Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á að flytja flugvöllinn? ÞAÐ þurfa að koma til góðar ástæður og fyrir því þarf að færa gild rök hvers vegna taka á Vatnsmýrina undir byggð og hvað réttlætir það mikla rask sem óhjákvæmilega er samfara því að flytja um set mið- punkt innanlandsflugsins og um leið að raska þeirri starfsemi sem þar hefur blómstrað um áratuga skeið. Hér skal nefna nokkrar helstu ástæð- urnar. Ný skipulagsstefna Svo er komið í Bretlandi að sveit- arfélögum er bannað með lögum að byggja hverfí eins og Mosfellsbæ og Bessastaðahrepp. Slík byggð er að mati Breta of dýr og óhagkvæm í rekstri. Dreifðri byggð fylgja miklar vegalengdir sem m.a. þýðir að rekst- ur almenningssamgangna ber sig ekki. Dreifð byggð kallar á mikla einkabílanotkun sem aftur veldur stöðugt vaxandi loftmengun og fjölg- un slysa. Þá krefst gerð slíkra hverfa gríðarlegra landfóma. Skv. spá Þjóð- hagstofnunar þarf að reisa á höfuð- borgarsvæðinu byggð á stærð við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð á næstu 20 árum. Ef við ætlum ein- göngu að byggja áfram hefðbundin úthverfí mun það krefjast þess að taka verður gríðarleg landsvæði und- ir byggð á næstu árum. Borgarskipulag Takmarka á útþenslu byggðarinnar, segir Friðrik Hansen Guðmundsson, en þétta hana og endur- nýja innan frá. Á altari þessarar skipulagsstefnu er verið að fórna áratuga skógrækt- ar- og uppgræðslustarfi í Grafarholti er unnið var af miklum fjölda unglinga og greitt fyrir með útsvör- um Reykvfldnga. Búið var að planta trjám í allt holtið og næsta ná- grenni og lagður hafði verið góður grunnur að því að eftir 10 til 15 ár ættum við Reykvfldng- ar aðra „Oskjuhlíð". Með skipulagsstefnu sína að leiðarljósi tóku borgaryfirvöld ákvörð- un um að leggja „hina Öskjuhlíðina", þ.e. Grafarholtið, undir byggð. Þá eru borgar- yfirvöld að eyðileggja eina sérstæð- ustu náttúruperlu á Suðvesturlandi, eiðið í Eiðsvík, milli Geldinganess og lands, með því að leggja eftir eiðinu Friðrik Hansen Guðmundsson & INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRANINGAR HLUTABRÉFA í PHARMAC0 HF. Mánudaginn 8. janúar 2000 verða hlutabréf í Pharmaco hf. tekin til raf- rænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Pharmaco hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglu- gerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Pharmaco hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags ergetið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Pharmaco hf, að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ eða í síma 535 7000. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðild- arsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskíldum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Pharmaco hf. Pharmaco Hðrgatúni 2, 210 Garðabær Pósthólf 200, 212 Garðabær Simi 535 7000, www.pharmaco.is veg fyrir þungavinnu- vélar til að geta hafið gtjótnám í Geldinga- nesi. Með sömu skipu- lagsstefnu að leiðarljósi ætla Kópavogsbúar út í miklar landfómir á bökkum Elliðavatns. Með nýrri stefnu í skipulagsmálum er hægt að vernda nátt- úruperlur í útjaðri byggðarinnar og draga úr notkun bifreiða og þar með loftmengun og slysum. Takmarka á út- þenslu byggðarinnar en þétta hana og endur- nýja innan frá. Það er í anda slíkrar stefnu að taka Vatnsmýrina undir miðborgarbyggð í stað þess að fórna tíu- til tuttugufalt stærra landsvæði undir jafnfjölmenna úthverfabyggð. Búið er að taka ákvörðun um að flugvöllurinn verði um sinn í Vatns- mýrinni. Öll vitum við að stjórnvöld eiga auðvelt með að breyta fyrri skipulagsákvörðunum. Það sáum við t.d. þegar núverandi borgarstjóm ákvað að hætta við íbúðabyggð í Geldinganesi og valdi í staðinn að hefja framkvæmdir í skógræktar- svæði borgarinnar í Grafarholti. Er- um við á réttri leið þegar við leggjum skógræktina í Grafarholti undh- íbúðabyggð, gemm alþjóðaflugvöll í miðbænum, leggjum Eiðsvík og Geldinganesið undir hafskipahöfn og grjótnám og ýtum íbúunum út á jað- arsvæðin þar sem byggingaland er í 60 m-140 m hæð? Umferðar- og öryggismál Önnur meginástæða þess að taka á Vatnsmýrina undir miðborgarbyggð em umferðar- og öryggismálin. Dreifð byggð kallar á mikla einkabíl- anotkun sem aftm- veldur aukinni loftmengun og fjölgun slysa. Ef gerð yrði 20.000 til 30.000 manna byggð í Vatnsmýrinni, í stað þess að leggja tíu til tuttugu sinnum stærra svæði undir jafnfjölmenna úthverfabyggð, munu árlega sparast milljarðar vegna minni bifreiðanotkunar og færri slysa. Spamaður samfélagsins af því að hafa slíka byggð í Vatns- mýrinni í stað þess að hafa hana uppi á Álfsnesi eða úti í Kapelluhrauni mun borga upp gerð nýs Reykjavík- urflugvallar á örskömmum tíma. Þá liggur fyrir að kostnaður við gerð samgöngumannvirkja yrði svipaður, hvort heldur byggð á stærð við Kópa- vog yrði gerð í Vatnsmýrinni eða á Álfsnesi. Með ákvörðun borgaryfir- valda að áfram verði flugvöllur í Vatnsmýrinni, í stað þess að nýta svæðið undir miðborgarbyggð, var verið að taka ákvörðun um sóun mik- illa verðmæta. Með því var borgar- stjórn að taka ákvörðun um að auka bifreiðanotkun í borginni, að auka loftmengun og fjölga slysum. Ný miðborg Þriðja en ekki sísta ástæða þess að við eigum að taka Vatnsmýrina undir byggð er að við eigum enga miðborg. Hér hefur aldrei verið byggð mið- borg. Mikilvægasta verkefni okkar á komandi árum á að vera að skapa hér þær aðstæður að við getum haldið í athafna- og menntafólkið okkar og þau fyrirtæki sem hér eru, ekki síst þau sem sprottið hafa upp á síðustu árum. Við þurfum að bjóða slíkt um- hverfi að íslensk iyrirtæki vilji um ókomin ár hafa höfuðstöðvar sínar hér og borgin þarf að vera það aðlað- andi að hingað komi erlend fyrirtæki vegna þeirrar aðstöðu sem hér standi til boða. Þessi grundvöllur verður ekki tryggður nema. hér rísi ný og glæsileg miðborg. Slfka miðborgar- kjarna er víða verið að gera í Evrópu og við eigum að taka þátt í þeirri þiró- ún. Við eigum að færa næstu kynslóð nýja miðborg með blandaðri starf- semi, miðborg iðandi af mannlífi, miðstöð verslunar, fjármála-, tölvu- og hátæknifyrirtækja ásamt þéttri íbúðabyggð. Við eigum að bjóða sem kost, á móti hinum sannarlega glæsi- legu úthverfum okkar, miðborgar- umhverfi þar sem 5 mínútna gangur er frá vinnustað og heimili að fjölda matsölustaða, kaffihúsa og verslana. Slíka miðborg er hvergi hægt að gera nema í Vatnsmýrinni. Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.