Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ + Þetta er stríð íslenskar stríðskempur snúa hins vegar til vinnu aftur eftir að hafa fengið útrás fyrir sprengiþörfina og byrja þegar að leggja til hliðarþannig að hœgt verði að safna fyrir ærlegum eldflaugabirgðum til að skjóta upp nœsta ár. Afvopn- unarviðrœður við nágrannann koma ekki tilgreina. Þetta erstríð. Eftir Karl Blöndai Nu er komið að hinni árlegu peninga- íkveikju þegar landsmenn tæma það litla, sem eftir er fjár eftir þunga og sligandi jóla- vertíð, úr veskjum sínum til að kaupa púðurkerlingar. í þessu landi býr allajafna friðsamt fólk, en einu sinni á ári er ákveðið að líkja eftir þeirri stemmningu, sem menn bjuggu við árum saman í borgum á borð við Beirút, Belfast og Bagdað, með tilheyrandi Ijósa- VIÐHORF d^rð °s- *n,nwnr spreng^ugný. Breytist þá hver fjöl- skyldufaðir í herforingja, sem vill fá sem mest- an hvell fyrir krónuna. * Hermt er að Persaflóastríðið hafi haft mjög afgerandi áhrif á landsmenn í þessu sambandi. Þá var fyrsta sinni háð styrjöld í beinni útsendingu þar sem sást gjörla hvemig sprengjur lýstu upp næturhimininn yfir Bagdað. Á þetta horfðu íslenskir ævin- týramenn, en komust hvergi til að taka þátt í dýrðinni. Þeirra færi kemur ekki nema örskotsstund á ári hverju þegar ekki þarf leyfi til að eiga skotvopn og sprengjur. I nokkra daga er hægt að vígbúast, halda síðan út í garð grár fyrir jámum með vígtólin og skjóta á tunglið. Á meðan komabörnin gráta í stofuglugganum og gælu- dýrin liggja skjálfandi undir hús- gögnum - hafi þeim ekki verið gef- in róandi lyf til að standa af sér stórskotahríðina án þess að bila á taugum - standa dagfarsprúðir menn með glampa í augum úti í garði, andlitið upplýst af glóðinni af digrum vindli, sem er klemmdur milli varanna, og horfa á eftir hverjum fimmþúsund kallinum á fætur öðrum þjóta upp úr gufu- hvolfinu. Þessar aðfarir allar þykja slík- um tíðindum sæta meðal annarra þjóða, sem á hafa að skipa her og stunda æfingar af þessu tagi á lok- uðum svæðum og í sérstökum þjálfunarbúðum nema svo óheppi- lega viiji til að styrjöld standi yfir, ‘að fulltrúar þeirra flykkjast hingað umvörpum til að fylgjast með og erlendar fréttastofúr senda sína bestu stríðsfréttaritara. Hinir erlendu gestir byrja á því að fylgjast með brennum, sem kveiktar eru víðs vegar um landið. Brennur þessar eru eins og stríðs- dans, sem haldinn er til undirbún- ings orrustunni. Menn eru kátir og fara með glens, en undir niðri svellur móður samhliða þeim níst- andi efa, sem fylgir því að vita ekki hvort maður sé með öflugra vopnabúr en næsti maður og eigi jafnvel á hættu að þurfa að fyr- irverða sig fyrir framan alla fjöl- skylduna vegna skorts á púðri. Stríðsfréttaritarinn er líkt og erlendu ferðalangamir grunlaus um þessa undiröldu við brennuna, en verður hins vegar öldungis bimms skömmu fyrir klukkan hálf íýlefu þegar persónur og leikendur í hinni íslensku áramótasýningu hverfa skyndilega af vettvangi. Hann reynir að spyrja menn hvert þeir séu að fara, en svarið er aðeins eitt orð: „Skaubið, skaubið.“ Hann flettir upp þessu dularíúlla orði, en verður einskis vísari. Orð- ið er ekki til í orðabókinni. Hann veltir fyrir sér hvort á íslandi sé enn við lýði sá siður að taka sér hlé til tekdrykkju í miðri orrustu líkt og tíðkaðist í Evrópu fyrr á öldum, en veit ekki að mitt í brennugásk- anum fór þjóðin heim í stofu að horfa á skemmtiþátt í sjónvarpi. Ráfar nú stríðsfréttaritarinn nokkra stundarfjórðunga um göt- ur bæjarins. Leið hans liggur fram hjá yfirgefnum brennum og allt er farið að benda til þess að öllu sé lokið áður en það hófst. Um leið veltir ferðamaðurinn fyrir sér hvort ferðaskrifstofan hafi lokkað hann til þessa undarlega lands á fijlskum forsendum. Ryðst þá skyndilega fólk út úr hveiju húsi og ber þess engin merki að það hafi setið prúðbúið og góðglatt fyr- ir framan sjónvarpsviðtækið í leit að hláturtaugunum. í skyndingu eru búnir til