Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ 4' FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 53 MINNINGAR + Pia Ásmunds- dóttir fæddist í Kaupmannahöfn 17. júlí 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásmundur Sig- urjónsson, f. 11.9. 1925, d. 4.8. 1997 og Lis Ruth Sigurjóns- son, f. 31.8. 1925, d. 3.9. 1999. Systkini Piu eru Kjartan, iðn- fræðingur, f. 31.10. 1950, Egill, starfs- maður Isals, f. 11.1. 1953 og Helga, tannfræðingur, f. 13.2. 1960, d. 20.1. 1990. Pia giftist árið 1968 Sigurði Bjarnasyni, lyfjafræðingi, f. 20.9. Er lífiðofstutt? Mér þykir mig hafa dreymt lengi-oflengi. (Japanskt ljóð.) TilPiu. Minningar standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Minningamar um þig, elsku Pia. Fyrir mér varstu fyiinnynd að ungri konu, eiginlega fýrsta reynsla mín af því að sjá unga stúlku breytast í fallega gjafvaxta konu á leið út í lífíð. Eg var 10 ára, ég var áhorfandi að ungri og glaðværri æsku þinni, þú varst uppeldissystir og sldpaðir ríkan sess í okkar fjölskyldulífí á þessum árum. Glaðheimamir, og hið nýja Voga- hverfí byggðist ört upp, Glaumbær í algleymingi, lífið framundan. - Síðan fluttist þú, Pia, til Kaup- mannahafnar sem var þitt annað heimaland, þú varst sem innfæddur Dani. Lífínu er ekki alltaf ætlað að vera rósum stráð braut gagnvart okkur mönnum. Elsku Pia, við sem ætluðum í ferða- lag saman þegar þú værir orðin frísk. Þú varst svo þreytt; þráðir hvíld í hita og sandi. Nú ertu horfin á vit ástvina þinna, Helgu systur, Lís mömmu og 1940 og er þeirra sonur Ari Rafn Sig- urðsson, flugnemi, f. 9.6. 1969. Unn- usta hans er Stein- unn Garðarsdóttir, f. 17.8. 1976. Pia og Sigurður skildu. Pia starfaði sem lyQatæknir hér heima og síðan sem læknaritari í Kaup- mannahöfn. Hún dvaldi í Kaup- mannahöfn nær óslitið frá 1969 til 1997. Eftir að hún flutti alfarin heim starfaði hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Útför Piu fer fram fá Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ásmundar pabba, fólksins sem þér þótti vænt um og saknaðir svo mikið. Þú hefur kvatt þetta líf og lokað aft- ur fallegu, brúnu, möndlulaga augum þínum. Hvíl þú í friði. Þín Elín Edda (Ella). Fyrir ofan vaskinn í eldhúsinu mínu er h'til postulínstafla sem á er letrað ljóð eftir Piet Hein. Þessa htlu postulínstöflu gaf Pia, frænka mín, konu minni sl. sumar. Pia hafði þá um hríð baríst við illkynja sjúkdóm. Hún tjáði sig þá vongóða um að lækningar, sem beitt hafði verið, hefðu borið góð- an árangur. Eg hef ekki síðan í sumar leitt hug- ann að þessari postulínstöflu. Þetta er ósköp venjuleg postuhnstafla sem víða má sjá. Eg þykist muna að hún hafi verið í hennar eigu frá þeim tíma þegar hún var búsett í Kaupmanna- höfn. En nú, þegar þessi lífsþyrsta frænka mín hefur lotið í lægra haldi fyrir því meini, sem undir lokin hafði heltekið hana, beinist athygh mín að ljóðlínunum á þessari töflu. Skyndi- lega hafa þær fengið fyllri og dýpri merkingu, en ljóðið hljóðar í lauslegri þýðingu eitthvað á þessa leið. Mundu að gleyma smámunum. Mundu að skflja, hvað skiptír máli Mundu að elska, meðan Igark þú hefur. Mundu að lifa, meðan þú lifir. Ekki veit ég hvort henni hefur sjálfri tekist alla tíð að lifa í samræmi við orð Piet Hein. En þegar hér var komið sögu held ég að hún hafi þegar verið búin að skilja kjamann frá hisminu. Henni hafi verið ljóst hvaða gildi það eru sem mestu skipta. Þess- ari einföldu lexíu vildi hún miðla til þeirra sem skiptu hana máli. Mér er enn minnisstætt að það var einhver dularfull einurð í fasi hennar þegar hún fékk konu minni töfluna í hendur. Kannski var hún með þessari gjöf að senda einhver skilaboð. Ef til vill gerði