Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 57 JÚLÍANA VIGGÓSDÓTTIR + Júliana Viggós- dóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1929. Hún lést 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Lára Guð- brandsdóttir, f. 13.11. 1908, d. 8.12. 1967, og Viggó Guð- jónsson, f. 1.12. 1907, d. 15.9. 1996. Systkini hennar voru ellefu og eru tvö þeirra eftirlif- andi, Guðbjörg Jón- ína Katrín Viggós- dóttir og Jón Auðunn Viggósson. Ung að árum kynntist Júlíana Andrési Sighvatssyni og giftu þau sig árið 1955. Saman eign- uðust þau átta börn. 1) Kristín Andrésdóttir, f. 25.10. 1947, hennar börn urðu fjögur en eitt lést 14.4. 1972. 2) Sighvatur Andrésson, f. 26.3. 1949, d. 1.7. 1989, átti hann þrjú börn. 3) Margrét Lilja Rut Andrésdóttir, f. 6.6. 1955, d. 8.8. 1994, átti hún fjögur börn. 4) Árelía Þór- dís Andrésdóttir, f. 4.12. 1956, á hún gp Jjf fjögur börn. 5) Ándrés Jón Andrés- son, f. 1.2. 1960, á hann fimm börn. 6) Halla Andrés- dóttir, f. 15.3. 1965, á hún þrjú börn. 7) Viggó Andrésson, f. 7.1. 1967. 8) Finnur Andrésson, f. 10.4. 1971, á hann tvö börn. Júlíana og Andrés slitu síðar samvistir. Utför Júli'önu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún mamma mín er dáin og ég sakna hennar svo mikið að engin orð fá því lýst. Við áttum svo margar góðar stundir saman, við vorum mjög nánar síðustu tvö árin, og eftir að hún veiktist reyndi ég að hjálpa henni og hlúa að henni eins vel og ég gat, hún var alltaf svo þakklát fyrir allt, sama hversu lítið það var. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og léttu lundina þína, en nú ertu farin frá okkur og ég veit að börnin þín og barnabarn taka á móti þér opnum örmum. Blessuð sé minning þín, Guð blessi þig. Þín dóttir, Kristín. Elskuleg móðir mín er látin. Þeg- ar ég hugsa um þig, elsku mamma, vil ég minnast glaðværðar þinnar og hvernig þessi fallegu grænu augu þín tindruðu þegar þú varst kát, því alltaf var stutt í hlátur þinn og góðan húmor. Vinmörg varstu og ekki síst vegna þess að þú áttir alltaf rúm í hjarta þínu fyrir alla, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda. Það leituðu allir til Lúllu eins og þú varst oftast kölluð. Elsku mamma, þú varst yndisleg kona sem gleymdir eigin erfiðleik- um ef einhver átti um sárt að binda og gafst af þér það sem þér einni var lagið. Síðasta árið þitt ein- kenndist af veikindum en fram að því varstu alltaf heilsuhraust og lík- amlega sterk kona og þannig mun ég minnast þín mamma mín. Nú ertu komin til Didda og Möggu, sem eílaust hafa tekið vel á móti þér. Eg bið guð að veita systkinum mínum styrk og trú á þessum erf- iðu tímum. Bless mamma mín. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bakvið árin. (V. Briem.) Þín elskandi dóttir, Lára Halla. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Bless elsku amma. Andrés Þór, Steindór Ingi, Ester Kristjana. Til þín sem varst okkur svo margt, móðir, tengdamóðir, amma, vinur, hlý hönd að halda í, mjúkur faðmur að sitja í og allt hitt sem við söknum nú þegar svo sárt. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. Það virðist svo stutt síðan við heimsóttum þig, sátum og spjölluðum, þú spáðir jafnvel í bolla ef þú varst 1 stuði eða bara sast spennt yfir boxinu með okkur. Það var alltaf svo gott að koma til þín úr amstri dagsins, það var alltaf heitt á könnunni, alltaf fullt hús af fólki og þú tókst öllum vel sem þig sóttu heim. En lífið er skrítið. Hvern hefði grunað þegar við sáumst síð- ast, að það væru okkar síðustu fundir? Áð jólagjöfin þín kæmist aldrei til þín? Að kallið kæmi svona fljótt eftir að við kvöddumst og þú svo hress? Og hvern hefði grunað að við værum að kveðjast í síðasta sinn? Eftir sitja minningar, minning um Lúllu, hjarthlýja, góða konu sem við söknum svo sárt. Minning um það sem var okkur svo dýrmætt og kært, sorg yfir því að heyra ekki í þér og geta ekki deilt með þér gleði og sorg og þakkir fyrir að hafa fengið að deila með þér lífinu. Okkur langar að þakka þér allt sem þú varst og allt sem þú gafst. Og síðast en ekki síst: Takk fyrir að hafa verið til. Sárt er að sakna svo hlýrra handa minn struku vanga í hverjum vanda. Pær áttu öllum allt að gefa og kunnu að gleðja og grát að sefa. Á þrautardeginum þessum kalda ég þarf svo sárlega á þeim að halda. (S.V.) Viggó, Sigríður Björk og Björgvin Þórir. Hún Lúlla frænka er dáin, hún var móðursystir mín og það ermeð djúpri sorg og sárum söknuði sem ég kveð þig elsku vina, alltof fljótt, með örfáum orðum sem geta þó á engan hátt tjáð nægilega þá inni- legu vináttu og sérstöku elsku sem á milli okkar var. Þegar þú bjóst á Stekknum lá leið mín þó nokkuð oft þangað, en fyrst fyrir alvöru eftir að þú fluttir þaðan urðum við nánar og mikið saman. Stundum sátum við bara og þögðum eða við töluðum um margt og mikið. Aldrei þurfti ég að vera önnur en ég er hjá þér, því þú skildir margt og meira en aðrir! Eg þurfti ekki að gera mér upp gleði ef ég átti erfitt. Og ef allt lék í lyndi var mikið hlegið og jafnvel dansað og í margan bollann lastu og varla brást að það rættist. Eitt sinn rættist það sem þú hafðir spáð hálftíma seinna, þá hló ég. Eg var hjá mömmu í Svíþjóð ’99 þegar ég frétti að þú hefðir veikst illa rétt fyrir afmælið þitt í ágúst, þá brá mér illa elskan. Þú varst ekki söm eftir það, þú varðst svo hljóðlát og lítil, en Iaumaðir inn gullkornum hér og þar í samtölum okkar og alltaf sama umhyggjan fyrir mér og mínum. Og mikið varstu mér góð þegar mamma dó á jólunum ’99 þótt þú syrgðir hana engu minna en ég. Þakka þér mín kæra fyrir að leyfa mér að koma í kaffi hvenær sem var, á hvaða tíma sem var, hvort sem ég kom seint eða snemma skipti það ekki máli. Ég var orðin eins og eitt af börnunum þínum og þú hringdir oft ef þig var farið að lengja eftir mér og það var notalegt. Þú fórst tvisvar á spítala eftir þetta illa veik en komst til baka og þegar ég hitti þig síðast varð ég svo fegin að sjá að fallega blikið var komið aftur í augun þín, sem voru svo sérstök. Þá hélt ég að allt væri að verða í lagi en þar skjátlaðist mér. Þú hélst yfir móð- una miklu í einu vetfangi og það er víst að enginn veit sína ævina fyrr en öll er, því síst átti ég von á að missa þig svo fljótt, kæra frænka, og sárt er það. Ég var svo viss um að ég hefði þig miklu lengur og gæti hitt þig oft og fengið mér kaffi og skraf með þér og var að íhuga jólagjöf handa þér þegar Stína frænka hringdi og sagði mér að þú værir dáin. Þá vart trúði ég henni. En svona er þetta, maður er ekki spurður. Og í lokin, pabbi kallaði þig alltaf „perluna sína“ og það varstu. Þakka þér allt elsku frænka mín og líði þér vel þar sem þú ert nú. Von- andi hefurðu hitt alla þína, bæði börnin þín og aðra sem taka hönd- um um þig elskan mín. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottnn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson.) Við öll systkinin og fjölskylda kveðjum þig með söknuði og trega. Ég sakna þín sárlega og mun geyma minningu þína í hjarta mér um alla tíð og tíma. Hvíl í friði elsku Lúlla mín og guð gæti þín. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Spámaðurinn.) Þín frænka, Rós. Júlíana Viggósdóttir fæddist á Stokkseyri 2. ágúst 1929. Foreldrar hennar voru Lára Guðbrandsdóttir og Viggó Guðjónsson sjómaður. Á Stokkseyri átti hún heima fyrstu þrjú ár ævi sinnar en eftir það flutt- ist fjölskylda hennar til Reykjavík- ur. Þaðan stundaði Viggó sjóinn og var vélstjóri á togurum í áratugi eða meðan starfsævin entist, þar á meðal lengi á BV Jóni forseta. Júlí- ana vann sem ung stelpa oft í sveit á sumrum, bæði fyrir norðan og á Hrepphólum í Árnessýslu. Það var henni hollt að vera í sveitinni sem unglingur, eins og öðrum, og kom- ast í snertingu við hina íslensku náttúrufegurð sumarsins. Júlíana var heilsuhraust og vel á sig komin alla tíð, þar til fyrir einu til tveimur árum að hún varð fyrir áfalli er hún fékk snert af heilablóðfalli og náði sér ekki eftir það, þótt vonir stæðu til þess um tíma. Kynni okkar Júlíönu eða Lúllu eins og hún var kölluð hófust þegar hún var við heyskap eða kaupa- kona, eins og það var kallað, eitt sumar hjá sæmdarhjónunum Sturlu Jónssyni og Sigríði Einars- dóttur á Fljótshólum, en það er næsti bær við Ragnheiðarstaði þar sem ég átti heima hjá foreldrum SIGURLAUG STEFÁNSDÓTTIR + Sigurlaug Stef- ánsdóttir fædd- ist á Smyrlabergi á Ásum 25. september 1915. Hún lést 15. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guðrún Kristmundsdóttir og Stefán Jónsson, bóndi á Stnyrla- bergi. Hún stundaði nám í Kvennaskól- anum á Blönduósi og í Reykholti. Hennar aðalstarf var ráðskonu- og húsmóðurstarf. Hún var búsett á Skagast.rönd, Búðardal, Ólafs- firði, Reykjaskóla, Reykjavík og Kópavogi. Eiginmaður Sigurlaugar var Ragnar Þorsteinsson, kennari, f. 28. febrúar 1914, d. 17 sept- ember 1999. Börn þeirra: Hrafn, skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsfirði, f. 25. nóvember 1938; tílfur, tæknifulltrúi hjá Islenskri get- spá, f. 24. desember 1939; Hreinn, cand. mag., kennari við Menntaskólann á Laugarvatni, f. 31. desember 1940; Edda, fulltrúi í starfsmannadeild Símans hf., f. 2. apr. 1944, Örn, f. 24. apr. 1946, d. 11. maí 1951; Guðrún, skrifstofustjóri Húnaþingi vestra, Hvammstanga, f. 1. september 1950; Örn, kennari og þýðandi, f. 15. júní 1953; Þorsteinn, fulltrúi hjá VÍS á Húsavík, f. 25. nóvember 1954; Gísli, M.A., þýð- andi hjá Stöð 2, f. 27. desember 1957. títför Sigurlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Segðu það með blómum gætu hafa verið einkunnarorð Laugu vinkonu minnar og svilkonu. Hún var mikil ræktunarkona. Plantaði trjám hvar sem hún gat því við komið og hlúði að öllum gróðri. Furulundurinn við Selgilið í Dölum og unaðsreiturinn í Seli undir Esjuhlíðum báru vott um þann áhuga og alúð sem hún hafði á öllu sem óx og dafnaði. Hún stund- aði líka mannrækt. Það var gaman að heimsækja hana og Ragnar í vegavinnuskúra í Dölum og á Reykjaskóla. Ég og börnin mín þökkum henni samfylgdina og óskum góðrar ferðar og gleðilegra jóla, hvar sem hún fer Guðs um geim. Sem móðir hún býr í bamsins mynd, það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki og vikja skal hel við garðsins grind, því Guð vor, hann er sá sterki. (Einar Ben.) Ættingjum votta ég samúð. Ingibjörg. Slóð minninganna er löng þegar komið er fram á efri ár! Sú slóð er að stórum hluta vörðuð fólki, sem skín misskært í mistri endurminning- anna. Þar finnst mér sannarlega að minningin um Sigurlaugu Stefáns- dóttur (Laugu) lýsi skært. mínum, Sighvati Andréssyni og Kristínu Árnadóttur. Eftir sumarið hófum við sambúð