Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 60
#0 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengda-
faöir og afi,
EIÐUR SÆVAR MARINÓSSON,
Hrauntúni 18,
Vestmannaeyjum,
lést af slysförum föstudaginn 15. desember.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, föstudaginn 29. desember kl. 14.00.
Sigurborg Engilbertsdóttir,
Marín Eiðsdóttir, Sigurður M. Ólafsson,
Berglind Eiðsdóttir,
Matthildur Eiðsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
BJÖRNFRÍÐUR SIGRÍÐUR
BJÖRNSDÓTTIR,
Hjarðarholti 7,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstu-
daginn 29. desember kl. 14.00.
Oddur Gíslason,
Ingileíf Oddsdóttir, Sævar Steingrímsson,
Björn Oddsson, Kolbrún Katarínusardóttir,
Gísli Páll Oddsson, Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir,
Arnór Steinar Oddsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma okkar,
CLARA JENNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 22. des-
ember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðviku-
daginn 3. janúar kl. 15.00.
Jónas Halldórsson,
Halldór Jónasson, Sigríður Pétursdóttir,
María Jenný Jónasdóttir, Jóhann Diego Arnórsson,
Sigurður Jónasson, Elsa Hrönn Búadóttir,
Jónas Jónasson, Júlíana Björk Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar,
GISSUR SIGURÐSSON
húsasmíðameistari,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis
í Grundargerði 11, Reykjavík
andaðist laugardaginn 23. desember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju í dag, f
daginn 28. desember, kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Ingigerður Gissurardóttir, Örlygur Benediktsson,
Jón Bergur Gissurarson, Erna Björk Guðmundsdóttir,
barnabörn og langafabarn.
+
Innilegar þakkir til ykkar allra er sýnduð okkur
samúð, hlýju og vinarhug vegna andláts og út-
farar sonar míns, bróður okkar og mágs,
DAÐA SIGURÐSSONAR,
Engjaseli 72,
(áður Höfn í Hornafirði).
Sérstakar þakkir fær Sæmundur Egili
Björnsson fyrir langvarandi vináttu og stuðning
svo og Sniglamir ásamt deild þeirra Gamlingjunum.
Svanhildur Sigurjónsdóttir,
Halldór Sigurðsson, Hulda Sigurvinsdóttir,
Páll Sigurðsson, Kristjana Jakopsdóttir,
Edda Antonsdóttir, Gunnar Eliertsson,
Sigurbjörn B. de Lange, Astrid de Lange.
+ Gissur Sigurðs-
son fæddist á
Bergsstöðum í Bisk-
upstungum, Árnes-
sýslu, 6. desember
1913. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 23. desember
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurður Isleifsson,
f. 18.10. 1872, d. 5.8.
1945, bðndi á Bergs-
stöðum, og kona
hans, Sigríður Jóns-
dóttir ljósmóðir, f.
31.7. 1878, d. 18.7.
1958. Hann fluttist hálfs árs gam-
all með foreldrum sínum að
Syðri-Gegnishólum í Gaulverja-
bæjarhreppi í Flóa og ólst þar
upp. Systkini hans voru: ísleifur,
f. 14.8. 1909, látinn, sjómaður,
síðast búsettur í Reykjavík; Sig-
ríður, f. 14.1. 1911, látin, kennari
og húsmóðir í Reykjavík; Jón, f.
7.5. 1912, lengst af bóndi í Syðri-
Gegnishólum, nú búsettur á Sel-
fossi; Hallbera, f. 28.1.1915, látin,
húsmóðir í Reykjavík; Ólafur, f.
27.1. 1919, bóndi á Vorsabæjar-
hóli, Gaulverjabæjar-
hreppi, nú búsettur á
Selfossi; Guðrún, f.
9.9. 1920, látin, hús-
móðir í Vestmanna-
eyjum; Áslaug, f.
25.12. 1923, húsmóðir
í Kópavogi. Uppeldis-
systir hans var Anna
Kristgeirsdóttir, f.
