Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 49
48 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 4$ fltargtiiiHjifeUÞ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TILLÖGUR CLINTONS Mikil óvissa ríkti um það í gær- kvöldi hvort að þeir Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, myndu hittast í dag líkt og stefnt hafði verið að. Ætlunin var að þeir myndu ræða tillögur til lausn- ar á deilunni, sem Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hefur lagt fram en svo virðist sem andstaða Palestínumanna við hluta af þeim tillögum sé svo mikil að fundurinn kynni að vera tilgangs- laus. Þeir Barak og Clinton leggja mikla áherslu á að samkomulag náist á næstu vikum. Barak hefur boðað til kosninga í Israel um embætti for- sætisráðherra og munu þær fara fram í byrjun febrúar. Er honum mikið í mun að drög að samkomulagi liggi þá fyrir og yrðu kosningarnar þá í raun eins konar þjóðaratkvæðagreiðsla um samkomulagið. Clinton hefur á hinn bóginn hug á að vinna pólitískan sigur áður en hann lætur af embætti í næsta mánuði. Allt frá því að hann tók við sem forseti árið 1992 hefur hann lagt mikið á sig til að fá hinar stríðandi fylkingar í Mið-Austurlöndum til að slíðra sverðin. Þar hafa vissulega margir sigrar unnist á síðastliðnum átta árum. Náist ekki samkomulag um næsta skref gætu þeir hins vegar fall- ið í skuggann af átökum síðustu þriggja mánaða, þar sem á fimmta hundrað manns hafa látið lífið. í tillögum Clintons felst að jafnt Palestínumenn sem Israelar verða að gefa verulega eftir af sínum ýtrustu kröfum. ísraelar verða að samþykkja að hluti Austur-Jerúsalem verði undir yfírráðum Palestínumanna og að stofnað verði palestínskt ríki á Gaza- svæðinu og nær öllum Vesturbakkan- um. í tillögunum er nær alfarið byggt á þeim landamörkum sem er að finna í hinni upprunalegu samþykkt Samein- uðu þjóðanna um stofnun Israels frá árinu 1949 og myndu ísraelar því missa nær öll þau landsvæði er þeir hafa unnið síðan í þeim styrjöldum er háðar hafa verið á svæðinu. Þetta þýð- ir til dæmis að landnemabyggðir gyð- inga á Vesturbakkanum myndu verða leysta upp að mestu leyti. Palestínumenn standa á hinn bóg- inn frammi fyrir tillögu um að palest- ínskum flóttamönnum verði ekki heimilað að snúa aftur til heimkynna sinna í ísrael. Flestir hrökkluðust þeir þaðan í þeim átökum er urðu í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis og hafa síðan dvalist í milljónavís, oft við ömurlegar aðstæður kynslóð fram af kynslóð, í flóttamannabúðum á hernumdu svæð- unum, í Jórdaníu og fleiri arabaríkjum eða að þeir hafa dreifst víða um lönd. Barak virðist reiðubúinn að sam- þykkja þessar tillögur Clintons að mestu leyti og teygir sig því enn á ný lengra í samkomulagsátt en nokkur annar forsætisráðherra Israela hefur gert. Andstæðingar hans hafa hins vegar lýst yfir andstöðu við mörg at- riði tillagna Clintons, ekki síst Ariel Sharon, leiðtogi Likud. Sharon segist til dæmis ekki geta sætt sig við að yf- irráð yfír Jerúsalem verði afhent Pal- estínumönnum að hluta. Enn hefur ekki komið fram opinber- lega hver afstaða Arafats er en samn- ingamenn Palestínumanna hafa gefíð í skyn að