hún sér grein fyrir að skammt væri að bíða endalokanna þótt hún léti allt annað í veðri vaka við okkur. Hvað sem því hður þá reyndi hún að njóta lífsins svo lengi sem kraftar hennar leyfðu. Ég mun hafa verið að nálgast ung- lingsárin þegar Ásmundur föðurbróð- ir minn flutti heim til Islands með fjöl- skyldu sína einhvem tíma á 6. áratugnum. Á þeim ámm finnst manni aldursmunur mun meiri en þegar maður er uppkominn. Því kynntist ég þessari frænku minni ekki náið lengi framan af. Fyrir rúm- lega 20 ámm, þegar hún var aftur flutt til Danmerkur, heimsótti ég hana þangað. Saman ferðuðumst við síðan til Stokkhólms og áttum þar eft- irminnilega daga. Eftir það reyndi ég að heimsækja hana þegar leið mín lá um hennar heimaslóðir. Hún var mik- ill unnandi djasstónlistar og í þessum heimsóknum vígði hún mig inn í djassheima Kaupmannahafnar. Eftir að hún flutti heim til Islands fyrir nokkmm ámm tengdist hún einnig vináttuböndum við konu mína og böm okkar. Pia var greind kona og næm á lífið í kringum sig. Hún hafði til að bera einhverja lífsvisku, sem erfitt er að skilgreina, en maður skynjaði í ná- vist hennar og tali. Á góðri stund var oft stutt í einlægan, gleðiríkan hlátur en þess á milli einkenndist svipur Piu af alvörugefni. Nú er þessi gleðiríki hlátur þagnaður og svipur hennar að- eins mynd í hugskoti okkar. Sá sem öllu ræður hefur veitt henni hvfld frá þjáningum þessa lífs. Megi sá hinn sami veita okkur, sem ennþá lifum, styrk í sorginni. Sigmundur Om Amgrímsson. PIA ÁSMUNDSDÓTTIR GUÐRUN SVANDIS HANNESDÓTTIR WOLFE + Guðrún Svandís Hannesdóttir Wolfe fæddist í Kefla- vík 11. október 1922. Hún andaðist í Balt- imore í Bandaríkjun- um 17. þessa mánað- ar. Faðir hennar var Hannes Júlíusson, skósmiður og sjómað- ur, f. 29.8. 1885, d. 3.5. 1962, og móðir hennar var Margrét Einarsdóttir, hús- móðir, f. 31.5.1886, d. 28.5. 1942. Systkini hennar voru: 1) Svava, f. 1908, dó nýfædd. 2) Sigurður Einar, f. 7.9. 1909, d. 21.9. 1969. 3) Júlíus Svav- ar, f. 25.6.1911, d. 6.4.1930.4) Ell- ert, f. 1.11. 1917, d. 23.12. 1991. 5) Ásta Sigrún, f. 16.7. 1922. 6) Haf- steinn, f. 29.4. 1924, d. 21.3. 1980. 7) Ragnheiður, f. 2.11. 1926. 8) Júlía Sæunn, f. 26.8. 1929. 9) Dagný Björk, hálfsystir, samfeðra. Guðrún Svandís giftist Richard H;uper Wolfe hinn 15.5. 1943. Richard var fæddur í Virginíuríki í Banda- ríkjunum hinn 14.9. 1915. Hann andaðist 6.9.1974. Börn þeirra em: 1) Richard Harper Wolfe jr., f. 19.8. 1943. Kona hans er Jarmei Frances Harper Wolfe. Börn þeirra eru Jereme Dwight Wolfe, f. 16.2. 1979, og Adam Harper Wolfe, f. 4.8. 1980. 2) Elisabet Margret Evans, f. 8.10. 1952. Hennar maður er William L. Ev- ans. 3) James Dwight Wolfe, f. 11.1. 1954. Kona hans er Jani Sig- mar Wolfe. Sonur þeirra er Nichol- as Dwight Wolfe, f. 25.3.1986. Guðrún Svandís flutti til Banda- ríkjanna síðla árs 1943 og hefúr búið erlendis síðan. Utför Guðrúnar Svandísar fer fram í Washington í Bandaríkjun- um í dag. Látin er í Bandaríkjunum frænka mín Guðrún Svandís Wolfe, eða Gunna eins og hún var kölluð á mín- um uppvaxtarárum. Reyndar gekk hún undir nafninu Svandís erlendis. Gunnar frænka fæddist í Keflavík og bjó þar í tæp þrjú ár. Hún ólst upp í stórum systkinahópi, við naum kjör eins og algengt var á þeim árum, þegar börnin voru mörg. Því fylgdu miklir flutningar á fjölskyldum, þar sem leiguhúsnæði var af skomum skammti og var oft leigt til skamms tíma. Hún talaði þó mikið um Laug- arnesveginn, en þar bjó fjölskyldan hennar í sjö ár í húsi sem nefnt var Steinar og stendur þar enn. Reyndar er búið að bæta oft við húsið og er það nú miklu stærra en það var í þá tíð. Þegar þau bjuggu þar var húsið aðeins tvö herbergi og loft