14.6. 1932, húsmóðir í
Reykjavík.
Gissur kvæntist
16.1. 1943 Guðbjörgu
Bergsdóttur, f. 6.5.
1912, d. 17.6. 1992,
húsmóður, hún var
dóttir Bergs Jónssonar, bónda á
Helgastöðum í Biskupstungum,
og konu hans, Ingigerðar Hjart-
ardóttur húsfreyju. Börn Gissur-
ar og Guðbjargar eru: 1) Ingi-
gerður, f. 2.4. 1944, húsmóðir í
Reykjavfk, gift Orlygi Benedikts-
syni vélvirkjameistara og eiga
þau þrjú börn, Gissur, doktor í
efnafræði, búsettur f Þýskalandi,
sambýliskona hans er Kirsten
Strodtkötter og eiga þau einn
son, Tjörva; Guðbjörgu Þuríði,
líffræðing í Reykjavfk, og Olgeir,
vélsmið og nema í Tækniskóla Is-
lands. 2) Jón Bergur, f. 18.7.1948,
húsasmi'ðameistari í Reykjavík,
kvæntur Ernu Björk Guðmunds-
dóttur húsmóður, og eiga þau
tvær dætur; Jónu Kristínu, nema í
Verslunarskóla Islands, og Dísu
Björgu, grunnskólanema. Sonur
Ernu er Bjarki Steinar Her-
mannsson, nemi í bifvélavirkjun.
Gissur hóf nám í trésmíði í
Reykjavík hjá Skúla Þorkelssyni,
stundaði nám við Iðnskólann i
Reykjavík, lauk sveinsprófi 1938
og öðlaðist meistararéttindi 1941.
Hann starfaði síðan við húsasmíð-
ar á höfuðborgarsvæðinu til 1985.
Gissur var í stjórn Trésmiða-
félags Reykjavíkur 1941-1950.
Hann var einn helsti stofnandi
Meistarafélags húsasmiða 1954,
sat í stjórn félagsins frá stofnun
1954-1970, var varaformaður
þess 1961-1962 og formaður
1962-1970. Hann var forvfgis-
maður að stofnun Einhamars,
samtaka nokkurra bygginga-
meistara, 1971. Gissur var fram-
kvæmdastjóri Einhamars meðan
fyrirtækið starfaði 1971-1977.
Gissur var heiðursfélagi Meist-
arafélags húsasmiða frá 1974 og
hlaut heiðursmerki iðnaðar-
manna úr gulli 1975.
Utför Gissurar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 10.30.
GISSUR
SIGURÐSSON
Elsku afí minn.
Nú ertu allur og fórst að þínum
hætti, gerðir allt með hraði og þann-
ig fórstu einmitt að þennan örlaga-
ríka dag sem þú kvaddir. Það helsta
sem ég man úr bernsku um þig var
auðvitað skjalataskan bak við stól-
inn þinn með namminu í. Svo þegar
þú smíðaðir rólu í garðinum sér-
staklega fyrir mig. Já, margt var
brallað en alltaf fór vel. Ekki leið sá
dagur í bernsku minni fram að fímm
og hálfs árs aldri er ég flutti úr ris-
inu að ég hitti þig ekki. En það
langbesta af veraldlegum hlutum
sem þú gerðir fyrir mig var að koma
mér af stað í gítarnámi. Eg mun
aldrei gleyma því er þú spurðir
hvort ég hefði áhuga á að læra að
spila á gítar. Eg svaraði því játandi
og tveimur dögum seinna mættir þú
við dyrnar heima með risastóran
kassa til mín. Ur honum kom síðan í
ljós fyrsti kassagítarinn minn. Sem
ég fékk síðar að vita er ég tók fyrsta
stigið að væri mjög sjaldgæfur gítar
sem vert væri að varðveita. Nú hef
ég að mörgu leyti helgað mig tón-
listinni og á það allt þér að þakka.
Elsku afi minn, nú ertu allur og
kominn til ömmu. Eg mun sakna þín
um alla ævi og syrgja jafnvel líka.
