Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Sala á flugeldum fyrir áramótin hefst í dag Aldrei of varlega farið með sprengiefni Morgunblaðið/Ámi Sæberg í gær unnu menn að því að verðmerkja flugelda í versluninni Ellingsen, sem er einn 24 aðila sem leyfí hafa til að selja flugelda í umdæmi Lögreglustjórans í Reykjavík. Vesturbær ALLS hafa 24 aðilar leyfi til að selja flugelda í umdæmi Lögreglustjórans í Reykjavík fyrir þessi áramót, en um- dæmið nær yfir Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Sölustað- irnir eru um 50 talsins og einn þeirra er verslunin Ellingsen, sem einna lengst hefur selt landsmönnum flugelda, eða allt frá því snemma á þriðja áratug 20. aldar. „Flugeldarnir og kökurnar sem við erum með eru frá Kína og Þýskalandi. Og svo erum við með blys úr Garða- bæ; þau eru með tréhandfangi svo það er allt í lagi að halda á þeim. Við höfum selt þau allt frá árinu 1957, og raunai’ einnig flugelda þaðan lengi vel,“ sagði Ragnar Engil- bertsson, þegar Morgunblað- ið leit þar inn og spurði hvað- an flugeldarnir og önnur sprengivara þar væri fengin. Er eitthvacf um nýjungar á flugeldamarkaðinum þetta ár- ið? „Það kemur alltaf eitthvað nýtt á hverju ári af kökum og rakettum, og það er eins núna.“ En fjölskyldupakkarnir? „Þeir eru svipaðir og verið hafa undanfarin ár. Þeir eru fernskonar og kosta 2.000, 3.000, 5.000 og 7.000 krónur. Við vorum með eina stærð í viðbót í fyrra, minnstu gerð, en tókum þann pakka út núna, enda var hann ekkert sérstak- iega vinsæll." Er eitthvað sem fólk þarf að huga sérstaklega að, þegar kemur að því að leggja eld að þessu púðurdóti öllu? „Já, að muna að það er aldr- ei of varlega farið, þegar sprengiefni er annars vegar. Þetta er vara sem þarf að um- gangast með ákveðinni virð- ingu og mikilli gát, sama hvort um litla eða stóra hluti er að ræða,“ sagði Ragnar að lokum. Óánægja vegna þriggja alvar- legra atvika á Reykjakoti „Vítavert kæruleysi“ Mosfellsbær NOKKRIR foreldrar barna á leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ eru harðorðir í garð leikskólastjóra og starfsmanna, m.a. vegna til- tekins atviks, þegar leik- skólastjóri ók með hóp barna á opnum pallbfl sínum frá Reykjakoti að íþróttahúsi Mosfellsbæjar. Það mál hef- ur verið kært til lögreglu. Hafa foreldrarnir farið þess á leit við bæjaryfirvöld að þau kanni það atvik nánar og að auki tvö önnur, en öll þrjú munu hafa gerst á tíma- bilinu september-desember árið 2000. Þetta kemur fram í bréfi sem foreldrarnir rit- uðu 14. desember síðastlið- inn og sem tekið var fyrir á bæjarstjórnarfundi 20. des- ember. Var samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir greinargerð forstöðu- manns fræðslu- og menning- arsviðs um málið. Um atvikið á pallbflnum segir í bréfi for- eldranna, að akstursleiðin hafi verið eftir hrjúfum og holóttum malarvegi sem allajafna sé mjög laus í sér og sé ein brött brekka á leið- inni. Auk þess hafi verið að hluta til ekið eftri Vest- urlandsvegi og um hring- torg, sem sé eitt hættuleg- asta hringtorgið á Vesturlandsveginum. Segja þeir „vftavert kæruleysi að láta fimm ára börn aftan á pall þar sem lítið sem ekkert er til að halda sér í og eru þau gjörsamlega óvarin ef eitthvað kemur uppá“. Benda þeir á, að fyrir tveim- ur árum hafi orðið banaslys, þegar unglingur kastaðist til á palli aftan á svipuðum bfl. Annað hinna atvikanna tveggja varðar starfsmann leikskólans, sem fór með tíu 5 ára ganda drengi í göngu- ferð og „var töluvert á und- an hópnum", eins og segir í bréfinu. Mun einn drengj- anna hafa hlaupið út á götu og næstum því orðið fyrir bfl. Er snarræði bflstjórans þakkað að ekki hlaust slys af. Þriðja atvikið varðar átta stúlkur á aldrinum 4-5 ára, sem voru sendar í gönguferð kringum Reykjakot. „Þær gengu einar meðfram Reykjavegi sem er umferð- argata og strætisvagnaleið og einnig upp með Dælu- stöðvarvegi. Enginn starfs- maður gekk með stúlkunum heldur var fylgst með þeim úr fjarlægð." Að mati for- eldranna hefði enginn starfs- manna getað gripið inn í, ef eitthvert stúlkubarnanna hefði hlaupið út á götu. Yfir þessu atviki var kvartað formlega til skólayfirvalda Mosfellsbæjar, sem komust að