Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR '1 tw*»a «o iw*Móoi«f I Morgunblaðið/Jim Smart Fiskur í fragt ÞAÐ var glatt á hjalla þegar vcrið var að stafla frosnum fiskblokkum á bretti á hafnarbakkanum í Grindavík í gær. Ekki þurfti að hafa áhyggjur af því að varan eyði- legðist á hafnarbakkanum enda lítil hætta á að fiskurinn þiðnaði í frost- inu. Breytingar á skipastól Samherja SAMHERJI hf. hefur nýtt sér rétt, samkvæmt kaupsamningi sem gerð- ur var við færeyska útgerðarfélagið E.M. Shipping, um að láta kaup félagsins á nótaveiðiskipinu Jóni Sig- urðssyni ganga til baka. I fréttatilkynningu segir að það sé gert samhliða því að Samherji hafl ákveðið að hætta við að selja fjöl- veiðiskipið Þorstein EA-810 til þýska útgerðarfélagsins DFFU. Sú ákvörðun hafl verið tekin samhliða þeim breytingum sem urðu á rekstri og eignaraðildi þýska félagsins fyrir skemmstu. Þorsteinn EA-810 hefur verið í lengingu í Póllandi að undanförnu en er væntanlegur hingað til lands í lok janúar. 300 þúsundasti ferðamaðurinn Metár í ferða- þjónustunni F.v. Tómas Þór Tómasson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, ferðalang- urinn Ulrike Brieshae og ferðafélagi hennar, Hans Udo Fischer, og Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Umferðar- óhöpp í Húnavatns- sýslum TVÖ umferðaróhöpp, sem rekja má til hálku, urðu í Húna- vatnssýslum á þriðjudaginn. Annað slysið varð rétt aust- an við Blönduós í svokallaðri Ámundakinn og hitt slysið varð í Hrútafirði. í báðum tilfellum eyðilögðust bílar en fólk slapp óskaddað. Mikil hálka á vegum Að sögn lögreglunnar var mjög mikil hálka á vegum og fyllsta ástæða til að aka var- lega. Dæmi var hins vegar um að lögreglan hafí mælt bíl á 137 km hraða og líkti hún slíku aksturslagi við rússneska rúll- ettu. ÞÝSKUR ferðalangur, Ulrike Brieshae, reyndist vera 300 þúsund- asti erlendi ferðamaðurinn á íslandi árið 2000 og var heiðruð af því tilefni við komuna til Keflavíkui-flugvallar í gær. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri sagði það afar gleðilegt að svona mikill fjöldi gesta hefði sótt ís- land heim en árið sem nú er að líða er metár í ferðaþjónustu á íslandi þar sem um 42.000 fleiri gestir komu til landsins í ár en í fyrra. Spurður um ástæður þessa sagði Magnús: „Þetta eru ótal samverkandi þættir þar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sam- hæft sín vinnubrögð auk þess sem stjómvöld hafa einnig komið sterkar inn í gi-einina á undanfömum árum. Það hafa allir unnið mjög markvisst og skipulega að þessum árangri og samvinna verið rneiri en oft áður,“ sagði Magnús og minnti á að mikil umfjöllun í erlendum fjölmiðlum á árinu hefði beint kastljósinu að Is- landi. „Síðast en ekki síst hafa grunn- þættir í móttöku gesta hér á landi verið byggðir upp. Það er nefnilega ekki nóg að byggja aðeins upp mark- aðsvinnuna heldur verður að vera samræmi á milli þess sem verið er að kynna og þess sem mætir gestunum þegar þeir koma til landsins." Magn- ús segir árangurinn hafa orðið meiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Fyrirtækin í greininni hafa í heild sinni ekki náð þeirri arðsemi sem von- ast var eftir. Þrátt fyrir þetta höfum við allar forsendur til þess að vera bjartsýn, en það má hvergi slaka á þar sem samkeppnin í atvinnugrein- inni er gríðarleg og það krefst agaðra og samræmdra vinnubragða áfram svo atvinnugreinin nái að halda sínum hlut. Árangurinn byggist á því að stöðugt sé haldið áfram og sífellt gert betur.“ Einna jákvæðast segir Magnús vera hvað ferðamenn sæki nú til Is- lands utan hefðbundins ferðatíma. Nú komi fólk hingað allan ársins hring en ekki aðeins yfir hásumarið. Til marks um þetta komi nú um 12 til 1400 ferðamenn gagngert til landsins til að eyða hér áramótunum. „Það er mark- aður sem var ekki til fyrir 15 árum en verður sterkari frá ári til árs.