Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 13.12.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 27 Fujimori fær að vera í Japan RÍKISSTJÓRN Japans til- kynnti formlega í gær að Al- berto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, væri með jap- anskan rfkis- borgararétt. Mánuður er síðan Fuji- mori gerði óvænt hlé á ferð sinni frá leiðtogafundi Kyrrahafs- ríkja og fax- aði afsögn sína til Perú af hóteli í Tókýó. Perúska þingið neitaði að samþykkja afsögn hans og rak hann úr embætti og sagði hann vanhæfan til að gegna því. Fujimori hefur verið bendlaður við spillingarmál í Perú og á yf- ir höfði sér ákæru snúi hann aftur til Perú. Foreldrar Fujimoris voru japanskir og samkvæmt jap- önskum lögum eiga þeir sem eru fæddir fyrir 1985 rétt á tvö- földum ríkisborgararétti. Tengsl tekin upp BRETLAND og Norður-Kór- ea hafa tekið upp stjómmála- samband. Það er að sögn Breta viðurkenning á auknu sam- bandi Norður-Kóreu við Suður- Kóreu og breyttri stefnu í víg- búnaðarmálum. Þetta er í fyrsta skipti sem Bretland tek- ur upp stjómmálasamband við Norður-Kóreu sem hefur á árinu tekið upp stjómmálasam- band við Kanada, Ítalíu og Austurríki. Bretar tilkynntu í október að þeir hygðust fylgja í kjölfarið. Tilkynningin í gær kom í kjölfar fimm daga við- ræðna í London milli fulltrúa ríkisstjóma landanna tveggja. Gúsinskí handtekinn RÚSSNESKI fjölmiðlakóng- urinn Vladimír Gúsinskí, sem hefur verið eftirlýstur um allan heim vegna meintra fjársvika, var handtekinn á Suður-Spáni, að sögn spænsku lögreglunnar. Lögreglan í Cadiz handtók Gúsinskí í bænum Sotogrande, sem er athvarf ríkra manna á Miðjarðarhafsströndinnni. Rússneskir saksóknarar ásaka Gúsinskí um að hafa svikið til sín fé. Hann segist hins vegar vera fómarlamb yf- irvalda, sem vilji ná sér niðri á honum vegna fréttaflutnings fjölmiðla í hans eigu af spillingu og vanhæfi ráðamanna. Japönsk hvalakönnun JAPANIR ætla að senda tvö hvalveiðiskip til að taka þátt í alþjóðlegri rannsókn sem Al- þjóðahvalveiðiráðið stendur fyrir. Engir hvalir verða veidd- ir í rannsóknarleiðangri þess- um. Haldið verður af stað í leið- angurinn á fimmtudag og stendur hann yfir fram í mars. I síðasta mánuði lagði japanskur hvalbátafloti upp í umdeilda för á hvalaslóðir í S-Kyrrahafi, með það að markmiði að veiða 440 hvali í rannsóknarskyni. Færeyingar endur- heimta þjóðminjar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÆREYINGAR munu endur- heimta flestar þjdðminjar sínar á næstu árum en þær hafa verið til varðveislu á dönskum söfnum frá því á 19. öld. í kjölfar samkomulags sem Fær- eyingar og Danir gerðu með sér var skipuð nefnd sem fulltrúar hvorra tveggja eiga sæti í og mun hún ljúka störfum í febrúar nk. Nú þegar hefur verið ákveðið að skila allnokkrum merkum minjum úr sögu Færeyja og munu þær verða fluttar aftur heim í lok næsta árs eftir að hafa verið sýndar síðasta sjnni á danska þjóðminjasafninu. Á meðal þeirra muna sem Fær- eyingar endurheimta eru Kirkju- bæjarstólarnir, sem eru frá 15. öld og voru áður í kirkjunni í Kirkju- bæ. Þá munu þeir fá verslunar- bækur dönsku einokunarversl- unarinnar sem fór með alla Færeyjaverslun, rétt eins og ís- landsverslunina, fram til ársins 1856. Segir Thorbjorn Jacobsen, sem fer með mennta- og menning- armál í færeysku landstjórninni, að bækurnar gefi einstæða mynd af lífi Færeyinga fram á miðja 19. öldina. Enn er óljóst um hversu marga muni verður að ræða en mestur hiuti færeyskra þjóðminja var fluttur á danska þjóðminja- safnið á 19. öld þar sem engir möguleikar voru á að varðveita þá í Færeyjum. Nú eiga Færeyingar hins vegar safnhús þar sem hægt er að varðveita munina og sýna. Model 3620 8 mm. 24000/min. 860 W JÓLATILBOÐSVERÐ 13.000,- ÞÖR HF Rflykjevik; ArmúUi 11 AkuráyH: LörwtMkka $iml B68-1600 8im) 461*1070 vg ALL i> mb l.is TAe eiTTHVAO AIÝT7 BílcilcincJ B&L Tilboðsbílor T www.bilaland.is Hyundai Sonata GLSi Hyundai Elantra GLSi Nýskr. 11.1995, 2000ccvél, 4 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn T2.þ. jM| Nýskr. 6.1996, 1800cc vél, 4 dyra, 5 g(ra, blár, ekinn 87.þ. Nýskr. 2.1995, 1400cc vél, 5 dyra, 5 gíra, Ijósbrúnn, . ekinn 78.þ BMW 520IA Touring Nýskr. 7.1993, 2000cc vél, 5 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 142.þ Hyundai Accent GLSi Nýskr. 5.1996, 1500ccvél, 5 dyra, sjálfskiptur, 4 sifurgrár, ekinn 102.þ. Renault Clio RN Nýskr. 12.1995, 1200cc vél, 3 dyra, 5 gíra, hvftur, ekinn 51.þ. Nýskr. 4.1991, 2000cc vél, 4 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 172.þ. VSK bOI. Hyundai H-100 Nýskr. 4.1995, 2500cc Diesel vél, 4 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 125.þ. VSK-bíll. Grjóthálsi 1 sími 5751230 Tilboósveró 590 þ Tilboósveró 490 þ Tilboósverö 460 þ Tilboðsveró 420 þ Tilboósveró 1.090 þ, Tilboðsveró 450 þ Tilboósveró 170 þ notaóir bílar Tilboósveró 390 þ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.