þeirri niðurstöðu að við það væri ekkert að athuga. Deiliskipulag við Skógarhlíð fellt úr gildi Hlíðar ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi samþykki borgarráðs Reykjavíkur á deiliskipulagi fyrir Skógarhlíð 12, þar sem gert var ráð fyrir byggingu 5 hæða verslunar- og skrifstofuhúss með bfla- geymslu. Isarni hf. hafði verið veitt leyfi í borgarráði í júh' sl. til að byggja þetta hús á lóðinni, sem er í Skógarhlíð andspænis slökkvistöðinni, en fyrirtækið hafði upphaflega fengið vilyrði fyrir lóðinni árið 1990. Það lét vinna drög að byggingum þar árið 1994, og voru þau sam- þykkt í meginatriðum af skipulagsnefnd í svipuðu formi og var á því deiliskipu- lagi sem nú hefur verið ógilt. Ekki var hins vegar sótt um leyfi til að hefja uppbyggingu á lóðinni fyrr en 1999 og í júní það ár var samþykkt að aug- lýsa tillögu að deiliskipulagi, sem gerði ráð fyrir 5 hæða húsi og bílageymslum. Skipulagsyfirvöldum barst fjöldi bréfa og undirskriftar- listar frá á þriðja hundrað íbúa og hagsmunaaðila í nágrenn- inu, einkum við Eskihlíð, með athugasemdum við og mót- mælum gegn byggingar- áformunum. Skipulags- og umferðarnefnd borgarinnar frestaði þá meðferð málsins og hélt fund með kvartendum þar sem kynntar voru breytingar á tillögunni, sem gerðar höfðu verið til þess að koma til móts við athugasemdirnar. íbúar gerðu frekari athugasemdii’ og var borgarverkfræðingi m.a. í kjölfar þess falið að kanna hljóðstig og umferðar- magn við húsið og einhverjar breytingar voru gerðar á aug- lýstum áformum en að því loknu samþykkti borgarráð tillöguna sem deiliskipulag í desember sl. án þess að aug- lýsa hana eftir breytingar. Skipulagsstofnun taldi í fyrstu að ekki hefðu komið fram fullnægjandi svör við framkomnum athugasemdum og lagðist gegn birtingu aug- lýsingar um gildistöku deili- skipulagsins en féllst á hana eftir aðra afgr’eiðslu borgar- innar en gerði þó þá athuga- semd að deiliskipulag skyldi að jafnaði ekki taka yfir minna svæði en götureit en umrædd tillaga tók aðeins yfir eina lóð, á svæði þar sem ekkert deili- skipulag var fyrir í gildi. Ibúar við Eskihlíð kærðu staðfestingu deiliskipulagsins til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingarmála og byggðu mál sitt m.a. á því að málsmeðferð við undirbúning ákvörðunar borgarinnar hafi verið áfátt, auk þess sem ann- mai’kar væru á efni málsins. Töldu samráð ófullnægjandi Hvað varðar fyrra atriðið var því haldið fram að ekki hafi verið haft fullnægjandi samráð við nágranna um gerð skipulagsins og ákvæða skipu- lagsreglugerðar ekki gætt í því sambandi. Þá hafi ekki verið farið að ábendingu Skipulagsstofnunar um að auglýsa tillöguna að nýju eftir þær breytingar sem á henni urðu, auk þess sem svör við at- hugasemdum hafi verið ófull- nægjandi. Þá hafi rannsóknir á áhrifum byggingarinnar á umferð og loft- og hljóðmeng- un, af völdum aukinnar um- ferðar, verið ófullnægjandi. Þá bentu kærendur á ýmis atriði, sem lutu einkum að stærð, umfangi og hæð húss- ins, en þeir töldu engin rök standa til þess að nauðsynlegt væri að reisa svo háa bygg- ingu í því viðkvæma umhverfi sem um sé að ræða. Miðað við aðalskipulag sé nýtingarhlut- fall yfir efri mörkum og bygg- ingin varpi skugga á eignir sumra kærenda og geti rýrt verðmæti þeirra. Þá valdi auk- in umferð sem fylgi bygging- unni slysahættu og torveldi gangandi umferð á svæðinu. Eins sé ekki nægilega Ijóst hvers konar starfsemi verði í húsinu og nauðsynlegt sé að skilgi’eina notkun þess betur en gert hafi verið í deiliskipu- laginu. Borgaryfirvöld höfnuðu því að málsmeðferð hafi verið áfátt og töldu að samráð hafi verið haft við íbúa umfram það sem lögskylt er. Þá hafi ekki verið skylt að auglýsa tillög- una að nýju vegna þeirra óverulegu breytinga sem á henni voru gerðar í meðförum. í ljósi athugunar á áhrifum byggingarinnar á nánasta um- hverfi, m.a. hvað varðar minnkun hávaða og óveruleg áhrif skuggavarps, verði að telja að byggingin hafi ekki áhrif á fasteignaverð á svæð- inu. Komi hið gagnstæða í ljós eigi þeir sem fyrir slíku verða hins vegar rétt á greiðslu bóta eða þá að borgaryfirvöld leysi til sín eignir þeirra. Þá hafi það verið talið hagstæðara