þeir séu mjög ósáttir, ekki síst með að flóttamönnum verði ekki leyft að snúa heim. Deila ísraela og Palestínumanna er einhver sú flóknasta sem komið hefur upp á alþjóðlegum vettvangi síðustu áratugi. Það þyrfti því kraftaverk að koma til ef skyndilega tækist að leysa hana að mestu leyti á nokkrum dög- um. Tillögur Clintons, þótt um þær sé deilt, munu vafalítið reynast nytsam- legur grunnur viðræðna á næstu mán- uðum, þar sem þar eru með afdrátt- arlausum hætti lagðar til lausnir á mörgum þeim flóknu málum er þvælst hafa fyrir samningamönnum undan- farin misseri. Út frá þeim tillögum verður vonandi hægt að feta sig áfram. HUSVERND Islensk byggingararfleifð er ríkari en menn hafa gert sér grein fyrir. Þetta er ein af niðurstöðum Harðar Ágústssonar í síðara bindi verks hans, íslensk byggingararfleifð. I viðtali við Hörð sem birtist í Morgunblaðinu á aðfangadag sagði hann bókina vörn sína fyrir íslenska byggingarlist „því að íslendingar hafa verið alveg blindir á þessa arfleifð sína. Það hefur ríkt hér minnimáttarkennd, menn hafa ekki áttað sig á því að við eigum hér stórkostleg listaverk“. Það er sennilega rétt hjá Herði að íslendingar hafa ekki veitt bygging- um sínum nægilega athygli og alls ekki sýnt þeim nægilega virðingu í gegnum tíðina enda ekki talið sig eiga nein hús sem stæðust samanburð við hátimbraðar hallir suðlægari þjóða. Margt er til í því. íslendingar hafa sjaldan byggt stórt þótt þess séu ein- stök dæmi. Hörður hefur til að mynda bent á að stærstu stafkirkjur voru ekki í Noregi eða Þýskalandi heldur á íslandi. Bæði Hóladómkirkja og Skál- holtskirkja voru langstærstu timbur- hús á hinu norræna menningarsvæði á miðöldum. En þessi hús eru nú farin eins og svo margar aðrar byggingar sem fengur var að. Hörður fjallar um nauðsyn þess að Islendingar taki upp ákafari hús- verndarstefnu en þeir hafa hingað til fylgt. Hann telur fjölmörg dæmi þess að byggingar hafi verið skemmdar og stundum eyðilagðar hér með ógæti- legum og vanhugsuðum breytingum, sum þeirra voru einstök í íslenskri og jafnvel alþjóðlegri byggingarsögu. Vissulega hefur margt gott verið gert í húsvernd síðastliðna áratugi og um það er til dæmis Árbæjarsafn skýr vitnisburður en hvatning Harðar er samt tímabær og þörf. Einu sinni höfðu íslendingar vart efni á því að byggja sér hús en nú hafa þeir ekki efni á því að rífa hús eða skemma af hugsunarleysi. Sá menningarsögulegi arfur sem býr í húsum okkar er mik- ilvægur ekki síður en sá sem geymist í bókum. íslendingar þurfa að huga betur að sjónmenningu sinni. Þeir þurfa að huga betur að umhverfi sínu. Rannsókn á fæðuofnæmi o g fæðuóþoli Islendinga á aldrinum 20 til 44 ára Um 22% með ofnæmi eða óþol fyrir ákveðinni fæðutegund Fæðutegundir og -flokkar sem þátttakendur í könnun töldu sig nærri alltaf verða veika af að neyta Ávextir; ferskir, frystir, niðursoðnir Kjötvörur; ferskar, unnar Fita Mjólk, ostur, jógúrt Egg Steikt matvæli Grænmeti Hveiti Kryddaður matur Kakó, súkkulaði Kaffi, kók Fiskur Skelfiskur Reyktur eða saltaður matur Aukaefni í matvælum Áfengir drykkir Annað nefndu 21 eða 20,6% nefndu 20 eða 19,6% nefndu 14 eða 13,7% nefndu 11 eða 10,8% nefndu 9 eða 8,8% nefndu 