skot- pallar, sem notast er við í fyrstu, en þegar í Ijós kemur hvað sprengjusérfræðingurinn í næsta húsi er eljusamur er látið nægja að halda í spýtuna og muna bara að sleppa í tæka tíð til þess að fara ekki með í tunglferðina. Utlendi ferðalangurinn fylgist skelfingu lostinn með. Stríðs- fréttaritarinn er hins vegar hug- fanginn - eilítið skelkaður í fyrstu, en man síðan að hann er klæddur skot- og sprengjuheldu Kevlar- vesti, sem hann keypti sér í Bosníu á sínum tíma. Sprengjugnýrinn nær hámarki á miðnætti, en síðan slotar sprengjuregninu smátt og smátt, þótt það geri staka flugeldaskúr fram undir morgun. Stríðs- fréttaritarinn hefur jafnharðan sent heim fréttir á átökunum, en eins lætur hann hvergi getið þótt hann liggi andvaka lengi nætur og velti því fyrir sér: Hvemig stendur á því að ekkert virðist koma niður aftur af öllum þeim hergögnum, sem skotið er upp í loftið? Næsta dag sér hann spýtnabrak og pappír á víð og dreif. Púð- urlyktin er enn í lofti. En göturnar eru jafn mannauðar og þegar allir hurfu frá brennunni kvöldið áður. Fréttaritarinn sendir frétt um að komið sé á vopnahlé og býr sig undir að fara á næsta átakasvæði. í flugeldaverksmiðju í Kína er þegar hafist handa í bókstaflegum skilningi við að framleiða púð- urkerlingar fyrir átök næsta árs hér norður í hafi. íslenskar stríðs- kempur snúa hins vegar til vinnu aftur eftir að hafa fengið útrás fyr- ir sprengiþörfina og byija þegar að leggja til hliðar þannig að hægt verði að safna fyrir ærlegum eld- flaugabirgðum til að skjóta upp um næsta áramót. Afvopn- unarviðræður við nágrannann koma ekki til greina. Þetta er stríð. MINNINGAR MAGÐALENA ELÍASDÓTTIR COAKLEY + Magðalena El- íasdóttir Coak- ley fæddist í Reykja- vík 22. júní 1954. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Birmingham 15. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ragnhildur Guðrún Bergsveins- dóttir, f. 13. apríl 1931 og Elías Bald- vinsson, bifreiða- stjóri, f. 27. nóvem- ber 1922. Magðalena giftist 10. apríl 1976 Dennis Charles Coackley, rekstrarhagfræðingi, f. 7. desember 1953 í Birming- ham. Böm þeirra: Georg Christófer,viðskiptafræðingur, f. 8. mars 1977 í Reykjavík; Atli Heimir, stúdent, f. 18. febrúar 1981 í Reykjavík; Ellen Grace, f. 31.ágúst 1991 í Birmingham. Magðalena lauk verslunarprófi og að námi loknu starf- aði hún hjá Sam- vinnutryggingum þar til hún fluttist til Englands 1976. Þegar börnin uxu úr grasi fór hún að starfa hjá Cadbury, en þar gegndi mað- ur hennar störfum við markaðs- og framleiðslumál um aldarfjórð- ung, en fyrir tveimur árum setti hann á fót rekstrarráðgjafafyr- irtæki, með aðsetri heima. Utför Magðalenu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. En hér þraut lífsvefinn og kall berst konunni ungu, gegnum jóla- ysinn. Kallið sem öll við verðum að hlýða, hversu ósátt sem við erum, um tímann og röðina. Marga ferðina gerði hún frænka mín til ættlandsins með fólkið sitt, en nú er hún komin heim í síðustu ferðina, til landsins sem hún þráði. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Eiginmann hennar, börn og vini í Englandi, systur mína, syni hennar og Elías, bið ég Guð að styrkja og hjálpa til að sefa sorg þeirra, við hinn mikla og óvænta missi þessa ástvinar. Frænku þakka ég samferðina á veginum og bið henni góðrar heim- komu í æðri heima. Hreinn Bergsveinsson og fjölskylda. Elsku Mallý. Við þökkum allar góðar stundir sem við áttum saman, þú hafðir alltaf tíma til að hitta okkur þegar þú komst til landsins, alltaf svo já- kvæð og glöð. Hlátur þinn og bros þitt eiga eft- ir að lifa í minningu okkar, ljós guðs varðveiti þig. Aðventan er rétt hálfnuð, ljósa- dýrð skreytir heimili og torg. Gleði og eftirvænting ríkir í bæ og borg. Börnin telja niður daga sem lifa til jóla. En þá berst harmafregn yfir hafið. Mallý frænka mín, aðeins 46 ára gömul varð bráðkvödd á heim- ili sínu í nótt. Á huga minn sækja minningar um glaðværa, ákveðna