fyi-ir íbúa fjölbýlishúsa við Eskihlíð að hafa húsið langt, grunnt og fremur hátt fremur en lægra og meira um sig enda taki það þannig minna útsýni af íbúum fjölbýlishúsanna og skerðing útsýnis sé svipuð, séð frá efri og neðri hæðum. Stað- setning og fjarlægð hússins varpi ekki skugga á lóðir við Eskihlíð nema ef til vill um há- vetur. Skipuleggja eina lóð eða heilan reit Byggingarleyfishafinn hafði vefengt að úrskurðamefnd væri til þess bær að fjalla um hvort rétt hefði verið að deili- skipuleggja eingöngu lóð hússins en ekki allan götureit- inn en í niðurstöðu úrskurðar- nefndarinnar er því hafnað og sagt að hún sé æðra stjórnvald sem hafi það hlutverk að skera úr um lögmæti ákvarðana, sem til hennar er skotið. Um málsmeðferð fyiir nefndinni gildi ekki málsforræðisregla dómstólaréttarfars og sé nefndin ekki bundin af kröfu- gerð og málsástæðum kær- enda heldur beri henni að leið- beina ólögfróðum kærendum og fylla og skýra kröfugerð þeirra ef þörf krefur, auk þess sem deiliskipulagið hafi m.a. verið kært á grundvelli brota á skipulagsgreglugerð og með vísan til þessa verði að telja að nefndinni beri að taka til úr- lausnar hvort heimilt hafi ver- ið að takmarka hið umdeilda deiliskipulag við eina lóð svo sem gert var. Með lögum sé mörkuð sú meginstefna, að deiliskipulag skuli að jafnaði taka til svæða sem myndi heildstæða einingu og að jafn- aði ekki til minna svæðis en götureits. „í máli því sem hér er til meðferðar ákváðu borgaryfir- völd að vinna deiliskipulag fyr- ir eina lóð á athafnasvæði þar sem ekki var í gildi deiliskipu- lag. Var þessi ákvörðun tekin þrátt fyrir að ítrekað hefði komið fram það álit Skipulags- stofnunar að aðstæður á svæð- inu og nálægð þess við slökkvistöð ættu að leiða til þess að tekið væri á skipulags- málum svæðisins með heild- stæðari hætti. Allar athuganir á áhrifum skipulagsgerðarinn- ar voru miðaðar við þá bygg- ingu eina, sem fyrii’huguð var á umræddri lóð. Þó bera gögn málsins það með sér að vænta megi frekari uppbyggingar á svæðinu, a.m.k. á lóðunum nr. 8 og 10 við Skógarhlíð, auk þess sem nokkurt svæði er vestast á landnotkunarreitn- um, sem ekki hefur verið ráð- stafað til framtíðamota svo séð verði. Ljóst er af þeim aðstæðum sem nú var lýst að við gerð deiliskipulags fyrir lóðina nr. 12 við Skógarhlíð var ekki tek- ið tillit til þein-a gi-undvallar- sjónanniða sem líta ber til við skipulagsgerð. Voru mörk skipulagssvæðisins ekki mið- uð við það svæði sem augljós- lega myndar heildstæða ein- ingu í umræddu tilviki, en svæðið er í senn götureitur og sérgreindur landnotkunar- reitur. Af þessu leiddi að ekki var gætt að heildaráhrifum enduruppbyggingar á svæð- inu á umferð, öryggi vegfar- enda, loftmengun og hljóðvist, svo dæmi séu nefnd. Ekki verður heldur séð að gerð hafi verið athugun á hagsmunum annarra lóðarhafa á svæðinu með tilliti til jafnræðis og mögulegrar nýtingar ein- stakra lóða. Fólst í hinu um- deilda deiliskipulagi lítið ann- að en það sem fram hefði komið á aðaluppdráttum við hönnun mannvirkja á lóðinni og er vandséð hvaða skipu- lagsforsendur borgaiyfirvöld höfðu að leiðarljósi við ákvai’ð- anir sínar í málinu. Að vísu var hugað að áhrifum byggingai’- innar á næsta nágrenni, eink- um með tilliti til aukinnar um- ferðar. Leiddi sú athugun til þess að byggingunni myndi fylgja umferðarvandi á gatna- mótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar. Hefði í deili- skipulaginu þurft að gera grein fyrir því hvernig úr þeim vanda yrði leyst. Þess í stað var ákveðið að fela sérft’æð- ingi að gera tillögur til úrbóta án þess að fyrir lægi á hvaða forsendum þær tillögur yi’ðu gerðar eða hvort þær yfirhöf- uð gætu falið í sér lausn á fyr- irsjáanlegum vanda. Var því, að mati úrskurðarnefndarinn- ar, ekki einu sinni tekið á full- nægjandi hátt á þeim þáttum sem með beinum hætti tengj- ast því skipulagi, sem sam- þykkt var,“ segir í niðurstöð- unum og að samkvæmt því hafi skort lagaskilyrði til að gera deiliskipulag fyrir lóðina nr. 12 við Skógarhlíð án þess að jafnhliða væri unnið og samþykkt deiliskipulag fyiir götureitinn í heild. Beri því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.