Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vínartónleikar Þú svífur með okkur Það er alltaf sérstök hátíðarstemning á Vínartónleikum Sinfóníunnar. Enda kemur sama fólkið ár eftir ár, allir í sínu fínasta pússi og skálar í kampavíni áður en ballið byrjar. Og Vínartónlistin ersannkölluð kampavínsveisla í tónum. Fyrir fullu húsi ár eftir ár. Tryggðu þér miða í tíma! Peter Guth Arndís Halla Ásgeirsdóttir © Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Arndís Halla Ásgeirsdóttir Félagar úr Kór Islensku óperunnar Kórstjóri: Garðar Cortes Fimmtudaginn 4. janúar kl. 19.30 örfá sæti laus Föstudaginn 5. janúar kl. 19.30 laus sæti Laugardaginn 6. janúar kl. 17.00 laus sæti Að þessu sinni verða Vínartónleikarnir í Laugardalshöll. Númeruð sæti Midasala kl. 9-17 virka daga Háskólabió v/Hagatorg Sími 545 2500 www.sinfonia.is SINFÓNÍAN Flugelda- og sprengju- áverkar um áramót FLUGELDA- pg sprengigleði okkar Is- lendinga er mikil um hver áramót. Stoltir heimilisfeður sýna dug sinn, þar til bömin eru orðin nógu gömul til þess að kveikja sjálf í blysum og tertum eða skjóta upp flugeldum. Þrátt fyrii' góða skemmtun fylgir blys- um og flugeldum mikil alvara. Á slysa- og bráða- móttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi koma, því mið- ur, um hver áramót um 20-30 slasaðir með áverka eftir flug- elda og sprengjuslys. Langflestir koma á síðasta tímanum á árinu sem er að líða eða á fyrstu tveimur tím- unum á nýju ári. Aðallega er um að ræða börn og heimilisfeður um fer- tugt. Þeir sem koma eru oftast með áverka í andliti og augum en sjaldnar með handar- áverka. Bruni, sár og beinbrot eru algengir áverkar. Þeir sem koma slasaðir á slysa- og bráðamóttöku vegna flugelda- og sprengjuáverka hafa yfirleitt ekki notað hlífðargleraugu eða hanska í forvamar- skyni. Mörg slysanna verða vegna þess að blys eða flugeldur stendur á sér og farið er að huga að því hvað veldur. Það er einnig áhyggjuefni að tæplega helmingur þeirra sem slös- uðust er áhorfendur og oftast börn sem eru of nærri þegar kveikt er í blysum, tertum eða skotið upp flug- eldum. Slys Blys og flugeldar lífga upp á tilveruna, segír Brynjdlfur Mogensen, en krefjast aðgæslu. Blys og flugeldar lífga upp á til- veruna en krefjast aðgæslu. Mikil- vægt er að lesa leiðbeiningar, nota hlífðargleraugu og leðurhanska og leggja ríka áherslu á að áhorfendur séu í hæfilegri fjarlægð. Það er al- gjör óþarfi að breyta gleðistund um áramót í sorg vegna þess við virtum ekki sjálfsagðar varúðarreglur. Höfundur er forstöðulæknir Slysa- og bráðasviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss og dósent við læknadeild Háskóla Islands. Brynjólfur Mogensen Lýðræði og náttúruspjöll í MORGUNBLAÐINU þann 19. desember sl. birtist grein eftir Gunn- ar Öm Gunnarsson framkvæmda- stjóra Kísiliðjunnar við Mývatn. I greininni kvartar Gunnar hástöfum undan umhverfisvernd- arsinnum sem hafí sett upp „sjálfskipaðan geislabaug" og séu á móti öllum fram- kvæmdum sem hafí „hugsanlega einhver áhrif á náttúmna". Hann kveinkar sér und- an því að umhverfis- vemdarsinnar haldi uppi „látlausum áróðri sem er mjög erfitt að verjast" og gefur til kynna að yfirleitt séu umhverfissinnai- mjög langt í burtu frá nátt- úmnni sem þeir vilja vernda. Hann ásakar okkur sem höfum gagn- rýnt úrskurði um námuvinnslu úr Syðri-Flóa í Mývatni um andlýðræð- isleg vinnubrögð og kvartar undan því að almenningur og fjölmiðlar muni ekki skilja skýringar námu- grafti-arsinna vegna þess að svör þeirra séu svo flókin! I lok greinar- innar ræðir hann um flugvöll í Vatns- mýri eða Skerjafirði. Við grein Gunnars er margt að at- huga. M.a. þetta: Náttúruspjöll eru alltaf náttúruspjöll Náttúmspjöll halda áfram að vera náttúruspjöll, jafnvel þótt það kosti 50 milljónir að gera skýrslur sem skrifaðar era í þeim tilgangi að sýna fram á að spjöllin hafi ekki í för með sér það sem á lagamáli nefnist „um- talsverð umhverfisáhrif‘. Þessum 50 milljónum hefði verið betur varið til þess að byggja upp aðra atvinnukosti í Suður-Þingeyjarsýslu en þess að opna nýja námu í Mývatni. Allir sem lesa umhverfismats- skýrslur Kísiliðjunnar, unnar af verkfræðistofunni Hönnun, sjá nátt- úrulega að höfundar þeirra halda ekki öðm fram en að ný náma í Mý- vatni valdi náttúruspjöllum. Kísiliðj- an túlkar hins vegar vísindalega óvissu sér í hag en ekki náttúmnni - eins og gera ætti á jafn viðkvæmum stað og Mývatn er. Skilyrði fyrir námuvinnslunni Það er langt í frá að Kísiliðjan hafi með úrskurði umhverfisráðherra