Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 ?9 írá Bæ hafa svo snögglega verið brott kölluð ætla ég þó af eigingh’ni að láta þá ósk uppi að þau hefðu mátt feta æviveginn áfram, lengra, afkomend- um sínum og ástvinum til aukins þroska og lífsfyllingar. Blessuð sé minning þeirra beggja. Sigurður Jónsson. í dag kveðjum við Gógó, einstaka, kæra vinkonu og spilafélaga í áratugi með ljóði Hannesar Péturssonar: Svo er því farið: Sásem eftirlifir deyrþeimsemdeyr enhinndánilifir íhjartaogminni mannaerhanssakna. Þeireruhimnamir honumyfir. Kæri Gunnar. Sendum þér og fjöl- skyldu samúðarkveðjur okkar allra. Gunnhildur, Svafar, Ásta, Ólafur, María, Ámi, Margrét og Haukur. Stundum er líflð alveg óskiljanlegt, hvað er að gerast. Þetta hugsaði ég að kvöldi 20. desember þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að Gógó frænka væri dáin. Nei, þetta gat ekki verið, pabbi nýdáinn, svo deyr Gógó systir hans aðeins átta dögum seinna. Hvað er Guð að gera, var ekki nóg komið. Við systkinin fórum yfir á Helluland til mömmu og sátum þar og reyndum að skilja hver tilgang- urinn með þessu öllu saman væri. En svona er víst lífið, einhver tilgangur hlýtur að vera með þessu þó ég skilji hann ekki núna. Gógó frænka var yndisleg kona, hún var elst þeiri'a systkina og höfuð ættarinnar eftir að afi og amma dóu. Nú er hún farin og pabbi líka. Hver heldur þá tölur þeg- ar eitthvað er um að vera í ættinni? Alltaf gat maðui- treyst því að Gógó segði eitthvað fallegt. Ég var einn vetur hjá þeim Gógó og Gunnari þegar ég var í skóla. Það var góður tími. Alltaf man ég eft- ir ættarmótinu í Bifröst í Borgarfirði, meiri hluti ættarinnar var í sumarbú- stöðum þai'. Nokkuð var á milli okkar bústaðar og bústaðarins sem Gógó var í. Svo fóru Sólveig Arna og Jón Heiðar að hverfa hvað eftir annað og enginn skildi neitt hvert þau voru alltaf að laumast. En auðvitað var það Gógó frænka sem hafði þetta aðdrátt- arafl, hún átti nefnilega súkkulaði. Já, svona var Gógó, alltaf átti hún eitt- hvað að gefa, ef það var ekki nammi þá var það nóg af hlýju og ástúð. Já, þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann en sterkust er minningin um það þegar ég var að koma út frá því að kveðja pabba áður en hann færi suður. Þá var Gógó fram á gangi og hlýtt og traust faðmlag hennar var mér mikill styrkur. Svona væri lengi hægt að telja upp þegar bros hennar og faðmur hugguðu mann. Elsku Gunnar frændi, Anna Stína, Siggi, Birna, Sölvi og öll ömmubörnin, þið hafið misst mikið. Megi Guð styrkja og vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tímum. Kveðja, Kristúi Jónsdóttir. Störináflánni erfölnuðognú ferenginnumveginn annarenþú. I dimmunni greinirðu daufan nið ogveistþúertkominn aðvaðinuáánni. (HannesPétursson.) Það eru örlög bæði flóru og fánu að falla til jarðar þegar haustar að í líf- inu. Liðlegur sjötugsaldur telst ekki tiltakanlega hár í dag - má líkja því við haustbyrjun og vetur framundan áður ári lýkur. Síðasta ferð Bússa frænda átti sér skamman aðdraganda og mamma hafði oft á orði vikuna eft- ir lát hans að hún væri ekki enn farin að skilja að hann væri dáinn, fékk enda ekki tækifæri til að kveðja hann eins og hún hefði viljað. Sennilega hefur hún tæplega verið búin að horf- ast til fullnustu í augu við þennan verulpikaþegar hún, aðeins átta dög- um síðar, lagði sjálf upp í sína hinstu for, á fæðingardegi föður þeirra systkinanna. Þau vonj um margt lík. Frænd- rækni og gestrisni voru arfleifð sem bæði báru frá mannmörgu æsku- heimili, hjálpsöm, söngvin og glaðvær á góðum stundum. Hvorugt þeirra flíkaði tilfinningum sínum. Hún átti auðvelt með að sýna öðrum