Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 66
£6 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NY OG BETRI
IEHILDx-\ NCS
TALNINGAVOG
5
15 minni • Stór pallur • Uppfyllir CE staðla
Krókhálsi 1 - Sími: 567 8888 - www.pmt.is
UMRÆÐAN
Árþúsundaskiptin
SKIPTAR skoðanir eru um ým-
islegt í þessari veröld og eitt af því er
skilgreining árþúsundaskipta og ná-
kvæmt ártal í því sambandi. Flestir
hallast að því að þau hafi verið um
seinustu áramót, 1999-2000, en sum-
ir eru þeirrar skoðunar að þau verði
ekki fyrr en um næstu áramót, 2000-
2001.
Þeir fyrrnefndu gefa sér að tíma-
tal hafi hafist árið 0 (núll) og að þeg-
ar árið 1 hafi tekið gildi hafi eitt ár
Si S fTTWnWmUi
HNMn
Vr '■ r J'-'fí1 *• <
Si® pWsttlfi
I. >#>!#■« W-
t apótekutn og sérversJunum um laiut aflt.
verið liðið frá upphafi
tímatals. Það þýðir ein-
faldlega að þegar árið
10 hófst, þá hafi 10 ár
verið liðin frá upphafí
tímatals, sem þýðir að
þegar kemur að 0 (núlli)
við enda tölu, þá sé búið
að fylla tuginn þegar
það ár hefst. Þar af leið-
andi munu 2000 ár hafa
liðið er árið 1999 rann
sitt skeið á enda, sem
þýðir (samkvæmt þess-
um rökum) að nýtt ár-
þúsund hófst árið 2000,
sem yrði þá það fyrsta í
nýju árþúsundi.
Þeir síðarnefndu gefa
sér hinsvegar að árið 0 (núll) hafi
ekki verið til (að fyrsta árið hafi verið
árið 1) og þar af leiðandi hafi heilt ár
ekki liðið fyrr en árið 2 gekk í garð.
Það þýðir einfaldlega að full 10 ár
liðu fyrst þegar árið 10 rann sitt
skeið á enda, sem þýðir að árið 11 var
þá fyrsta árið í nýjum tug. Sam-
kvæmt þessum rökum hefst nýtt ár-
þúsund árið 2001.
Þar sem tímatal þetta byggist á
vestrænni trú (og til gamans má geta
þess að notast er við mörg og mis-
munandi tímatöl víðsvegar um heim-
inn), þá væri það að mínu mati fyrst
og fremst hlutverk svokallaðra vest-
rænna trúarleiðtoga og sagnfræð-
inga að skera úr um nákvæmt tíma-
tal árþúsundaskiptanna. Það er
síðan spurning hvaða leiðtogar og
fræðingar nákvæmlega ættu að
skera úr um þetta, og þá frá hvaða
landi/löndum. Einhverra hluta vegna
ákváðu flestir af stærstu fjölmiðlum
hins vestræna heims að árþúsunda-
skiptin hefðu verið 1999-2000, eins
og rækilega var tíundað, sjónvarpað,
útvarpað og prentað um seinustu
áramót. Persónulega er mér nokk
sama, en finnst þó grundvallaratriði
að reyna að komast að því hvaða öfl
og forsendur liggja til grundvallar
þessari ákvörðun, sem augljóslega
hlýtur að hafa víðtæk
áhrif.
Ef við tökum Island
sem dæmi er þjóð-
kirkjan undir ríldnu,
sem gerir það að verk-
um að þjóðkjörnir
fulltrúar Alþingis Is-
lendinga gætu hugs-
anlega tekið um þetta
pólitíska ákvörðun.
Það væri einnig til í
dæminu að handhafar
forsetavalds (annað-
hvort forsetinn sjálfur
eða þá hugsanlega for-
Pétur seti alþingis, forseti
Einarsson Hæstaréttar og for-
sætisráðherra, en þeir
3 eru handhafar forsetavalds að for-
setanum sjálfum fjarverandi, að mér
skilst) gætu með handafli tekið slíka
Tímatal
Hvað er rétt í þessu
sambandi er Pétri Ein-
arssyni hulin ráðgáta.
geðþóttaákvörðun. Þá er það aftur
spurning hvers vegna Islendingar
ættu að vera í forsvari slíkrar
ákvörðunartöku, eða hvers vegna
ekki, ef svo ber undir.
