Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Verð að vera hamingjusam- ur til að syngja almennilega Kristján Jóhannsson söng Heims um ból í hádegismessu í Páfagarði á aðfangadag. Messunni var sjónvarpað víða um lönd. Orri Páll Ormarsson sló á þráðinn til tenórsöngvarans sem söng á íslensku. ETTA var alveg rosaleg upplifun. Andrúmsloftið mjög skemmtilegt og fólk almennt vel stemmt, hvort sem það var að vinna hjá RAI [ítalska ríkissjónvarpinu] eða úti á torginu,“ segir Kristján Jóhanns- son, sem söng í hádegismessu Jó- hannesar Páls II páfa í Páfagarði á aðfangadag. Kristján söng Heims um ból á ís- lensku. Öll þrjú erindin. „í fyrstu vildu þeir reyndar að ég syngi á lat- ínu en ég lagði mikla áherslu á að hafa þetta á íslensku og hafði það í gegn. Það var mjög gaman.“ Að ósk sjónvarpsins söng Krist- ján ekki á staðnum, heldur var lagið leikið af geislaplötu sem söngvarinn gerði ásamt Mótettukór Hallgríms- kirkju um árið. „Fyrir vikið varð ég að æfa mig með öðrum hætti en ég er vanur. Stóð gapandi með tól á hausnum fyrir framan spegilinn, fyrst hér heima en síðan á hótelinu í Róm. Strákarnir mínir, sem voru með mér, skildu ekkert í því hvað karlinn var að gera, hvort hann væri end- anlega orðinn vitlaus," segir Krist- ján og skellir upp úr. Og hann uppskar eins og til var sáð. „Ég er búinn að sjá myndband af messunni og það gekk vel að „mæma“ þetta. Ég sá blik á auga hjá mörgum.“ Ekki sýnd í Evrópu Nunnan Miriam var kynnir í út- sendingu messunnar. Kynnti hún Kristján og sýndar voru myndir af söngvaranum með sonum sínum, Sverri og Víkingi. Var messan send út til fjölda landa. „Því miður var hún ekid send út í Evrópu, bara í Asíu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Ameríku. Það var heldur lakara því ég vissi um marga sem biðu og ætl- uðu að fylgjast með þessu. En þetta var víst RAI International." - En nú áttu marga góða vini í öðrum heimsálfum, til dæmis eftir að þú söngst í Kína ífyrru. „Já, já. Það er alveg rétt,“ segir Kristján og hlær ógurlega. „í Japan líka. Þeir hafa örugglega glaðst. Ég vissi líka um vini mína í Bandaríkj- unum sem kættust mikið þegar þeir sáu mig þarna um morguninn." Kristján snæddi jólamatinn ásamt sonum sínum á veitingastað í Róm. „Það er gaman að segja frá því að við fengum okkur saltfisk í for- rétt en hann er í seinni tíð orðinn heiTamannsmatur - lúxusfæði. Það er af sem áður var. I gamla daga var salt- fiskur daglega á borðum og maður borðaði hann með mörfloti og kart- öflum - og þótti ekk- ert merkilegt.“ Eftir jólasteikina gengu Kristján og synir upp á Péturs- torg til að hlýða á kvöldmessu páfa. „Við vorum með frátekin sæti mjög framarlega og gátum því fylgst vel með. Við biðum í um klukkutíma áð- ur en messan hófst og það var svo- leiðis hellirigning að það hálfa væri nóg - gjörsamlega úrhelli. En stemmningin í fólkinu! Eftirvænt- ingin og gleðin glampaði úr hverju auga. Það var áberandi mikið af ungu fólki. Það koma greinilega margir sem eru ástfangnir, nýgiftir eða nýtrúlofaðir. Fólk var þarna í faðmlögum og allir jákvæðir og glaðir. Andrúmsloftið var alveg ótrúlegt. Það var yndislegt að upp- lifa þetta með strákunum mínum. Þetta er nokkuð sem maður gerir bara einu sinni á lífsleiðinni, held ég.“ Pundinum með páfa frestað Fyrirhugað var að fjölskyldan yrði öll í Páfagarði á aðfangadag en eiginkona Kristjáns, Sigurjóna Svenisdóttir, og dóttir þeirra, Rann- veig, áttu ekki heiman- gengt þar sem sú stutta hafði nælt sér í flensu. „Það var leiðinlegt að mæðgurnar gátu ekki verið með okkur en við það varð ekki ráðið. Við áttum öll að fá að hitta páfann en ég var einmitt búinn að segja Miriam nunnu frá veikindum Jónu en hún hefur átt við erfiðan lungnasjúk- dóm að stríða undanfar- in tvö til þrjú ár. Er loksins orðin góð núna. Það er kraftaverki líkast. Þar sem Jóna gat ekki verið með okkur var ákveðið að fresta fundinum með páfa en Miriam hefur sagt honum frá veikindunurn og hann vill endi- lega taka á móti henni. Vonandi verður það núna fljótlega eftir ára- mótin.