Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 33 ERLENT Bandalag lýðræðissinna vann stdrsigur í þingkosningunum í Serbíu Heitir því að sækja Milos- evic til saka Belgrad. The Daily Telegraph, AP. ZORAN Djindjic, verðandi forsætis- ráðherra Serbíu, hefur heitið því að Slobodan Milosevic, fyrrverandi for- seti Júgóslavíu, verði sóttur til saka í Serbíu eftir að fiokkur Milos- evic, Sósíalistaflokkur- inn, galt mikið afhroð í serbnesku þingkosn- ingum á laugardag. DOS, bandalag átján flokka sem styðja Voj- islav Kostunica, forseta Júgóslavíu, fékk um 64% atkvæðanna í kosningunum og Sós- íalistaflokkurinn aðeins 13%. Vladan Batic, næsti dómsmálaráðherra Serbíu, sagðist ætla að ógilda fyrirmæli um að Milosevic nyti sérstakrai' verndar serbnesku lögreglunnar. „Slobodan Milosevic er nú aðeins venjulegur borgari og ég tel enga ástæðu til þess að lögreglan verndi hann,“ sagði Bat- ic. Djindjic sagði daginn eftir kosn- ingarnar að eitt af forgangsverkefn- um næstu stjórnar Serbíu yrði að fyrirskiþa rannsókn á ásökunum um að Milosevic hefði gerst sekur um spillingu og misnotað völd sín. Hann kvaðst búast við því að rannsóknin hæfíst í janúar og Milosevic yrði leiddur fyrir rétt í Serbíu. „Þjóðin myndi ekki sætta sig við að honum yrði veitt sakaruppgjöf vegna þess sem hann hefur gert.“ Leiðtogar Vestur- landa vilja að Milosevic verði framseldur til að stríðsglæpadómstóllinn í Haag geti sótt hann til saka fyrir stríðsglæpi. Djindjic sagði hins veg- ar á að lög Júgóslavíu heimiluðu ekki slíkt framsal en bætti við að stjórnin kynni að ná samkomulagi við dóm- stólinn í Haag um að Milosevic yrði saksótt- ur í Serbíu fyrir stríðs- glæpi. Djindjic sagði að Mil- osevic yrði fyrst að svara til saka „fyrir spillingu, glæpi, kosningasvik og morð sem hann fyrirskipaði" á þret- tán ára valdatíma sínum. Hann yrði handtekinn ef rannsóknin leiddi í Ijós að nægar sannanir væru fyrir sak- sókninni. Leiðtogar DOS hafa gefið út svip- aðar yfirlýsingar frá því í október þegar Milosevic neyddist til að láta af embætti og viðurkenna sigur Kost- unica í forsetakosningunum 24. sept- ember. Þessar yfirlýsingar hafa hins vegar meii'a vægi nú þegar Sósíal- istaflokkurinn hefur misst tangar- hald sitt á serbneska þinginu, sem er valdameira en þing Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands. DOS fékk tvo þriðju þingsætanna Þegar 98% höfðu verið talin hafði DOS fengið rúmlega tvo þriðju þing- sætanna, eða 176 af 250, en Sósíal- istaflokkurinn aðeins 37. Tveir ílokk- ar serbneskra þjóðernissinna fengu einnig sæti á þinginu; Róttæki flokk- urinn, sem fékk 23 þingmenn, og Serbneski einingarflokkurinn, með 14 þingmenn. Flokkur eiginkonu Milosevic, Miru Markovic, sem var mjög valda- mikill í Serbíu, fékk aðeins 0,33% at- kvæðanna og engan þingmann kjör- inn. Búist er við að DOS myndi nýja ríkisstjórn fyrir 15. janúar. Djindjic lofaði róttækum efnahagsumbótum og breytingum á lögreglunni sem er enn undir stjórn bandamanna Milos- evic, þeirra á meðal Rade Markovic, yfirmanns leynilögreglunnar. „Eg ætla að krefjast þess að Markovic láti af störfum," sagði Djindjic. „Eg tel að hann hafi þegar pakkað saman og farið af skrifstofu sinni.