og þar bjuggu allir í sátt og samlyndi þótt þröngt væri. Gunna flytur til Bandaríkjanna með eiginmanni sínum og syni þegar hún er 21 árs gömul. Richard maður hennar var atvinnuhermaður og bjuggu þau Gunna því víða um Bandarfltín. Eftir stríð bjó hún í þrjú ár í Þýskalandi og flytur svo þaðan aftur til Bandaríkjanna. Þegar mað- ur hennar lést bjuggu þau í Balt- imore og bjó Gunna þar eftir það. Gunna kom nokkrum sinnum til Is- lands, þar á meðal kom hún hingað árið 1952 og dvaldist hér í eitt ár og bjó þá í Keflavík. Síðan fjölgaði ferð- um hennar þegar hún varð eldri og síðast hélt hún upp á sjötugsafmælið sitt hér á íslandi. I gegnum árin hef- ur mikið af okkur skyldfólkinu farið í heimsókn til hennar í lengri og skemmri tíma. Allir voru alltaf jafn velkomnir og mjög gaman að heim- sækja hana. Gunna gat mikið dáðst að kaupæði okkar Islendinga og spurði hvort ennþá væri haftastefna á íslandi og hvort allt væri skammt- að ennþá. Hún var glettin og skemmtileg kona, með góða kímni- gáfu, og ég sakna hennar mikið. Síðustu æviárin bjó Gunna við gott atlæti hjá Betty dóttur sinni og tengdasyni sínum William. Hjá þeim leið henni vel og var hún mjög þakk- lát þeim fyrir umhyggjuna. Systrum hennar þeim Ástu, Rögnu, Lúllu og Dagnýju sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Bettý, við vitum að þú hefur misst mikið, guð varðveiti þig og styrki í sorg þinni. Mig langar fyrir hönd fjölskyld- unnar að votta börnum hennar og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Guð blessi þig og geymi elsku frænka. Ingunn Óskarsdóttir. t Tengdamóðir mín, amma og langamma, JÓHANNA GUÐRÚN SIGMUNDSDÓTTIR (Jobba), lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi miðvikudaginn 20. des- ember. Jarðsungið verður frá Hofsóskirkju föstudaginn 29. desember kl. 14.00. Jarðsett verður í Viðvik. Hjörtur Hinriksson, Jóhanna Kristín Hjartardóttir, Ástríður Hjartardóttir, Kjartan Friðjónsson, Guðmundur Helgi Hjartarson, Hinrik Hjartarson, Guðmunda Ragnarsdóttir, Ragnheiður Hjartardóttir, Óskar Hjartarson, Ósk Hjartardóttir og barnabarnabörn. t Ástkær systir okkar, ÞÓRUNN BERGSTEINSDÓTTIR (Tóta), Skúlagötu 66, Reykjavík, lést á Landspítanum við Hringbraut miðviku- daginn 20. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 5. janúar kl. 15.00. Magnús Berg Bergsteinsson, Sesselja Bersteinsdóttir, Þuríður Pfeiffer, Sigurður Berg Bersteinsson, Ólafur Bergsteinsson, Sigríður Bergsteinsdóttir. i t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTINN SIGURÐSSON, Strandgötu 26, Neskaupstað, andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi mánudaginn 25. desember. Lilja Hulda Auðunsdóttir, Auður Helga Kristinsdóttir, Kristín Kristinsdóttir, Karl Egilsson, Sigurjón Kristinsson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, Rán Kristinsdóttir, Elísabet Auðunsdóttir, Fannar Jónsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐBJARNADÓTTIR, frá Flateyri, Hlíf II, fsafirði, lést á sjúkrahúsi ísafjarðar sunnudaginn 24. desember. Útförin verður auglýst síðar. Svanur Jóhannsson, Anna Jóhannsdóttir, Emit R. Hjartarson, Guðbjarni Jóhannsson, Bára Guðjónsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Gunnhildur Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, FRIÐGEIR RAGNAR GUÐMUNDSSON, vistheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, sem lést miðvikudaginn 20. desember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Guðlaug Rósa Friðgeirsdóttir, Hilmar Árnason, Sigurður Friðgeirsson, Sæbjörg Erla Friðgeirsdóttir, Kristjana Margrét Friðgeirsdóttir, Sigurður Jónsson, Árni Geir Friðgeirsson, Dröfn Sigurvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.