- ninginn Tegn, eða tákn eins og það útleggst á íslenzku. Um er að ræða grónar listakonur sem byggja sömuleiðis á mjög grónum hefðum, annars vegar eru það vef- ir Britu Been sem hafa ströng byggingarfræðileg grunnlögmál að inntaki sem hún mýkir á ýmsa vegu, þó að á stundum jaðri við að þau enduspegli strangflatalist sjötta áratugarins. Hins vegar eig- inleikar leirsins f keramik Barbro Hernes, frá hinu mjúka, rennandi til hins harða og þurra. Vel að merkja úreldast framformin aldrei á jörðu hér, frekar en í astral- planinu eins og ég hef margoft minnt á, og enn finnast þeir sem eru á kafi í strangflatalistinni og hafa verið alla tíð frá uppgangs- áram hennar. Ber ekki að úrelda neitt þótt listamarkaðurinn heimti stöðugar nýjungar ekki síður en hátískan, haute couture, enda um náskyld fyrirbæri að ræða ef grannt er skoðað. Brita Been gengur í og með út frá krossforminu, sem er ævagam- alt tákn í norðrinu og eins og skáldið segir; Det kors er gammel her í nord, var engang hammeren for Thor. Við vitum að það er aðaltákn kristninnar, en er þó eldra en kristin kirkja og hefur ennfremur sterk skreytihrif, er til að mynda mikið notað sem formrænn þáttur í gömlum norskum fatnaði. Það er þannig í almennum flatarmálslög- málum og krosstákninu sem við- fangsefni listakonunnar kristallast, skreyti og tákn sem áhrifameðul, en sækir einnig í hefðir austursins, norska og samíska alþýðulist. Gengur mjög hreint til verks í þeim sex stóru teppum sem hún hefur valið til að kynna okkur list sína, en á sér fleiri hliðar eins og kynningarskrá er frammi liggur Barbro Heraes; Keramík. upplýsir. Til að mynda í svart- hvítum vefjum sem hún á stundum leggur á röð lágra palla svo til al- veg við gólf svo úr verður innsetn- ing í rými líkt og sér stað í Nor- denfjellske listiðnaðarsafninu og ber í sér mikinn formrænan ynd- isþokka. Þessi tilhneiging listakon- unnar með leik í rými kemur einn- ig fram í anddyrinu, en það er of takmarkað sýningarrými til að hann njóti sín til fulls. Fullljóst er þó að Brita Been er afar vönduð listakona sem forðast allar mála- miðlanir og línudans... Barbro Hemes styðst einnig við traust grunnmál í list sinni, í senn eldri hefðir og ýmisleg kunnugleg form í nútímakeramik, burt frá öllu almennu notagildi. Það er ytra byrði myndverkanna sem hún er upptekin af, sjálf áferðin svo sem sér stað í mosa, grjóti, múr, spanskgrænum kopar, útskurði í tré og rissum á yfirborði. Lista- konan er einnig upptekin af upp- ranalegri reynslu og táknum sem tóku breytingum og fengu end- urnýjaða merkingu við trúskipti miðalda. Þótt hún sé vel meðvituð um hvað er að gerast í núinu freistast hún síður til að taka áhættu sjálf. Eftirtektarvert hve vinnubrögð þessara tveggja listkvenna eru keimlík í sjálfu handverkinu, sem vísar á stífa skólun, þótt list þeirra sé gjörólík, en það gerir sýninguna einmitt svo merkilega heildstæða. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.