“ Öryrkjabandalagið óskar fundar með forseta og sendir TR kröfu um að hlíta dðmi Hæstaréttar Eigum ekki í önn- ur hús að venda FRAMKVÆMDASTJÓRN Ör- yrkjabandalags íslands samþykkti formlega á fundisínum í gær að óska eftir fundi með Ólafí Ragnari Gríms- syni, forseta íslands, til að ræða við hann um dóm Hæstaréttar í máli ör- yrkja gegn Tryggingastofnun og við- brögð stjórnvalda við honum. Þá sendi lögmaður Öryrkjabandalagsins Tryggingastofnun kröfu í gær sem dómþola um að stofnunin fari án und- anbragða eftir dómi Hæstaréttar. Hjá skrifstofu forseta Islands feng- ust þær upplýsingar síðdegis í gær að ósk Öryrkjabandalagsins hefði borist en tímasetning fundar hefði ekki ver- ið ákveðin. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, sagði við Morgun- blaðið að öryrkjar ættu ekki lengur í önnur hús að venda. Vonaðist hann til þess að forsetinn gæti beitt sér til að „koma á eðlilegum og löglegum sam- skiptum valdþáttanna“, eins og hann orðaði það. „Við höfum ekki verkfallsrétt og getum þar af leiðandi ekki stöðvað hjól atvinnulífsins. Við getum ein- göngu leitað til yfirvalda. Við höfum margítrekað mótmælt þessum gjörn- ingi, að tengja tekjur maka við bætur öryrkja, og bent stjómvöldum á að verið væri að brjóta á okkur lög og mannréttindi. Það hefur að engu ver- ið haft, þvert á móti hefur verið reynt að gera lögleysuna að lögum landsins. Við vorum neydd til að leita réttar okkar fyrir dómstólum. Við höfðum sigur í undirrétti og stjórnvöld áfrýjuðu til Hæstaréttar. Hæstirétt- ur féllst á allar okkar kröfur og eftir því ber tafarlaust og undanbragða- laust að fara. í stað þess að fara ótví- rætt eftir þessum dómi ætlar fram- kvæmdavaldið að skipa einhverja nefnd. í erindisbréfí nefndarinnar segir að kanna eigi hvað í dóminum felist og hvaða tillögur eigi að gera í samræmi við hann. Það er ekki hlut- verk framkvæmdavaldsins að leggja mat á dóm Hæstaréttar. Ótvíræðari dómsorð var ekki hægt að hugsa sér. Framkvæmdavaldinu er óheimilt að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka. Löggjafarvaldið getur í framtíðinni breytt lögum landsins. Það er löggjafans að svara því þar sem framkvæmdavaldið hefur hvorki löggjafar- eða dómsvald. Eftir að hafa unnið málið í Hæstarétti stöndum við frammi fyi-ir því að áfram á að brjóta á okkur lög. Ef að svona alvarleg staða á ekki erindi til æðsta embætt- ismanns lýðveldisins þá veit ég ekki hvað á erindi þangað. Við væntum þess að hann geti á einhvem hátt beitt sér til að koma á eðlilegum og löglegum samskiptum valdþáttanna," sagði Garðar. Hann sagði að öryrkj- um líkaði það verst að heyra stjóm- völd segja að þau ætluðu sér að halda uppteknum hætti þar til einhver nefnd kæmist að niðurstöðu. Bíða ætti eftir tillögum starfshóps en Garðar sagði að starfshópur væri þegar búinn að fjalla um málið og sá starfshópur væri Hæstiréttur. Hann hefði komist að niðurstöðu og þyrfti enga aðstoð. Ráðherrar ekki með vald til að skipa Tryggingastofnun fyrir Lögmaður Öryrkjabandalagsins sendi Ti-yggingastofnun rikisins lög- formlega kröfu í gær sem dómþola um að stofnunin fari undanbragða- laust eftir dómi Hæstaréttar. Garðai- sagði að varðandi lögbrot mætti Tryggingastofnun ekki hlýða neinum yfirmönnum. Það væri engin vörn í málinu. „Ráðherrar hafa ekkert vald til að fyrirskipa Tryggingastofnun að fram- fylgja ekki lögum landsins eins og þau em túlkuð af æðsta dómstóli þjóðar- innar. Menn, sem grípa til þess ráðs að skipa nefnd til að kanna hvað í dómnum felist, misskilja vald sitt og skilja ekki þau takmörk sem stjóm- arskráin setur valdi þeirra. Þetta er dapurlegur vitnisburður um fólk sem skynjar ekki straum tímans. Þessi viðbrögð verða vonandi ekki til ann- ars en að efla réttarvitund okkar Is- lendinga. Ljóst er að þarna eru menn að misbeita valdi sínu mjög gróflega- Okkar lýðræðislega stjórnskipan byggist á þrískiptingu ríkisvaldsins. Ef að þessi grundvallarregla er brotin þá erum við komin út á mjög hálan ís, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Við viljum gera æðsta embættismanni þjóðarinnar grein fyrir þessu þannig að hann hafi það frá fyrstu hendi hvernig mál hafa gengið til frekar en að ríkisstjórnin sé ein um það að gefa forsetanum skýrslu," sagði Garðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.