Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nautgripir
drápust úr
gaseitrun
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
SEX nautgripir drápust af metan-
gasmyndun úr haughúsi á bænum
Bjargi hér í sveit nú fyrir jólin.
Bóndinn á bænum, Karl Jónsson,
var að hræra upp mykju í haughúsi
með haugsugu, hann brá sér í síma-
viðtal sem tók innan við tíu mínútur.
Þegar hann kom til baka lágu all-
nokkrir nautgripir í valnum, fjórir
kálfar drápust, kvíga komin að burði
og ein kýr sem var í geldstöðu. Aðrir
nautgripir í húsinu jöfnuðu sig.
Þrátt fyrir að Karl hefði opnað
stórar dyr áður en hann byrjaði að
blása kom þetta fyrir. Hann sagðist
strax hafa gert sér grein fyrir hvað
var að gerast og því passað sig á að
verða ekki fyrir þessu sjálfur.
Nokkru áður lét hann renna heitt
vatn í haughúsið og telur hann það
hafa magnað upp gasmyndunina.
Áður hafa komið upp tilfelli hér á
landi þar sem gripir hafa drepist af
gasmyndun úr haughúsum. Þá hafa
menn í nokkrum tilfellum verið hætt
komnir af þessum sökum og má
nefna dæmi héðan úr hreppnum þar
sem sonur bjargaði föður sínum sem
fallið hafði í ómegin af gaseitrun. Er-
lendis munu dauðsföll af þessum
sökum vera alþekkt.
Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið í sjö vikur
Aftur kominn gangur
í samningaviðræður
Morgunblaðið/Kristinn
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakcnnara, og
Hjördfs Þorgeirsdótiir varaformaður líta á gögn hjá sáttasemjara í gær.
VIÐRÆÐUR samninganefnda
Félags framhaldsskólakennara og
samninganefndar ríkisins hófust aft-
ur hjá ríkissáttasemjara í gær og
verður fram haldið í dag. Upp úr við-
ræðunum slitnaði á föstudag fyrir jól
eftir ágreining um vinnutímaþátt
kjarasamnings, en að sögn Þóris Ein-
arssonar ríkissáttasemjara var kom-
inn nokkur gangur í viðræðurnar aft-
urígær.
Gert er ráð fyrir að samningur
Félags framhaldsskólakennara og
Verslunarskóla íslands verði borinn
undir atkvæði kennara við skólann
öðru hvorum megin við áramótin, en
skrifað var undir nýjan kjarasamning
kennara við skólann til fjögurra ára
sl. föstudag.
Mikil hækkun á grunnlaunum
kennara Verslunarskólans
Kjarasamningurinn sem kennarar
gerðu við Verslunarskóla íslands fel-
ur í sér mikla hækkun grunnlauna
strax um áramót vegna stórtækra til-
færslna milli yfirvinnu og dagvinnu
og vegna þess að kennarar skipta nú
með sér ábyrgð á störfum s.s. deild-
arstjóm og umsjón með nemendum.
Áætlað er að grunnlaun kennara
hækki um allt að helming á samn-
ingstímanum.
í lyarasamningi VÍ er haldið í öll
helstu atriði er varða vinnutíma
kennara s.s. 9 mánaða starfstíma, 175
kennslu- og prófadaga er fara skulu
fram innan níu mánaða starfstíma,
fjóra daga eða 32 klst. við upphaf og/
eða lok starfstíma og 80 klst. til end-
urmenntunar. I samningnum er skil-
greindur kennslustuðullinn 1,7 m.v.
24 stunda kennsluskyldu. Sérstök
bókun fylgir samningnum um
kennsluskylduafslátt.
Á heimasíðu Kennarasmbandsins
kemur fram að ein helsta tilslökunin
af hálfu kennara er vai'ðandi kennslu-
aflslátt og er hann minnkaður í skil-
greindum áföngum gagnvart starf-
andi kennurum við skólann á löngum
tíma. Inn í kjarasamninginn bætist
grein um samstarfsnefnd við VI.
Kjarasamningurinn gildir frá 22.
desember 2000 til 30. apríl 2004 og
kemur síðasta áfangahækkun hans til
framkvæmda 1. desember 2003 og er
hún 9%.
Aldamótabrennur
Morgunblaðið/ Kristinn
NTJ ERU ekki eftir nema örfáir dagar af
árinu og 20. öldinni að sumra mati, en talna-
fróðir menn telja að öldinni ljúki með árinu
2000, en ekki árinu 1999 eins og sumir vildu
haida fram um siðastliðin áramót. Það er því
tímabært að huga að hefðbundnum áramóta-
og í þessu tilviki jafnvel aldamótabrennum,
sem nú er verið að hlaða og kveikt verður í
víða um land að kvöldi gamlársdags.
Tölvum og skjá-
vörpum stolið úr
Tækniskóla Islands
Tjónið
metið á 8
til 9 millj-
ónir króna
BROTIST var inn í Tækniskóla
íslands á Höfðabakka í Reykja-
vík um jólin og stolið þaðan 18
tölvum, 10 skjávörpum og auk
þess skemmdarverk unnin á
innanstokksmunum. Guð-
brandur Steinþórsson, rektor
Tækniskólans, sagði í samtali
við Morgunblaðið að tjónið
væri metið á 7 til 8 milljónir
króna. Málið er óupplýst og er í
rannsókn hjá lögreglu.
„Það er auðvitað mjög slæmt
að vera án þessara tækja, en við
verðum að þola það fyrst um
sinn,“ sagði Guðbrandur.
Guðbrandur segir að þjóf-
arnir hafi líklega brotist inn á
jóladag eða jólanótt þegar eng-
ir starfsmenn voru í húsinu.
Innbrotið uppgötvaðist í fyrra-
dag og var strax tilkynnt til lög-
reglu. Ljóst er að þjófarnir
hafa brotið upp aðaldyr hússins
og farið þar inn. Þeir brutu upp
milli 40 og 50 dyr í skólanum til
að komast inn í kennslustofur.
Þeir höfðu á brott með sér 18
einkatölvur og 10 skjávarpa.
Guðbrandur sagði greinilegt að
fleiri en einn maður hefðu verið
að verki í innbrotinu.
ISérblöð í dag
SSÍMK
Sérblað nm viðskipti/atvinnulíf
ÍHémR
Eiður Smári fór á kostum
með Chelsea / C2
Keflvíkingar endurheimta
þrjá leikmenn / C1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is