9 eða 8,8% 8,8% nefndu 9 eða nefndu 8 eða 7,8% nefndu 7 eða 6,9% nefndu 7 eða 6,9% nefndu 6 eða 5,9% nefndu 6 eða 5,9% nefndu 6 eða 5,9% nefndu 6 eða 5,9% nefndu 5 eða 4,9% nefndu 5 eða 4,9% nefndu 2 eða 2,0% UM 22% íslendinga á aldr- inum 20 til 44 ára telja sig vera með ofnæmi eða óþol fyrir ákveðinni teg- und af fæðu og um 15% telja sig allt- af veikjast með sama hætti af þess- ari sérstöku fæðu. Þetta kemur fram í rannsókn um fæðuofnæmi eða fæðuóþol íslendinga á aldrinum 20 til 44 ára, sem birtist í 12. tölu- blaði Læknablaðsins á þessu ári. Rannsóknin, sem er hluti af Evr- ópurannsókninni lunga og heilsa, var unnin af læknunum Davíð Gísla- syni, Eyþóri Bjömssyni og Þórarni Gíslasyni. Davíð sagði að aðeins á einum stað í heiminum hefðu verið birtar niðurstöður úr sambærilegri rannsókn og það væri í Melbourne í Ástralíu. „Þetta eru auðvitað feikilega háar tölur,“ sagði Davíð. „En þegar við berum þær saman við niðurstöðurn- ar frá Melbourne þá eru þær ekki eins háar hér og þar, en þar er líka ofnæmi hvað allra algengast í heim- inum.“ Rannsóknarvinnunni var skipt í tvo áfanga. I fyrri áfanganum var 1.800 konum og 1.800 körlum boðið til þátttöku. Urtakið náði til íbúa búsettra á svæðinu frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar og svöruðu þátt- takendur spurningum. I seinni áfanganum voru 800 einstaklingar úr fyrri áfanga valdir af handahófi og þeim boðið til sérstakrar rann- sóknar á Vífilsstaðaspítala. Um 76% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Til að stækka hóp þeirra sem voru með einkenni voru einnig skoðaðir allir þeir sem notuðu ast- malyf eða höfðu astmaeinkenni. í rannsókninni var m.a. spurt um ein- kenni frá öndunarfærum, matar- venjur og einkennitengd mat. Auk þess var spurt um lyfjaóþol, ofsa- kláða, ofsabjúg, barnaeksem, mígreni og sóra (psoriasis). Þá gekkst fólk undir húðpróf fyrir 12 algengum ofnæmisvökum, blásturs- próf og mælingu á berkjuauðreitni. Um 68% nefndu einkenni frá meltingarvegi Eins og kom fram að ofan sögðust 22% þátttakenda hafa veikst eða orðið illt af að borða einhverja sér- staka fæðu og 15% sögðust næstum alltaf veikjast með sama hætti eða verða illt á sama hátt með því að borða þessa sérstöku fæðu. í heild- ina var ekki mikill munur á einkenn- um á þeim sem völdust í könnunina af handahófi og hinum sem valdir voru vegna einkenna frá öndunar- færum. Þegar einkennin eru skilgreind nánar og hóparnir skoðaðir saman nefna 68% einkenni frá meltingar- vegi og af þeim nefna 49% uppköst eða niðurgang. Af öðrum einkenn- um nefna 22% útbrot eða kláða, 15% slæman höfuðverk, 12% mæði, 8% nefrennsli og nefstíflur og 4% þreytu. Alls voru 42 atriði nefnd sem or- sök meltingartruflana og þar koma kjötvörur oftast fyrir. Alls voru 24 atriði nefnd sem orsök útbrota eða kláða og voru ávextir þar efst á blaði en skelfiskur var í öðru sæti. Súkk- ulaði var oftast nefnt sem orsök höf- uðverkjar, en í því sambandi voru 23 atriði nefnd. Grænmeti er oftast nefnt sem orsök mæði en fiskur sem orsök nefeinkenna og aukaefni í mat sem orsök þreytu. Davíð sagði að það væri athygl- isvert að ávextir væri sú fæða sem oftast hefði verið nefnd og talin tengjast fæðuóþoli eða ofnæmi. Þá sagði hann að kjötvörur hefðu einn- ig verið ofarlega á blaði, sem og fita og mjólkurvörur. „Þetta er nú eitthvað sem við bjuggumst ekki við. Allavega hafði maður ekki gert sér grein fyrir því að það væri svona algengt að fólk kvartaði yfir ávöxtum, en þar höfum við séð sterka ofnæmisvaka eins og kíví og banana, sem valda nokkuð oft ofnæmi.