Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 56
*6 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EIRIKUR KRISTINN NÍELSSON bókstaflega heillaðir af honum. Hann vissi svo mikið um landið og sagði frá á svo skemmtilegan hátt. Einnig hversu gott var að vera á heimilinu hans, hve velkomin þau voru. En þetta er einmitt það sem við höfum verið svo lánsöm að njóta í öll þessi ár. Guðrún. Hinn 17. þessa mánaðar lést góður vinur minn og mágur Eiríkur Krist- inn Níelsson eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Hann fer í sína hinstu ferð sex mánuðum eftir lát föður síns Níelsar K. Svane, og skeik- ar ekki degi þar um. Ég kynntist Eiríki stuttu eftir að Margrét systir hans og ég höfðum ákveðið að rugla saman reytum okk- ar, en það mun hafa verið um árið 1964. Strax í upphafi þótti mér heilmikið til mágs míns koma, hann var gjörvu- legur á velli um eða yfir 190 senti- metrar að hæð. Gleðimaður í góðra vina hópi og söng með okkur hinum, þótt laglaus væri. Þegar við kynnt- umst fyrst var hann nýkominn úr flugnámi frá Tulsa í Oklahoma og var eðlilega með smágeislabaug, eða það fannst mér sveitamanninum að norð- an. Eiríkur flaug við góðan orðstír hjá flugfélögunum Flugsýn og Birni Páls- syni við hin ýmsu störf. Hann var far- sæll í starfi en hafði ekki áhuga á að fljúga „rútuflug" hjá stóru flugfélög- unum. Ég hef alltaf verið flughrædd- ur og þáði helst ekki óþarfa flug, nema einu sinni. Ég vona að eftirfarandi írásögn meiði engan: Eiríkur hringdi í mig og spurði hvort ég vildi vera með á Norð- fjörð með varastykki í veiðiskip. Þar sem ég hafði ekkert sérstakt að gera mætti ég eins og hann mælti fyr- ir úti við flugtuminn. Hann fékk alla pappíra og leyfi sem með þurfti, og fórum við síðan og sóttum vélina í skýlið. Heyrðu, sagði hann, haltu í stélið á vélinni út á flugtaksstað og stýrðu henni. Þetta þótti mér skrítið en Eiríkur vissi hvað hann söng. Bremsur vélarinnar voru bilaðar og varð því að gera þetta. Segir síðan fyrst af för okkar þegar við erum komnir um eða yfir Hvalfjörð, þá var „radíóið okkar dead“ eins og hann sagði. Eftir nokkum tíma segir hann: Heyrðu, nú hækkum við flugið yfir hæstu fjallstoppa, og ef ekki birtir til eftir 20 mínútur snúum við til baka. Eftir um 15 mínútur kemur í ljós að -við erum yfir Hofsjökli, en þama átt- um við bara ekki að vera! Hvað hefði gerst ef flugið hefði ekki verið hækk- að þegar skyggnið brást? Við lentum síðan heilu og höldnu á Norðfirði og tókum bensín eins og til stóð, á vell- inum voru nokkrir strákar í bíl og spurðu hvort ég vildi einn „lauflétt- an“. Þeir gáfu mér vodka í kókflösku, sem kom í góðar þarftr síðar í ferð- inni. Jæja, þegar búið var að „tanka“ var vélin dregin út á flugbrautarenda og Eiríkur segir við mig: Stattu á bremsunum meðan ég sný vélina í gang! (Með spöðunum.) Ef ég hefði ekki vitað á þessari stundu hvað • „sviss“ og „handbensín" var hefði far- ið í verra. Um leið og Eiríkur sneri í gang rauk vélin af stað, enda með gjöf og bremsumar óvirkar! Flugvélin fór af stað, með mig innanborðs og flug- maðurinn kom hlaupandi við stél vél- arinnar. Allt fór þó vel en ég hefði ekki boðið í það ef amma gamla hefði