Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 86
86 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ANTÍGÓNA eftir Sófókles 3. sýn. í kvöld fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. . sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. lau. 13/1 nokkur sæti laus, 7. sýn. ' sun. 14/1 nokkursæti laus. HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne Fös. 29/12, örfá sæti laus, lau. 6/1, sun. 7/1, fös. 12/1. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones Frumsýning lau. 30/12 kl. 16.00. uppselt, mið. 3/1, fös. 5/1, lau. 13/1, sun. 14/1. ÁSTKONUR PICASSOS - Brian McAvera Fim. 11/1 ogfös. 12/1. www.teikhusid.is midasalagiej!dlM§ML§ Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan er opin mán.—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20. Símouarsou Jólasýn, 29. des, örfá sæti laus fös. 5. jan. laus sæti fös. 12 jan. laus sæti lau. 13. jan. laus sæti Sýnlngar hefjast kl. 20 Vicleysingarnir eru hluci af dagskrá Á mörkunum, Leiklistarhátíðar Sjáifstæðu leikhúsanna. MiðasaJa í síma S55 2222 Ú___________og á www.visir.is_____________ DRAUMASMIÐJAN G.ÓBAR HÆG-ÐIR eftir Auöi Haraids Aukasýning fös 29/12 kl. 20 Sýnt í Tjarnarbíói Sýningin er á leiklistarhátíðinni Á mörkunum Hidapantanir í Iðnó í síma: 5 30 30 30 Fimmtudaginn 4. janúar kl. 19.30 - örfá sæti laus Föstudaginn 5. janúar kl. 19.30 - laus sæti Laugardaginn 6. janúar kl. 17.00 - laus sæti Hijómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Arndís Halla Ásgeirsdóttir Félagar úr Kór (slensku óperunnar Kórstjóri: Garöar Cortes (Z) LEXU5 IHáskólabió v/Hagatorg Sími 545 2500 Miöasala alla daga kl. 9~17 www.sinfonia.is www.mbl l.is BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur Næstu sýningar MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Þri 26. des kl. 14 FRUMS. - UPPSELT! Lau 30. des kl. 14 -ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 7. jan kl. 14 Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Tónlistarstíóri: Óskar Einarsson. Leikarar: Friðrik Friðriksson, Ellert A. Ingi- mundarson, ThedórJúKusson, Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jónanna Vigdís Arnardóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þórjóhannesson. Hljóð: Jakob Tryggvason. Búningar: Linda Björk Ámadóttír. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir. Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 Gjafakort í Leikhúsið - skemmtileg jólagjöf sem lifir lengi 552, 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL 20 Frumsýn. fim 28/12 UPPSELT fös 29/12, A kort gilda örfá sæti laus lau 30/12, B kort gilda örfá sæti laus fös 5/1, C&D kort gilda örfá sæti laus fim 11/1 UPPSELT lau 13/1, E&F kort gilda örfá sæti fös 19/1, G&H kort gilda örfá sæti SJEIKSPÍR EING 0G HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 19 örfá sæti laus fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 530 3O3O SÝND VEIÐI fös 29/12 kl. 20 örfá sæti laus lau 6/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 12/1 kl. 20 TRÚÐLEIKUR fös 5/1 kl. 20 fim 11/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is 0 SINFÓNÍAN Jason Robards allur BANDARÍSKI leikar- inn Jason Robards er látinn, 78 ára að aldri, eftir að hafa tapað lang- vinnri baráttu sinni við krabbameinið. Robards hafði í nær hálfa öld ver- ið einn virtasti skap- gerðarleikari sem um getur en meðal fræg- ustu tilþrifa hans er túlkun hans á leikrita- „sjjáldinu Eugene O’Neill og ritstjóra The Washington Post Bill Bradlee í All the Presid- ent’s Men, sem fjallar um afhjúpun Watergate-hneykslis- ins. Hans hinsta hlutverk á hvíta tjaldinu reyndist hlutverk deyjandi föður Tom Cruise í Magnolia. Rob- -srds hlaut tvenn Óskarsverðlaun, bæði fyrii- aukahiutverk, fyrir áður- nefnt hlutverk Bradl- ees, og sem hinn drykk- felldi rithöfundur Dashiell Hammett í myndinni Julia frá 1977. Sjálfur þreytti Rob- ards langdregna rimmu við Bakkus og þung- lyndið og lét eitt sinn hafa eftir sér: „Ég hef gjaman leikið ógæfu- menn. Ég kann kannski ekki mikið fyrir mér á leiklistarsviðinu en þær manngerðir get ég auð- veldlega leikið.