hluttekningu og styðja í erf- iðleikum en bar eigin tilfinningar ekki á torg. Hann alltaf góðlegur: „Sæl góða“ og kankvíst bros var hans venjubundna kveðja. Skólaganga þeÚTa var undirbún- ingur til hefðbundinna starfa forfeðra þeirra, hans sem bónda á ættaróðal- inu, hennar sem húsmóður. Bæði höfðu án efa hæfileika til frekara náms og mömmu sámaði oft hve skólaganga hennar var knöpp, aðeins fáein misseri í farskóla og einn vetur á húsmæðraskóla. Það þætti lítið veganesti í dag en nýttist henni vel, ásamt mótun uppeldis í föðurgarði. Örlögin höguðu því svo að Bússi tók ekki við búskap af foreldrum sín- um en varði mestri sinni starfsævi sem bóndi á Hellulandi, í fyrstu í sam- búð við tengdaforeldra sína. Mamma naut sinnar húsmæðraskólagöngu við matseld á hótelum og veitingastöðum áður en hún giftist en annars var hún mestan hluta fullorðinsára sinna heimavinnandi húsmóðir. Hún vildi frekar búa við þrengri kost og sinna uppeldi okkar dætranna og umönnun heimilisins en stunda vinnu utan þess. Uppeldið hefur reynst okkur systrunum notadrjúgt - kunnátta í matargerð, fatasaumi og hannyrðum hefur dugað okkur vel við eigið heim- ilishald. Hún var afburðahandverks- manneskja, lærði fatasaum tæplega fertug og starfaði við það árum sam- an á heimili sínu, auk þess sem hún var um tíma verkstjóri á saumastofu eftir að við systurnar vorum báðar fai'nar að heiman. Bæði á Hellulandi og á Hólavegi 17 var afai' gestkvæmt. Gilti einu hver tók á móti á Hellulandi, Ragnheiður tengdamóðir Bússa, Þórann kona hans eða hann sjálfur, alltaf hafði maður á tilfinningunni að viðkomandi væri einlæglega glaður yfir heim- sókninni. Innileg hlýja umvafði mann, sama hvort erindið var jóla- heimsókn, beijaferð eða annað. Það eru góðar minningar sem munu ylja um ókomna tíð. Á Hólavegi 17 vai' viðkomustaður íjölmennra ætta og stórs vinahóps. Á meðan samgöngur voru ekki eins greiðar og nú var þar sjálfsagður áningai’staður og tekið á móti gestum eftir bestu föngum. Við systur minnumst þess báðar frá sum- ardögum unglingsái'a að hafa sofið á dýnu frammi á gangi vikum saman þar sem öll rúm vora upptekin af gestum, þrátt fyrir fremur rúm húsa- kynni. Ekki tíðkaðist að hafa svefn- poka meðferðis og því var þvottur ær- inn, bakstur og matargerð eins og á litlu hóteli. Húsbóndinn dró björg í bú og húsfreyjan matreiddi hvers konar villibráð af natni og kunnáttu. Sam- hent hjón sem glöddust yfir heim- sóknum vina og vandamanna sem fram á þennan dag eiga samastað vís- an á Hólaveginum. En það var ekki alveg laust við að við tvær yrðum fegnar þegai' sumri hallaði - þegar hillti undir að við fengjum rúmin okk- ar aftur. Bússi hafði fyrir þungu heimili að sjá, 10 barna faðir, og því ekki marg- ar stundir til tómstunda. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi helgað áhugamálum sínum nokkra stund fyri’ en á efri árum er bömin vora öll vaxin úr grasi og Ólafur sonur hans að hluta tekinn við bústörfum. Stolt hans og ánægja var tengt börnunum hans og fjölmennum hópi barna- og barnabai-na. Ég minnist þess hve Bússi var glettilega rogginn á ætt- armótinu á Varmalandi fyrir tveim áram er í ljós kom að yfirlit um af- komendur hans tók yfir heilan vegg - miklu stærra og meira en nokkmTa hinna systkinanna! Mamma eignaðist tvær dætur og 7 bamabörn. Ekki hálfdrættingur á við Bússa hvað það varðaði en hún var stolt af þeim, fylgdist vel með og gladdist yfir hverjum sigri og áfanga. Áður en afi í Bæ dó hafði hann tryggt afkomendum sínum jarðnæði, ásamt litlum sumarbústað, á einum fegursta stað Bæjarlandsins, niðri við Bæjarklettana með gjálfrandi haföld- una á aðra hönd en víðáttumikið Höfðavatnið