Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kaup- og þjónustusamningur milli Akureyrarbæjar og Hugfangs Bærinn kaupir 530 ritþjálfa að andvirði um 13 milljónir Morgunblaðið/Björn Gíslason Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Hugfangs, handsala samning um kaup bæjarins á 530 ritþjálfum, en þeir verða notaðir í grunnskólum bæjarins. VIÐAR Ágústsson, framkvæmda- stjóri Hugfangs, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ákureyri, undirrituðu í gær kaup- og þjónustu- samning sem felur í sé stórfellda fjölgun ritþjálfa í grunnskólum bæj- arins. Samningurinn er að upphæð ríflega 13 milljónir króna en alls verða nú keyptir 530 ritþjálfar. Fyrir eru í grunnskólum bæjarins 105 rit- þjálfar þannig að þeir verða alls 635 í upphafi vorannar. Viðar sagði að um tímamótasamn- ing væri að ræða, bæði fyrir Akur- eyrarbæ og fyrirtækið. Nemendur grunnskólanna á Akureyri myndu nú strax frá fyrsta bekk fá tækifæri til að kynnast töluvtækninni, en rit- þjálfarnir verða til taks í skólastof- um og hvað Hugfang varðar sagði Viðar að fyrirtækið nyti með þessum samningi staðfestingar á því að hug- myndir höfunda tækisins sem fædd- ist fyrir fimm árum hefði skapað sér fastan sess í íslensku grunnskólalífi. Stórt skref í tölvuvæðingu í samningnum felst einnig þjálfun kennara í notkun ritþjálfa, sameig- inleg kennsla fyrir kennara og nem- endur og eftirlit með notkun tækj- anna á vorönn. Ritþjálfi er ah'slensk kennslutölva sem kennir grunnatriði í upplýsinga- tækni, fingrasetningu og textaritun auk þess sem unnt er að leggja fyrir nemendur verkefni úr fjölmörgum bóklegum greinum. Ritþjálfi hefur verið í notkun í gi-unnskólum bæj- arins síðastliðin fjögur ár. Reynslan hefur þótt góð og rekstrarkostnaður lágur og hefur það leitt til þess tækj- unum hefur smám saman fjölgað. Skólamir hafa keypt slík tæki og þá hafa foreldrar sýnt því áhuga og gef- ið skólunum þau í einhverjum mæli. „Við erum með þessu að stíga býsna stórt skerf í tölvuvæðingu grunnskólanna og með kaupum á rit- þjálfunum munum við ná mun betri nýtingu á tölvubúnaði grunnskól- anna,“ sagði Gunnar Gíslason, for- stöðumaður skóladeildar Akureyrar. Áætlað er að bæta einnig mjög úr tölvueign grunnskóla bæjarins og er áformað að kaupa 80 nýjar tölvur í skólana á næsta ári. I kjölfarið verða tölvur notaðar mun meira en áður í skólastarfi og sagði Gunnar að þetta væri liður í því að færa skólastarf meira frá bókum yfir í tölvur. I fremstu röð Við undirritun samninganna kom einnig fram að með þeim skipaði Ak- ureyrarbær sér í fremstu röð hvað varðar innleiðingu upplýsingatækni í almenna kennslu. Ritþjálfamir verða notaðir til að kenna ritgerð- arsmíð með aðferðum ferlisritunar og auðvelda kennurum að gefa leið- beiningar með skjalaskiptum í sér- smíðuðu PC-forriti. Áðstaða til kynningar á lyklaborði tövlunnar og kennslu réttrar fingrasetningar batnar til muna sem og einnig mögu- leikar kennara á að fylgjast með framförum nemenda og finna þá nemendur sem þurfa einstaklings- bundna aðstoð. Nemendur hafa með þessu tæki aðgang að miklum fjölda verkefna sem þeir fá samstundis að vita hvort rétt hafi verið af hendi leyst og einnig hafa kennarar mögu- leika á að semja eigin verkefni á rit- þjálfa. Grímseyj- arbörnin birtuna bera Grímseyjarbömin birtuna bera jólin þau minna á megi þau vera gleðileg öllum hér það okkar óskin er Santa Lúsía - Santa Lúsía. Þetta sungu skólabörnin í Grunnskólanum í Grímsey á Lúsíufagnaði sem haldinn var í 7. sinn. Já, sannarlega minn- ir Lúsíuhátið skólabarnanna á að jólin eru á næsta leiti. I þetta sinn buðu börnin foreldrum og ættingjum upp á heitt súkkulaði og smákökur sem þau höfðu bakað i heim- ilisfræðinni. Vel var