Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miklar tafír í afgreiðslu bögglasendinga hjá fslandspósti fyrir jólin Ekki tókst að afgreiða á annað þúsund sendingar TAFIR urðu á afgreiðslu bögglasendinga hjá Is- landspósti fyrir jólin og tókst ekki að afhenda nokkuð á annað þúsund sendingar. Einar Þor- steinsson, forstjóri íslandspósts, segir að skýring- in sé einkum sú að um 40% aukning hafi orðið í bögglasendingum síðustu dagana fyrir jól, mun meii'i en gert var ráð fyrir og því hafi ekki tekist að afgreiða allt, og kvaðst hann harma það. Hann gerði ráð fyrir að í dag yrði búið að koma lang- flestum sendingum til skila. Einar Þorsteinsson segir að um 70 þúsund bögglasendingar hafi boiist Islandspósti síðustu dagana fyrir jól og sé það um 40% aukning frá í fyrra. Þá bárust Islandspósti kringum 3,5 millj- ónir bréfa í desember. Segir Einar að til að anna jólapóstinum hafi starfsfólki verið fjölgað um milli 500 og 600 og það hafi alls verið nokkuð á þriðja þúsund í desember. Meðalaukning 10% frá síðasta ári Einar segir meðalaukningu frá síðasta ári til sömu mánaða þessa árs hafa verið um 10% og því hafi forráðamenn íslandspósts talið óhætt að loka nokkrum afgreiðslum á Þorláksmessu, þeir hafi ætlað sér að hafa eins konar starfsmannavæn jól. Síðan hafi komið á daginn að fjöldi bögglasend- Forstjórinn segir skýr- inguna meðal annars 40% aukningu í böggla- sendingum inga var slíkur að ekki hefði tekist að koma þeim öllum til skila. Kvaðst hann harma það mjög en hann sagði starfsfólk íslandspósts hafa unnið mik- ið starf til að ljúka sem mestu fyrir jól. íslandspóstur tók upp þá þjónustu í byrjun árs- ins að aka bögglasendingum heim. Segir Einar það ekki aukningu í vinnu hjá fyrirtækinu heldur fremur tilfærslu og segir hann þetta kerfi hafa gengið mjög vel. Hann segir 95% allra póstsend- inga, böggla og bréfa, berast mönnum daginn eftir að þær eru póstlagðar en í skilmálum áskilur fyr- irtækið sér rétt til þriggja daga frests. Skemmd matvæli verða bætt Nokkuð var um matvæli í bögglasendingum og í nokkrum tilvikum munu þau hafa skemmst þegar þau komust ekki á leiðarenda nógu fljótt. Holl- ustuvernd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur gerðu íslandspósti grein fyrir því í bréfi í gær að aðeins fyrii-tækjum með tilskilin leyfi sé heimilt að dreifa matvælum. Vekja þessar stofn- anir athygli á að samkvæmt reglugerð um mat- vælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla séu skýr ákvæði um hvernig flutningi á matvælum skuli háttað. Þar segi að hitastig kælivöru skuli vera 0-4 gráður og frysti- vöru -18 gráður eða lægra. Einar segir íslandspóst ekki gefa sig út fyrir að sinna matvælaflutningum, aðrir flutningsaðilar bjóði þá þjónustu. Hins vegar sé vitað að nokkuð sé um matvælasendingar í pósti og hann segir fyr- irtækið ætla að meta og bæta það sem kann að hafa skemmst í slíkum sendingum. Fyrirtækinu sé það þó ekki skylt enda sé innihalds innanlands- sendinga ekki getið og fyrirtækinu ekki heimilt að flytja matvæli. Einar var að lokum spurður hvaða lærdóm fyr- irtækið myndi draga af þessum erfiðleikum. Hann sagði það meðal annars vera að vekja meiri og betri athygli á þeim fyrirvara sem best væri að hafa á sendingum og að farið yrði yfir alla vinnu- ferla til að kanna hvað mætti betur fara. Sagði hann starfsmenn Islandspósts staðráðna í þvi að flutningur póstsendinga gengi betur um næstu jól. Verslun með besta móti fyrir jólin JÓLAVERSLUN var með besta móti fyrir þessi jól og segir Haukur Þór Hauksson, formaður Félags ís- lenskra stórkaupmanna, jólavertíð- ina hafa verið mjög góða og sé þá sama hvert litið sé í