og vilja- sterka stúlku, sem lifði lífinu lif- andi með fjölskyldu sinni og ástvin- um. Ég fylgdist með henni vaxa úr grasi, einstaklega fríðu ljóshærðu barni með gleðibros á vör. Seinna sem unglingi í skóla þar sem ákveðni, skyldrækni og einstök orðheldni var að verða aðall henn- ar. Enn síðar eftir að skólagöngu lauk, og hún hóf störf hjá Sam- vinnutryggingum, við skrifstofu- störf og ávann sér hylli fyrir vand- virkni og hollustu við fyirtækið. Umhyggjusamri dóttur við ein- stæða móður og bræður. Samhent- um hjónum við fyrirmyndar upp- eldi þriggja ljúfra barna, með afburða námshæfileika. Hún var vinamörg og vinföst, enda tröll að tryggðum. Þar fór oft glaðvær vinahópur með ríkan lífs- vilja og ekki alltaf á lægri nót- unum. Ævintýraþráin greip huga ungra stúlkna og viljinn til að líta hinn stóra heim fékk yfirhöndina. Að skoða lönd og lýði, fá loft undir vængi og sjá langþráða drauma rætast. Allt gekk það eftir. En einmitt í þeirri ferð réðust örlög hennar Mallý. Denni ungur menntamaður í útskriftarferðalagi varð á vegi hennar og örlagadísir hófust handa að vefa lífsvefmn og drógu ekki af sér. Að lokinni giftingu flutti þau til ættlands Denna og bjuggu sér heimili í Birmingham, þar sem hann gegndi störfum hjá Cadbury fyrirtækinu. Heimþráin sótti fljótt að henni frænku minni og þegar fæðing fyrsta barnsins var í nánd fluttu þau heim til íslands. Þar skyldi frumburðurinn fæðast, í ís- lenska örygginu heima. Denni sem var hagfræðingur að mennt, gat ekki nýtt sér menntun sína hér, en vann m.a. með íslenskunámi sínu við næturvörslu í Ármúla 3. Eftir eins og hálfs árs dvöl hér á landi fluttu þau aftur til Birming- ham, þar sem hans beið vel launað ábyrgðarstarf hjá Cadbury. Hag- urinn vænkaðist, börnin urðu fleiri, pg enn fékk annað bam að fæðast á íslandi. íbúðin varð að einbýlis- húsi, lífið brosti við ungu og ást- föngnu fólki. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Sigurbjöm Einarsson.) Elsku Denni, Georg, Atli, Ellen, Lilla, Baddi og Bessi, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Nína, Kristín, Ragnhildur og Sara. Þótt þú langfórull legðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þins heimalands mót. (Stephan G.) Margar góðar stundir áttum saman. Þökkum tryggð og birtu sem barst til gamla landsins. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyrr. (Matthías Joch.) Anna og Ásgeir. Biómabwðin öapðskom v/ Possvogski^kjwgai'ð Sínxu 554 0500 Erfisdrykkjur Sími 562 0200 1IIIIXIIIXXIXXXTJLÍ JON SANDHOLT + Jón Sandholt fæddist í Rönne á Borgundarhúlmi, Danmörku 13. maí 1926. Hann lést 6. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 14. desember. Þegar ég minnist Jóns Sandholts, verð ég að byija lengra aftur en frá því að kynni okkar hófust. Þegar ég var að nema vélvirkjun í Hamri hf. var faðir hans, Hjörtur Sandholt vélfræðingur, þar í vinnu, aldraður maður. Hann t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN I. SIGURÐSSON, Fáskrúðsfirði, lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 24. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Jens Kristjánsson, Þóra Kristjánsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Guðfinna Kristjánsdóttir. var einstakt ljúfrnenni við okkur nemana og hjálpsamur á allan máta og sú lipurð er arfgeng. Eg hóf störf við Stein- grímsstöð 4. jan. 1960 og þá hófust kynni okk- ar Jóns. Fjörutíu og eitt ár í starfi og samvinnu skilur margar og miklar minningar eftir. Síðast áttum við tal saman í síma um miðjan október og bar að sjálf- sögðu margt á góma. Eitt vorum við sammála um, var það að tíminn milli starfsloka og æviloka væri bara biðtími ákveðinnar tegundar. Nú er hans biðtíma lokið, hann er farinn í ferð sem bíður okkar allra. Ég veit að heimferð hans er góð. Ættmennum öllum votta ég samúð mínaogvirðingu. Kjartan T. Ólafsson. GARÐH EIMAR BLÓMABÚÐ • STEKKJAHBAKKA 6 v SÍMI 540 3320 '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.