“ Kristján segir veikindi Sigurjónu hafa verið erfið. „Hún hefur gengið hér um húsið með súrefniskúta og er búin að vera á sjúkrahúsum, bæði hér og vestanhafs. Sitt sýndist hverjum og raunar fundu læknar ekki út úr þessu. Það var ekki um neina lækningu að ræða. Við vorum ráðþrota." Kristján segir þau hjónin hafa sótt styrk í trúna. Farið oft til kirkju. „Síðan gerist það að bróðir minn deyr í september í haust. Þann sama dag hittum við prestinn okkar, don Giuseppe, en hann hefur verið Kristján Jóhannsson okkur mikill styrkur, og sóttum messu hjá honum. Þegar við komum út úr kirkjunni segh' Jóna strax við mig að sér líði betur. Það líða nokkr- ir klukkutímar og það er hætt að hvína í henni þegar hún andar. í fyrstu vorum við hrædd um að þetta væri krabbamein því læknar sáu á sneiðmyndum bletti í lungunum. Síðar var álitið að það hefðu verið bólgublettir. En hvað um það, hún byrjar að anda miklu betur og held- ur áfram í meðferð á spítalanum hér í Brescia. Hún tekur stöðugum framförum og svona tíu dögum síð- ar fara þeir aftur með hana í sneið- myndatöku. Þá kemur í ljós að engir blettir eru á lungunum lengur. Nú æðir þessi elska upp og niður brekk- ur og stiga og hefur aldrei liðið bet- ur. Þetta er alveg yndislegt. Það getur enginn skýrt þetta. Læknar og sérfræðingar glápa bara á mann með opinn munninn. Mín er líka með það á tæru að þarna hafi átt sér stað kraftaverk. Og því ekki það?“ Alveg í banastuði Veikindi af þessu tagi leggjast þungt á fjölskyldur og Kristján finnur mikinn mun á sér eftir að kona hans náði bata. „Við höfum verið vængbrotin í tvö ár og ég ekki náð mér almennilega á strik. Hlass- ast áfram. Skýið hefur alltaf verið yfii’ mér. Síðan í haust hef ég hins vegar verið alveg í banastuði. Ég var að syngja II trovatore undii’ stjórn Zubins Mehta í Þýskalandi um daginn og hef aldrei sungið hann betur. Við Zubin prufuðum meira að segja eina sýninguna að hafa óp- eruna í réttri tónhæð sem enginn hefur gert í mörg herrans ár. Það gekk alveg ofsalega vel. Síðan fór ég strax í Aida á eftir og renndi mér í gegnum hana. Það er ljóst að þetta er allt saman að smella aftur. Það er líka með mig eins og aðra, ég verð að vera hamingjusamur til að syngja almennilega!“ Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi 0 t ■<>—< Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frákl. 11-16 Bókvit, verkvit og vinna BÆKUR Efnahagsmál FRÁ SKÓLA TIL ATVINNULÍFS - rannsóknir á tengslum mennt- unar og starfs eftir Gerði G. Ósk- arsdóttur. 231 bls. Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2000. RIT Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra Reykjavíkur, Frá skóla til atvinnulífs, hefur að geyma niður- stöður rannsókna hennar frá árunum 1993 til 1997 á tengslum skóla og at- vinnulífs á íslandi. Niðurstöður sumra rannsóknanna hafa birst áður opinberlega en annarra ekki. Þetta eru áhugaverðar rannsóknir fyrir þá sem starfa að íslenskum skólamálum og er mikill fengui’ að því að niður- stöðurnar eru nú aðgengilegar í einu riti. Gerður skoðar einkum hve vel ís- lenska skólakerfið býr nemendur undir atvinnulífið og hvernig atvinnurekend- ur meta þá þjálfun sem nemendurnir hafa hlot- ið. Helstu fræðikenn- ingar um þetta efni eru reifaðar og lýst ýmsum innlendum rannsóknum sem einkum hafa byggt á því að leggja spum- ingar fyrir tiltekna hópa, nemendur, starfs- menn og fleiri. Niðurstöður fyrir ís- land eru í mörgum til- fellum bornar saman Gerður G. við niðurstöður sam- Óskarsdóttir bærilegra rannsókna á hinum Norðurlöndunum og vestan- hafs. Ekki