Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 30
30 ? FIMMTUPAQUR 28. DE^EMBER 2000 ERLENT MQRGUNBLAÐID 1. verðlaun netfr@mköllun 2.-10. verðlaun íkmhmm www.hah»p«t*r»«n,b Meö aðstoð mbl.is er hægt að senda vinum og vandamönnum áramótaakveðjur á Netinu fjöltía'Skemmtilegra mynda |ma ýmsum tungumálum a skrifaðu eigin texta. Vinningar köllun (10x15) ÉfcfeDC 3800 ilÍkfekGSO. eið til að gleðja vini IvaLÍ lieimi sem er! ÁRAMÓTAKORT Á mbl.is Leitin að njósnaforingjanum fyrrverandi frá Perú Ferðast milli landa í dulargervi The Daily Telegraph. VLADIMIRO Mont- esinos, íyrrverandi yfirmaður leyniþjón- ustu Perú, virðist geta ferðast um Róm- önsku Ameríku nán- ast eins og honum sýnist og notað lysti- snekkjur og einka- flugvélar til að kom- ast hjá handtöku. Fregnir herma að hann hafi jafnvel látið breyta andliti sínu. Montesinos var mjög valdamikill á bak við tjöldin á tíu ára valdatíma Albert- os Fujimoris, fyrr- verandi forseta Perú, sem flúði til Japans og var sviptur forseta- embættinu i nóvember. Yfirvöld í Perú hafa hafið viðamikla rann- sókn á spillingarmálum njósna- foringjans fyrrverandi en ekki getað haft hendur í hári hans. Hefur hann meðal annars verið sakaður um peningaþvætti og að- ild að eiturlyfjasmygli og er sagð- ur bera ábyrgð á pyntingum og morðum í tengslum við baráttuna gegn uppreisnarhreyfingunni Skínandi stíg, sem var upprætt á valdatíma Fujimoris. „Pað verður ekki auðvelt að ná þessari rottu,“ sagði David We- isman, formaður þingnefndar sem rannsakar mál Mon- tesinos. „Þetta er skepna sem þekkir undirheimana mjög vel.“ Sagður hafa flúið til Kosta Ríka Fjölmargar kenn- ingar hafa komið fram um flótta Mont- esinos en frásögn þriggja fyrrverandi lífvarða hans þykir trúverðugust. Þeir segjast hafa siglt með honum á lysti- snekkju til Kosta Ríka 29. októ- ber. Átta manns voru í snekkjunni, þeirra á meðal ung og glæsileg kona, að sögn þremenninganna. Þeir segjast hafa kvatt Montes- inos á eyjunni Los Cocos 18. nóv- ember. Stimplar á vegabréfum þeirra staðfesta frásögnina. Yfirvöld í Kosta Ríka segja að Montesinos kunni að hafa komið til landsins með vegabréf frá Venesúela undir nafninu Manuel Antonio Rodriguez Perez. Lýsing vitna bendir til þess að Montes- inos hafi verið með gerviskegg til að villa á sér heimildir. Rogelio Ramos, öryggismála- ráðherra Kosta Ríka, segir að tal- ið sé að Montesinos hafi notað sama vegabréf til að komast með einkaflugvél til eyjunnar Aruba í Karíbahafi 23. nóvember. Fregnir herma að Montesinos hafi sést í Venesúela og dvalið í sex daga á hóteli í Caracas. Louis Ponte, framkvæmdastjóri lýta- lækningastöðvar í Caracas, segir að maður, sem gefið hafi upp nafnið Manuel Antonio Rodriguez Perez, hafi gengist undir aðgerð þar í vikunni sem leið. „Maðurinn lét breyta nefinu og augnlokunum og fór án þess að greiða reikning- inn,“ sagði Ponte. „Hafi hann komist til landsins ólöglega ætti það ekki að koma á óvart þar sem það er auðveldara að komast til Venesúela með ólög- legum hætti en löglegum,“ sagði Jose Vicente Rangel, utanríkis- ráðherra Venesúela. Margir telja að erfitt verði að hafa hendur í hári Montesinos vegna reynslu hans sem njósna- foringja en aðrir efast um að reynt hafi verið að handsama hann. „Montesinos hefur undir höndum mikilvægar upplýsingar um marga menn,“ sagði Federico Salas, fyrrverandi forsætisráð- herra Perú. „Þess vegna vilja margir að hann finnist ekki.