“ Að sögn Davíðs fer ofnæmi fyrir sumum ávöxtum, sérstaklega bön- unum, kíví og hnetum, oft saman við ofnæmi fyrir latexi, en það er úr jurtaríkinu. Hann sagði að þetta gæti verið hættulegt ofnæmi. í rannsókninni mældist sterk fylgni á milli þeirra sem töldu sig vera með ofnæmi fyrir mat og þeirra sem töldu sig vera með of- næmi fyrir lyfjum og mígreni. „Þessum niðurstöðum áttum við alls ekki von á. Þetta eru niðurstöð- ur sem við höfum hvergi séð annars staðar og því vitum við ekki hvort þetta hefur verið rannsakað að ein- hverju leyti. Þetta eru því vissulega óvæntar niðurstöður og ástæða til að íhuga hvað geti valdið þessu. Maður spyr sig að því hvort þarna séu einhverjir hópar fólks sem nýti heilbrigðiskerfið miklu meira en aðrir og noti meira lyf og séu almennt kvartsárari. En við höfum ekkert í höndunum til að staðhæfa neitt um þetta.“ Konur í miklum meirihluta í rannsókninni kemur í ljós að konur lýstu oftar fæðuóþoli en karl- ar. Þá voru konur í miklum meiri- hluta þeirra sem töldu sig hafa míg- reni, ofsakláða, ofsabjúg og lyfja- ofnæmi. Ennfremur kom fram að engin tengsl eru á milli fæðu- tengdra einkenna og auðreitni í berkjum. Varðandi lyfjaofnæmið þá sagði Davíð að um 65% af þeim sem teidu sig vera með slíkt ofnæmi hefðu nefnd fúkkalyf sem helstu orsökina. Sofie Theresa seldi olíu í fiskiskip í Vestmannaeyjahöfn. Morgunblaðið/Sigurgeir Búið að sel.ja farm danska olíuskipsins Sofíe Theresa Sex kr. undir lista- verði olíufélaganna BÚIÐ er að selja alla gas- olíuna úr danska olíu- skipinu Sofie Theresa sem kom til Vestmanna- eyja annan dag jóla og hóf að dæla í fiskiskipin þar. Olían er seld liðlega 6 krónum undir listaverði íslensku olíufélaganna og geta útgerðirnar sparað nokkrar milljónir samtals. Oh'ufélögin reikna með lækkun á útsöluverði bensíns og ohu um ára- mótin vegna lækkunar heimsmark- aðsverðs í mánuðinum. Landssamband íslenskra útvegs- manna hafði milligöngu um komu olíuskipsins en það er leiguskip danska olíufélagsins Malik Supply Ltd. I skipinu voru 2.000 tonn af ol- íu eða rúmlega 2,3 milljónir lítra, og verður henni dælt beint í skip í nokkrum höfnum landsins. títgerðin sparar milljón Ohuskipið Sofie Theresa kom til Vestmannaeyja annan dag jóla og var byrjað á því að dæla í öll þrjú skip Bergs-Hugins, það er að segja Smáey, Vestmannaey og Háey. Segir Magnús Kristinsson, útgerð- armaður sem jafnframt er formað- ur Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja, að hann hafi sparað útgerðinni eina milljón króna með því að kaupa þau 150 tonn sem fóru á skipin. Hann sagðist alltaf skipta við þá sem bjóði besta verðið. Skip- ið fer síðan vestur um land, meðal annars til Reykjavíkur. Að sögn Sveins Hjartar Hjart- arsonar, hagfræðings LIÚ, er al- menn þátttaka hjá útgerðarmönn- um í olíukaupunum