í Reykjavík um tíma og eignuðumst þar okkar, fyrsta barn, en fluttumst svo að Ragnheiðarstöðum. Þar stundaði ég akstur vörubíla o.fl., flutti vikur til Reykjavíkur og fóðurvörur, áburð o.fl. til bænda. Á Ragnheið- arstöðum áttum við Júlíana heima í ein átta til níu ár. Áður en við flutt- umst aftur til Reykjavíkur höfðum við eignast þrjú börn, en þau áttu eftir að verða átta, fjórar stúlkur og fjórir drengir. Tvö þeirra létust á miðjum aldri. Við höfðum leigt íbúðir í Reykjavík eins og gengur en svo eignuðumst við okkar eigið einbýlishús við Skriðustekk með stórri lóð. Þar ræktuðum við mikið af trjám o.fl. Og undum við okkur vel þar. En þó að leiðir skildi á efri árum eftir fjörutíu og fimm ára sambúð hélst vinátta alltaf okkar á milli enda eðlilegt eftir svo langa sambúð og vegna barnanna okkar. Þegar ég kynntist Lúllu var hún sautján ára einstaklega falleg stúlka svo að eftir var tekið, glað- værðin, góðvildin og hlýhugurinn í garð annarra. Ekki síst barnanna, allra barna, þau áttu hug hennar og hjarta og það var einkenni hennar og aðalsmerki enda var hún vina- mörg og gefandi persónuleiki fyrir þá sem komu til hennar. Og ég held að það fólk sem kom til hennar í. heimsókn hafi farið glaðara og bjartsýnna frá henni en þegar það kom. Slík var útgeislun hennar og hlýlegt viðmót. Við minnumst hennar með virð- ingu og þakklæti. Vertu sæl, Lúlla mín. Guð varðveiti þig. Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífan geiminn ska! hverfa hver kraftur og kulna hvert blóm þau komu til þess í heiminn en þó á sér vonir hvert lífsins Ijós er lúta skal dauðans veldi og moldin sig hylur með rós við rós er roðna í sólareldi. (Einar Ben.) Andrés Sighvatsson. Það eru liðin meira en 60 ár síðan ég kynntist henni fyrst. Hún hafði þá ráðið sig sem matráðskonu í vegavinnu vestur í Dölum. Forsenda þeirrar ráðningar var, að sjálfsögðu, sú að hún var heitkona Ragnars Þorsteinssonar kennara, en hann var flokksstjóri yfir vegagerðar- mönnum. Ragnar var mikill vinur minn og verndari, en ég var vega- . vinnustrákur innan við fermingu. Ekki hafði ég lengi þekkt Laugu, þegar ég skynjaði, að hún hafði til- einkað sér sömu skyldur og Ragnar gagnvart mér. Og allar götur síðan varð ég aðnjótandi hlýju hennar og umhyggju. Éinu eða tveimur sumr- um síðar fékk ég það starf að gerast aðstoðarmaður hennar í eldhúsinu. Sýndi hún af sér þolinmæði og þakk- læti, jafnvel þótt aðstoðarmaðurinn væri ekki fullkominn. Örlög réðu því að búseta Laugu og Ragnars var um langt árabil norður í landi, en mín á Suðurnesj- um. Um langt árabil var samgangur okkar því ekki mikill. Því varð það mér til stórrar gleði þegar þau flutti^, í Kópavog, þar sem þau dvöldu síð- ustu árin. Þar sótti ég þau oft heim, mér til mikillar ánægju. Þar var ætíð tekið á móti mér opnum örmum, eins og um týnda soninn væri að ræða. Eg vissi frá fyrri tíð að Lauga var mikil húsmóð- ir og þess fékk ég að njóta í ríkum mæli. Það sem einkenndi hana ekki síst var atorkan og vinnugleðin, enda hafði hún sannarlega þurft að standa sig í lífsins ólgusjó. Þá var hún búin að ala upp mörg börn og skila þeim út í lífið með sóma. Þá veit ég einnig að hún var Ragnari- stoð sem aldrei brást. Það verða óvæntir fagnaðarfundir þegar Ragnar hittir hana aftur, ekki síst þar sem hann taldi fráleitt að til væri framhaldslíf. Við fráfall þessarar sómakonu sendi ég öllum afkomendum og venslafólki hennar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ingólfur Aðalsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.