“ Robards var fjórkvæntur og þar á meðal Lauren Bacall - í stormasömu hjónabandi sem varði í átta ár. Eft- irlifandi eiginkona leikarans er Lois O’Connor og hann lætur eftir sig sex böm. FOLKI FRETTUM ERLENDAR OOOOOO Skarphéðinn Guðmundsson fjallar um The Hour of Bewild- erbeast, fmmraun breska listamannsins Badly Drawn Boy, handhafa Mercury- tónlistarverðlaunanna. ★★★★☆ Dásamlega dreg’inn drengur ÞAÐ hljóta flestir sannir tónlistar- unnendur að vera sammála um að fátt fullnægir áhuganum frekar en að uppgötva ný eftirlæti - einhverja hæfileikaríka tónlistarmenn sem skjóta upp kollinum að því er virðist upp úr engu og falla að smekk manns eins og flís við rass - rétt eins og lögð hafi verið inn pöntun. Þannig leið mér þegar ég heyrði fyrst í þessum litla og snaggara- lega Breta sem kallar sig Badly Drawn Boy, sem er tilvísun í myndasögufígúru, en heitir réttu nafni David Gough. Dav- id þessi hefur verið á hvers manns vörum innan tónlistar- bransans breska á árinu og um hann hefur verið rætt sem bjargvætt þessa árs sem ann- ars er búið að vera sérdeilis dapurt - að minnsta kosti hjá tjallanum. Hann hlaut nýverið hin virtu Mercury-tón- listarverðlaun fyrir að eiga bestu plötu ársins í hópi nokkurra fram- bærilegra sem áður höfðu verið til- nefndar. Ekki verður annað sagt en að drengurinn sé vel að þeim heiðri kominn því að The Hour of Bewilder- beast er aldeilis glæsileg frumraun og almennt séð magnaður gripur. Það leikur enginn vafi á því að Badly Drawn Boy er ríkulega gædd- ur tónlistarhæfileikum. Hann er djarfur og leitandi listamaður sem enn virðist vera í mótun og af því ein- kennist þessi fyrsta breiðskífa hans. Fjölbreytiieikinn er með eindæmum og stefnur og straumar liggja úr nær öllum áttum. Upphafstónamir, nokk- urskonar forleikur, gera manni þegar ljóst að hér er engin venjuleg plata á ferð, engin fjöidaframleiðsia, heldur metnaðarfullt og úthugsað verk sem á sér upphaf, miðbik og endi. Ná- kvæmlega vegna þessa - vegna aug- ljóss metnaðar, natni og vandaðra vinnubragða verða tilraunir hins ný- skapaða listamanns aldrei losaraleg- ar eða stefnulausar heldur líða áfram í fuilkomnu samhengi frá upphafi uns yfir lýkur. Bh'ðir inngangstónarnir eru jafn- framt upphaf lagsins „The Shining" - sykursætt sólarlag þar sem Badiy Drawn Boy syngur veikri og við- kvæmri röddu:,,Eg vil hleypa sólskini inn í líf þitt.“ Óðurinn er vafalítið til elskunnar í lífi hans en maður getui- ekki annað en tekið orðin til sín og lit- ið á þau sem veganesti - vísi að því sem koma skal. Takturinn færist í aukana í öðru lagi, „Everybody’s Stalking" þar sem rauði þráðurinn er gítarhljómur sem allt eins gæti verið leikinn af sjálfum Hank Marvin. Fyrstu milliréttimir koma síðan næstir - litlir lagstúfar sem virka líkt og sorbet, nokkurs konar bragð- hreinsarar - en þar gefur hann hug- myndafluginu virkilega lausan taum- inn og ægir saman öllum hugsanlegum og óhugsanlegum tón- listarstraumum. Ef fmna ætti tónlist Badly Drawn Boy dilk og bera hann saman við aðra sem á undan honum hafa ratt brautir koma nokkrir í hugann við að heyra „Stone in the Water“ - lag fyiir kassagítar, strengi og einstaka píanó- nótur og burstaslátt. ,g^valanche“ Leonai'ds Cohens er augljós fyrir- mynd gítarleiksins sem líður þétt- ingsfast en um leið undurmjúkt áfram eins og hægfara lest. Annar samferðamaður Cohens og um margt áþekkur, Nick Drake, kemur hér einnig upp í hugann en báðir vom þeir Cohen einfarar, sérvitrir orðsins menn sem sóttu þjóðlagaskotnum trúbadúrslætti sínum andgift til blús- feðranna. Það fer ekki á milli mála að Gough hefur kynnt sér verk þessara tveggja