“ Stjórn Djindjic bíða mörg erfið úr- lausnarefni. Mikill orkuskortur er í Serbíu vegna þurrka síðustu níu mánuði og Serbar standa nú frammi fyrir því að þurfa að vera án raf- magns í allt að tólf klukkustundir á dag. Rafmagnsleysi varð til þess að óeirðir blossuðu upp meðal reiðra íbúa Nis, þriðju stærstu borgar Serbíu, á mánudag. Djindjic og ráðherrar hans þurfa einnig að leysa deiluna um fi'amtíð Kosovo, sem er nú undir stjórn Sam- einuðu þjóðanna og Atlantshafs- bandalagsins, og kveða niður upp- reisn albanskra aðskilnaðarsinna í grennd við héraðið. Yfirmenn hersins í Svartíjallalandi reknir Nýju valdhafai-nir þurfa einnig að semja við leiðtoga Svartfjallalands sem krefjast róttækra breytinga á júgóslavneska sambandsríkinu. Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands, vill að landið fái fullt sjálfstæði fallist ráðamennimir í Belgrad ekki á að Júgóslavía verði laustengt samband sjálfstæðra ríkja. Djukanovic fór til Belgrad á mánu- dag til að sitja fund vamarmálaráðs Júgóslavíu, sem er skipað forsetum Júgóslavíu, Serbíu og Svartfjalla- lands, auk varnarmálaráðherra Júgóslavíu og yfirmanns hersins. Ráðið ákvað að reka þrjá æðstu yf- irmenn hersins í Svartfjallalandi, en þeir vom allir bandamenn Milosevic. Slobodan Milosevic I/eislustjóri: Garðar Cortes. Verð kr. 9.600.- Lúdó sextett og Stefán leika einnig fyrir dansi imm mmm fÖ$tuda?ur ZQ. d?5?íílbPÍ Laugardagur 30. desember: t« Aðalsmenn islenskrar ** PODPtúnlistar Gamlárskvöld I ■ zmm f ? %£ Kveðjum gamla árið og fögnum nýju með langvinsælustu hljómsveit landsins... £ ^rnm mm M ■ BTw W&Jmm Wm SIP mMi HÍ ‘ fullum gangi ™ ™ ™ - verð kr. 2500 Aldurstakmark 16 ár. - Áfengislaus skemmtun. f %oqJ ISLENSKU ÓPERUNNAR vars v fagnaður Ávarp áperustjóra: Bjarni Daníelsson. R , Framundan a Broadwav: 29. des. Unglmgadansleikur - Skitamorall leikur fynr dansi. f Aldurxtakmaik 16 ðr. - Afengislaus skemmtun. | 30. des. Stórdansleikun Greifamir leika fyrir dansi f 31. des. Gamlárskvöld - Stórdansleikur Sálin leikur fyrir dansi 1. jan. 2001 Nýársfagnaður Islensku Opemnnar, Vmardansleikur Kór og hljómsveit Islensku óperunnar. Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi | 6. jan. Þrettándinn - Sálin leikur fyrir dansi. f 12. og 13. jan. Sisters Sledge - Heimsfrægar diskódrottningar BROADWA RADISSON SAS, HÓTEL ISLANDI Forsala miða og borðapantanir r > alla virka daga kl. TI-19. Sími 5331100 • Fax 533 1110 Veffang: www.broadway.is • E-mail: broadway@broadway.is Hljómsveit íslensku óperunnar leikur Ijúfa kvöldverðartóna. Yfir bordhaldi flytja einsöngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, GarðarThór Cortes tenór og Kór íslensku Óperunnar verk úr óperettum gömlu meistaranna. Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Clinton Reeve sýna glæsilega samkvæmisdansa, m.a. valsa, tango og foxtrott. Hljómsveit íslensku óperunnar og Kór íslensku óperunnar bjóða upp í dans Vínarvalsar í syngjandi sveiflu. Hljómsveitarstjóri Bernarður Wilkinson. I00 listamenn Islensku óperunnar koma fram á þessari qlæsilequ skemmtun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.