enda sé hún á mjög góðu verði. Hann segir að olían sé seld á um 24 krónur lítrinn en listaverð olíufélaganna sé 30,28 kr. og þótt félögin veiti stórkaup- endum afslætti sé verð þeirra langtum hærra en danska olíu- félagsins. Að sögn Sveins Hjartar er þegar búið að selja alla olíuuna úr skipinu. I Vestmannaeyjum var um 600 tonnum dælt á um 15 skip sem eru um það bil helmingur Eyjaflotans. Magnús kaupir venjulega olíu af Olíufélaginu hf. og segist ekki hafa orðið var við viðbrögð þess. „En ég get sagt að mitt olíufélag hefur ekki hótað mér, eins og önnur virðast hafa gert,“ segir Magnús en vill ekki skýra orð sín nánar. Hann kveðst vona að áfram verði hægt að kaupa olíu beint af olíuskipum, ekki veiti af því að spara í ohukaupum því olíuverðið sé að ganga af út- gerðinni dauðri. Helst þyrfti verðið að lækka meira svo sjómennirnir færu að njóta þess líka. Sveinn Hjörtur teiur að miðað við reynsl- una af komu olíuskipsins nú sé lík- legt að þetta verði viðvarandi kost- ur fyrir útgerðarmenn. Það fari þó eftir því hvort olíufélögin bregðist við samkeppninni. Verðlækkun um áramót Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins hf., segir að LÍÚ hafi í haust beðið Úthafsolíu, sem er sameiginlegt fyrirtæki olíufélag- anna, um að gera könnun á því hvað myndi kosta að fá gasohuna keypta beint á fiskiskip á hafi úti. Það hafi reynst dýrara en að taka olíuna í landi auk þess sem minna færi í gegnum landskerfið og það myndi bitna á þeim sem væru bundnir við að taka olíuna þar. Segir Geir að heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið að lækka, eins og öllum ætti að vera kunnugt, og því væri hægt að kaupa einstaka farma á verði dagsins og selja á lægra verði en olíufélögin sem þyrftu að liggja með fast að tveggja mánaða birgðir til að þjóna viðskiptavinum sínum um allt land. Það væri hins vegar spurning hvort LÍÚ sætti sig við svona þjónustu almennt. Nefnir sem dæmi að opið yrði á Isafirði einn daginn og á Ákureyri hinn. Varla geti LÍÚ ætlast til þess að ol- íufélögin sitji eftir með dýru þjón- ustuna en Geir tekur fram að eftir sé að meta stöðuna. Menn verði að gera sér grein fyrir því að slíkar breytingar hefðu afleiðingar, meðal annars byggðaröskun. Sveinn Hjörtur segir að munur á verði frá danska olíuskipinu og ol- íufélögunum liggi í lægra innkaups- verði og væntanlega einnig lægri álagningu. Segir hann mikilvægt að útgerðimar hafi þann valkost að kaupa olíu um leiðslu í stað þess að fá hana af bílum. Það hljóti að leiða til sparnaðar þegar um sé að ræða mikið magn. Geir Magnússon segir að ef eitthvað finnist í þessu ferli sem hægt sé að gera ódýrara standi ekki á Olíufélaginu að laga það. Samúel Guðmundsson, forstöðu- maður áhættustýringar hjá Olís, segir að miðað við þróun heims- markaðsverðs á olíu og dollar liggi fyrir að útsöluverð hjá olíufélögun- um lækki talsvert um mánaðamót- in. Hann segir að olíufélögin verð- leggi olíuna miðað við meðaltal mánaðarins á undan. Olíuskipið kaupi olíuna hins vegar fyrir nokkrum dögum, á mun lægra verði. „Þetta er ekkert sérstaklega lágt verð, miðað við heimsmarkaðs- verðið sem þá var og þá þjónustu sem verið er að bjóða,“ segir