Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 15
FRÉTTIR
Doktor í
verkfræði
• RAGNHEIÐUR Inga Þórarins-
ddttir varði doktorsritgerð í verk-
fræði við Danska tækniháskólann í
Lyngby (DTU)
hinn 30. ágúst sl.
Andmælendur
voru Ebbe Ris-
lund, FORCE
Instituttet í
Kaupmannahöfn,
Michael Berg-
gren Petersen,
Kriiger Aquacare
og Rudolph
Bium, ELSAM.
Ritgerðin
skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn
fjallar um tæringu málma, sérlega
eirmelma í súlfíðríku hitaveituvatni.
Annar hlutinn lýsir niðurstöðum úr
samhliða rannsókn á endingu
gúmmípakkninga í súlfíðríkum hita-
veitukerfum. Leiðbeinendur voru
Prof. Ernst Maahn, DTU, Kate
Nielsen, FORCE Instituttet, dr. Ás-
björn Einarsson og Þorsteinn Ingi
Sigfússon prófessor.
Rannsóknin fór fram á tímabilinu
1997-2000. Prófuð voru mismunandi
eh-melmi, eirrör samsett með mis-
munandi lóðmálmum, og auk þess
nokkrar gerðir gúmmípakkninga í
dreifíkerfí Orkuveitu Reykjavíkur,
auk mælinga í tilraunastofum.
Niðurstöður tæringarmælinganna
sýndu mun á tæringarhraða og
myndun útfellinga milli prófunar-
staða. Lítið magn uppleysts súrefnis
(50 ppb) hafði marktæk áhrif til
aukningar tæringarhraða eirmelma,
þeim mun meiri áhrif því hæn-a sem
koparinnihald efnanna var. Afsinkun
mældist ekki, þar sem súrefnis-
innihald var undir 50 ppb, en eftir að
magn uppleysts súrefnis hafði verið
tímabundið hærra (150-300 ppb)
greindist afsinkun í tveimur látúns-
tegundum.
Niðurstöður sem sneru að gúmmí-
pakkningum sýndu að NBR hentar
illa sem efni í pakkningar í hitaveitu-
kerfum. Harka efnisins hafði aukist
marktækt og teygjanleiki minnkað
eftir 24 mánaða prófun við 80°C og
eftir rúmlega 7 mánaða prófun við
125°C. Lítið magn uppleysts súr-
efnis í umhverfi pakkningar hafði
mikil áhrif á NBR, sem missti nán-
ast allan togstyrk og teygjanleika.
HNBR reyndist betur, en marktækt
aukin harka var mæld eftir 24 mán-
uði við 80°C og enn meiri aukning
eftir 7 mánuði við 125°C. EPDM
reyndist best og engin breyting
mældist í eiginleikum efnisins.
Bókhaldskerfi
KERFISÞRÓUN HF.
FÁKAFENI 11. s. 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/
Verkefnið er unnið við Danska
tækniháskólann, Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins og Iðntækni-
stofnun Islands, í samvinnu við
Orkuveitu Reykjavíkur og Danfoss
A/S í Silkeborg í Danmörku og með
styrk frá Norrænu orkurannsóknar-
áætluninni og Rannís.
Ragnheiður er fædd 17. október
1968, dóttir Hildar Bernhöft, full-
trúa við danska sendiráðið í Reykja-
vík, og Þórarins E. Sveinssonar, for-
stöðulæknis krabbameinslækn-
ingadeildar Landspítalans við
Hringbraut. Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við Hamrahlíð
1987 og M.Sc. í efnaverkfræði frá
Danska tækniháskólanum 1993.
Ragnheiður starfaði sem verkefnis-
stjóri á Iðntæknistofnun Islands
1994-1999 og starfar nú sem deild-
arstjóri lagnadeildar Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins. Eiginmaður Ragnheiðar er
Ólafur Pétur Pálsson, Ph.D., dósent
við verkfræðideild Háskóla Islands.
Þau eiga þrjár dætur, Helgu Krist-
ínu, Hildi Þóru og Katrínu Unni.
Doktorspróf í
fólagsfræði
• ÞÓRODDUR Bjarnason lauk
doktorsprófí í félagsfræði frá Notre
Dame-háskóla í Bandaríkjunum 6.
ágúst sl. Doktorsritgerð hans nefn-
ist Vímuefnaneysla ungmenna:
Félagsfræði að hætti Durkheim og
byggist hún á samanburðarrann-
sókn Þórodds meðal unglinga á Is-
landi, írlandi og
Bretlandi.
I ritgerðinni er
hugað að neyslu
unglinga á lögleg-
umjafntsem
ólöglegum vímu-
efnum og
tengslum við
þætti á borð við
félagslega stöðu,
fjölskyldu-
mynstur, samskipti við foreldra og
vini, námsárangur og andlega líðan.
Jafnframt eru metin áhrif einstakra
skóla sem félagslegra heilda á
mynstur vímuefnaneyslu meðal
nemenda þeirra.
Foreldrar Þórodds eru Bjarni
Hannesson læknir og Þorbjörg Þór-
oddsdóttir kennari. Börn Þórodds
og Dýrleifar Bjarnadóttur eru Val-
gerður (f. 1989) og Bjarni (f. 1990).
Þóroddur lauk stúdentsprófí frá
Flensborgarskóla vorið 1986, BA-
prófi í félagsfræði frá Háskóla ís-
lands vorið 1992, og meistaraprófí í
aðferðafræði frá Essex-háskóla á
Englandi sumarið 1995. Hann starf-
aði sem útvarpsstjóri Útvarps Rótar
1987-88, deildarstjóri við Rannsókn-
arstofnun uppeldis- og menntamála
1992-1994 og framkvæmdastjóri
Norræna sakfræðiráðsins 1995-
1996. Þóroddur er nýráðinn lektor í
félagsfræði við Háskóla New York-
fylkis í Bandaríkjunum jafnframt
því sem hann leggur stund á rann-
sóknir meðal íslenskra og evrópskra
ungmenna í samstarfi við rannsókn-
armiðstöðina Rannsóknir og grein-
ingu í Reykjavík.
Þóroddur
Bjarnason
55 milljónir
dregnar At I gsr!
Seinni útdráttur 12. flokks 2000
13487F
13487H
800 6611
Hringdu núna og
tryggðu þér miða!
Allar tölur eru birtar meö fyrirvara um prentvillur.
670B 25232B
1435B 28577B
4140B 32078H
4661B 49101F
21992B 54722F
§► HAPPDRÆTTI J) HÁSKÓLA ÍSLANDS 7 frw vænlegast til vinnings