Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 58
*:58 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -4 V ír' t Kveðjuathöfn um eiginmann minn, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEIN BJÖRNSSON bónda frá Víkingavatni, verður í Fossvogskirkju föstudaginn 29. des- ember og hefst kl. 15.00 Útför hans fer fram frá Garðskirkju í Keldu- hverfi laugardaginn 6. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður i heimagrafreit á Víkingavatni. Guðrún Jakobsdóttir, Ragna Sigrún Sveinsdóttir, Sólveig A. Sveinsdóttir, Ágúst H. Bjarnason, Benedikt Ó. Sveinsson, Gerður Ebbadóttir, Jakob Lárus Sveinsson og barnabörn. Útför móður okkar og tengdamóður, SIGURLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Smyrlabergi, Vogatungu 31 a, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtu- daginn 28. desember, kl. 15.00. Hrafn Ragnarsson, Lilja Kristinsdóttir, Úlfur Ragnarsson, Unnur Karlsdóttir, Hreinn Ragnarsson, Guðrún Einarsdóttir, Edda Ragnarsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Vilhelm Guðbjartsson, Örn Ragnarsson, Þorsteinn Ragnarsson, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Gísli Ragnarsson, Áslaug Eva Guðmundsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ' JÚLÍANA VIGGÓSDÓTTIR, Þangbakka 8, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 14. desember síðast- liðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 28. desember, kl. 13.30. Kristín Andrésdóttir, Árelía Þ. Andrésdóttir, Andrés Jón Andrésson, Lára Halla Andrésdóttir, Viggó Andrésson, Finnur Andrésson, barnabörn og Valdimar Haraldsson, Leifur Rósinbergsson, Sigríður ísaksdóttir, Sæmundur I. Þórðarson, Sigríður Björk Þórisdóttir, barnabarnabörn. + Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON matsveinn, Áshamri 75, Vestmannaeyjum sem lést af slysförum föstudaginn 15. desember, verður jarðsunginn frá Landakirkju föstudaginn 29. desember kl. 14.00. Kristín Sigurðardóttir, Halldór Guðbjörnsson, Helga Símonardóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Friðbjörg Blöndal, Erlingur Guðbjörnsson, Gunnar Þór Guðbjörnsson, Lára Valsdóttir, Hlíf Helga Káradóttir, Kjartan Sigurðsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR GÍSLASON, Silfurbraut 29, Hornafirði, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 21. des- ember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Flafnarkirkju, Flornafirði, föstudaginn 29. des- ember kl. 13.30. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Gísli Einarsson, Hanna Antonsdóttir, Jóna Einarsdóttir, Erna Einarsdóttir og barnabörn. JOFRIÐUR BJÖRNSDÓTTIR + Jófríður Björns- döttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 20. desember síðastlið- inn. Hún var döttir hjönanna Kristínar Ingibjargar Kristins- döttur, f. 8.1.1902, d. 9.10.1991, húsfreyju í Bæ, og Björns Jöns- sonar, f. 20.12. 1902, d. 24.4. 1989, hrepp- stjóra frá Bæ á Höfð- aströnd. Jófriður var elst sjö barna þeirra hjóna og eins fósturbróður. Hún ólst upp á fjöl- mennu athafnaheimili þar sem landbúnaður og veiðar skipuðu jafnan sess. Systkin hennar: Jón Kristinu, f. 22. desember 1928, d. 12. desember 2000, maki Þórunn Ólafsdóttir; Valgarð Þorsteinn, f. 1931, d.1997, maki Hólmfríður Runólfsdóttir, d. 1987; Gunnar Sigurbjörn, f. 1932, maki Brynhildur Jónsdóttir; Sigurlína, f. 1934, maki Adam S. Jóhannsson, d. 1995; Geir Konráð, f. 1935, maki Hanna Carla Proppé; Haukur, f. 1940, maki Aróra H. Sigursteinsdóttir, d. 1993, sambýliskona Margrét Guðvinsdótt- ir; fósturbóðir Reynir Gíslason, f. 1937, maki Svanhvít Gísladóttir. Jófriður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunn- ari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síð- ar yfirlögregluþjóni og bifreiða- eftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit. Dætur þeirra eru: 1) Anna Kristín, framkvæmda- s^jóri, f. 6.1. 1952, gift Sigurði Jónssyni, kennara. Þeirra börn: Fríður Finna, f. 1980, Gunnar, f. 1983, Kristín Una, f. 1987, og Si- gyn Björk, f. 1990. 