versluninni. Sjálfur rekur hann verslunina Borg- arljós, og segir að td. hafi orðið alger sprenging í sölu á rafmagnsvörum til jólaskreytinga. Þá segir hann að sala á bókum hafi verið með besta móti. „Salan hefur jafnvel verið betri en í fyrra, og það var mjög góð sala í desember þá. Óneitanlega skipth' það miklu máli varðandi afkomu í mörgum greinum verslunarinnai-, að salan síðustu mánuði ársins sé góð, þó að það sé auðvitað misjafnt eftii' greinum. Það er víða í versluninni sem afkoman nánast ræðst á þessum tveimur til þremur síðustu mánuðum ársins." Verslun á uppleið á Akureyri Haukur segir að kaupmenn á landsbyggðinni láti einnig vel af söl- unni, þótt sala á sérvöru hafi átt und- ir högg að sækja. Að sögn Hauks hefur verslun á Akureyri tekið mik- inn kipp, sem að hluta megi rekja til hinnar nýju verslunarmiðstöðvar, en þó sé ljóst að verslun á Akureyi'i hafi verið að styrkjast á síðustu árum. Ljósmynd/Eyjólfur Guðmundsson Framkvæmdir við flugstöðina FR AMKV ÆMDIR standa yfir við stækkun Leifsstöðvar fímmtán þúsund fermetra viðby ggingu í notkun í vor á Keflavíkurflugvelli en gert er ráð fyrir að taka nýja og tengist það Schengen-samkomulaginu. Frekara mat á umhverf- isáhrifum Hallsvegar Gengi deCODE hækkar um 11,39% Fylgir þróun annarra líf- tæknify r irtækj a UMHVERFISRÁÐHERRA hefur með úrskurði fellt úr gildi úrskurð Skipulagsstjóra ríkisins frá 28. júní sl. um mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar frá Fjallkonuvegi að Vík- urvegi. Fara skal fram frekara mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Eigendur og íbúar í fjölmörgum húsum við Garðhús í Reykjavík kærðu úrskurð skipulagsstjóra og töldu að frummatsskýrsla fram- kvæmdaraðila uppfylli ekki skilyrði laga um mat á umhverfisáhrifum. Hún sé takmörkuð og byggist á röngum forsendum og staðhæfing- um sem ekki eigi sér stoð í gögnum málsins. Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir kærendur og þess vegna verði að gera þá kröfu að sýnt sé fram á hvort og þá hvernig framkvæmdaraðili geti staðið við þau skilyrði sem sett eni í úrskurði skipulagsstjóra og jafnframt að metin verði öll áhrif þess á umhverfið. íbúar og húseigendur við Garðhús fara jafnframt fram á að Hallsvegur verði skoðaður sem ein heild, þ.e. fjögurra akreina vegur frá fyrirhug- aðri Sundabraut að Vesturlandsvegi. Þá verði gerð úttekt á þeim mögu- leika að leggja Hallsveg í stokk, enda verði ekki séð hvernig hægt sé að koma fyrir fjögurra akreina stofn- braut á því 60 m svæði sem til ráð- stöfunar sé. Þá er farið fram á að hljóðstig vegna umferðar verði reiknað á hverri hæð fyrir sig á fast- eignum við Garðhús, að sérstaklega verði gerð grein fyrir og metin sam- legðaráhrif hávaða frá Víkurvegi, Hallsvegi og stórra gatnamóta. Að gerð verði úttekt á sjónrænum áhrif- um vegna hljóðmanar auk annarra áhrifa fyrir umhverfið og gerð verði grein fyrir hvemig lýsingu verði háttað við Hallsveg og áhrif birtu fyrir íbúa nærliggjandi húsa. Það sé grundvallaratriði í ljósi þeirrar stað- reyndar að svefnherbergi og stofur húsa við Garðhús snúa til norðurs. I úrskurði umhverfisráðherra seg- ir að í frekara mati skuli kanna frek- ar þörf á breikkun Hallsvegar í fjór- ar akreinar, gera grein fyrir heildaráhrifum framkvæmdarinnar á hljóðstig við Garðhús, gera grein fyrir mótvægisaðgerðum sem miði að því að hljóðstig utanhúss fari að minnsta kosti ekki upp fyrir 55 dB og 30 dB innanhúss miðað við endan- lega gerð vegarins. Þá skuli í frekara mati gera grein fyrir hugsanlegum neikvæðum áhrifum mótvægisað- gerða, fyrir hljóðstigi á hverri hæð fyrir sig, afla álits Veðurstofu ís- lands á áhrifum ríkjandi vindátta