er annað að sjá en að allt sé þetta vel unnið. íslenska skólakerfið kemm- hvorki vel né illa út úr þessari könnun, það virðist að mörgu leyti sambærilegt við skólakerfí nágrannalandanna. Það er við sömu vandamál að etja, lausnir íslendinga oftast svipaðar og annarra, sérstaklega hinna Norðurlanda- þjóðanna, og árangur- inn einnig. Sérstaklega er þó áhugavert að skoða þau tilfelli þar sem einhver munui' virðist vera á milli landa. Helst hefur íslend- ingum að mati Gerðar tekist illa upp við að byggja upp hagnýtt starfsnám fyrir nem- endur sem langt bók- nám liggur ekki vel fyi’- ir. Fáir sækja í slíkt nám, þótt ýmsar náms- leiðir séu í boði, og atvinnurekendur virðast ekki meta það mikils. Brott- fall er mikið, bæði í framhaldsskólum og á háskólastigi, en þó sker Island sig ekki úr öðrum löndum að þessu leyti. Gerður víkur stuttlega að öðrum markmiðum menntunar en því að búa nemendur vel undir atvinnulífið í lokakaflanum. Annars er lítið fjallað Heilbrigðisstarfsmenn - heilbrigðisstofnanir tryggingaskylda vegna sjúklingatrygginga tekur gitdi 1. janúar 2001 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið vekur athygli á því að ný lög um sjúklingatryggingu taka gildi 1. janúar 2001. Samkvæmt þeim er öltum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum, sem hlotið hafa löggildingu heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra til starfans, skylt að hafa í gildi sjúklinga- tryggingu hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi vegna tjóna sem bóta- skytd eru samkvæmt lögum um sjúklinga- tryggingu. Sama gildir um heilbrigðisstofnanir sem ekki eru í eigu ríkisins, þar með taldar lyfsölur, rannsókna- og röntgenstofur, hjúkrunarheimili og dvalarheimili með hjúkrunardeild sem ekki eru í eigu ríkisins. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ráðuneytisins www.stjr.is/htr, en þar er að finna lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 og reglugerð nr. 763/2000 um vátryggingu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu. Vátryggingaskyldum aðilum er bent á að tryggingafélög bjóða nú sjúklingatryggingu skv. lögunum og veita þau upplýsingar um skitmála og iðgjötd. Vátryggingaskytdir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir skulu, fyrir 31. desember 2001, senda heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu staðfestingu um að þeir hafi í gildi vátryggingu, sem uppfyltir skilyrði laga og reglugerðar um sjúklingatryggingu. um önnur áhrif menntunar á þjóðfé- lagið. Það er út af fyrir sig ekkert að slíkum efnistökum, tengsl skóta og atvinnulífs eru nægt efni í margar bækur. Þó er rétt að hafa í huga að þessi áhersla getur gefið nokkuð ein- hliða mynd af menntakerfmu eins og Gerður bendir á (bls. 202). Mikið af því sem fólk lærir á skólabekk nýtist á einn eða annan hátt þótt það komi ekki að beinum notum við þau störf sem fólk vinnur. Jafnvel þeir sem vinna einföldustu störf þjóðfélagsins, sem hægt er að leysa vel af hendi án nokkurrar skólagöngu, lifa og hrær- ast í flóknu samfélagi utan vinnustað- arins og taka þar erfiðar ákvarðanir. Þá er það auðvitað svo að jafnvel bók- vit, sem hefur ekkert hagnýtt gildi og verður ekki með nokkrum hætti í askana látið, getur verið mikils virði þótt ekki sé nema vegna þess að það eykur ánægju þeirra sem tileinka sér það. í lok bókarinnar setur Gerður fram nokkrar hugmyndir um breytingar á íslenska menntakerfinu sem hún tel- ur til bóta. Þetta era forvitnilegar til- lögur og flestar ágætlega rökstuddar enda byggjast þær á niðurstöðum rannsóknanna sem lýst er í bókinni. Ekki er annað hægt en að hvetja þá sem koma að íslenskum skólamálum með einum eða öðrum hætti til að kynna sér rit Gerðar, það er vel unnið og áhugavert. Gylfi Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.