“ Montesinos Þessi mynd var tekin af geimstöðinni Mír árið 1996. AP Vandkvæði við stýringu Mír Sambandslaust í tæpan sólarhring Koroljov, Moskvu. AFP. Lyf við alzheim- er-sjúk- dómnum? KANADÍSKIR vísindamenn segjast hafa framleitt öflugt bóluefni við alz- heimer-sjúkdómnum og er það nú tilbúið til prófana á mönnum. Kemur það að sögn í veg fyrir eða dregur úr minnistapi og elliglöpum, sem sjúk- dómnum íylgja. Kom þetta fram í BBC, breska ríkisútvarpinu, á dög- unum. Talið er, að alzheimer-sjúkdómur- inn stafi af því, að eitruð efnasam- bönd safnist fyrir í heila og skaði taugafrumur. Rannsóknir á músum hafa hins vegar sýnt, að unnt er að eyða þessu efni með bóluefni, sem er svipað að gerð og eitruðu efnasam- böndin. Ekki hefur þó tekist fyrr en nú að sýna fram á, að það hafi bæt- andi áhrif á heilastarfsemina. Stöðvaði samsöfnun eiturefna Vísindamennimir, sem starfa við háskólann í Toronto, segja í tímarit- inu Nature, að þeir hafi alið mýs og framkallað í heila þeirra sams konar eiturefni og sams konar glöp og hrjá alzheimer-sjúklinga. Síðan voru mýsnar bólusettar eða gefið nýja lyf- ið og þá kom í Ijós, að það stöðvaði samsöfnun eiturefnanna, hreiriáaði heilavefinn og kom í veg fyrir éin- kenni alzheimer-sjúkdómsins. Eiturefnin, sem um ræðir, eru sterkju- eða sykurhvítupeptíð og vís- indamennirnir segja, að þótt ýmis- legt annað komi til sé enginn vafi á, að þessi efni séu mesti skaðvaldurinn. Frekari rannsóknir á lyfinu fara fram á næstunni og vísindamennimir trúa því, að farið verði að prófa það á mönnum innan árs. Alzheimer-sam- tökin í Bretlandi hafa fagnað þessum tíðindum en áætlað er, að þar í landi þjáist um 600.000 manns af þessum sjúkdómi. HUGSANLEGA munu geimferða- yfírvöld í Rússlandi breyta áform- unum um að steypa geimstöðinni Mír f Kyrrahafið í febrúar nk. eftir að sambandslaust varð við geim- stöðina í tæpan sólarhring frá öðr- um í jóluni og fram á gærdaginn. Sambandið hafði aldrei áður rofnað í svo langan tíma á þeim 14 ámm sem Mír hefur svifið á sporbaug um jörðu. Júrí Koptjev, yfírmaður rúss- nesku geimvísindastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í gær að svo gæti farið að áformunum um að steypa Mír til jarðar hinn 27. eða 28. febrúar gætu breytzt. Engar skýringar lágu fyrir að svo stöddu á því hvers vegna sam- bandið rofnaði við stöðina um há- degi að fslenzkum tfma á annan f jólum. Að sögn talsmanna rúss- nesku geimvísindastofnunarinnar gæti það tekið marga daga að kom- ast til botns í því hvað olli sam- bandsleysinu og hvað væri hægt að gera til að tryggja að þetta gerðist ekki aftur. Mír er enn á sporbaug í 315 km hæð yfir jörðu og á að geta haldizt þar a.m.k. til 15. marz en þá er reiknað með því að eldsneytið sem um borð er þijóti. Upprunalega var Mír ekki hönnuð til að gegna hlut- verki sínu lengur en í fimm ár. Þegar Mír verður látin falla til jarðar er gert ráð fyrir að stór hluti hennar brenni upp við að fara í gegnum gufuhvolfið en leifar geim- stöðvarinnar, alls um 40 tonn af braki, muni falla niður í sunnanvert Kyrrahaf. Talsmenn rússnesku geimferðastofnunarinnar hafa hins vegar ítrekað sagt að engin trygg- ing sé fyrir því að áformin gangi upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.