verið ein í vélinni! Þetta er nokkuð sem ég aldrei gleymi. Þegar ég hugsa til baka finnst mér að Eiríkur hafi verið eins konar „Benni“ sem leitaði ævintýra í starf- inu, hann elskaði flugið. Þegar hann var kominn með um 2000 klst. sem atvinnuflugmaður ákvað hann að vinda sínu kvæði í - "kross og fór að vinna hjá ISAL, enda kominn með fjölskyldu. A þeim árum var erfitt að komast í fasta vinnu sem flugmaður og því óör- yggi með tekjur. Eiríkur tók síðan við bifreiðaverkstæði föður sins og rak það í nokkur ár. Þegar kær vinur fellur frá er erfitt að mæla minningar fram í réttri röð og af mörgu er að taka eftir um 35 ára vinskap. En það sem ber hæst eru ferðalög fjölskyldna okkar um ýmsar vegleysur á hálendinu sem við höfum farið saman með bömin okkar á öllum aldri, og munu það vera nokkrar þús- undir kílómetra vægt áætlað. Við þættum ekki gjaldgengir í dag, félag- amir, á Willys-Landrover, eða Bronco og Rússajeppa, en á þeim tíma áttum við „heiminn". Eiríkur, Jónína kona hans og bömin vom góð- ir ferðafélagar. Afrakstur þessara fjallaferða fjöl- skyldna okkar er vinskapur og sam- heldni barna okkar. Margt skemmtilegt gerðist í þess- um ferðum og er til á aragrúa mynda sem Eiríkur hafði gott yfirlit yfir í tölvu. Við fómm einnig ógleymanlega ferð um hluta Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. A þessum ámm vomm við alltaf í tjöldum og þótti sjálfsagt og bara gott að vera tíu í sex manna tjaldi. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast mörgu góðu fólki á lífsleið- inni en fáum jafn miklum drengskap- armönnum og Eiríki. Nú kann margur að spyrja: Var maðurinn gallalaus? Nei ekíd aldeilis, sem betur fer hafði hann ýmsa létt- væga galla, en engan alvarlegan. Hann var með mikið skap, svo mikið að ferðafélögum stóð ekki á sama á stundum. Og verður mér þá minnis- stætt þegar við tjölduðum í fyrsta skipti nýja hústjaldinu þeirra við Fnjóská. „Þá var nú hamagangur á Hóli.“ En við áttum skynsamar kon- ur, og það kom sér vel þegar við Erík- ur þurftum að vera í fylu. Eiríkur átti ástríka og fómfúsa eiginkonu og vel gerð börn sem reyndust honum vel, ekki síst síðustu vikumar þegar þau viku ekki frá honum allan sólarhring- inn. Eiríkur var búinn að beijast eins og hetja, reyndar vissi ég að hann myndi gera það, en enginn má við of- urefli. Hann vissi hvert stefndi, en sýndi æðruleysi til síðustu stundar. Góður drengur er genginn langt fyrir aldur fram. Góðar vættir leiði hann að lokum. Ég votta Jónínu og bömum þeirra mína dýpstu samúð. Einnig, og ekki síst, aldurhniginni móður, sem sér nú á bak elsta bami sínu. Við reynum að halda hópinn eftir því sem hægt verður. Munum að lífið heldur áfram. Bjami. Það er komið að kveðjustund. Ei- ríkur vinur okkar er látinn. Enn einu sinni hefur sá illvígi sjúkdómur, krabbameinið, lagt mann að velli langt um aldur fram. Kynni mín, Sig- ríðar, af Eirfld ná langt aftur eða til þess er við bjuggum í Háaleitishverf- inu. Á þeim tíma þegar þar var sveit í Reykjavík. Engar blokkir, raðhús né aðrar stórar byggingar, heldur eitt og eitt hús. Stór tún, þar sem slegið var og heyjað á sumrin og menn gátu stundað smábúskap í miðri höfuð- borginni. Á