mætt enda nánast enginn bátur á sjó. Jólasnjórinn hefur látið sjá sig eftir einmuna góða tíð og nú keppast allir við að skreyta húsin með jólaijósum af öllum stærðum og gerðum. Sönn jólastemmning ríkir hjá okkur hér við nyrsta haf. Aldarafmæl- is Flóru Is- lands minnst Ályktun Jafnréttisráðs Ný fæðing- ar- og foreldra- orlofslög JAFNRÉTTISRÁÐ Akureyi-ar fjallaði nýverið á fundi sínum um nýju fæðingar- og foreldraorlofs- lögin og gildistöku þeirra frá og með næstu áramótum. Jafnréttis- ráð vill af því tilefni koma á fram- færi hvatningu til allra verðandi foreldra að kynna sér þessa nýju löggjöf þar sem nú er gert ráð fyr- ir því að foreldrar geri áætlanir um töku orlofsins með 6 vikna fyr- irvara. Feður verði samtaka Mikilvægt er að verðandi feður verði samtaka í því að nýta sér rétt sinn til 1 mánaðar fæðing- arorlofs frá 1. janúar 2001. Mikilvægt er einnig að fyrir- tæki, ríki og sveitarfélög búi sig undir breytt starfsumhverfi starfs- manna sinna og taki óskum þeirra um skipulagningu fæðingarorlofs- ins vel. Færðu FSA gjör- gæslutæki að gjöf KVENFÉLAGIÐ Hlíf færði barnadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri fullkömið gjörgæslutæki að gjöf er deild- in var opnuð í nýju húsnæði 8. desember sl. Verðmæti tækisins er um 5 milljónir króna en ágóði af styrktartónleikum félagsins auk fjölda fjárstuðninga gerði félaginu kleift að afla fjár til kaupa tækisins. Morgunblaðið/Björn Gíslason Mikið fjör var í Skautahöllinni á Akureyri í gærdag enda höfðu margir drifið sig til að fara á skauta. Margt í Skautahöllinni MARGT var um manninn í Skautahöllinni á Akureyri í gær enda tilvalið að hressa sig við eftir hátíðina og renna sér á skautum. Einhverjir hafa vafalítið verið að reyna nýju skautana sem þeir fengu í jólagjöf en aðrir voru mættir hreyfíngarinnar vegna. Fjöldi fólks á öllum aldri sást renna sér á svellinu og var ekki annað að sjá en það skemmti sér hið besta. HUNDRAÐ ár eru í dag, 28. des- ember, liðin frá því að Stefán Stef- ánsson grasafræðingur og skóla- meistari gaf út fyrstu útgáfu af Flóru Islands. Formálinn er undirritaður á Möðruvöllum í Hörgárdal 28. des- ember 1900. Útgáfa þessarar bók- ar var mikið vísindalegt afrek en þar var í fyrsta sinn á íslenskri tungu gefið yfirlit um hágróður landsins en jafnframt því að vera vísindarit var Flóra Islands alþýð- legt rit sem opnaði almenningi sýn í leyndardóma gróðurfars á Is- landi. Athöfn á sal Menntaskólans Þessa merka viðburðar í vísinda- sögu landsins verður minnst lít- illega á sal gamla Menntaskólans á Akureyri kl. 16 í dag og eru allir áhugamenn velkomnir. Stefán gegndi kennaraembætti við Möðruvallaskóla er hann samdi Flóruna en varð síðar skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri. Að viðburðinum standa Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Náttúrufræðistofnun íslands, Hið íslenska náttúrufræðifélag og Menntaskólinn á Akureyri. ------♦_+-«----- Nýárstrimm í Kjarna- skógi SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyilrð- inga gengst fyrir nýárstrimmi í Kjarnaskógi á nýársdag en þetta er í 20. skipti sem félagið efnir til þess. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð þrátt fyrir að veður hafi í áranna rás verið misjafnt. Síðast skráðu sig um 300 manns í gestabók félagsins, sem liggur frammi í Kjarnakoti. Upplýstar göngubrautir í Kjarna- skógi eru um 5 km og fjöldi skóg- arstíga liggur um skóginn. Leiktæk- in og leikvellirnir eru einnig að sjálfsögðu opnir á nýársdag eins og aðra daga. Hvetja forsvarsmenn Skógrækt- arfélags Eyfirðinga fólk til að fjöl- menna í Kjamaskóg á nýársdag og hefja árið með hollri útivist í fögru umhverfí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.