lágstemmdu og hlédrægu listamanna og læðist að manni sá gmnur að hann muni temja sér lífs- mynstur þeirra. Það sem gerir það að verkum að ekki er hægt að kalla Badly Drawn Boy beinlínis trúbadúr eða þjóðlagalistamann em lög á borð við „Another Peari“, „Bewilderbeast" og „Disillusion" - rakin popplög, ávanabindandi og útvarpsvæn í meira lagi. Það verður ekki hjá því kom- ist að nefna til sögunnar þriðja listamanninn, og ekki síður sérvitr- an, sem upp kemur í hugann við að heyra í Badly Drawn Boy, og þá sér í lagi rödd hans, en það er hinn marg- snúni Morrissey. Gamlir Smithstakt- ar koma reyndar oftai- en einu sinni upp í hugann og hlýtur maður því að skora á gamla unnendur þeirrar forn- frægu og alltof skammlífu sveitar að kynna sér Badly Drawn Boy, þótt ekki væri nema fyrir þær sakir að þar kann loksins að vera kominn ft-am á sjónarsviðið langþráður aiftaki söngvarans afvegaleidda frá Man- chester. Það er meira en að segja það að ætla sér að gera öllum átján lögunum á skífunni greinargóð skil. Öll skilja þau eitthvað ákveðið eftfr sig - eitt- hvað sem togar í mann og nuðar uns ekki er annað hægt en að sækja til þeirra aftur, og aftur. Þar kemur fjöl- breytileikinn sterkur inn. Hann gerir það að verkum að leiðinn gerir hvergi vart við sig þrátt fyrir ítrekaða hlustun - alltaf finnur maður eitthvað nýtt, einhverja nýja átt sem stefnurn- ar streyma úr og maður hefur enn ekki uppgötvað og kannað til hlítar. The Hour of Bewilderbeast er eitt af þessum sjaldgæfu verkum, ein af þessum plötum sem koma til bjargar mögram ámm. David Gough - Badly Drawn Boy - hefur lánast að stimpla sig inn með þeim hætti sem flesta poppara dreymir um. Hann er búinn að skila af sér skífu sem lifa mun árið, og árin, ef út í það er farið. Ef hann hefur þegar spilað út öllum trompum sínum og honum reynist vonlaust að rísa undir þeim væntingum sem án vafa verða gerðar til hans, sem maður hefur ætíð áhyggjur af þegar maður heyrir svo fullskapaða frumraun, get- ur hann ávallt litið til The Hour of Be- wilderbeast og unað sáttur við sitt. Klofinn toppur YMSAR þreifingar hafa átt sér stað á myndbandalistanum síðan leiðir skildu síðast. Myndir rjúka beint upp á toppinn en hlammast óðar niður aft- ur að því er virðist vera. Eins dauði er annars brauð. Eða öllu heldur myndbands- snælda í okkar tilviki. í þetta sinnið er það hinn óborganlegi sprelligosi Jim Carrey sem þýtur eins og byssubrandur beint í fyrsta sætið með myndina Me, My- self cinú Irene í farteskinu. Það er pínu gráglettið að myndin Gone in 60 Seconds, sem fjallar um hraðskreiða bfla, skuli ekki hafa leikið sama leik en hún brunar stíft að baki Carrey en þarf því miður að láta sér annað sætið duga. Önnur tíðindi voru það ekki að sinni hér frá snælduvígstöðvunum. Jim Carrey í hlutverki sínu í myndinni Me, Myself and Irene. I I « 1 i I II118 18 8 1 aj..l..l..ll..l.l.JLU.I-lJULlJLp.lXlJJ Nr. var vikur Mynd Útgefandi Tegund 1. NÝ 1 Me Myself and Irene Skífan Gaman 2. NÝ 1 Gone in 60 Seconds Sam myndbönd Spenna 3. 1. 2 Romeo Must Die Sam myndbönd Spenno 4. 3. 4 Gladiator Sam myndbönd Spenno 5. 4. 2 Keeping the Foith Myndform Gaman 6. 2. 3 Perfect Storm Sam myndbönd Spenna 7. 5. 4 Frequency Myndform Spenna 8. 9. 2 Drive Me Crazy Skífan Gaman 9. 6. 5 American Psycho Sam myndbönd Spenna 10. 8. 6 Three To Tongo Sam myndbönd Gaman 11. NÝ 1 The Cider House Rules Skífon Drama 12. 14. 8 Erin Brockovich Skífan Drama 13. NÝ 1 Where the Money Is Myndform Gaman 14. 7. 5 Hanging Up Skífan Gaman 15. 12. 4 Ordinory Decent Criminol Skífan Spenna 16. 10. 5 The Next Best Thing Hóskólabíó Gaman 17. 11. 6 Reindeer Gnmes Skífan Spenno 18. 19. 10 Englar alheimsins Hóskólabíó Drama 19. 18. 10 Deuce Bigalow: Mole Gigolo Sam myndbönd Gaman 20. 15. 5 Maybe Boby Góðar stundir Goman - IIHI«111.1.1.1 TJLl.í 11.LM-U-U.mxi. 0X0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.