mótum Miklubrautar og Háaleitisvegar stóð heimili og verk- stæði Níelsar K. Svane, sem lést á síð- astliðnu sumri, Bergþóm konu hans og systkinanna fjögurra, Eiríks, Margrétar, Unu og Þorgeirs. Við Margrét vomm nær jafnöldrur og urðum vinkonur í bamæsku. Stóri bróðir var í nálægð en skipti sér ekki mikið af málefnum stelpnanna. Mikið var gott að koma í græna húsið á hominu. Þar ríkti gleði og hlátur og þar átti ekki síst ríkan þátt Bergþóra með glaðværð sinni. Níels hægur og hljóðlátur, en traustur og hlýr.Tíminn leið og til sögunnar kom önnur ung stúlka, Jónína, sem varð líka vinkona mín. Hún og Eiríkur kynntust eitt fal- legt sumar þegar vinahópur fór sam- an í Þórsmörk. Vinahópurinn stækk- aði, Margrét hafði kynnst sínum manni, honum Bjama og við eignuð- umst staðfasta og trygga vini. Slíkt er ómetanlegt á lífsins braut. Eiríkur unni heimili sínu, konunni sinni og bömum. Við minnumst þess hvemig hann talaði af áhuga og skilningi um það sem bömin hans voru að taka sér fyrir hendur og studdi þau í því sem þau höfðu áhuga á. Jónína og hann bjuggu sér fallegt heimili. Það stóð opið öllum sem þangað leituðu og ein- lægnin, umhyggjan og hlýjan vom þar ávallt í fyrirrúmi. Eftir að Eiríkur veiktist tókst hann á við sjúkdóminn af einurð og bjartsýni og engan bil- bug var á honum að finna. Við trúðum því að hann myndi sigrast á veikind- unum. En eigi má sköpum renna. Mikið er lagt á Bergþóm og alla fjöl- skylduna að missa bæði Níels og Ei- rík á sama ári. Elsku Jónína. Við biðj- um algóðan Guð að styrkja þig, bömin og fjölskyldu í sorginni. Sigríður og Guðmundur Helgi. Ég fylltist tómleika þegar ég sá að Eiríkur vinur minn var fallinn frá á besta aldri. Kynni mín af þeim heiðurshjónum Eiríki og Jónínu em alveg síðan í barnæsku og urðu meiri og nánari þegar þau fluttu í næsta hús við mig. Alla tíð var mikil gleði og hamingja í kringum heimili þeirra og ég varð ein- staklega var við hvað fjölskylda þeirra var samheldin og hamingju- söm. Eiríkur lauk flugnámi á unga aldri og var af þeirri kynslóð flug- manna sem fengu enga vinnu og þurftu að beijast áfram með unga fjölskyldu á litlum launum. Eiríkur vann lengi vel sem flugstjóri hjá Birni Pálssyni og var einn af þeim mönnum sem flugu við erfiðari aðstæður en við þekkjum í dag, í hvaða veðri sem var, að koma sjúkum sem særðum undir læknishendur. Eiríkur fór í bifvéla- virlqun í Iðnskólanum og á náms- samning hjá föður sínum, Niels K. Svane, og tók að sér rekstur bifreiða- verkstæðis NK Svane. Eiríkur skilaði verki vel af sér og náði þannig í föst viðskipti hjá stórfyrirtækjum. Eirík- ur var mikið stórmenni og minnti mig alla tíð á hvað hann væri ánægður með hvað mér gengi vel í fluginu og að hann lifði í gegnum mig hvað flugið varðaði. Alla tíð settu Eiríkur og Jón- ína hamingju og velferð bama sinna á oddinn og á stundum þegar ég kom í heimsókn til þeirra hafði fjölgað í dýraríkinu á heimilinu og einnig man ég eftir því stundum þegar ég var að sækja Morgunblaðið út á tröppur að ég varð var við hross í garðinum hjá þeim. Bömin þeirra em einstakir dýravinir og hamingjuríkt uppeldi hefur skilað sér vel til þeirra, enda hefur þeim alla tíð vegnað