2) Birna Þóra, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, f. 21.6. 1957, gift Sölva Karlssyni. Þeirra börn: Gunnar Karl, f. 1986, Þórður, f. 1988, og Ingibjörn, f. 1991. Jófríður stundaði nám við Hús- mæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áð- ur en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir gift- ingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sfnu allt til þess er hún gerist verk- stjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992 er hún lét af störfum vegna heilsubrests. Jófríður tók virkan þátt í félags- málum, var m.a. formaður Kven- félags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. títför Jófríðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma! Það var reiðarslag þegar okkur var sagt að þú værir dá- in. Það sem hafði verið venjulegt mið- vikudagskvöld, við undirbúning kom- andi hátíðar, breyttist í tíma sorgar og söknuðar. Nú ertu lögð af stað í síðasta hluta þessa langa ferðalags sem við öll er- um þátttakendur í, og þó að við vitum ekki nákvæmlega hvað bíður okkar við hinn endann þá vitum við að þegar að okkur kemur að fara þessa ferð þá bíður þú á áfangastað, tilbúin að taka á móti okkur eins og þú varst alltaf tilbúin að gera á Hólaveginum. Og við vitum einnig að langafi og langamma og bræður þínir, Bússi og Valgarð, eru þar núna, öll tilbúin að taka á móti þér. Við sem eftir sitjum söknum þín sárt, en ornum okkur við hlýju minn- inganna því við erum svo heppin að hafa fengið að taka þátt í hluta ferð- arinnar með þér. Okkur langar að þakka þér fyrir svo fjölmargt, minn- ingamar eru margar. Heimsóknir til þín í verksmiðjuna eru okkur minn- isstæðar þar sem við fengum að skoða stóru saumavélarnar og þú gaukaðir að okkur kandísi og öðru góðgæti. Handprjónaðar lopapeysur, ullarsokkar og vettlingar, fyrir nú ut- an dúnsængumar og koddana sem við öll fengum! Og þá lifir „tann- kremskakan" sem við fengum fyrir hver jól sterk í minningunni. En allt bliknar þetta í samanburði við þá hlýju og kærleik sem þú ávallt sýndir okkur. Þú varst ætíð tilbúin að taka þátt í og styðja við hin fjöl- breyttu áhugamál okkar allra. Þú þreyttist aldrei á að segja elsta barnabaminu til á orgelið, leyfa okk- ur að „hjálpa“ til við baksturinn, veiðigarparnir fengu aðstoð við að slægja og hreinsa afla og hvenær sem við komum til þín að safna fyrir þessu eða hinu, þá varstu alltaf tilbúin að styrkja málefnið, ekki síst krónu- sundið hjá yngri dótturdætmnum. Og aldrei brást að einhveiju góðgæti, eða aurum, væri lætt í lófa manns þegar kvattvar. Minningin um þig mun ylja okkur um ókomna framtíð. Við biðjum Guð að styrkja afa okk- ar og geyma ömmu. Ferðþínerhafm. Fjarlægjastheimatún. Núfylgirþúvötnum sem falla tíl nýrra staða ogsjónhringarnýir sindraþérfyriraugum. Enalnýjumdegi færþúaldreikynnzt. I lind reynslunnar fellur ljós hverrar stundar og birtist þar slungið blikandi speglun allsþesssemáðurvar. (HannesPétursson.) Bamabömin. Hinn slyngi sláttumaður hefur far- ið geyst um Bæjarslétturnar nú í skammdeginu. Fyrir honum er ný- fallinn, nær fyrirvaralaust, Jón Krist- inn á Hellulandi, elsti sonur Kristínar og Bjöms í Bæ, og rétt viku síðar, án fyrirvara, elsta bam þeirra hjóna, Jó- fríður, tengdamóðir mín, sem ég vil hér minnast í nokkmm orðum. í hugann koma, eftir tveggja ára- tuga kynni, myndir af mikilhæfri konu sem gegndi ábyrgðarstörfum í atvinnulífi, auk húsmóðurstarfa á heimili þar sem löngum var gest- kvæmt og erill mikill vegna starfa eiginmannsins. Því var nefnilega þannig háttað að inni á heimilinu var um margra ára skeið opinber skrif- stofa Bifreiðaeftirlits ríkisins í Skaga- firði og má nærri geta að því fylgdi ýmist amstur fyrir húsmóðurina. Er við hjónin fluttum til Sauðár- króks kom það eins og af sjálfu sér að ég varð eins konar heimagangur á Hólavegi 17. Kom þar margt til en þó fyrst og fremst viðmót og hlýja þeirra hjóna, sem síðar er bömin komu til sögunnar laðaði