Sam- úel. Geir Magnússon segir enn ekki ljóst hversu mikið útsöluverð 01- íufélagsins á bensíni og olíu lækki um áramótin. Hann segir að minnkandi eftirspurn í desember hafi oft leitt til lækkunar á heims- markaðsverði sem síðan gangi til baka eftir áramót en vonandi hald- ist verðlækkunin að þessu sinni. Yfirmaður Evrópudeildar IMF, Michael Deppler, til hægri, á fréttamannafundi ásamt bankastjóra tyrkneska seðlabankans, Gazi Ercel, til vinstri, og aðstoðarfjármálaráðherra Tyrklands, Selcuk Dem- iralp, í Ankara vegna aðstoðar IMF við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkland og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eftir Rudi Dornbusch © Project Syndicate. OLLUM að óvörum skall á fjármálakreppa í Tyrklandi. Á fáeinum dögum hvarf sem svar- ar sex milljörðum dollara af er- lendum gjaldeyri í tilraunum til að veija líruna. Áðeins 18 milljarðar eru eftir, sem dugar varla í viku ef grípa þarf til allra tiltækra ráða til varnar genginu. Ólíkt því sem gerst hefur í öðr- um kreppum kom IMF [Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn] tímanlega á vettvang, og hafði í farteskinu bæði peninga og stefnufyrirheit sem til þurfti til að björgunaráætl- animar væru trúverðugar. Því skal hrópað tvöfalt húrra fyrir IMF íyrir að koma í veg fyrir óþarfa kreppu. Tyrkneskir emb- ættismenn eiga ennfremur hrós skilið fyrir að fara að reglum IMF. Allar götur síðan kreppan skall á í Asíu 1997 hefur stefna IMF sætt gagnrýni. Á meðan atburða- rásinni vindur fram í Tyrklandi ættum við að spyrja: Er annars kostur en að lúta forræði IMF? Sársaukinn af völdum hárra vaxta í skamman tíma samkvæmt boð- orði IMF verður að ég tel mun minni en það sem yrði ef komið yrði á fjármagnsstjórn eða ef gjaldmiðillinn eða bankar myndu hrynja. Tyrkland hefur rambað á barmi kreppu í mörg ár. Fjárlaga- og við- skiptahallinn er mikill, almennar skuldir háar, bankar eru slæmir og erlendar skammtímaskuldir eru miklar miðað við forða. Tyrk- nesk stjórnmál - allt frá mannrétt- indabrotum og íslamskri bók- stafstrú tii djúpstæðrar spillingar - flækja málin jafnvel meira. í ljósi þess hversu mikið af eldfimu efni er að finna er undarlegt að ekki skuli hafa blossað upp fyrr. Nærtækasta ástæðan fyrir þessari kreppu var lítilvæg. Tyrk- neskur banki varð fyrir því að rúmenskt dótturfyrirtæki varð gjaldþrota. Áhlaup á tyrkneska bankann fylgdi í kjölfarið. Aðrir bankar sem höfðu vafasama hluta- fjárstöðu og/eða áttu í lagalegum vandræðum sættu þrýstingi. Fjár- magn byrjaði að streyma út úr landinu. Þetta er það markaðsvið- mið sem er að koma í Ijós: Það er Ólíkt því sem gerst hefur í öðrum krepp- um kom IMF tím- anlega á vettvang og hafði í farteskinu bæði peninga og stefnufyrirheit sem til þurfti til að björg- unaráætlanirnar væru trúverðugar. Því skal hrópað tvö- falt húrra fyrir IMF fyrir að koma í veg fyrir óþarfa kreppu. reiknað með því að bankar séu ætíð vanhæfari en þeir líta út fyrir. Til að byrja með tók tyrkneski seðlabankinn að sér hlutverk örþrifalánardrottins og hélt slæm- um bönkum á floti. Þetta jók ein- ungis á áhlaupið á innlánin og tæmdi gjaldeyrisvarasjóði. Innan fárra daga höfðu tyrknesk