vel. Eiríkur minn, þín verður sárt sakn- að. Elsku Jónína, Eggert, Bergþóra og Sigríður, megi guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Hugur okkar allra er með ykkur. Michael Valdimarsson. „En Nína, þetta er kall,“ sagði ég 16 ára gömul, þegar Jónína systir mín sagði mér frá unnusta sínum, Eiríki Kristni Níelssyni, sem þá var 24 ára og allir yfir tvítugt vom kallar í mín- um augum. Ami bróðir okkar var þá 10 ára og þegar hann kom úr sveitinni um haustið leist honum ekkert á það að stóra systir væri farin að slá sér upp með einhverjum Eirfld. En svo kynntumst við Eiríki og hjá honum var ekkert kynslóðabil til, hvort sem um var að ræða böm, gamalmenni eða allt þar á milli. Og oftar en ekki tók hann sér vamarstöðu með okkur á unglingsámm okkar, jiegar við frömdum hin og þessi bemskubrek. Svo giftu þau sig í febrúar 1967 og Eiríkur varð strax afgerandi einstak- lingur í okkar íjölskyldu og nærvera hans fór ekki framhjá neinum. Hann var litríkur og skemmtilegur og hafði ýmis skemmtileg áhugamál, sem hann stundaði af kappi og hafði lag á að hrífa aðra með sér. Ferðalög vom hans líf og yndi og var ýmist farið í stuttar dagsferðir eða lengri fjalla- ferðir og var þá oft leitað uppi eitt- hvað sem hann hafði lesið eða heyrt um og langaði að sjá með eigin augum og við hin nutum góðs af fróðleiksfýsn hans. Og nú er hann farinn í sína hinstu ferð heim til Guðs og við hin sitjum eftir og söknum sárt. Eiríkur og Nína vom samhent og samrýmd hjón og annað nafnið varla nefnt án þess að hitt fylgdi á eftir og mun taka langan tíma að breyta þeirri hugsun. Bömin þeirra þrjú, Eggert Jóhann, Bergþóra og Sigga Dóra, for- eldram sínum kæmst allra og svo kom Atli til sögunnar og litla Jónína Valgerður sem varð strax augasteinn afa síns, sannkölluð afastelpa, sem skilur nú lítið í því að afi skuli ekki lengur vera til staðar. Fjölskyldan hefur öll verið mjög samrýmd sem kom vel í jjós þegar Eiríkur háði sína lokabaráttu við krabbameinið, sjúk- dóminn illvíga. Bergþóra gerði hlé á námi sínu erlendis til að geta verið ná- lægt foreldmm sínum og systkinum og öll reyndu þau að nýta vel hverja stund til samvista. Það var sérlega aðdáunarvert hvemig Eiríkur tókst á við sjúkdóm sinn - frá fyrstu stundu ætlaði hann að hafa sigur - var bar- áttuglaður og ræddi um gang mála blátt áfram eins og hann væri að tala um veðrið. Það var mikil hjálp fyrir okkur öll og í okkar augum var hann sannkölluð hetja. Það stóð ekki til að hafa þetta langt, aðeins nokkur kveðju- og þakkarorð, en minningamar hrannast upp og við sjáum Eirík fyrir okkur þar sem hann er að segja frá einhverju sem honum þykir skemmtilegt og augun og fasið allt ljómar af frásagnargleði og hann talar hátt og hrífur alla með sér. Það verður tómlegt án hans, en minningin lifir og hlýjar og það er hægt að grípa til hennar hvenær sem er og við emm svo miklu ríkari að hafa átt hann þessi ár. Hugur okkar er líka hjá elsku Nínu og bömunum þeirra svo og Bergþóm mömmu Eiríks sem nú sér á bak elsta syni sínum aðeins sex mánuðum eftir að pabbi hans dó og svo em systkini hans þijú Margrét, Una og Þorgeir og fjölskyldur þeirra. Góður Guð veri þeim nálægur. Hópurinn