Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF i Jólatón- leikar Fíladelfíu Safnaðarstarf ÁRLEGIR jólatónleikar Fíladelííu Iverða í kvöld, miðvikudagskvöld 13. desember, kl. 20 í Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu. Fram kemur gospelfólk kirkjunn- ar ásamt góðum gestum. Lofgjörð- arhópur Fíladelfíu, Gospelkompaní- ið, Quatras Sanctas, Póra Gréta Þórisdótir, Hera Björk Þórhalls- dóttir, Maríanna Másdóttir, Erdna Varðardóttir, Páll Rósinkrans, Trompet og Godspeed. Umsjón Ósk- ar Einarsson og Hrönn Svansdóttir. Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur ágóði tónleikanna til þeirra sem minna mega sín um jólin. Forsala miða er í Versluninni Jötu, Hátúni 2, sími 552-1111. Fh. Hvítasunnukirkjunnar, Vörður Traustason. Aðventukvöld í Stokks- eyrarkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Stokkseyrarkirkju föstudaginn 15. desember kl. 20.00. Dagskrá verður fjölbreytt: Börn flytja helgileik und- ir stjóm Kristínar Sigfúsdóttur. Kirkjukór syngur undir stjórn Hauks Gíslasonar. Fermingarbörn flytja aðventutexta. Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur einsöng. Björgvin og Einar Jósteinssynir flytja ávarp og ljóð. Helgistund og 1 almennur söngur. Sóknarnefnd. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Jólasamvera aldr- aðra kl. 12.10. Helgistund, jólamat- ur. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. IHallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 10-12. Fræðsla: Tannvernd. Kolbrún Jóns- dóttir hjúkrunai'fræðingur. Háteigskirkja. Opið hús kl. 10-16 í Setrinu, neðri hæð safnaðarheimilis- ins fyrir eldri borgara. Bænastund. Súpa og brauð í hádegi fyi-ir 200 kr. Upplestur, föndur o.fl. Nánari upp- lýsingar gefur Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi Háteigssafnaðar, í síma 551-2407. Kvöldbænir og fyr- irbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12-12.30. Orgelleikur og sálmasöngur. Fyrirbænarefnum má koma til sóknarprests og djákna. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11- 16. Kaffisopi, spjall, heilsupistill, létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Við göngum til bænagjörðar í kirkj- unni kl. 12. Að henni lokinni er sam- einast yfir kærleiksmáltíð (kr. 500). Síðan er spilað, hlustað á upplestur eða málað á dúka og keramik. Eldri borguram sem komast ekki að öðr- um kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur að heiman og heim. Hafíð samband við Svölu Sigríði Thomsen djákna í síma 520-1314. Laugarneskirkja. Morgunbænir í kirkjunni kl. 6.45-7.05. Aðventusam- vera kl. 20.30 í Hátúni 10. Guðrún K. Þórsdóttir djákni stjórnar stundinni. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving syngja jólagospel. Sr. Bjarni Karlsson flytur hugvekju og íbúar úr húsinu koma fram með fjöl- breytt efni. Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Reynir Jónasson organisti leikur. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir sjö ára börn kl. 14-15. Opið hús kl. 16. Biblíulestur kl. 17 í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. Kaffiveitingar. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digi'aneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Altarisgangá. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Síðasta kyrrðar- og bænastund fyrir jól. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557-3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 15-16. Biblíu- lestur kl. 17.30 í umsjón sr. Hreins Hjartarsonar. Jólahelgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson og Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni sjá um þjón- ustuna. Sr. Miyako Þórðarson túlk- ar á táknmáli. Hugvekju flytur Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Lenka Mátéová leikur á píanó og Metta Helgadóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir syngja tvísöng. Há- tíðarkaffi eftir stundina og svo koma börn úr leikskólanum Hraunborg í heimsókn og syngja jólalög. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Áltarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Kirkju- krakkar í Engjaskóla kl. 18-19. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10- 12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT-sam- vera 10-12 ára barna í dag kl. 17.45- 18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrir- bænarefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna, kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og fyiir- bænastund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests, djákna og starfsmanna kirkjunnar í síma 566- 7113 og 566-8028. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverastund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22 (síðasta skipti fyrir jól). Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. 12- 12.20 kyrrðarstund. Kl. 14.40-17.15 fermingarfræðsla. Kl. 20 aðventu- tónleikar Samkórsins í safnaðar- heimili. Kl. 20 opið hús fyrir ung- linga 8., 9. og 10. bekkjar í KFUM&K-húsinu. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf fyrir 6-9 ára í dag kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdóttur. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ung- lingafræðsla, grannfræðsla, kennsla fyi’ir enskumælandi og biblíulestur. Allir velkomnir. Boðunarkirkjan. Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar sem hefur verið á miðvikudagskvöldum um hvernig er hægt að merkja biblíuna heldur áfram eftir áramót. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir og biblían verður aðgengilegri. Þökk- um þeim er komu. Gleðileg jól. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 65* FRÉTTIR Mtááti ROSNER Kvensíðbuxur jf þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opiö virka daga 10-18, laugard. 10-16. Jólamerki Þórs komin út JÓLAMERKI Lionsklúbbsins Þórs fyrir jólin 2000 eru komin út. Merk- in eru hönnuð af Þórhildi Jóns- dóttur auglýsingateiknara og sýna kirkjuna og bæinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrstu jólamerki Þórs voru gefin út jólin 1967 og er þetta því í 34. skipti sem merkin koma út. Ágóði merkjanna rennur í líknai'- sjóð klúbbsins en Þór hefur um ára- bil styrkt vistheimilið að Tjaldanesi í Mosfellsdal sem er heimili fyrir þroskahefta drengi. Þar hefur klúbburinn m.a. sett upp gróðurhús, byggt sundlaug, unnið að gróður- setningu, aðstoðað við kaup á bif- reið fyrir vistmenn, endurnýjað hús- muni og annan búnað að nokkrum hluta og nú siðast komið fyrir heit- um potti með skjólhýsi umhverfis. Einnig hefur Lionsklúbburinn Þór styrkt verulega leikfangakaup á bamadeildir sjúkrahúsanna í Reykjavík auk þess að kaupa gjafa- leikföng fyrir yngstu gestina á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Aðventufagnaðir í Gullsmára og Gjábakka EINS og undanfarin ár ætlar eldra fólk í Kópavogi að gera sér daga- mun á aðventunni. I dag, miðviku- daginn 13. desember, verður að- ventukaffi í félagsheimilinu Gull- smára, Gullsmára 13. Margt verður þar til skemmtun- ar, t.d. mætir Gróa Hreinsdóttir tónmenntakennari í Digranesskóla ásamt eldri kór skólans og kórinn syngur nokkur lög. Jón Svavar Jós- efsson og Jóhanna Héðinsdóttir syngja einsöng og tvísöng við und- irleik Agnesar Löve og tólf ára drengur les ljóð. Á eftir hugvekju sr. Irisar Kristjánsdóttur verður dansaður „Kertadans“ í umsjón Margrétar Bjarnadóttur. í félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, verður aðventukaffið á morgun, fimmtudaginn 14. desemb- er. Þar verður einnig margt til skemmtunar, meðal annars ein- söngur og tvísöngur. Það eru Jón Svavar Jósefsson og Þórann Ása Þórisdóttir sem syngja við undir- leik Agnesar Löve. Lesið verður jólaljóð og Heiðrún Hákonardóttir, tónmenntakennari í Snælands- skóla, mæth' með kór Snælands- skóla, sem flytur gestum jóladag- skrá. Þá mun sr. Magnús Gunnarsson prestur í Digranes- kirkju flytja hugleiðingu á aðventu og síðan verður fjöldasöngur. Allir eru velkomnir á þessar sam- komur og án aðgangseyris en í báð- um félagsheimilunum verður hátíð- arhlaðborð, sem inniheldur tertur, smákökur og annað góðgæti ásamt súkkulaði með rjóma og/eða kaffi sem verður selt á kr. 600 fyrir full- orðna en kr. 300 fyrir 12 ára og yngri. Báðar þessar samkomur byrja kl. 14. Jólahlaðborðið verður síðan í félagsheimilinu Gullsmára föstu- daginn 15. desember og hefst með borðhaldi kl. 19. Húsið verður opn- að kl. 18. Sr. Gunnar Sigurjónsson flytur aðventuhugleiðingu og Ólafur Kjartan Sigurðsson syngur nokkur lög við undirleik píanósnillingsins Jónasar Ingimundai’sonar. Samkór Kópavogs flytur jólasöngva áður en fólk fær sér snúning undir dans- músík hljómsveitar Arngríms og Ingibjargar. Miðaverð er kr. 2.000 og þarf að panta miða í síðasta lagi kl. 17 13. desember. Miðarnir verða seldir í Gullsmára 14. og 15. desember frá kl. 9 til 15. Allir eru velkomnir á þessar samkomur á meðan húsrúm leyfir. Smiðjuvegi 9 • S. S64 1475 Neftoiú^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR | Baöinnréttingar M Vantar þig nýtt og betra baö fyrir jólin? Nu er lag, þvi viö bjóöum allt a& afslatt af öllum ger&um Þab munar um mmna J HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SlMI: 552 4420 Gleðileg Gullsmiðir Jólagjafir fyrir alla! Full búð af vönduðum fatnaði á góðu verði! Nýkomið glæsilegt úrval af kvenfatnaði! Munið raftækin, lækkað verð! 1 ? 0 mmmwmm Sunmídaga 12-18 í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Þar sem gæði og gott verð fara saman,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.