stjóm- völd áttað sig á því að þau vom að endurtaka mistökin sem Indónes- ar gerðu 1997. Gjaldeyrissjóðir myndu tæmast við tilraunir til að bjarga vafasömum bönkum, en samt, á endanum, myndu bæði bankarnir og gjaldeyririnn tapast. Þá kom IMF til skjalanna. Tyrkland er nú í meðferð hjá IMF sem felur í sér verðhjöðnunar- áætlun sem byggist á gengis- skráningu og lýtur ströngum efna- hagsmarkmiðum, takmörkun á aukningu á eignum seðlabankans innanlands (þ.e. björgunaraðgerð- ir kostaðar með peningaprentun), auk umbóta í bankakerfinu. Það var reyndar IMF sem stóð fyrir því að vextir vom látnir fara upp úr öllu valdi, og einnig þeirri ákvörðun á taka vafasama banka til skiptameðferðar. Vextir jukust um mörg þúsund prósent, en ein- ungis fáir dagar liðu uns peningar komu aftur til Tyrklands. “Þegar vextir lækkuðu lítillega bámst aftur sem svarar hátt í tveir milljarðar dollara. Von er á meiru þar eð stjórnin hefur náð láns- traustsmarkmiðum sínum. Háir vextir og sérstakar efnahagsað- gerðir munu aðvitað hægja á hag- vexti, en það er nauðsynlegt til að ná tökum á verðbólgu. IMF-með- ferðin kann líka að ryðja úr vegi hindmnum á einkavæðingu Turk Telecom og ójósar vísbendingar um óstöðugleika kunna að verða til þess að Evrópa flýtir inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið. Enn er þó of snemmt að lýsa yf- ir sigri. Erlendir bankar sem stunda lánaviðskipti í Tyrklandi kunna að fara að draga úr áhættu sinni og það myndi þýða að mun meira gengi á forða en IMF veitti. Ennfremur auka áframhaldandi háir vextir - sem em enn í neyðar- ástandshæð - á halla og skuldir og skaða bankakerfið. Það er freist- andi að spyrja hvort það hefði ekki einfaldlega verið betra að gefa gjaldeyrisskráninguna bara fijálsa. En í efnahagslífi þar sem verðbólga er mikil, líkt og í Tyrk- landi, og í samhengi við mikinn vöxt hefði mikil verðrýmun ein- ungis komið verðbólgu aftur af stað og kreppa hefði aftur skollið á í landinu. Ef IMF hefði ekki lagt fram nauðsynlegt fjármagn hefði þurft að beita strangri fjármagnsstjórn- un. Hefði Tyrkland farið þá leið myndi líklega hvert einasta ríki sem lendir í vandræðum í framtíð- inni hafa farið sömu leið. Það er al- varlegt mál er varðar allan heim- inn. IMF hafði þetta svo sannarlega í huga en slíkar áhyggjur hefðu ekki hindrað Tyrki. Það munaði mjóu. Það er enn önnur áhugaverð hlið á þessari íhlutun IMF. Innan IMF, í bandaríska fjármálaráðu- neytinu, meðal nokkurra þýskra embættismanna og í öðram mik- ilvægum fjármálamiðstöðvum rík- ir nú mikið vantraust á öllu sem lítur úr eins og fast gengi. Argent- ína er reyndar eitt af síðustu ríkj- unum þar sem svo er búið um hnútana, og hún er í gjörgæslu hjá IMF. Því kom þá ekki til greina að láta gengið fljóta? IMF hvikaði ekki frá fyrirætlunum sínum vegna þess að hann gerði sér grein fyrir því að vandinn í Tyrklandi varðaði bankana, ekki gengið. Það ber að óska IMF til hamingju með að hafa áttað sig á þvi að gengið felur ekki í sér lausn á öllum vandamálum. Rudi Dombusch er Ford-prófess- or (hagfræði og alþjóðastjómun við MIT. Nýjasta bókin eftir hann er Keys to Prosperity.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.