hefur þjapp- að sér saman í sorginni, sem er gott, og öll emm við þakklát fyrir vænan mann. Hann hefiir reynst móður okk- ar góður tengdasonur og okkur Ama og fjölskyldum okkar, ekki síst böm- unum, hinn besti bróðir og vinur. Við, tengdafjölskyldan, þökkum öll Eiríki kærlega fyrir samfylgdina. Megi blessun Guðs umvefja hann á nýjum stað. Margrét, Árai og íjölskyldur. Eiríkur vinur minn og frændi er dáinn. Hann var fjómm ámm eldri en ég og mjög hár eftir aldri, en það skipti hann ekki máli og hann kom fram við litla frænda sinn sem jafn- ingja. Það var mikið ævintýri að heimsækja Eirík. Hann átti heima í útjaðri Reykjavíkur, við Háaleitisveg- inn, þar sem nokkur hús vora á stijál- ingi og stríðsminjar um allt nágrenn- ið. Um leið og ég opnaði garðshliðið og steig inn í blómskrúðið í garðinum fannst mér ég vera orðinn persóna í ævintýri sem endaði vel. Þama var ég alltaf velkominn og mér leið vel. Mér fannst foreldrar hans og systkini allt- af vera í góðu skapi. Þau vora sam- hent í öllu sem gert var og mættu margir taka sér til fyrirmyndar þá samheldni og virðingu sem á þeim bæ ríkti. Eiríkur kenndi mér margt, m.a. að búa til flugmódel. Þau skámm við út úr balsaviði með gömlum rakvélar- blöðum og límdum svo blóðdropóttan balsann saman með Pelikan-h'mi. Þá var teygjumótor settur í skrokkinn og við khfraðum upp á skúr og sendum flugvélina út í óvissuna og auðvitað sáum við okkur í anda í flugmanns- sætinu. Við vomm miklar hetjur og Eiríkur hélt því fram að fluglistin væri göfugust allra hstgreina. Eiríkur fór í sumarskóla á írlandi til að læra ensku. Hann kom heim með þau flott- ustu flugvélamódel sem ég hafði nokkum tíma séð, Mustang og Spit- fire, enda hafði hann unnið til verð- launa fyrír þau. Áhugi Eiríks á flugi leiddi til þess að hann tók flugpróf og kenndi flug um tíma. Hann safnaði bíóprógrömmum og sá næstum allar bíómyndir sem komu í kvikmyndahúsin. Eitt sinn fómm við frændumir saman í Austurbæjarbíó að sjá Roy Rogers, en Eiríkur var þá nýkominn frá Irlandi. Ég fór að öskra (eins og allir hinir í salnum) þegar Roy var að bjarga málunum, en Ei- ríkur sagði mér að þegja, „ég er að reyna að hlusta á hvað hann er að segja“. Mér fannst þetta hreint ótrú- legt, því það vom bara hinir fullorðnu sem gátu skilið hvað sagt var í bíó- myndunum. Eiríkur stækkaði enn meira í mínum huga við þetta. Á ung- lingsámm mínum skildi leiðir okkar. Við hittumst þó alltaf öðm hvom og fylgdumst aðeins með því, hvað hvor um sig var að bralla. Eiríkur var sérstakur og góður drengur. Söfnunaráráttan og dehum- ar hans þóttu mér svo skemmtilegar og þær segja okkur margt um mann- inn. Hann safnaði mynt og frímerkj- um, lærði ljósmyndun í bréfaskóla og grúskaði í ættfræðiskraddum. Hann var glaður og jákvæður og fullur af eldmóði og alltaf að læra eitthvað nýtt og sat aldrei auðum höndum. Það var svo fyrir sex ámm að ættfræðiáhugi konu minnar leiddi okkur til Eiríks, enda var hann vel að sér í hreppstjórafræðunum og varð það til þess, að við Eiríkur tókum aft- ur upp þráðinn. Við náðum saman eins og í gamla daga. Við áttum enn sameiginleg áhugamál og þessi tengsl mín við góðar bemskuminningar skiptu mig miklu