á hina, og Þórðarhöfðinn sem bakhjarl. Þessi bústaður á Bæj- armölum, Litli-Bær, sameinaði systk- inin og fóstursystkin árlega og hygg ég að sjaldan hafi þeim verið glaðara í sinni en á þeim stundum. Bæði mamma og Bússi áttu við vanheilsu að stríða um margra ára skeið. Bússi var vinnuþjarkur og slit- inn orðinn, beið aldrei bætur vinnu- slyss sem hann varð fyrir við upp- skipun á Sauðárkróki fyrir allmörgum áram. Síðasta sumai’ vai’ honum þó gott og hafði honum ekki liðið betur um langa hríð. Mamma fékk lömunarveiki ung kona og hefur sennilega aldrei beðið þess að fullu bætur. Arið 1992 fékk hún hjartaáfall og var öryrki eftir það. Ekki kom heilsuleysi þehra systkinanna í veg fyrir að þau byggju sem best að sín- um og alltaf vora heimili þeirra opin fyrir gestum. Síðustu verk mömmu vora að undirbúa komu ættingja að sunnan til jarðarfarar Bússa bróður hennar. Voru þau hjónin búin að leggja höfuðið í bleyti til að finna út hvað fólkinu þætti mest nýnæmi í að fá að borða, útvega sér svartfugl, reyta og svíða og bjóða öllum til kvöldverðai’. Henni auðnaðist ekki að vera viðstödd þann málsverð. Þann 20. desember, á afmælisdegi afa, er vaninn að fara með grenigrein- ar og ljós á leiðin þeirra afa og ömmu í heimagrafreitnum í Bæ. í þeirri ferð var faðir minn, ásamt Hauki bróður hennar, fyrir eindregna hvatningu 'mömmu, er dauðinn vitjaði hennar. Hún fór því ein um veginn og yfir vað- ið á ánni, þá ferð sem fyrir ökkur öll- um liggur að fara. Það var pabba mik- ið áfall og er öllum sárt þegar ástvinir kveðja jafn snögglega og þau systk- inin. En á þessum dimmu dögum er eftirlifandi ástvinum huggun að þau þurftu ekki að heyja langt dauðastríð. Blessuð sé minningþeiira. Anna Kristín og Bima Þóra Gunnarsdætur. Nú þegar Gógó er fylgt til hinstu hvílu kveðjum við góða og elskulega vinkonu, sem sannarlega skilur eftir sig stórt skarð, en góðar minningar. Það er óhætt að segja að í öllum þeim fjölda ferða sem farnar hafa verið norður höfum við og okkar fólk notið mikillar og óviðjafnanlegrar gestrisni, hvort sem er á Hólavegin- um eða fyrir handan, á Lóni. Hvenær sem okkur bar að garði vora dregnar fram veitingar og aðrar velgjörðir og lögð til hliðar önnur verkefni meðan borið var á borð. Og ekkert var sjálf- sagðara en að gist væri á öðrum hvor- um staðnum. Þeir, sem gestrisni er í blóð borin, virðast ekki gera mikið úr slíkum hlutum. Þeirra hús er þitt hús. En þegar athafnafólk er sótt heim sitja gestir ekki endilega auðum höndum, nema síður sé. Fyrr en varði vora gestir taldir til heimafólks og fengu að taka þátt í því sem á döfinni var hverju sinni. Gógó og Gunnari var þannig umhugað um að þeir sem þau sóttu heim hefðu góða viðdvöl og eft- irminnilega. Brást þeim ekki boga- listin í því frekar en öðra. Elsku Gunnar, Anna Stína, Birna og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill og sár og gefi Guð ykkur styrk. Þó að sólin sé nú lágt á lofti rís hún á ný. Anna, Árni, Una, Sigrún, Guðmunda og fjölskyldur. Elsku Gógó, Bússi og Valgai’ð. Nú eruð þið farin yfir í hinn ósýni- lega heim og mikið skarð komið í systkinahópinn. Ég kom hingað á Bæ er ég var fimm ára. Kristín og Björn buðu mér inn í sinn barnahóp, sem áttunda barni er ég missti móður mína. Síðan bættust fleiri við er í hóp- inn komu tvö afa- og ömmuböm, þau Konráð og Erla. Hér á Bæ leið æska mín og aldrei fann ég annað en ég væri eitt af systkinunum, bæði hjá Birni og Kristínu, sem ég kallaði pabba og mömmu, og öllum systkinunum, hef- ur aldrei borið skugga á. Nú era Bússi og Gógó, eins og þau vora kölluð, nýfallin frá með stuttu millibili. Alltaf er gott að koma á heimili