Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 65

Morgunblaðið - 13.12.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF i Jólatón- leikar Fíladelfíu Safnaðarstarf ÁRLEGIR jólatónleikar Fíladelííu Iverða í kvöld, miðvikudagskvöld 13. desember, kl. 20 í Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu. Fram kemur gospelfólk kirkjunn- ar ásamt góðum gestum. Lofgjörð- arhópur Fíladelfíu, Gospelkompaní- ið, Quatras Sanctas, Póra Gréta Þórisdótir, Hera Björk Þórhalls- dóttir, Maríanna Másdóttir, Erdna Varðardóttir, Páll Rósinkrans, Trompet og Godspeed. Umsjón Ósk- ar Einarsson og Hrönn Svansdóttir. Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur ágóði tónleikanna til þeirra sem minna mega sín um jólin. Forsala miða er í Versluninni Jötu, Hátúni 2, sími 552-1111. Fh. Hvítasunnukirkjunnar, Vörður Traustason. Aðventukvöld í Stokks- eyrarkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Stokkseyrarkirkju föstudaginn 15. desember kl. 20.00. Dagskrá verður fjölbreytt: Börn flytja helgileik und- ir stjóm Kristínar Sigfúsdóttur. Kirkjukór syngur undir stjórn Hauks Gíslasonar. Fermingarbörn flytja aðventutexta. Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur einsöng. Björgvin og Einar Jósteinssynir flytja ávarp og ljóð. Helgistund og 1 almennur söngur. Sóknarnefnd. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Jólasamvera aldr- aðra kl. 12.10. Helgistund, jólamat- ur. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. IHallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 10-12. Fræðsla: Tannvernd. Kolbrún Jóns- dóttir hjúkrunai'fræðingur. Háteigskirkja. Opið hús kl. 10-16 í Setrinu, neðri hæð safnaðarheimilis- ins fyrir eldri borgara. Bænastund. Súpa og brauð í hádegi fyi-ir 200 kr. Upplestur, föndur o.fl. Nánari upp- lýsingar gefur Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi Háteigssafnaðar, í síma 551-2407. Kvöldbænir og fyr- irbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12-12.30. Orgelleikur og sálmasöngur. Fyrirbænarefnum má koma til sóknarprests og djákna. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11- 16. Kaffisopi, spjall, heilsupistill, létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Við göngum til bænagjörðar í kirkj- unni kl. 12. Að henni lokinni er sam- einast yfir kærleiksmáltíð (kr. 500). Síðan er spilað, hlustað á upplestur eða málað á dúka og keramik. Eldri borguram sem komast ekki að öðr- um kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur að heiman og heim. Hafíð samband við Svölu Sigríði Thomsen djákna í síma 520-1314. Laugarneskirkja. Morgunbænir í kirkjunni kl. 6.45-7.05. Aðventusam- vera kl. 20.30 í Hátúni 10. Guðrún K. Þórsdóttir djákni stjórnar stundinni. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving syngja jólagospel. Sr. Bjarni Karlsson flytur hugvekju og íbúar úr húsinu koma fram með fjöl- breytt efni. Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Reynir Jónasson organisti leikur. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir sjö ára börn kl. 14-15. Opið hús kl. 16. Biblíulestur kl. 17 í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. Kaffiveitingar. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digi'aneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Altarisgangá. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Síðasta kyrrðar- og bænastund fyrir jól. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557-3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 15-16. Biblíu- lestur kl. 17.30 í umsjón sr. Hreins Hjartarsonar. Jólahelgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson og Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni sjá um þjón- ustuna. Sr. Miyako Þórðarson túlk- ar á táknmáli. Hugvekju flytur Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Lenka Mátéová leikur á píanó og Metta Helgadóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir syngja tvísöng. Há- tíðarkaffi eftir stundina og svo koma börn úr leikskólanum Hraunborg í heimsókn og syngja jólalög. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Áltarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Kirkju- krakkar í Engjaskóla kl. 18-19. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10- 12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT-sam- vera 10-12 ára barna í dag kl. 17.45- 18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrir- bænarefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna, kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og fyiir- bænastund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests, djákna og starfsmanna kirkjunnar í síma 566- 7113 og 566-8028. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverastund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22 (síðasta skipti fyrir jól). Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. 12- 12.20 kyrrðarstund. Kl. 14.40-17.15 fermingarfræðsla. Kl. 20 aðventu- tónleikar Samkórsins í safnaðar- heimili. Kl. 20 opið hús fyrir ung- linga 8., 9. og 10. bekkjar í KFUM&K-húsinu. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf fyrir 6-9 ára í dag kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdóttur. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ung- lingafræðsla, grannfræðsla, kennsla fyi’ir enskumælandi og biblíulestur. Allir velkomnir. Boðunarkirkjan. Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar sem hefur verið á miðvikudagskvöldum um hvernig er hægt að merkja biblíuna heldur áfram eftir áramót. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir og biblían verður aðgengilegri. Þökk- um þeim er komu. Gleðileg jól. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 65* FRÉTTIR Mtááti ROSNER Kvensíðbuxur jf þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opiö virka daga 10-18, laugard. 10-16. Jólamerki Þórs komin út JÓLAMERKI Lionsklúbbsins Þórs fyrir jólin 2000 eru komin út. Merk- in eru hönnuð af Þórhildi Jóns- dóttur auglýsingateiknara og sýna kirkjuna og bæinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrstu jólamerki Þórs voru gefin út jólin 1967 og er þetta því í 34. skipti sem merkin koma út. Ágóði merkjanna rennur í líknai'- sjóð klúbbsins en Þór hefur um ára- bil styrkt vistheimilið að Tjaldanesi í Mosfellsdal sem er heimili fyrir þroskahefta drengi. Þar hefur klúbburinn m.a. sett upp gróðurhús, byggt sundlaug, unnið að gróður- setningu, aðstoðað við kaup á bif- reið fyrir vistmenn, endurnýjað hús- muni og annan búnað að nokkrum hluta og nú siðast komið fyrir heit- um potti með skjólhýsi umhverfis. Einnig hefur Lionsklúbburinn Þór styrkt verulega leikfangakaup á bamadeildir sjúkrahúsanna í Reykjavík auk þess að kaupa gjafa- leikföng fyrir yngstu gestina á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Aðventufagnaðir í Gullsmára og Gjábakka EINS og undanfarin ár ætlar eldra fólk í Kópavogi að gera sér daga- mun á aðventunni. I dag, miðviku- daginn 13. desember, verður að- ventukaffi í félagsheimilinu Gull- smára, Gullsmára 13. Margt verður þar til skemmtun- ar, t.d. mætir Gróa Hreinsdóttir tónmenntakennari í Digranesskóla ásamt eldri kór skólans og kórinn syngur nokkur lög. Jón Svavar Jós- efsson og Jóhanna Héðinsdóttir syngja einsöng og tvísöng við und- irleik Agnesar Löve og tólf ára drengur les ljóð. Á eftir hugvekju sr. Irisar Kristjánsdóttur verður dansaður „Kertadans“ í umsjón Margrétar Bjarnadóttur. í félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, verður aðventukaffið á morgun, fimmtudaginn 14. desemb- er. Þar verður einnig margt til skemmtunar, meðal annars ein- söngur og tvísöngur. Það eru Jón Svavar Jósefsson og Þórann Ása Þórisdóttir sem syngja við undir- leik Agnesar Löve. Lesið verður jólaljóð og Heiðrún Hákonardóttir, tónmenntakennari í Snælands- skóla, mæth' með kór Snælands- skóla, sem flytur gestum jóladag- skrá. Þá mun sr. Magnús Gunnarsson prestur í Digranes- kirkju flytja hugleiðingu á aðventu og síðan verður fjöldasöngur. Allir eru velkomnir á þessar sam- komur og án aðgangseyris en í báð- um félagsheimilunum verður hátíð- arhlaðborð, sem inniheldur tertur, smákökur og annað góðgæti ásamt súkkulaði með rjóma og/eða kaffi sem verður selt á kr. 600 fyrir full- orðna en kr. 300 fyrir 12 ára og yngri. Báðar þessar samkomur byrja kl. 14. Jólahlaðborðið verður síðan í félagsheimilinu Gullsmára föstu- daginn 15. desember og hefst með borðhaldi kl. 19. Húsið verður opn- að kl. 18. Sr. Gunnar Sigurjónsson flytur aðventuhugleiðingu og Ólafur Kjartan Sigurðsson syngur nokkur lög við undirleik píanósnillingsins Jónasar Ingimundai’sonar. Samkór Kópavogs flytur jólasöngva áður en fólk fær sér snúning undir dans- músík hljómsveitar Arngríms og Ingibjargar. Miðaverð er kr. 2.000 og þarf að panta miða í síðasta lagi kl. 17 13. desember. Miðarnir verða seldir í Gullsmára 14. og 15. desember frá kl. 9 til 15. Allir eru velkomnir á þessar samkomur á meðan húsrúm leyfir. Smiðjuvegi 9 • S. S64 1475 Neftoiú^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR | Baöinnréttingar M Vantar þig nýtt og betra baö fyrir jólin? Nu er lag, þvi viö bjóöum allt a& afslatt af öllum ger&um Þab munar um mmna J HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SlMI: 552 4420 Gleðileg Gullsmiðir Jólagjafir fyrir alla! Full búð af vönduðum fatnaði á góðu verði! Nýkomið glæsilegt úrval af kvenfatnaði! Munið raftækin, lækkað verð! 1 ? 0 mmmwmm Sunmídaga 12-18 í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Þar sem gæði og gott verð fara saman,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.