þau einnig að. Já, bömin fóra ekki varhluta af persónu- töfrarn ömmu sinnar og vart gat ham- ingja beggja orðið meiri en við þær samvistir. Þeirra huggun nú er að eiga afa sinn á Hólaveginum að, en þau hjón vora hvort sem annað varð- andi viðmót og umhyggju fyrir bamabömum sínum. Reyndar fannst mér Jófríður sjald- an njóta sín betur en meðal barnanna og í hópi ættingja og vina. í því samb- andi era mér minnisstæð öll niðja- og fjölskyldumótin þar sem hún var hrókur alls fagnaðar og þau Bæjar- systkin heilluðu með söng sínum og glaðværð. - Þau leyfðu sér nefnilega að vera böm eins og sr. Hjálmar sagði í útfar- arræðunni yfir Jóni Kristni, bróður hennar, 22. des. sl. Það var oft mannmargt á heimili hennar þegar stórfjölskyldan sam- einaðist við hin ýmsu tækifæri hér norðan heiða. Það var eins og hún lað- aði fólk ójálfrátt til sín; menn fundu að þeir vora velkomnir, eða eins og ein frænka hennar orðaði það í mín eyru er hún frétti andlát hennar: hún var eins og mamma okkar allra, sönn ættmóðir. Jófríður ræktaði garðinn sinn í víð- um skilningi og bar heimili hennar vott um þann hagleik sem hún bjó yf- ir. Hannyrðir sífellt í takinu, jafnt skrautmunir sem nytjahlutir, og slík- ur var frágangurinn að flíkmTiar hafa þjónað tveimur kynslóðum. Nærtækt er dæmið því að dóttir mín á ferming- araldri gengur daglega, að eigin frumkvæði, í kápu af móður sinni er Jófríður saumaði á dóttur sína fyrir þijátíu áram! Og margur listagripur- inn hefur komið upp úr jólapökkun- um frá henni eftir að um hægðist í lífi hennar. Er ég hugleiði ræktunarþáttinn verður skýr fyrir mér unaðsreitur þeirra hjóna að Litla-Lóni þar sem upp úr grjótskriðu hefur vaxið trjá- lundur með blómabrekku umhverfis sumarhús þeirra, allt fyrir elju og dugnað samhentra hjóna. Þar hafa grænir fingur Jófríðar notið sín til fulls og margar eru ferðirnar orðnar þangað, en því miður hafði þeim fækkað nú síðari sumrin vegna heilsubrests hennar. En umhverfið þar mun lengi halda á lofti minning- unni um ræktunarmanneskjuna Jó- fríði Bjömsdóttur. Já, það var ánægjulegt að fá að fylgjast með og læra af verkum henn- ar, svo sem allt lék í höndum hennar. Vil ég enn í þessu sambandi nefna kunnáttu hennar í matargerð og verkun villibráðar, sem var mér áður framandi. Það er mörg björgin sem dregin hefur verið í bú á Hólavegi 17, enda húsbóndinn kunnur veiðimaður, og því leitt af sjálfu sér að húsfreyjan tæki virkan þátt í verkun og úr- vinnslu. Störf þessi vora henni töm frá uppvaxtaráranum, enda alin upp á stóra heimili þar sem stundaður var fjölbreyttur veiðiskapur, auk hefð- bundins búskapar. Hún var góður leiðbeinandi og þess hef ég notið í rík- um mæli við hin ýmsu verkefni er við unnum saman að í dagsins önn. Þá er ótalið hve mai’gir fengu að njóta af- urðanna; það er margur matai’bitinn sem þau hjón hafa gaukað að sam- ferðamönnum sínum. Jófríður var sjálfstæð í skoðunum og hispurslaus í framkomu. Hún átti auðvelt með að tjá skoðanir sínar og var ekki þeirrar gerðar að forðast rökræður og skoðanaskipti með því að samsinna síðasta ræðumanni. Nei, hún hélt sínu ótrauð fram og fékk menn gjaman til að sjá hlutina í nýju Ijósi, þá oftar en ekki frá sjónarhóli þeirra sem minna mega sín og stund- um vilja gleymast í umræðunni. Eins og áður sagði hafði Jófríður yndi af söng og var hún félagi í Kirkjukór Sauðárkrókskirkju um árabO og nú hin síðari árin söng hún í kór eldri borgara í Skagafirði. Naut hún sín vel þar, enda félagslynd og þar í hópi margra góðra vina. Einnig var hún félagi í spilaklúbbum um margra ára bil, enda þau hjón miklir spilamenn, eiginmaðurinn reyndar annálaður. Þessi félagsskapur, og hin trygga vinátta sem í honum ríkti, var Jófríði mikilvægur og var auðvelt að skynja eftirvæntinguna sem ríkti þegar þeir mannfundir stóðu fyrir dyram. Alkunna er að ei tjáir að deila við dómarann, en nú þegar þau systkin Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubii og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.