þeirra, hlýleikinn skein svo vel í gegn og fann ég vináttuna svo vel. Margar minningar era tengdar þeim systkinum í gegnum árin og er margs að minnast. Það er mér ofar- lega í minni heyskapurinn þegar hestar vora notaðir, eggjataka í Þórð- arhöfða, þegar við voram að draga fyrir silung og veiða í net. Oft hefur hugur minn reikað til þess þegar Val- garð klifraði í Þórðarhöfða úr svoköl]- uðum Syðritorfum og uppí Ytritorfur. Ur þessum Ytritorfum er hægt að fá fimm til sex hundrað fýlsegg. Þetta klifur var mikið afrek enda talið ófært öllum mönnum. Þurfti að fara út yfir slútandi bjarg, vora þar 70-80 metrar niður í sjó. Sjálfum fannst mér nógu erfitt að fara þessa 25 metra upp lóð- rétta keðju. Þórunn mín og Gunnar. Nú erað þið búin að missa ykkar elskulegu maka, en þau skilja efth’ mikinn fjár- sjóð sem er í börnum ykkar. Öll eig- um við efth’ að ganga í gegnum þetta. Megi guð vera með ykkur öllum á þessum erfiðu tímum. Hafið þökk fyrir vináttuna, Reynir Gislason og fjölskylda, Bæ. Fjarlægjast heimatún. Ferðþínerhafin, núfylgirþúvötnum, semfallatilnýrrastaða ogsjónhringirnýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Það er sagt að allt hafi sinn tíma í tilveranni. Að fæðast hefur sinn tíma, að deyja hefur sinn tíma. Þó á maður býsna erfitt með að sætta sig við þeg- ar einhver deyr sem manni þykir vænt um, að það sé rétti tíminn. Við Gógó höfum þekkst frá ung- lingsáram og alltaf haldið góðu sam- bandi. Þegar ég lít til baka, líða margar góðar minningar gegnum hugann. - ferð í Drangey, þorrablót á Hólum, sæluvika á Sauðárkróki o.fl. - o.fl. Æskuárin liðu hratt og fullorðins- árin tóku við. Gógó giftist Gunnar Þórðarsyni, miklum ágætismanni og settist að á Sauðárkróki, en ég flutti suður. Það brást sjaldan, þegar ég kom norður í átthagana, að fara í heimsókn á Hólaveginn og spjalla. Ég á eftir að sakna þess. Það er stórt skarð komið í systkinahópinn frá Bæ á stuttum tíma, fyrst Bússi og síðan Gógó nokkram dögum síðar. Ég þakka þér Gógó mín fyrir alla þína hlýju og góðvild. Við eigum öragglega eftir að hittast síðar á nýj- um stað. Glaðar og góðar stundir geymastíhugaogsál vina sem oma sér ennþá við æskunnar tiyggðamál. Þær stundir leiftrandi lifa, svo ljúfsárt minningaflóð ogokkartilæfiloka, yljarsúfomaglóð. (ÓmarRagnarsson.) Gunnari og fjölskyldunni allri, votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð blessa ykkur og styrkja. Sigriður Friðriksdóttir (Dúdda). t Móðir mín, amma okkar og iangamma, AÐALHEIÐUR BJARNADÓTTIR, sem andaðist á Droplaugarstöðum föstu- daginn 15. desember sl., verður jarðsett frá Eyrarbakkakirkju föstudaglnn 29. desember kl. 14.00. Hjördís Antonsdóttir, Bjarni Ólafsson, Dagmar Kristjánsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Svanhildur Guðlaugsdóttir og barnabarnabörn t Systir okkar og mágkona, MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR, Laugavegi 159a, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Jónína Kjartansdóttir, Þorleifur Gunnarsson, Vilborg Þóroddsdóttir, Sóley Oddsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL BJÖRGVIN ODDSSON byggingameistari, Vesturgötu 7, sem lést miðvikudaginn 20. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. desember kl. 10.30. Oddný Þorgerður Pálsdóttir, Sigurður Rúnar Steingrímsson, Elín Guðrún Pálsdóttir, Ragnar Lundsten, Jón Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON frá Langstöðum, Hraungerðishreppi, Úthaga 4, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, fimmtudaginn 28. desember, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Hrönn Sverrisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.