á framkvæmdasvæði á dreifingu mengunarefna og hávaða og gera grein fyrir möguleikum þess að leggja Hallsveg í stokk. GENGI deCODE, móðurfélags ís- lenskrar erfðagreiningar, hækkaði í gær á bandaríska Nasdaq-verð- bréfamarkaðnum um 11,39% og endaði í 11,00 Bandaríkjadölum. I fyrradag lækkaði gengið hins vegar um 8,1% og var skráð 9,875 dalir í lok þess dags. N asdaq-hlutabréfavísitalan hækkaði í gær um 45,79 stig, eða 1,84%, og endaði í 2.539,31 stigum og Dow Jones-vísitalan hækkaði um 110,72 stig, 1,04%, og var lokagildi hennar 10.803,16 stig. Læsi ngartíxnabi 1 i 22 líftæknifyrirtækja að ljúka Fjármálafyrirtækið Lehman Brothers í Bandaríkjunum segir að hugsanlegt sé að áhættufjárfestar muni selja mikið að hlutabréfum í líftæknifyrirtækjum fljótlega eftir áramótin, sem muni þá leiða til enn minxxi eftirspumar eftir þeim og þar með til lækkunar á gengi þeirra. Lehman Brothers segja að á tíma- bilinu frá 13. janúar til 10. febrúar 2001 muni svonefndu læsingartíma- bili 22ja líftækifyrirtækja ljúka. Læsingartímabil er þeir 6 mánuðir sem verða að líða frá því fyrirtæki fer á markað og þar til frumfjár- festar mega selja bréf í viðkomandi fyrirtækjum. Samkvæmt þvi sem Lehman Brothers segja er þetta mesti fjöldi fyrirtækja sem lokið hefur læsingartímabili á jafn skömmum tíma og hér um ræðir. Samtals geti fjárfestar selt rúmlega 367 milljónir hluta i líftæknifyrir- tækjum á þessu tæplega mánaðar tímabili. Læsingartímabili deCODE lýkur 13. janúar og verður þá heimilt að selja samtals 28.758 hluti í fyrirtæk- inu, sem ekki hefur verið hægt að selja hingað til. Lækkunin á gengi deCODE undanfarið ekki óeðlileg Bragi Smith, sérfræðingur í er- lendum hlutabréfum hjá Búnaðar- bankanum Verðbréfum, segir að ef skoðuð sé þróun á gengi hlutabréfa í þeim 22 líftæknifyrirtælgum sern séu að koma úr svonefndu læsing- artímabili, sjáist að meðallækkun a gengi þeirra undanfarna 3 mánuði sé 51,5%. Gengi deCODE hafi hins vegar lækkað um 64% á sama tíma. DeCODE fylgi því sömu þróun og önnur líftæknifyrirtæki sem séu að koma úr læsingartímabilinu °S lækkunin á gengi bréfa deCODE se því ekki óeðlileg. Bragi segir að rannsóknir sýni að hátæknifyrirtæki, og þar með talið líftæknifyrirtæki, lækki um allt ;*ð 30% mánuði fyrir lok læsingartíma- bils. Þá komi á markaðinn mikið at þeim bréfum sem áhættufjárfesting" arsjóðir keyptu upphaflega, oft a mjög lágu gengi. Þessir sjóðir hafi það takmark að selja sín bréf unl leið og þeir geti. Það hafi mikil áhrit á gengið sem lækki þá mikið a skömmum tíma. „Það sem kannski vegur mest nu er að fagfjárfestar eru að selja bre* sem þeir eiga ekki, en ætla sér svo að kaupa þau á lægra gengi síðar, og hagnast þannig á viðskiptunum- Þetta er ástæðan fyrir því hvað mörg líftæknifyrirtækin enx a° lækkamikið.“ Að sögn Braga fór óvenju mikm fjármagn inn í líftæknigeirann a þessu ári, eða um 10-15 milljarðar Bandaríkjadala í stað 1-2 milljarð3 á undanförnum árum. Bragi segu erfitt að spá fyrir um hvert frani" haldið verði á gengi bréfa deCODE og annarra líftæknifyrirtækja. E* það sé staðreynd að áhættufjárfest" ingarsjóðir hafi verið að selja bréf. sem þeir hafi ekki átt fyrir, verð* þeir að kaupa bréf síðar. Það geti ýtr verðinu upp. Hins vegar sé ómog' legt að segja til um hvað fjárfestar. sem eiga bréf nú, muni gera. „Það ei hins vegar ljóst að fjárfesting í &e' CODE og öðrum líftæknifyrirtæKÞ um er sennilega sú áhættumesta a almennum hlutabréfamarkaði er' j lendis í dag. Ef líftæknin lækkar al- mennt mikið á næstu mánuðum mun það hins vegar hafa alvarleg áhrif fyrir deCODE,“ segir Bragi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.