Ymsir reiknimeistarar og fræð-
ingar hafa fært mörg og „augljós"
rök fyrir þessu máli, en þó komist að
sitthvorri niðurstöðunni. Það mætti
alveg eins réttiæta tilfinningarök í
þessu máli, byggð á trúarsannfær-
ingu. Ef við gefum okkur dæmi, þá
þætti mér mjög forvitnilegt að sjá
hvemig Hæstiréttur hefði skorið úr
um mál, þar sem eitthvað hafi verið
auglýst frítt til árþúsundaskipta (eða
aldamóta, sem verða um þau sömu
áramót), sem aðeins hafi átt að vera
frítt til 31. des. árið 1999. í því tilviki
gætu neytendur hæglega skilið það á
þann veg að það yrði frítt til 31. des.
árið 2000). Þannig auglýsti fyrirtæki
á Islandi ákveðna þjónustu frítt til
aldamóta, um mitt seinasta ár, en
svo tók ég eftir því að þeim auglýs-
ingum var kippt úr fjölmiðlum stuttu
síðar. Á grundvelli þessara auglýs-
inga hefði mjög sterklega komið til
greina að fara dómstólaleiðina og
látið á það reyna hvort þetta tilboð
hefði fengist út árið 2000, hafi ein-
hver haft áhuga á því.
Hvað er rétt í þessu sambandi er
mér hulin ráðgáta, enda einfalt sé að
sýnafram á hvoru tveggja með eft-
irfarandi dæmum. Þegar klukkan er
12 á miðnætti, þá táknar það sömu-
leiðis að hún sé 00:00 (núll). Ef þú
bíður þangað til klukkan slær 10:00
(tíu) þá ertu búinn að bíða í tíu
klukkutíma.
Um mánaðamót kemur strax dag-
ur 1 og ef þú bíður þar til dagur 10
kemur (á miðnætti á milli 9 og 10 á
dagatalinu), þá ertu bara búinn að
bíða í 9 daga. Það er einfaldlega
vegna þess að ekki er til sá mán-
aðardagur sem heitir 0 (núll) í okkar
vestræna tímatali. Niðurstaðan gæti
verið eitthvað á þá leið að flestir trúa
því sem betur hljómar en sannara
reynist. Þó talan 2000 sé kannski
töff, þá sannar hún ein og sér ná-
kvæmlega ekki neitt. Það er senni-
lega réttur hvers og eins og alger-
lega þeirra mál að kveða upp sinn
dóm, en verður kannski vandamál í
sumum tilvikum þegar fólk reynir að
troða skoðunum sínum í þessu samb-
andi yfir á aðra, eins og gæti átt sér
stað í auglýsingum, sem hlýtur þá að
vera lögformlegt álitamál þar sem
hagsmunir eru í húfi, enda sýnist
mér að tímasetningar af þessu tagi
séu túlkunaratriði, þar sem selj-
andinn túlkar sér í hag og neytand-
inn sér í hag, en komast samt að sitt-
hvorri niðurstöðunni. Rökstutt svar
óskast sent.
Höfundur er kvikmynda-
gerðarmaður.
eða allt að 80% afslætti
Nú fer hver að verða síðastur!
Allt á að seljast!
Verslunin hættir sölu á fatnaði*
dæmi:Verðáður Verðnú
Bamabuxur 2.2CX) 990
Bama T-bolir 1.360 695
Bama stuttbuxur 1.490 745
Háskólapeysur 4.990 frá 990
Hettupeysur 4.800 frá 990
Rennd bein hettupeysa 5.990 2.895
Rennd hettupeysa 4.990 2.495
Anorakkar 9.900 frá 1.990
Brettajakkar 12.900 6.450
Bakpokar 14.900 7.450
Öndunanílpur 9.900 4.950
Öndunarbuxur 7.990 3.995
Rennilásabuxur 6.990 3.495
Sundbolir 390
ídag
frákl. 11-18
Föstudag kl.10-18
Laugaraag kl. 10-16
Risarýmingarsala
k Hreysti opnar nýja og breytta verslun árið 2001
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
--Skeifunni 19 - S. 568 1717 •
Russell Athletic - Columbia - Convert - Jansport - Gilda Marx - Avia - Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS - Muscletech - Twinlab - Designer - Labrada - Natures Best - Leppin - MLO