fengið leyfi til námuvinnslunnar. Hún á eftir að fá a.m.k. fjórar teg- undir af leyfum auk þess sem þarf að breyta aðalskipulagi Skútustaða- hrepps. Og skv. úrskurði umhverf- isráðhema þarf Kísiliðjan að uppfylla tólf skilgreind skilyrði til að geta fengið slík leyfi, einu fleiri en skipu- lagsstjóri setti í sínum úrskurði. Þessi leyfi eru nýtingarleyfi iðn- aðarráðherra, starfsleyfi Hollustu- verndar ríkisins, bygg- ingarleyfi Skútu- staðahrepps og loks framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið er veitt af Skútustaða- hreppi eins og bygg- ingarleyfið og það er háð býsna ströngum skilyrðum um vöktun á náttúrufarslegum breytingum. Auk þess er Mývatn verndað með sérstökum lögum sem merkir að Nátt- úruvernd ríkisins þarf að sýsla um fram- kvæmdir þar. Væntanlega fæst ekkert þessara leyfa nema gengið hafi verið rækilega frá þeim skilyrðum sem umhverfisráð- herra setur fyrir námuvinnslunni. Náttúruvernd Mývatn er dýrmætara, segir Ingdlfur Asgeir Jóhannesson, en flestir ■--—---------------7---------- aðrir staðir á Islandi! Það er ekki ólýðræðislegt, eins og Gunnai- Örn Gunnarsson gefur til kynna, að halda áfram að vera á móti náttúruspjöllum í Mývatni og berj- ast fyrir því að skilyrðin tólf, sem umhverfisráðherra setti, verði ströng. Það á eftir að takast á um þessi skilyrði. Ég spyr: Er nokkur furða þótt við, sem beijumst fyrir Mývatni, viljum túlka skilyrðin strangt? Gunnar hefur sjálfur sagt, í Degi 3. nóvember sl„ að Kísiliðjunni sé sjálfloka ef notuð sé strangasta túlkun á skilyrðunum. Er það ekki lýðræðislegt, Gunnar, að almenning- ur, þar með taldir náttúmverndar- sinnar í Mývatnssveit, Reykjavík og annars staðar, fái að taka þátt í að túlka þau skilyrði? Viltu að Kísiliðjan hafi sjálfdæmi þar um? Geislabaugar og framkvæmdir Hugtakið „sjálfskipaður", sem Gunnar Örn Gunnarsson notar í grein sinni, virðist mér notað til að vefengja rétt til að skipta sér af nátt- úruvernd £ Mývatnssveit. Og þetta með geislabauginn: Er nokkuð verið að grínast meðtrúarleg tákn? Það er langt í frá að þeir náttúmverndar- sinnar, sem ég umgengst að stað- aldri, séu á móti öllum framkvæmd- um. Umhverfisvernd og nýting náttúruauðlinda geta ekki bara „vel átt saman“, eins og Gunnar tekur fram, heldur VERÐA nýting og frið- un að fara saman til að við getum lif- að í landinu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að umhverfismat sé vand- að og að í slíku ferli verði ekki þau slys sem við teljum að hafi orðið hjá skipulagsstjóra í matinu um námu- vinnslu í Mývatni. Einmitt þess vegna er mikilvægt að umhverfisráð- herra túlki vísindalega óvissu ekki á þann hátt sem gert er í úrskurði hennar. Við náttúruverndarsinnar leggj- um mjög mikla áherslu á að það sé ekki sama hvar framkvæmdir era. Sumir staðii' era viðkvæmari en aðr- ir, dýrmætari en aðrir. Þá skulum við vernda. Þetta er nánast sam- bærilegt við það að yfirleitt reynh- fólk að eiga frí um jólin en vinna þá frekar meira á öðrum tímum. Jólin em dýrmætari en annar tími og Mý- vatn er dýrmætara en flestir aðrir staðh' á íslandi! Atkvæðagreiðsla um flugvöll Lokaefnisgreinai' Gunnars Arnar Gunnarssonar um fuglalíf í Reykja- vík eru áhugaverðar. Það getur verið gagnlegt að bera saman friðun og nýtingu ólíkra svæða. Em grynning- ar í Skerjafirði ekki upplagt flugvall- arstæði? Við fyrstu sýn virðist það sérlega áhugaverður kostur fyrir okkur sem viljum helst hafa hann sem næst miðborg Reykjavíkur. Mér skilst þó að það sé ekki bara af nærgætni við fugla sem andstaða er við að flytja flugvöllinn langt út í Skerjafjörð - heldur geti það verið beinlínis hættulegt að setja flugvöll út í miðjan Skerjafjörð vegna hættu á því að fuglar fari í hreyfla flugvéla. Vandað mat á umhverfisáhrifum myndi væntanlega leiða það í ljós. Sú fyrirhyggja, sem felst í því að greiða atkvæði núna um framtíðar- stað flugvallar á höfuðborgarsvæð- inu, er til fyrirmyndar. Einkanlega sú staðreynd að hugsað er 15 ár fram í tímann sem merkir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar gæti haft áhrif á staðsetningu innanlandsflugvallar efth' 2016. Jafnvel í hinum gagn- rýnda úrskurði skipulagsstjóra um námuvinnsluna er bent á nauðsyn þess að huga að atvinnukostum í Mý- vatnssveit að loknum þeim tíma sem náman, sem skipulagsstjóri telur óhætt að vinna úr, dugar. Það era samt 30 ár þangað til. Höfundur er dósent við Háskólann á Akureyri og formaður SUNN, Samtaka um náttiíruvernd á Norðurlandi. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.