máli. Það var af- skaplega gott að koma á heimili hans og Jónínu. Þar ríkti gleði og ein- drægni, allir vora velkomnir og ég man ekki eftir að hafa komið að þeim einum heima. Eiríkur og Jónína héldu svo vel utan um fólkið sitt og þá sem þau tengdust. Það var mikið áfall, þegar Eiríkur veiktist. Hann lagði ótrauður og bjartsýnn út í bardagann með Jónínu sér við hlið, en því miður hafði hann ekki betur. Ég og fjöl- skylda mín sendum öllum aðstand- endum hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður Orlygsson. Ég man þegar ég sá í fyrsta sinn frænku mína Jónínu Eggertsdóttur koma með ungan mann sér við hlið. Hann var hávaxinn og gjörvilegur og örlátur á sitt fallega bros. Hann hét Eiríkur Níelsson og gleðin geislaði af þeim báðum. Síðan em liðnir meira en þrír áratugir. Þau giftu sig og áttu hamingjuár saman. Nú er hann fallinn frá langt um aldur fram. Eiríkur stundaði flugnám í Banda- ríkjunum um skeið, en stopul atvinna á því sviði leiddi til þess að hann hóf störf sem bifvélaviríd á bifreiðaverk- stæði föður síns. Þeir feðgar ráku verkstæðið lengst af saman, en Eirík- ur síðan meðan heilsa hans leyfði. Þar sem annars staðar laðaði hann að sér fólk með glaðlegu viðmóti, góðvild og greiðasemi. Eiríkur og Nína, eins og ég kalla hana gjaman, stofnuðu heimili sitt í Reykjavík og bjuggu mörg síðari árin að Kambsvegi 7. Þangað var og er gott að koma því bjartsýni og hlýja hjónanna einkenndu heimilið. Á þeim tíma sem Eiríkur var við nám vestan hafs hafði hann ferðast talsvert og saman vom þau hjónin miklir ferða- garpar og útivistarfólk. Þau fóra langar gönguferðir um hálendið og aðrar óbyggðir hér heima fyrir, en einnig stundum á jeppanum sínum. Sömuleiðis ferðuðust þau nokkuð er- lendis. Eiríkur átti mikið safn ferða- bóka og kunni góð skil á sögu og stað- háttum þeirra staða og landsvæða sem þau fóm um eða heimsóttu á ferðum sínum. Á heimilinu blasa við sérkennilegir minjagripir sem hann hafði safnað og hann átti ógrynni ljós- mynda frá ferðum sínum. Þær segja langa sögu um alltof stutta ævi. Jólin em hátíð Ijóss og friðar. Þau era ekki einvörðungu trúarhátíð held- ur era þau líka hátíð fjölskyldunnar. Flestar íjölskyldur leitast við að njóta sameiginlega kyrrðar og helgi jólanna. En allar slíkar áætlanir geta bmgðist og þegar ástvinamissir er or- sökin hygg ég að hann sé sárari þá en oftast endranær. Fyrir einu og hálfu ári kenndi Ei- ríkur sér sjúkleika sem reyndist al- varlegur. Hann háði sína baráttu við sjúk- dóminn af stakri hetjulund og lífsvilja en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Eiginkonan tók ríkulegan þátt í baráttu hans og hún og bömin þeirra studdu hann með öllum þeim ráðum sem þeim vom möguleg. Hann and- aðist á Landsspítalanum þann 17. þ.m. Góður drengur var genginn. Við Helga og okkar fólk vottum Nínu frænku minni, bömum þeirra hjóna, aldraðri móður, tengdamóður og öðmm ástvinum hins látna ein- læga samúð. Við vonum að þrátt fyrir sorgina hafi þeim tekist að finna fríð og helgi jólanna og biðjum þess að þeim vaxi styrkur til að taka á móti nýrri öld af þeirri bjartsýni sem þeim er eðlislæg. Pálmi Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.