En þrátt fyrir allt vona ég að þú og
amma vakið yfír mér og minni fjöl-
skyldu og bíðið eftii* okkur er okkar
dagar eru taldir.
Eg mun elska þig afí minn og
ömmu um alla ævi.
Þín sonardóttir,
Jóna Kristín Jónsdóttir.
Elsku afí minn.
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefíð mér í lífinu. Hér ætía ég að
segja þér sem er sérstaklega um
þig. Að eiga þig sem vin var gott, að
eiga þig sem afa var það besta í
heiminum. Afi minn, engillinn sem
þú gafst mér hangir uppi í herberg-
inu mínu, ég horfi alltaf á hann áður
en ég fer að sofa. Ég á margar
minningar um stundirnar sem við
höfum verið saman. Ég man eftir
töskunni þinni sem þú hafðir alltaf
bakvið stólinn þinn, sem ég var allt-
af að kíkja í og gá hvort þú ættir
nammi, og ég man líka eftir rólunni
í garðinum þínum. Ein minning er í
uppáhaldi hjá mér og þá er ég í
pössun hjá þér. Bara ég og þú sitj-
um í stólunum, ég í stólnum og þú í
gamla hásætinu þínu. Við vorum að
borða nammi, lakkrískalla, hlusta á
útvarpið þitt og tala saman. Þá
sofna ég og þegar ég vakna aftur er
mamma komin að sækja mig. En þú
varst svo góður að ná í teppi og
breiða yfir mig. Já afi minn, ég
þakka fyrir mig og vona að þú hafir
átt gott líf. Þú munt alltaf eiga sér-
stakan stað í hjarta mínu, elsku afi.
Þín sonardóttir,
Dísa Björg Jónsdóttir.
Ég bý í húsi, það er traust og gott
hús enda byggði hann afi það. Já
ætli það hafi ekki einkennt hann,
þann tíma sem ég þekkti hann, að
það var allt traust sem kom frá hon-
um. En núna er hann kominn til
feðra sinna og ekkert við því að
gera, það er nú bara svona, sem það
gengur. Ég á nú margar minningar
um hann afa, það er helst það að ég
gat alltaf komist í spýtur og fengið
að smíða eins og mig lysti þegar ég
var lítill og ætli ég búi ekki að því
enn, þótt ég sé farinn að smíða úr
járni. Ég man að afí sagði við mig
þegar ég var sextán ára að hann
yrði stoltur ef ég yrði góður iðn-
aðarmaður og það hefur verið gott
að geta hugsað til þess þegar erfitt
hefur verið í skólanum. Það eru
margar sögur sem afi hefur sagt
mér gegnum tíðina og það er gott að
hafa þær í minningunni, minningin
lifir.
Olgeir Örlygsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
JÓNU SIGRÍÐAR STEINGRÍMSDÓTTUR,
áður til heimilis
í Krummahólum 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Holtsbúðar.
Grétar Óskarsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Stefanía M. Jónsdóttir, Ægir Kópsson,
Ásgerður Jónsdóttir, Axel Oddsson
og barnabörn.
+
Alúðarþakkir faerum við öllum þeim, sem sýnt
hafa okkur samúð og vinarhót við andlát og
útför
EYJÓLFS INGIBERGS GEIRSSONAR,
Hátúni 7,
Keflavík.
Elfn Þorleifsdóttir,
Ólafur Eyjólfsson, Bergþóra Jóhannsdóttir,
Geir Eyjólfsson, Sigríður Ingólfsdóttir,
Margrét Eyjólfsdóttir, Sveinn Pálsson,
Daníel Eyjólfsson, Hugrún Eyjólfsdóttir,
Gunnar Eyjólfsson, Helga Hildur Snorradóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa,
KNUDS KRISTJÁNS ANDERSEN,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Guð gefi ykkur gott nýtt ár.
Pétur Andersen,
Ingibjörg J. Andersen, Óskar Þórarinsson,
Sigurbjörn Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.